Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 24
V 24 MORGUNBLAÐIÐ 1 Föstudagur 11. sept. 1964 HERMINA BLACK: Eitur og ást að því gert a3 piltamir í flug- stöðinni elskuðu hana. Og ekki hafði hún unnið neitt klaustur- heit! Iss. hvílíkt líf! Ekki einn eirtasti almennilegur karlmaður á nálægum slóðum! Það var auð- séð að Corinnu leizt vel á Blake Ferguson — en Söndru fannst ekkert púður í honum. Hinsveg ar var gott að hafa hann þarna á næstu grösum, því að annars færi þessi Langly-drós að draga sig eftir piltunum hennar. Sandra gat alls ekki hugsað sér, að Cor- inna gæti lifað án þess að draga sig eftir einhverjum. Hin unga frú Lediard var sannfærð um, að allar kynsystur hennar væru þannig af guði gerðar, að þær yrðu að reyna að ná sér í karl- mann. Og þessvegna leit hún á hverja unga og sæmilega snoppu fríða stúlku sem keppinaut. Hún var örugg um sjálfa sig og töfra sína, en þoldi ekki að hugsa til þess að hún ætti nokkurn keppi- naut. Sandra var af góðum ættum og hafði fengið allra bezta upp eldi, svo að þess hefði mátt vænta að hún hefði góðan smekk — ekki sízt hvað klæðaburð snerti. En það .var eitthvað glannalegt við hana, eitthvað hóf laust, og aldrei hafði það komið betur fram en í valinu á kjóln- um, sem hún ætlaði að nota í veizluna núna. Þetta var hálf- gerð krínólína úr hrjúfu rósa- silki. Tveggja þumlunga breitt belti með hvítum rínarsteinum um þvengmjótt mittið, og bönd með samskonar steinum ofan- vert á kjólnum, en engin axla- höld voru á honum. Hún var með langa svarta hanzka, alsetta smá um rínarsteinum, og hanzkanna vegna bar enn meir á nekt háls- ins og herðanna. Hún setti dem- anta-armband á annan úlfliðinn, utanyfir hanzkann og leit svo ánægjuleg í speglinn. En hún hefði verið enn ánægðari ef rín arsteinarnir hefðu verið dem- antar. Hún hnyklaði ofurlítið brúnirnar um leið og hún leit á armbandið. Philip hafði gefið henni það í brúðargjöf, og hún hafði verið með honum þegar hann valdi það. Hann varð að gefa henni fleiri demanta! Þeir voru einmitt hennar steinar! Hún kinkaði kolli: Ég hefði fremur átt að giftast milljónamæringi með austrænan smekk — ekki borg aralegum og aðeins miðlungsrík um fornfræðiprófessor- Og þó hafði Philip verið hjálparhellan hennar. Hún slapp úr foreldra- húsunum og komst hjá að gera sjálfa sig að fífli. Skrítnast var að einhver taug var í henni til Philips — einhver hugur, sem 22 hún hafði aldrei borið til neins annars manns. Allt í einu kom Sandra auga á ungfrú Morton í speglinum. Hún stóð frammi við dyr og klemmdi saman varirnar. Sandra leit snöggt við og sagði ergileg: — Hversvegna standið þér þarna og gónið? — Ég var að dást að hve fal leg frúin er, sagði stúlkan. Hrukkan milli augnanna á Söndru hvarf strax. Hún hefði ekki getað fengið þægilegra svar. Því að hégómagirndin var mesti veikleikinn hennar. Minkafeldurinn lá á rúminu; hann var líka gjöf frá prófessorn um. Sandra tók hann á handlegg inn, tók töskuna sína og gekk út, framhjá ungfrú Morton. Stundvísin var ekki hennar sterka hlið, en í þetta skipti var hún tilbúin fyrr en þörf var á. Þegar hún kom inn í stofuna hélt hún fyrst að enginn væri þarna inni. En þá stóð hár og renglulegur maður upp úr einum hægindastólnum og kom fram í birtuna frá ljósakrónunni í loft- inu. — Ert það þú, Robin- En hvað mér brá við! Hvað ert þú að gera héma? — Lediard prófessor stakk upp á að ég skyldi líta inn hérna, og svo gætum við orðið samferða ... Hann lækkaði röddina og gleypti hana með augunum, ofan frá hvirfli og niður í tær. — Þú ert yndisleg núna, Sandra, sagði hann hári röddu. Eins og venjulega var henni kvöl að hitta hann, en von bráð ar fann hún til sömu ólgunnar, sem alltaf kom í hana þegar hún var ein með honum. Hún fann það í hjarta sínu, að hættulegt var að hafa nokkuð saman við þennan mann að sælda. Þó að hún hefði þekkt hann árum sam an var hann hættulegur samt. Hún var hrædd við beiskjudrætt ina kringum munninn á honum og vonsvikin, sem skinu úr aug unum á honum. En hún hafði aldrei getað staðizt þá freistingu að leika sér að eldinum. Hún horfði ögrandi á hann. — Er ég fallegri en ég er vön? — Það er óþarfi fyrir þig að vera að veiða skjall, Sandra, sagði hann rólega. Hún yppti óþolin hvítri öxl- inni og fleygði minkafeldinum á sófann. — Áttu vindling handa mér? Hann rétti henni vindling, og með vilja sneri hún sér frá hon um og kveikti með kveikjara, sem stóð þar á lágu borði. — Ég er alls ekki ánægð með þig, Robin, sagði hún. — Hvað gengur að þér upp á síðkastið? Hann svaraði ekki og hún hélt áfram: — Þú notaðir megnið af deginum í gær til þess að glápa á mig, en þann tímann sem þú gerðir það ekki, fórst þú einför um og varst reiður. — Þér skjátlast. Ég reiðist ekki. — Þá tekst þér vel að láta líta svo út. Philip hlýtur fyrr eða síð ar að taka eftir hvernig þú hagar þér við mig. — Það gildir mig einu, sagði hann. — Ekki var það ég, sem bað þig um að giftast — Philip'. — Nei, það sem þú hafðir að bjóða var miklu lakara, sagði hún og settist. Hann var kominn bak við hana áður en hún vissi af. Beygði sig og studdi hendinni laust á bera öxlina á henni. — Og varstu ekki hrædd um að þú mundir segja já, einn góðan veðurdag, elskan mín? Þá hefði verið úti um okkur bæði, en að fara til helvítis með þér hefði samt ver ið skárra en að lifa án þín hér á jörðinni. Kannske þér skiljist það einhverntíma. — Gerðu ekki þetta, sagði hún og lyfti hendinni til að ýta hend inni á honum af öxlinni á sér, en þá klemmdu fingurnir fastar að öxlinni. — Þú ert svín, sagði hún. — Þú meiðir mig — slepptu. • — Ég ætla mér líka að meiða þig, sagði hann og hló hásum hlátri. — En það eina sem ég get er að elta þig eins og rakki, sem vonast eftir gælum eða sparki. — Það er naumast að þú ert hátíðlegur, Robin. Er ekki kom inn tími til að við hættum þessu? — Hvenær fæ ég að hitta þig? — Þú hefur hitt mig núna. — Við skulum aka eitthvað á morgun. — Nei. — Hve lengi ætlast þú til að ég þoli þetta? Hún leit ekki á hann en svar- aði kuldalega: — Ekki bað ég þig um að koma til Egyptalands, Robin. Þú hefð ir átt að halda þig í fjarlægð. Það er alls ekki ég sem kvel þig. Þú gerir það sjálfur. — Er þér alvara að ætla að halda áfram að fara með mig . . . byrjaði hann. — Mér er illa við allt uppi- stand, sagði hún í aðvörunartón. Wrayman stóð við slaghörp- una og blaðaði í nótnabók, og Sandra var á leiðinni að borði með glasabakka, kokkteilhristi og sérríflösku þegar Lediard pró- fessor og Corinna komu saman inn í stofuna. Corinna var í miðnæturbláum kjól, einföldum í sniði. Eina skart ið hennar var armband úr út- skornum lapis-lazuli með silfur- spennu úr víravirki. Og hálsfesti af sömu gerð. Hún hafði haft með sér tvo eða þrjá ljósa kvöldkjóla sem hún hafði ekki haft tækifæri til að nota ennþá, • en hún hafði kosið kjól, er vekti sem minnsta eftirtekt. Hana hafði ekki grun að, að áhrifin yrðu gagnstæð við það sem hún ætlaðist til. Djúp- blár liturinn — eins og nætur- himinn, veikúr roði í kinnunum, tært hvítt hörundið, allt þetta rann saman í töfrandi heild. Sandra starði á ritara manns- ins síns. Hún hafði aldrei viljað játa fyrir sjálfri sér, að hún gæti orðið hættulegur keppinautur . . . En nú fann hún að þarna var samkeppni, og allt í einu fannst henni hún sjálf vera aum, í öllu sínu öfgafulla skarti, og hana sár langaði til að öskra af heift. Þá dró Ali dyratjöldin frá og kynnti: — Frú Glenister og herra Blake Ferguson! Frú Glenister kom vaðandi inn í stofuna, nauðalík því sem hún hafði verið þegar Corinna sá hana fyrst, í Cairo. Hárið var í háum hrauk uppi á höfðinu, kjóll inn úr þykkur, brúnu silki, og hún var með blævæng úr gyllt um strútsfjöðrum og rafsteini. Um hálsinn var festi úr demönt um og safírum, sem hefðu getað gert Söndru græna af öfund. — Við þurfum ekki að fara fyrr en eftir fimm mínútur, sagði hún. — Ég er með Rollsbílinn minn, Philip, það er nóg rúm handa okkur öllum þar. Feiki- nóg rúm handa sex. — Þér eruð ljómandi falleg, Corinna- Svo varð frú Glenister litið á Söndru, sem var í óða önn að hrista kokkteil, en Wrayman stóð við hliðina á henni — ofur prúður og sómdi sér vel í kjól- fötunum. — Þú kemur alveg mátulega, Josephine frænka, sagði Sandra, og röddin var ofurlítið hærri en hún átti vanda til. — Hvað viltu drekka? Kannske uppáhalds- drykkinn minn — Lediard- strammara? Frú Glenistór hafði tekið gull gleraugun af blævængsskaftinu og bar þau upp að augunum. — Hvað er að sjá þig Sandra? sagði hún. — Hvað ertu að hugsa? Ekki geturðu farið í þessum kjól . . . — Hvað áttu við, Josephine frænka, sagði Sandra og hló. — Þú sérð að ég er kominn í hann. — Ætlarðu þér að fara í þessu til Cimonar Zenoupous! sagði frú Glenister og hvessti augun. — Philip, þú verður að beita hús- bóndavaldinu, ef konan þín vill ekki hlusta á mig! Þú verður að muna hver gestgjafinn er! Það kann að vera að álitið á Bretum KALLI KÚREKI ~>f~ —K- -■*- ^ Teiknari; J. MORA [ X WáTE A CHEAT/ YOU 1.SIG-WED THOSE IO.U.'S | KNOWIMS-YOU lCOULDN’T fWOFFf . J HAVE THIRTY STEERS , EEADY FOR ME TOMORROW MOgMIWS-, OÍZ YOU WON'T LIVE TILL SUMOOWM f @UTSJDE,THE OLD-TtMER. EXAMtNES THE CAEDS HERALMED I THOUfrHT SO/ PIMPUICKS OMTH’ 3ACK3f HE KMEV/ EVERY CARD HE DEALT, FROMTH’ — Mér er illa við brögð. Þú skrif- aðir undir skuldaviðurkenninguna vitandi það, að þú gazt ekki staðið í skilum, segir Brandur. Þú skalt hafa 30 geldneyti reiðubúin handa mér í fyrramálið, — að öðrum kosti verða þínir dagar taldir, áður en sólin sezt. — Já, herra minn, segir Skröggur, skjálfandi á beinunum. Þau munu verða til reiðu. Fyrir utan rannsakar Skröggur spil in, sem hann faldi í lófanum, og kemst að raun um það, að hann hef- ur verið beittur brögðum. — Þetta datt mér í hug, segir hann — nálstungur á bakhliðunum Hann þekkti þá hvert einasta spiiL sem hann gaf, allt frá byrjun. sé ekki sérlega gott nú orðið, en það er ástæðulaust að kven- fólkið okkar geri sig auvirðilegt. — Ég skil ekki hvað þú átt við, sagði Sandra. Hún hafði hvítnað af reiði er hún sneri sér og horfði í augu mannsins síns. — Ég hef aldrei verið móðguð svona á ævi minn. Hvað er eig- inlega út á kjólinn minn að setja? — Hann er ljómandi fallegur, elskan mín, sagði prófessorinn, sem vildi ekki bregðast konunni sinni svo aðrir hlýddu á, þó hon um fyndist hún hefði átt að hafa vit á að fara ekki í svona kjóL — En ég held að Josephin# frænka álíti, að . . . — Ég álít að hún gæti eins vel farið á nærbuxum og 1 þessu sem hún er í, sagði gamla konan hilc laust. — Ég er engin tepra, en þú hlýtur að vita hverskonar mað ur Zenoupous er. Hann er aust urlendingur að tveim þriðju, hvað svo sem hann segir sjálfur. Hann þekkir hvaða tegund af kvenfólki það er, sem klæðir sig svona — hann hefur margar þeirra á fóðrunum. Góða Sandra, þú mátt til með að hylja axlirn ar og — já, hitt — Philip! — Ég er hræddur um að Joa ephine frænka hafi á rfettu að standa, góða mín. Þetta verður vafalaust bráðskemmtilegt sam kvæmi, en ég kysi heldur, — ég óska ekki að þú takir á móti þeirri hyllingu, sem húsbóndinn sýnir þér í þessum kjól. Hann getur ekki skilið að . . . — Aldrei hef ég heyrt aðra eins endileysu! sagði Sandra og augun skutu neistum, þó hún hins vegar reyndi að hlæja. — Ég hef engan tíma til að skipta um kjól. Hún sneri sér að Blake. — Er uð þér ekki sammála mér um að þetta sé fjarstæða? Getið þér sett nokkuð út á kjólinn minn? Blake dró við sig svarið. Svo sagði hann hægt: — Nei, ekki út á kjólinn. — Þarna sjáið þið sjálf! — En frú Lediard, ef ég væri í yðar sporum, mimdi ég — með einhverju móti — skýla herðun um á mér, því að kjóllinn er svo mikið fleginn. Josephine frænka og maðurinn yðar þykja ef til til vill gamaldags, en . . . • — Það vill nú svo til að kjóll inn er nákvæmlega eftir tízku frá Victoriu-tímunum . . . — En á þeim tímum var brezkt kvenfólk ekki í samkvæmum verður ekki neitað, að kjóllinn hjá austrænum „herrum". Þvl er talsvert ögrandi. Sandra hafði svo mikið vald á sér að hún gat hlegið. — Þrír á móti einum! Jæja, þá kemst ég ekki hjá því að skipta. Hún gekk rólega út og prófess orinn fór að bjóða glösin. Eftir dálitla_ stund sagði frú Glenister: — Ég bið afsökunar, Philip. Ég hefði átt að vita betur. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. í ,.Bakaríinu“ hjá Hlöðver Jónssyni er blaðið einnig selt í lausasölu yfir sumarmánuðina. Seyðisfjörður IJMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans og söluturni Kaupfé- lagsins er blaðið einnig selt í lausasölu. N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.