Morgunblaðið - 11.09.1964, Side 12
12
MORGUN BLAÐIÐ
Föstudagur 11. sept. 1964
(iiiiiiiiiiiiiimiiuiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiitiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiT
i dag heilsa Grikkir Gnnu-Maríu
m
=
r
Anaa-María og Konstantín skoða gjafimar. Fremst á mynd
inni er silfurskálin, sem sen diherrarnir í Kaupmannahöfn
gáfu prinsessunni og Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra
ísiands, afhenti formlega fyrir þeirra hönd.
GRIKKIR heilsa í dag verð
andi drottnipgu sinni, Önnu
Maríu Danaprinsessu, sem
kemur til Aþenu skömmu
eftir hádegið í fylgd með
unnusta sínum Konstantin
Grikkjakonungi, foreldrum
sínum og systrum. Við sigur-
boga Hadríans keisara biður
borgarstjóri Aþenu hina
ungu prinses.su velkomna til
borgarinnar.
í gær, fimmtudag, kvaddi
Anna-María föðurland sitt,
og hélt ásamt Friðriki kon-
ungi, Ingiríði drottningu og
Benediktu prinsessu flugleið-.
is til hafnarborgarinnar 3rind
isi í Ítalíu, en þar beið
danska konúngssnekkjan
Dannebrog, sem flytur
dönsku konungshj ónin og
dætur þeirra tvær siðasta
spölinn til Aþenu. Konstantín
hélt beint til Aþenu í gaer *
með einkaflugvél sinni og ”
með honum í förinni var
Margrét krónprinsessa, systir
Önnu-Maríu. Konstantín tek-
ur á móti unnustu sinni á
skipsfjöl í dag og þau ganga
saman í land, þar sem mót-
tökunefnd heilsar drottning-
unni tilvonandi.
Á miðvikudagskvöldið
héldu dönsku konungshjónin
kveðjusamsæti fyrir dóttur
sína í Fredensborg. Friðrik
konungur fluitti ræðu og á-
varpaði bæði Onnu Maráu og
tengdason sinn tilvonandi,
sem hefur gælunafnið Tinó.
Við dóttur sína sagði Friðrik
konungur m.a.: „Ég vona að
þú verðir Tínó stoð og stytta
eins og móðir þín er mér og
hefur alltaf verið .... Ham-
ingjan fylgi þér þegar þú
heldur til heitari landa. Guð
veri með þér.“
Við Konstantín sagði Friðr
ik: „Kæri Tinó, þegar ég fel
þér Önnu-Maríu í hendur, bið
ég þig að vernda hana og
veita henni hanúngju. Hún
hefði ekki getað valið betri
lífsförunaut. “
Þegar Danakonungur hafði
lokið mali sín-u hélt Konstant
ín ræðu og sagði m.a.: „Mér
finnst ég vera orðinn éinn af
fjölskyldu yðar, en stundum
finnst mér ég einnig vera að
ræna yður hinni fögru dótt-
ur yðar.“
Meðal gjafanna, sem Önnu
Maríu bárust að skilnaði, áð
ur en hún yfirgaf föðurland
sitt voru íslendingasögurnar.
Þær fékk hún sendar frá
fjölskyldu, sem býr á Steens-
gaard í I.oh.<: l.s. Alls bárust
prinsessunni 300 gjafir og
var blaðamönnum í Kaup-
mannahöfn boðið að skoða
þær á miðvikudaginn. Gjaf-
irnar voru frá opinJberum að-
ilum, persónulegum vinum
prinsesssunnar og í sérstök-
um sal voru gjafir frá fólki,
sem aðeins þekkir prinsess-
una af myndum og hefur séð
henni bregða fyrir, þegar hún
befur heimsótt ýmsa staði í
Danmörku með foreldrum
sínum.
Meðal gjafanna, sem prinsess
unni bárust voru íslendinga-
sögurnar
Ríkisstjórnin og þingið
gáfu prinsessunni kaffi- og
matarstell fyrir 65 úr kon-
unglegu dönsku postulíni, en
í því, eru alls um 1. þús.
stykki, sem á eru handmáluð
blóm úr jurtaríki Danmerk-
ur. Mest áberandi á gjafa-
borðinu voru silfurmunir, =|
stórir og smáir, smíðaðir af |j
dönskum listamönnum, en á |
milli skein í grimmdarlegt =
höfuð tígrisdýrs. Tígrisfeld- =j
urinn var gjöf til prinsess- =
unnar frá dýragarði Kauip- 5
mannahafnar.
UUIlUIIUIIIIiltlllUUlllltllHllllimiUIIIIIUIUHIIIHIUItnillltlinilIIIIIIIIIHIIIIIIIIUIIIIIHIIIIIIIIIIIIItllllllltlllllllillllllllllllllllllltllllllllllllllllllllUUUIUtUUUlUIUUUUU
Fielri nemendur í Kennnrn-
skólnnum en nokkru siiuii
Stúdentadeildin byrjaði mánuði fyrr
STÚDENTADEILD Kennara-
skóla fslands er byrjuð, mánuði
fyrr en verið hefur. í deildinni
eru núna 40 nemendur, sem er
fleira en nokkru sinni hefur ver-
ið. í þeirri deild öðlast stúdentar
kennararéttindi eftir eins árs
nám, eins og nú standa sakir. En
námsárið hefur verið lengt nú, til
að láta stúdentana skila allt að
því eins miklu í kennsluæfingum
og önnur kennaraefni í skólan-
um gera, að því er skólastjórinn,
Broddi Jóhannesson, tjáði blað-
inu.
Aðrar deildir skólans byrja svo
1. október. Verða 360—370 nem-
endur í sjálfum skólanum, sem er
mun fleira en áður. í fyrra voru
skráðir 290 nemendur, og fyrir
tveimur árum voru riemendur í
öllum skólanum ekki fleiri en ný-
liðarnir núna. Að auki eru svo
160—170 börn í æfingardeild
Kennaraskólans.
í vor munu væntanlega útskrif
ast um 90 kennarar með almennu
kennaraprófi og 25 handavinnu-
kennarar. — Kvaðst skólastjóri
þeirrar skoðunar að með sama á-
framhaldi muni brátt koma að
því að skólinn geti séð fyrir kenn
araþörfinni.
Árið 1968 mun Kennaraskólinn
útskrifa fyrstu stúdentana. Hafa
þeir sem lokið hafa kennaraprófi
með 1. einkunn, þá rétt til að setj-
ast í viðbótardeild og taka stúd-
entspróf eftir eitt ár. Munu fyrstu
nemendurnir setjast í þá deild
árið 1967, en það eru þeir sem
hófu nám í Kénnaraskólanum 1
fyrra.
• .
Hæstu viimingar
happdrættis
Háskólans
FIMMTUDAGINN 10. september
1964 var dregið í 9. flokki Happ-
drættis Háskóla íslands. Dregnir
voru 2,300 vinningar að fjárhæ#
4,120,000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200,000 kr.,
kom á hálfmiða númer 8689, sem
seldir voru í þessum umboðum:
Akranesi, Borgarnesi, Elís Jóns-
syni, Kirkjuteigi 5, og Jóni St.
Arnórssyni, Bankastræti 11.
100,000 krónur komu á hálf-
miða númer 3552, sem seldir voru
á Norðfirði og hjá Arndísi Þor-
valdsdóttur, Vesturgötu 10.
10,000 krónur:
3934 4172 4788 8773 12651
14471 15627 19452 21906 23351
25165 26050 27323 29560 31326
32186 37775 40652 43050 48155
50732 55144 55959 57235 57782
59562
(Birt án ábyrgðar)
— Stjórnþjálfun
Framhald af bls. 10
Norðurlönd, BretlandsCyjar, ír-
land og Þýzkaland.
Blaðamenn hittu dr. Kriiger og
stjórn Junior Chamber hér á
landi í gærdag. Ólafur Johnson,
formaður félagsins skýrði frá til-
gangi og starfi J. C., en dr.
Kriiger sagði síðan nokkur orð
og svaraði spurningum.
í viðtali við Mbl. sagði dr.
Kriiger, að hann hefði ekkl búizt
við því að finna hér fyrjr slíka
nútímaborg, sem Reykjavík
væri. Þá kvaðst hann hafa hrifizt
af þeim góðu lífskjörum, sem hér
virtust vera og væri það vert
aðdáunar, þar sem landið væri
fjarlægt öðrum þjóðum og mjög
háð bæði innflutningi og útflutn
ingi.
Dr. Kriiger er lögfræðingur að
ment, 36 ára gamall, og er hann
deildarstjóri í Deutscbe Bank í
Hamborg.
Fyrsti vísir að þessum fjöl-
mennu samtökum var stofnun fé
lags 32 ungra manna í St. Louis,
Missouri Banlaríkjunum hinn 13.
október, 1915. Nefndu þeir félag
sitt Junior Chamber of Comm-
eree og var aðal hvatamaður að
stofnun þess Henry Giessenbier.
Félögum fjölgaði mjög ört í
Bandaríkjunum og í júní 1920 var
stofnað þar í landi Samband
Junior Chamber of Commerce.
Eftir 1920 breiðist hreyfing
þessi út til annarra landa, og
eru nú starfandi félög í flestum
löndum heims í öllum heimsálf
um. Höfuðstöðvar samtakanna
eru í Miami í Bandaríkjunum.
Forseti alþjóðasamtakanna er V-
Indiumaður O’Brian að nafni.
Verkefni Junior Chamber fé-
laga hinna ýmsu landa eru mjög
mismunandi, enda ákveðin af
meðlimum hvers félags án ihlut
unar alþjóðasamtakanna.
Sem höfuðmarkmið allra fé-
laga verður þó að teljast stjóm-
þjálfun. Er lögð mikil áherzla á
að þjálfa meðlimi í félagsstörf-
um, fundarsköpum, ræðu-
mennsku og öruggri framkomu,
og með því móti að gera þá hæf-
ari í starfi sínu og traustari þjóð-
félagsþegna. í öllum félögum er
samhliða þessu leitazt við að tak
ast á hendur verkefni, sem á ein
hvern hátt geta orðið öðrum ein
staklingum eða þjóðfélögum til
góð*.
í flestum löndum Evrópu em
meðlimir Junior Chamber félaga
að mestum hluta starfandi menn
í atvinnu- og fjármálalífi. í sömu
löndum má segja að höfuðverk-
efni félaganna beinist að sviði
efnahagsmála.
í mörgum öðrum löndum er al
gengara að félagsmenn séu úr
flestum eða öllum stéttum og bein
ist þar starfsemi félaganna meira
að ýmsum mannúðarmálum, er
þetta t.d. mjög algengt í Banda
ríkjunum.
Junior Chamber samtökin eru
ópólitísk og hafa enga íhlutua
um trúarskoðanir.
Junior Chamber félag á fs-
landi hefir starfað í 5 ár og tel-
ur 65 meðlimi. Félagið hér hefir
leitazt við að starfa að sömu höf-
uðverkefnum og áður voru
nefnd. Hefir það starf einkum
verið fólgið í almennum fund-
um, þar sem fengnir hafa verið
sem ræðumenn ýmsir hinir fær-
ustu menn á sviði atvinnu- og
viðskiptalífs, svo og í opinberuru
stöðum, að loknum framsöguræð
um hafa verið almennar umræð-
ur og fyrirspurnir. Félagsmenn
skipa sér í hópa eftir áhugamál-
um sem halda sína sérstöku
fundi til umræðna og framganga
verkefnum sem tekin eru fyrir.
Ólafur var spurður um hið er
lenda nafn félagsins og sagði
hann að mikið hefði verið rætt
um íslenzkt nafn og jafnvel verð
launasamkeppni um það.
Á síðasta vetri var haldið nám
skeið um efnahagsmál undir leið
sögn hagfræðinganna Jónasar
Haralz forstjóra Efnahagsstofnun
ar íslands og Bjarna Braga Jóns
sonar deildarstjóra, ákveðið hef
i verið að halda svipað námskeið
í haust. Kæmi til greina að það
væri opið almenningi, ef áhugi
reynist fyrir hendi.
Allir meðlimir Junior Chamb
er á íslandi hafa tekizt á hendur
að safna loforðum um blóðgjafir
til Blóðbanka íslands og hafa
þegar safnazt loforð um nokkur
hundruð blóðgjafir.
Stjórn Junior Chamber á fs>
landi skipa í dag. Ólafur O. John
son forseti, Einar Þ. Mathiesen
1. varaforseti, Guðjón Styrkárs-
son 2. varaforseti, Björn Vil-
mundarson ritari, Bergur Jón»>
son gjaldkeri, Ágúst Hafberg,
Magnús Valdimarsson o>g Jóa
Arnþörssou fyrrr. forseti.