Morgunblaðið - 11.09.1964, Side 8
8
MORC UN BLAÐIÐ
l
Fostudagur 11. sept. 1964
Áttræður í dag:
Jón Helgason stórkaup-
maður í Kaupmannahöfn
ÖRLÖGIN skáka mönnum á
ýmsa vegu á taflborði lífsins.
Fyrir um það bil 65 árum sagði
læknir 15 ára gömlum sveita-
dreng norður í Þingeyjarsýslu,
að hann væri kviðslitinn og
myndi þess vegna aldrei verða
til mikilla líkamlegra átaka eða
erfiðisvinnu. Honum myndi því
henta að læra einhveyja iðn, sem
hann gæti setið við í hægu sæti.
Unglingurinn hugðist fara að
ráðum læknisins og réðist til
skósmiðs vestur á ísafirði til þess
að læra skósmíði. En þá tókst
svo undarlega til, að skósmiður-
inn hætti að smíða skó og fíutt-
ist inn í Skötufjörð og fór að
búa. Fór hinn ungi Þingeyingur
með honum og dvaldist þar í eitt
ár. Þá flutttist hann til ísafjarð-
ar aftur og átti þar heima í tvö
ár, stundaði sjósókn, uppskipun-
arvinnu o.fl.
Síðan lá leiðin aftur til Norð-
urlands. Að þessu sinni norður
til Akureyrar og Siglufjarðar,
þar sem hann stundaði síldar-
vinnu og verzlunarstörf fram
undir tvítugs aldur. En á þessu
tímabili varð hinn ungi Þingey-
ingur einn fræknasti glímumaður
landsins, glæsimenni og hraust-
menni með afbrigðum.
★
Þessi maður er Jón Helgason,
stórkaupmaður í Kaupmanna-
höfn, sem á í dag áttræðisaf-
mæli. Líf hans hefur að ýmsu
leyti verið ævintýri líkast. Hann
yfirgefur ísland um tvítugsald-
ur til þess að kynna íslenzka
glímu með þremur öðrum ung-
um íslendingum úti í hinni stóru
veröld. Fyrst liggur leiðin til
Englands, síðan til Danmerkur
og þaðan til Þýzkalands og Rúss-
lands. Síðan er aftur ferðazt vítt
og breitt um Evrópu í heilt ár,
en að því ferðalagi loknu sezt
Jón Helgason að í Rússlandi zars-
ins og er þar búsettur árin 1911
—1920. Þar gerist hann íþrótta-
kennari við keisaralega íþrótta-
skólann í Pétursborg, verður þar
ríkur maður, en verður að lok-
um að flytjast úr landi, og vakn-
ar einn góðan veðurdag við það
í Kaupmannahöfn að hann er
orðinn blásnauður maður, rúbl-
urnar hans einskis virði að lok-
inni rússnesku byltingunni.
En þingeyski bóndasonurinn,
íþróttakappinn og heimsborgar-
inn gafst ekki upp við þetta
áfall. Örlögin höfðu sagt skák
en ekki mát. Hann hóf lífsbar-
áttuna á nýjum vettvangi, gerð-
ist fyrst sundkennari í Dan-
mörku, fór á verzlunarnámskeið
og tók síðan að einbeina starfs-
kröftum sínum að verzlun og
viðskiptum. Gerðist hann nú um-
boðsmaður fyrir íslenzkar út-
flutningsafurðir og stofnaði síð-
an niðursuðuverksmiðju í Kaup-
mannahöfn. Á tiltölulega skömm
um tíma tókst Jóni Helgasyni
að verða að nýju efnalega sjálf-
stæður maður og meðal bezt
stæðu íslendinga í Danmörku,
★
Þetta er í örfáum dráttum
starfssaga þessa sérstæða og
merka Islendings, sem hefur lif■
að og starfað meginhluta ævi
sinnar erlendis. En því fer þó
víðsfjarri að hér hafi öll saga
hans verið sögð, enda er það
ekki ætlunin með þessum fáu
línum á merkum tímamótum í
lífi hans.
Jón Helgason tók jafnan mik-
inn og virkan þátt í félagslífi
íslendinga í Kaupmannahöfn,
Hann stofnaði t.d. róðrarfélagið
Heklu á síðari styrjaldarárunum
og var lífið og sálin í þeim fé
lagsskap. Hann átti sæti í stjórn
íslendingafélagsins í mörg ár og
var stofnandi og formaður Gefj
unar, sem er deild úr Slysavarna-
félagi íslands í Kaupmanna-
höfn. Ennfremur átti hann sæti í
stjórn Félags íslenzkra kaup-
manna í Kaupmannahöfn.
Allir sem þekkja Jón Helga-
son vita, að félagsmálastarfsemi
hans mótaðist af óvenjulegum
ötulleik og félagsþroska. íslend-
ingar í Kaupmannahöfn og marg-
ir héðan að heiman minnast
einnig með þakklæti gestrisni
hans og höfðingsskapar. Eiga
margir landar bjartar minningar
um komu sína á heimili hans og
konu hans, frú Kristínar Guð-
mundsdóttur, dóttur Guðmundar
Bergssonar, fyrrum póstmeistara
á ísafirði. Heimili þeirra á Raad-
mands Steins Allée 17 er í senn
glæsilegt og rammíslenzkt. Þar
getur að líta málverk og högg-
myndir eftir íslenzka listamenn í
björtum og fögrum húsakynnum.
Mestu máli skiptir þó sá andi,
sem svífur yfir vötnunum á
þessu íslenzka heimili í hjarta
Kaupmannahafnar. Frú Kristín
hefur staðið við hlið manns síns
af reisn og myndarskap, enda
ágæt og merk kona. Eiga þau
hjón einn son, Björn viðskipta-
fræðing, sem einnig er búsettur
í Kaupmannahöfn og er ágætlega
menntaður og dugandi maður.
Jón Helgason er glæsimenni í
sjón og raun. Hann er hár mað-
ur vexti, grannur og vel limað-
ur. Þótt árin færist nú yfir hann
og hann hafi fyrir ári síðan
kennt í fyrsta skipti á ævinni
nokkurar vanheislu, er hann enn
beinn í baki og framkoma hans
öll hin hressilegasta og karl-
mannlegasta.
Líf og starf Jóns Helgasonar er
táknrænt dæmi um ævi frábærs
atorkumanns. Hann leggur heilsu
veill af stað heiman úr sveitinni
sinni, hyggst að læknisráði velja
sér hægt og átakalítið lífsstarf,
en er um tvítugsaldur orðinn
einn mesti íþrótta: og afreksmað-
ur landsins. Hann nemur ný
lönd, verður auðugur, síðan fá-
tækur og loks bjargálna maður á
ný. Örlögin skáka bonum en þau
máta hann aldrei, meðan dagur
er á lofti.
Þegar við hjónin sátum fyrir
skömmu á heimili Jóns Helga-
sonar og frú Kristínar eina kvöld
stund og ræddum það, sem á
daga hans hafði drifið var mér
það ljósara en nokkru sinni fyrr,
af hvílíkum þrótti og æðrulausri
festu lífsbarátta kynslóðar hans
hefur mótazt, og hve mikið við
eigum að þakka þessari kynslóð,
sem brauzt úr allsleysi og fátækt
til bjargálna og mannsæmandi
lífs.
Vinir Jóns Helgasonar þakka
honum góð kynni, drengskap og
vináttu, um leið og þeir óska
honum og fjölskyldu hans til
hamingju með áttræðisafmælið
og hin efstu ár.
S. Bj.
Iðnaðarmannafélag
Akureyrar 60 ára
IÐNÞINGIÐ er haldið á Akur-
eyri að þessu sinni vegna sex-
tugsafmælis Iðnaðarmannafélags
Akureyrar í nóvember n.k. Fé-
lagið var stofnað í Templara-
húsinu hinn 26. nóv. 1904, og
voru stofnendur 36. Undirbún-
ingsfundur hafði verið haldinn
12. sama mánaðar og til hans
boðað af Trésmiðafélagi Akur-
eyrar. Jón Guðmundsson bygg-
ingameistari var fundarstjóri á
þeim fundi, enda var hann einn
helzti hvatamaðurinn um stofnun
félagsins. Fundarstjóri á stofn-
fundinum var Friðbjörn Steins-
son bókbindari, einhver mesti á-
hugamaður um félags- og fram-
faramál í Akureyrarbæ fyrr og
síðar, að öllum öðrum ólöstuð-
um. Hann hafði gert tilraun til
að stofna handiðnamannafélag á
Akureyri og við Eyjafjörð árið
1872, en það varð skammlíft.
Fyrstu stjórn Iðnaðarmannafé-
lagsins skipuðu þessir menn:
Oddur Björnsson prentmeistari,
formaður, Sigtryggur Jónsson
byggingameistari, ritari og Frið-
björn Steinsson, gjaldkeri. Fé-
lagsmönnum fjölgaði ört, og
margir gengu í félagið, þótt ekki
væru iðnaðarmenn. Flestir urðu
þeir 1945, 109, en nú eru félags-
menn um 80. Frá 1954 geta þó
þeir einir orðið félagar, sem iðn-
réttindi hafa.
Formenn félagsins hafa verið
þessir menn:
Oddur Björnsson 1905—1906,
1913—1916 og 1922.
Jón Guðmundsson 1907—1910,
1917—1919 og 1923.
Kristján Nikulásson 1911.
Jón J. Borgfjörð 1912.
Guðbjörn Björnsson 1920—
1921 og 1937—1939.
Óskar Sigurgeirsson 1924—
1927.
Einar Jóhannsson 1928—1930.
Guðmundur Frímann 1931.
Sveinbjörn Jónsson 1932—1936.
Indriði Helgason 1940—;1945.
Vigfús Friðriksson 1946—1951.
Karl Einarsson 1952—1954.
Sveinn Tómasson 1955—1963.
Jón H. Þorvaldsson 1964.
Ritarar hafa lengst verið: Þór-
hallur Bjarnarson í 8 ár og í 7
ár hver: Jóhann Frímann, Vig-
fús Friðriksson, Guðmundur
Magnússon og Jón Björnsson.
Gjaldkerar hafa verið lengst:
Bjarni Einarsson, Stefán Árna-
son og Alfreð Möller.
Hagur félagsins hefir jafnan
staðið styrkum fótum, þótt stund
um hafi verið ráðizt í fjárfrekar
framkvæmdir, og eru nú um 400
þús. kr. í félagssjóði. Auk þess
eru í vörzlu félagsins ýmsir sér-
sjóðir, svo sem Gjafasjóður
Magnúsar Jónssonar og Minn-
ingarsjóður Davíðs Sigurðssonar,
sem báðir eru ætlaðir til fram-
haldsnámsstyrkja iðnnemum og
iðnaðarmönnum, sem afla vilja
sér þekkingar erlendis í iðn sinni,
Iðnsýningarsjóður og Útlánasjóð-
ur. Einnig átti félagið aðild að
stofnun Sparisjóðs Akureyrar ár-
ið 1932.
Meginverkefni félagsins var I
upphafi og lengst af að halda
uppi iðnskóla á Akureyri og
hvers konar iðnfræðslu. Iðn-
skólinn tók til starfa haustið
Stjórn félagsins 1964. Jón H. Þorvaldsson form. fyrir miðju,
honum til hægri handar Bjarni Jónsson ritari og til vinstri
handar Alfreð Möller gjaldkeri.
1905. Hann starfaði í 2 deild-
um með tveggja stunda kennslu
á dag fyrstu árin, en síðar, eftir
að Jóhann Frímann tók við
stjórn skólans og honum tók að
vaxa verulega fiskur um hrygg,
starfaði hann í fjórum bekkjum.
Helztu námsgreinar voru fyrst í
stað teiknun, íslenzka, danska,
bókfærsla og stærðfræði. Skólinn
var ekki eingöngu skipaður iðn-
nemum, heldur var jöfnum hönd-
um alþýðuskóli lengst af. Gafst
þar mörgum kærkomið tækifæri
til að afla sér undirstöðuþekk-
ingar jafnhliða almennri vinnu,
þar sem skólinn starfaði á kvöld-
in, þar til nú fyrir einum ára-
tug eða svo.
Skólastjórar Iðnskólans hafa
verið þessir menn:
Sr. Jónas Jónasson 1905—1909.
Adam Þorgrímsson 1910—1912.'
Lúðvík Sigurjónsson 1913—
1917.
Sveinbjörn Jónsson 1921—
1924.
Haukur Þorleifsson 1925—1926.
Halldór Halldórsson 1927.
Jóhann Frímann 1928—1939 og
1942—1955.
Jón Sigurgeirsson 1939—1941
og frá 1955.
Skólinn hefir starfað nokkurn
veginn óslitið frá stofnun, nema
hvað hann lá niðri árin 1918—
1920 og 1925.
Félagið reisti hús yfir skólann
við Lundargötu árið 1928. Átti
hann þar aðsetur til ársins 1943,
er hann fluttist í gagnfræðaskóla
húsið, sem þá var nýreist og Iðn-
aðarmannafélagið hafði lánað fé
til að reisa. Nú starfar skólinn
á ýmsum stöðum í bænum, en
á næsta ári mun verða hafizt
handa um að reisa sérstakt og
fullkomið hús yfir hann. Félagið
sá um rekstur skólans til 1955,
en síðan er hann rekinn af bæ
og ríki.
Félagið hefir gengizt fyrir
tveimur iðnsýningum á Akureyri,
og hafa þær þótt takast mjög
vel og verið til hins mesta sóma.
Fyrri sýningin var árið 1906,
þar sem sýndar voru hvers kon-
ar smíðar, listiðnaður og hann-
yrðir og auk þess matar- og
ostagerð, en hin síðari 1955, þar
sem 28 einstaklingar og stofnan-
ir sýndu varning sinn..
Iðnaðarmannafélag Akureyrar
hefir beitt sér fyrir mörgum
framfaramálum í bænum og
stutt framgang þeirra með ráð-
um og dáð. Einnig hefir það
unnið að hagsmuna- og réttinda-
málum félagsmanna sinna, eins
og kostur hefir verið, og stutt
að vaxandi hæfni þeirra, verk-
kunnáttu og menntun. Félagið
hefir alltaf lagt kapp á að vinna
Oddur Björnsson
að því, að fulltrúar iðnaðar-
manna ættu sæti í bæjarstjórn,
og 1934 lagði það fram sérstak-
an framboðslista og fékk einn
mann kjörinn í bæjarstjórnina,
Jóhann Frímann, skólastjóra.
Núverandi stjórn Iðnaðar-
mannafélags Akureyrar skipa:
Jón H. Þorvaldsson, bygginga-
meistari, formaður, Bjarni Jóns-
son, úrsmiður, ritari, og Alfreð
Möller, vélsmiðjur, gjaldkeri. —
Félagið hefir gefið út bækling
um sögu félagsins í tilefni sex-
tugsafmælisins, og hefir Gísli
Jónsson, menntaskólakennari,
tekið hann saman.
sv. r.
Mjög f jölsótt
héraðsmót að
Skúlagarði
SÍÐASTLIÐINN laugardag
efndu Sjálfstæðismenn í Norður-
Þingeyjasýslu til héraðsmóts að
Skúlagarði. Var mótið mjög fjöl-
sótt og sótti það fólk langt og
víða að úr sýslunni.
Samkomuna setti og stjórnaði
Páll Þór Kristinsson, Húsavík.
Dagskráin hófst með einsöng
Guðmundar Guðjónssonar,
óperusöngvara en undirleik ann-
aðist Skúli Halldórsson, tón-
skáld- Þá flutti Magnús Jónsson,
alþingismaður ræðu. Siðan
söng Sigurveig Hjaltested, óperu
söngkona einsöng. Þessu næst
flutti Ingólfur Jónsson, land-
búnaðarráðherra ræðu. Að lok-
inni ræðu ráðherrans skemmti
Ævar Kvaran, leikari. Að síð-
ustu sunigu þau Guðmundur
Guðjónsson og Sigurveig Hjalte-
sted tvisöngva. Ræðumönnum
og listafólkinu var mjög vel tek-
ið. Að dagsskránni lokinni var
stiginn dans fram eftir nóttu.
Eins og áður segir var mótið
mjöig fjölsótt, en auk þess fór
það fram með mestu prýðL