Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. sept. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 3 NÁM hófst í gær í öllum gagn fræðaskólum Reykjavíkur, — fimom dögum fyrr en venja hefur verið til. Ekki sýndist blaðamanni Morgunblaðsins þó neinnar óánsegju gæta hjá nemendum Hagaskóla, við setningarathöfnina í gærdag. Nemendur skólans í vet- ur verða á 8. hundrað, 8 deild- ir. í 1. bekk, 8 í 2. bekk, 5 í 3. bekk og 2 í 4. bekk, auk einnar verzlunardeildar. Árni Þórðarson, skólastjóri, flutti setningarræðu, að við- stöddum geysilegum fjölda nemencTa. Hóf hann mál sitt á því að ræða hina smávægi- legu lengingu skólatímans. Kvað hann unglingana verða að hafa í huga, hversu mjög skólatíminn í nágrannalönd- um okkar væri lengri en hér. Séð yfir hátíðasal Haga&kóla, meðan á setningarathöfninni stóð. „Ágætt.“ „Hvernig eru kennararnir ykkar?“ „Alveg agalega sætir og góðir.“ Skólagangan hefst aftur Þyrftu nemendur því ekki að búast við að hljóta jafngóða- menntun og erlendis gerist, nema námstíminn sé lengdur, þvi hvorki íslenzkir nemend- ur né kennsluaðferðir væru fremri því, sem erlendis tíðkast. Þá eggjaði Árni nemendur sína á að vera stundvís í skól- ann á morgnana. Var greini- legt á áheyrendum, að þessi áminning mundi ekki með öllu ástæðulaus, því að sam- bland af hlátri og andvörpum kvað við um allan salinn. Skólastjórinn benti nemend- unum á það, að bezt væri að ætla sér sérstakan tíma dags- ins til heimanáms og fara snemma að sofa, til þess að vera móttækileg fyrir fræðslu á morgnana. Þá bauð hann nemendur velkomna til náms og óskaði þeim allrar vel- gengm. Að setningu lokinni þustu unglingarnir út í miklum flýti, enda var veður mjög gott, sólskin og blíða. Krakk- arnir voru hinir prúðustu og lítið virtist um „hrekkisvín“ meðal sterkara kynsins. Þó gátu strákarnir ekki stillt sig, þegar blaðamaður hafði gefið sig á tal við fimm stúlkur úr 2. bekk og ljósmyndarinn mundaði vél sína. „Kallið þið þetta blóma- rósir?“ „Það verður ljót mynd í Mogganum á morgun?“ „Eru þetta bekkjarbræður ykkar?“ spurði blaðamaður stúlkurnar. „Uss, já, því er nú ver og miður.“ „Láta þeir alltaf svona?“ „Oftast.“ „Hvað gerðuð þið í sumar?“ „Ég lika,“ sagði Erna. „Nema fyrst, þá var ég í fiski.“ „Ég var í sveit," sagði Sig- rún. „Ég var barnfósta f Austur- borg,“ sagði Hrafnhildur. Ávni Þórðarson, skólastjóri, flytur setningarræðuna. „Ég vann á Alþýðublaðinu,* sagði Guðrún. „Og ég var í fiskvinnu," sagði Steinunn. „Hvernig þykir ykkur að vera að byrja i skólanum aft- ur?“ Talið frá vinstri: Guðrún, Erna, S igrún, Hrafnhiidur og Steinunn. „Þær þora ekki að segja annað,“ rumdi í einum bekkj- arbræðranna, um leið og hann hljóp út úr skólanum á eftir félögum sínum. Á þeim stutta tíma, sem þetta samtal stóð yfir, hafði skólinn tæmzt af fólki. Er við gengum út um aðalanddyrið, sáum við aðeins fjórar eftir- legukindur. Þær voru greini- lega efribekkingar. Þrjár þeirra voru að reyna að fá hina fjórðu með sér í göngu- ferð um bæinn í góða veðrinu. „Nei, það kemur ekki til mála. Ég fer ekki niður í bæ með rúllur í hárinu,“ sagði hún og þar með skildust leiðir. Samúðarkveðjur og kransar til forseta Islands TIL viðbótar við samúðarkveðjur til forseta íslands vegna andláts forsetafrúar Dóru Þórhallsdóttur, sem áður hefur verið tilkynnt um, hafa borizt samúðarkveðjur frá eftirfarandi þjóðhöfðingjum: Charles de Gaulle, forseta Frakklands. Júlíönu, drottningu Hollands. Ludwig von Moos, forseta Sviss. Adolfo Lopez Mateos, forseta Mexíkó. Eamon de Valera, forseta ír- lands. Konstantin, konungi Grikk- lands. Humberto de Alencar Castello Branco, foiseta Brasilíu. Ennfremur bárust samúðar- kveðjur frá Torsten Nilsson, ut- anríkisráðherra Svíþjóðar. Auk kransa frá rikisstjórn fs- lands, Alþingi og Hæstarétti bár- ust kransar frá konungum Sví- þjóðar og Noregs, ríkisstjóra Dan merkur, forseta Finnlands, ríkis- stjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sendiherrum Norður- landanna og mörgum félagssam- tökum og einstaklingum utan lands og innan . — (Frá skrifstofu forseta). Samþykktu legu umferðaræðar Á FUNDI I gær, samþykkti bæjarstjórn Kópavogs fyrir sitt leyti legu vegar þess, sem skipu- lag Stór-Reykjavíkur gerir ráð fyrir að liggi upp úr Blesugróf og yfir Digranesháls fyrir austan núverandi byggða þar. STAKSTEIHAR „Hin borgaralega Danmörk“ Kaupmannahafnarblaðið Ber- lingske Tidende ritar forustu- grein um úrslit dönsku kosning- anna sJ. fimmtudag. Þar segir m.a.: „Hinir tveir stóru stjómarand- stöðuflokkar (fhaldsflokkurinn og Vinstri flokkurinn) gengu til kosninga með það fyrir augum, að fella meirihluta stjórnarinn- ar (Jafnaðarmanna og Róttæka flokksins) og hindra meirihluta sósíalista (Jafnaðarmanna og Sósialistiska þjóðarflokksins) á þingi. Þeir náðu báðum þessum áformum. Sem stjórnarandstaða fengu þeir stuðning kjósenda við þá stefnu, sem þeir hafa barizt sameiginlega fyrir í nokkur ár. „Hinir tveir stóru borgara- flokkar hafa þannig sýnt, að þeir eru vaxandi og njóta stuðnings allra stétta. Kjósendur virðast hafa verið sannfærðir um vilja þessara tveggja flokka til þess að koma fram stefnu, sem er óháð sérhagsmunum og getur safnað um sig frjálslyndum kjós- endum. Hin frjálslynda Dan- mörk, sem svo hressilega lét til sín heyra í þjóðaratkvæða- greiðslunni um jarðræktarlögin i fyrra, sýndi enn á þriðjudag- inn styrkleika sinn." Sænskir kratar ekki ósigrandi Stokkhólmsblaðið Dagens Ny- heter ritar um sænsku kosning- arnar í forustugrein sJ. mið- vikudag. Þar segir í fyrirsögn, að „Medborgarlig samling“, kosningasamvinna Svenska Folk partiet og Miðflokksins, hafi gef- ið árangur, sem ekki verði snið- genginn. Að ekki gekk betur þessu sinni er skýrt með því, að þetta kosn ingastarf hafi ekki boðið kjós- endum upp á nógu skýra stefnu og einbeitta baráttu gegn Jafn- aðarmönnum. Úrslit kosninganna sýni þó, að stjórnarflokkurinn sé ekki ósigrandi. Lífsbjörgin er nóg Blaðið Vesturland á isafirðl ritar forustugrein á dögunum nm fólksfióttann frá Vestfjörðum. Er þar rætt um aðgerðir Alþingis og ríkisstjórnar, en fyrirsögnin er: „Lífsbjörgun er nóg.“ I grein- inni segir m.a.: „Annars bendir margt til þess, að þróunin í þessum efnum sé að breytast, þótt í litlu sé. Fólki fjölgar á ýmsum stöðum á Vest- f jörðum, að visu ekki í réttu hlut falli við almenna fólksfjölgun í landinu, en þó miðar í rétta átt. Þannig er stutt síðan íbúar Patreksfjarðar komust yfir 1000 í fyrsta skipti og íbúar Bolung- arvíkur á tíunda hundraðið. En tiÞ þess að stöðva fólksflótt ann frá Vestfjörðum eru ráðstaf- anir ríkisvaldsins ekki einhlítar. Vestfirðingar verða að líta í eigin harm og gera jafn einarðar kröf- ur til sjálfra sín og ríkisvalds ins. Fólkið á Vestfjöðum verður sjálft að hafa trú á afkomumögu leikum hér vestra. Að vísu drýp- ur ekki smjör af hverju strái hér um slóðir, en þó húum við Vest- firðingar við einhver beztu fiski- mið landsins. „Lífsbjörgin er nóg í Eyjum“, segir valinkunn- ur Breiðfirðingur í viðtali hér í blaðinu, og sama á við um Vest firði alla. En hann heldur áfram, „en það er ekki vandamálið. Það vantar eitthvað, sem fólkið held- ur að sé eitthvað betra en annars staðar." Forystugreininni lýkur á því að skýrt er frá ungum garðyrkju- bónda, sem snúið hefur aftur til átthaganna fyrir vestan. „Á slíkri trú fremur en flestu öðru mun stöðvun fólksflóttans byggj ast“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.