Morgunblaðið - 11.09.1964, Síða 21

Morgunblaðið - 11.09.1964, Síða 21
Fostudagur 11. sept. 1964 MORGUN BLAÐIÐ 21 f \ /i FJÖRUGT atvinnulíf hefur veriff á Vopnafirði í sumar. Mbl. talaffi í síma í gær viff fréttaritara blaffsins á Vopna- firffi, Sigrurjón Jónsson, og sagði hann, aff gott hljóff væri nú í fólki eystra, enda hefffi atvinna veriff meiri en nóg og Séff yfir Vopnafjarffakauptún. Myndin er tekin fyrir skömmu Kornið þurrkað verksmiðjunni Gott hljóð í íólki á Vopnafirði margt affkomufólk viff vinnu. Á Vopnafirði fara nú fram endurbætur á höfninni. Er verið að byggja nýja bryggju og er heila bryggjan komin fram, en hún verður síðan breikkuð í 12 metra með strengjasteypu. Þá er eftir að byggja bryggjuhausinn, sem verður 55 metrar. Er þegar búið að setja út eitt ker, en búizt við að hægt verði að koma út öðru fyrir veturinn. Kerin eru steypt fyrir austan. Sigurjón sagði, að þetta yrði hin mesta lendingarbót og bætti mjög úr bryggjulþörf á staðnum. Aðspurður eftir byggingar- framkvæmdum, sagði Sigur- í síldar- jón, að allt væri fullt af bygg- ingum í Kauptúninu. Bændur í Vopnafirði hafa í ár haft nokkra kornrækt, eins og í fyrra. Var sáð í u.þ.b. 15 hektara, en það hefur þroskast illa í haust vegna kuldana. Byrjað var að slá kornið í gær og verður farið að þurrka það í síldarverksmiðjunni á morg- un, en hún hefur nú hætt bræðslu í sumar. Kornið var þurrkað í þurrkurum síldar- verksmiðjunnar í fyrra með góðum árangri. Sigurjón sagði, að þeir hefðu verið læknislausir á Vopnafirði í næstum ár, en nú hefði rætzt úr því. Væri kominn þar ungur læknir, Friðþjófur Björnsson. Á Vopnafirði hefur verið talsverð síld í sumar. Síldar- verksmiðjan lauk störfum í gær, en hún hefur tekið á móti um 200 þúsund málum í sumar. Þá hefur talsvert verið saltað og var söltunin í gær, sem hér segir: Söitunar- stöðin Auðbjörg hafði saltað í 6567 tunnur, Austurborg 2835 tunnur, söltunarstöð Kristjáns Gíslasonar 1672 og Hafblik í 2561 tunnur. Mjög mikið var af aðkomu- fólki á Vopnafirði í sumar, en það er nú óðum að týgjast til heimferðar, sagði Sigurjón að lokum. Þetta var mikið skóla- fólk og það fer að losna um það núna. Frá hafnarframkvæmdunum á Vopnafirffí. Bryggjan verffur breikkuff í tólf metra meff strengjasteypu. Tii hægri sést keriff, sem þegar hefur veriö komið fyrir, en annaff mun steypt og komið fyrir í haust. Ljósm.: Sigfús Hansen). Stereófónisk hljómplata með söng Karlakórs Reykjavíkur komin d markað í Bandaríkjunum hægt að segja um að svo stöddu hvenær slíkt útvarp gæti haf- izt hér. — Stereófónískt útvarp er nú á Llraunastigi á Norður- löndunum en þegar hafið m.a. í Þýzkalandi, Hollandi og Eng- landi. Sverrir Ingóltsson Minning „SPOR mannsins eru ákveðin af drottni, en maðurinn, hvernig fær hann skynjað veg sinn?“ Það er stundum dálítið erfitt að sætta sig við rás viðburðanna og okkur dauðlegum mönnum verð- ur ærið hugsunarefni, að glíma við ráðgátur lífs og dauða. Eigum erfitt með að skilja þá ráðstöfun, þegar kærum vini og samferða- manni er allt í einu kippt burt í blóma lífsins á einu augnabliki. Svo fór mér, er ég frétti hið svip- lega fráfall míns góða kunningja Sverris Ingólfssonar, er dó af slysförum 5. þ.m. Hann var fæddur að Selalæk á Rangárvöllum 1. sept. 1916. Foreldrar hans eru Ingólfur Sig- urðsson frá Stórólfshvoli, látinn fyrir nokkrum árum og Guð- björg Sigurðardóttir Guðmunds- sonar bónda á Selalæk, en móðir Guðbjargar var Ingigerður Gunnarsdóttir frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Minnist ég ávalt fæðingarheimilis Sverris, sem eins glæsilegasta sveitabýlis er ég sá á mínum yngri árum. Árið 1920 fluttist hann að Helli í Ásahreppi með foreldrum sín- um, en þar bjuggu þau til ársins 1928 er þau brugðu búi og flutt- ust til Reykjavíkur. 5. apríl 1947 hvarf Sverrir úr foreldrahúsum, er hann stofnaði sitt eigið heim- ili og gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Júlíusdóttur, ættaða úr Yatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu, hina ágætustu konu, sem reyndist honum frá- bær förunautur til hinstu stund- ar. Þau hjónin eignuðust einn son. Eins og að framan greinir, þá lifði Sverrir sín bernskuár í hinu fagra og svipmikla Rangárhér- aði. Þar mótaðist hann við leiki sveitabarnsins og lífræn störf sveitalífsins, hjá ástríkum for- eldrum og systur, á yndislegu og glaðværu heimili. Á ég margar ógleymanlegar stundir frá sam- vistum við foreldra hans, bæði sem gestur á heimili þeirra, fyrr og síðar, eða hvar sem þau urðu á vegi mínum og fullyrði ég. að ég mæli þar fyrir munn allra vina þeirra og samferðamanna. Mín fyrstu kynni af Sverri eru frá þeim tíma, er hann kom sem nemandi minn í barnaskóla um 10 ára aldur. Frá samvistum okk- ar þar á ég um hann ljúfar minn- ingar sem góðan nemanda, fjör- ugan og tápmikinn ungling, sem var hrókur alls fagnaðar í leik barnanna, þegar út fyrir skóla- stofuna kom. Eftir að hann flutti úr sveitinni sem 12 ára ungling- ur, hvarf hann mér að mestu þar til ég sjálfur settist að í Reykja- vík, þá lágu leiðir okkar saman að nýju. Og Sverrir var þá sami góði drengurinn og fyrr, broshýr og vinsamlegur hvar sem ég mætti honum, ávalt boðinn og búinn ef einhver þurfti á hjálp hans og greiðasemi að halda. Vin- sæll var hann og vel látinn meðal starfsfélaga sinna og minnast þeir haris með hlýju og söknuði. „Sá sem er góðgjarn, verður blessaður,“ segir í orðkviðum Salómons. Já, vissulega er það eitt af því, sem gefur lífinu gildi, að njóta hlýju og góðgirni sam- ferðamannanna. Og minningin lifir, þó leiðir skilji. Starfsmaður var Sverrir ágætur, samvizku- samur og kappsamur að hverju sem hann gekk, þegar heilsan leifði. En hann gekk ekki ávalt heill til skógar. En hann stóð ekki einn í lífsbaráttunni. Hans góða kona var honum ávalt hin ómetanlega stoð og styrkur. Og nú er komið að leiðarlok- um. Þú ert horfinn yfir móðuna miklu, en vinir þíhir og sam- ferðamenn standa eftir á strönd- inni, senda þér hlýjar hugsanir og þakka samfylgdina hér. Sjálf- ur geymi ég minninguna um góð- an vin og drengskaparmann. Konu þinni og öðrum eftirlif- andi ástvinum votta ég mina ynnilegustu samúð og bið þeim guðs blessunar. Ó. K FYRRIHLUTA þessa árs kom á markað i Bandaríkjunum fyrsta stereófóníska hljómplat- •n hljóðrituð á íslandi: Söngv- •r frá Norðurlöndum, sem Karla kór Reykjavíkur syngur undir stjóra Sigurðar Þórðarsonar. I júlí-hefti bandaríska ritsins High Fidelity Magazine skrifar O.B. Brummel um þessa íslenzku hljómplötu og segir svo: „Banda risk útgáfufyrirtæki hafa lítið sinnt hljóðritun norrænnar tón- - listar til þessa, annaðlhvort Vegna tungumálaerfiðleika eða skorts á framtakssemi. Á þess- ari hljómplötu er mjög athyglis- vert safn norrænna söngva. Skiftast þar á gömul þjóðlög og tónsmíðar tuttugustu aldarinnar. Lög þessi hafa að geyma sér- kennilega fegurð, hvort sem er viðkvæm vögguvísa, Ave Marie eða gullin ævintýrasvipur Finn- lands. Söngvarnir eru ágætir frá tæknilegu sjónarmiði þannig að hvert lag nýtur sín til fnlls Þetta er sérstæð og áhrifamikil hljómplata.“ Plata þessi var hljóðrituð hjá Ríkísúíjvarpinu í desember 1962 aihdgib að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara aff auglýsa i Morgunblaffinu en öðrum blöðum. og hefur síðan komið út víða um heim, en útgefandi er Mon- itor í Bandaríkjunum, en umobð á íslandi hefur Fálkinn í Reykja vík. Þetta er önnur hljómplata Karlakórs Reykjavíkur sem Monitor gefur út, hin fyrri kom út 1960. — Þess má geta að Monitor hefur gefið út plötu með söngvum frá öllum heims- hornum sem fyrirtækið sendir síðan um allan heim, meðal ann ars til allra útvarpsstöðva. A þessari plötu syngur Karlakór Reykjavíkur eitt iag, sænska þjóðlagið Dómaradansinn, und- ir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. — Á stereó-fónísku hljómplöt- unni eru 15 fög, þar af 10 ís- lenzk. Sigurður Þórðarson lét af stjórn kórsins í desember 1962 er hann hafði stjórnað söng hans á þessari hljómplötu. Hún hefur komið á markað í venju- legri hljóðritun, auk hinnar stereófónísku. Það voru tæknistarfsmenn út varpsins Haraldur Guðmunds- son og Sigurður Einarsson sem sáu um uppsetningu og breyt- ingar á tækjum útvarpsins fyr- ir þessa fyrstu stereó-fónísku hljóðritun sem hlotið hefur hina ágætustu dóma sérmenntaðra manna erlendis. Athugaður hef- ur verið kostnaður við að hefja stereó-fónískt útvarp hér á landi, um FM-stöðvarnar hér, og yrði hann allmikill. Ekki er Nýir danslagatextar jiiimutiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuwi iniiimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiin,^ Litprentuð forsíðumynd af Beatles Sölumaður — Skrifstofustúlka Fyrirtæki í Reykjavík vantar nú þegar sölumann og skrifstofustúlku. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m., merkt: „Innflutningur — 4963“. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimm Nýtt hefti komið 1 með öllum nýjustu íslenzku 1 textunum og nýjum Beatles, | Rolling Stones, Dave Clark Five I og Cilla Black-textum. i Allir danslogatextamir af nýjustu íslenzku plötunum og nýir Beatles, Dave Clark Five, Rolling Stones og Cilla Black textor. ....... , og 4. h.fli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.