Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 8
S MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 26. sept. 1964 Söluumboð: Radiover S.F. Skólavörðustíg 8, sími 18525. GUNNAR ASGEIRSSQN H. F. Maöur hafði hitann af árunum fæddur á Geirm undarstöðum í Steingrímsfirði 1884. í>ar stendur einnig að kona bans sé Hólrmfríður f>óra Guðjóns- dóttir,, fædd 21. sept. 1894. — Já, það eru 10 ár á milli okkar. Hún varð sjö- tu/g á mánudaginn var. —Og þú ólst upp norður í Strandasýslu? — Já, ég ólst upp á Ósi í Steingrímsfirði og átti þar heima allt til 22ja ára ald- urs. — Byrjaðir snemma að stunda sjóinn? — Innan við fermingu. Menn lifðu mest á sjávarföng um vestur þar. Ég fór að róa vestur í Djúpi þegar ég tvar 16 ára, réri þá frá Snæ- fjallaströnd og Arnardal. 22 ára réði ég mig til Hálfdán- ar Hálfdánarsonar í Búð í Hnífsdal. Þar var mér borg- að miklu betur, fékk 400 kr. um árið, en ekki nema 100 þar sem ég var áður. Hálf- dán var vinnuharður. Sá sem ekki gat unnið það verk sem honum var falið varð að fara. Við rérum allan ársins hring, en karlinn hafði stórt bú og við slógum milli róðra. Það mátti ekki skilja strá eft- ir við sláttinn þá ætlaði hann vitlaus að verða. Ég var í Hnífsdal 1910, þegar snjó- flóðið mikla féll og 20 manns fórust. Það var hörmu legur atburður. Það var um morguninn 13. febrúar kl. rúmlega átta að ég var á leiðinni heiman frá Búð með mjólk fyrir hásetana, sem (voru í sjóbúð út með bakk- anum vestan víkurinnar. í sama mund og ég fór frá Búð fór þaðan Sigurður Sveins- son vinnumaður að fylgja krökkum í skóiann en þau héldu inn bakkana í öfuga átt við það sem ég fór. Það skeði í sömu andrá að ég gekk inn um dyrnar á sjóbúðinni og snjóflóðið skall yfir og jaðar þess að vestan lenti á sjóbúðinni og inn um dyrnar á eftir mér og tók mér í mitti þar sem ég stóð í stig- anum. Sigurður og börnin fórust öll, auk margra fleiri, flestir þeirra sem fórust voru innan dyra, en snjóflóðið tók húsin með öllu saman og fleygði fram á sjó. Heima í Búð var Hálfdán á leið ofan stigann ofan af svefnoftinu er snjóflóðið skall á bænum. Lofthurðin fleygði honum niður á gólf svo hann féll í rot. Fólkið sem komið var niður í eldhús slapp. Snjóflóðið sópaði svo nákvaemlega ofan af 3úðar- bænum að það klippti hann í sundur við rúmin á svefn- loftinu. Sængina tók ofan af konu Hálfdáns og hún lá fá- klædd í fönninni og var þann ig grafin úr henni er henni var bjargað. Barn, sem lá við hlið hennar í rúminu, kast- aðist að ofni sem stóð heitur á loftinu og hefði barnið ekki verið í þykkri uilarskyrtu hefði það skaðbrennst á ofn- inum. Mig sakaði ekki enda slapp sjóbúðin og gátum við því brugðið við og farið að hjálpa til að grafa úr flóðinu. Það var hörmungarverk að grafa upp fólk og dýr limlest og ann að látið og bjarga líkunum af fjöru jafnóðum og sjórinn los- aði þau úr snjóhellunni. Tutt- ugu grafir voru teknar en tvö líkanna fundust aldrei. — Árið 1915 gekk ég í hjóna band og fluttist þá til Önund- arfjarðar og tók að búa í Ár- múla, en það er nýbýli frá Hesti. — Hættirðu þá að stunda sjóinn? — Nei, sjóinn sótti ég allt til fimmtugsaldurs. 1947 flutt- umst við svo hingað suður og Þorgeir Eyjólfsson sem 80 ára er í dag: — Ennismóri vildi ekki hleypa mér inn í heshúsið. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. í 7 ár var ég hjá Aðalsteini syni mínum í Nesi á Seltjarn- arnesi eða þar til fyrir tæpum 10 árum að ég gerðist vaktmað ur á heilsuhælinu á Arnar- holti á Kjalarnesi. — Ég hefði haldið að það væri ekki starf fyrir mann kominn að áttræðu að gæta sjúklinga um nætur. — Blessaður vertu. Þetta hefir allt gengið vel og Gísli vill hafa mig. Maður verður að vera rólegur og æðrulaus. Það þýðir ekkert þótt þessir veslingar berji mann að berja þá á móti. Maður verður að geta stillt skap sitt á hverju sem gengur. — Ertu aldrei hræddur á nóttunni? — Hræddur, nei. Ég hef aldrei verið myrkfælinn. Mér hefur að vísu brugðið við. ef menn koma æðandi um miðja nótt og reka löppina inn um gluggann. En hræddur, nei. — En áttu ekki bágt með að vaka svona sífellt um nætur og sofa á daginn? — Nei, eins og það sé ekki sama hvort maður sefur á dag inn eða nóttunni. Ég hef alltaf átt gott með að vaka. Ég vakti oft formennina mína í gamla daga. Þeir hefðu farið færri róðrana ef ég hefði ekki átt létt með svefn. Ég get sofnað hvenær sem er,. ef ég er í þörf fyrir svefn og eins get ég vakn að á hvaða tíma sem er. — Hvað gætirðu margra sjúklinga? Þeir eru um 50. Vaktin er frá kl. 12 að kvöldi til kl. 8 á morgnana. Áður var hún frá 9 á kvöldin til 5 á nótt- unni. Þetta gekk misjafnlega fyrst framan af nokkur árin, en nú er þetta ekkert. Það kemur svosem aldrei neitt f.vrir. Maður lærir á þetta og sjúklingarnir venjast manni. — Hvernig er það Þorgeir. Eru allir Strandamenn svona léttlyndir. Ég þekki nokkra og mér sýnast þeir allir vera fiörmenn. Er það hákarlalýs- ið? — Ég veit það ekki. Já við veiddum mikinn hákarl þegar ég var í Steingrímsfirðinum á Fagurgaladjúpi og við lagn- arísinn. Þá var nógur hákarl. Og við drukkum lýsið. Það var fínn matur og það gerði manni gott. Já hákarlinn er góður, en hann er bara orðinn svo dýr. — Hefirðu verið hraustur alla tíð. — Já, ég hef aldrei legið á spítala. Fékk Spönsku veik- ina. Svo fékk ég snert af brjósthimnubólgu þegar ég varð innkulsa í róðri, en það stóð ekki nema tvær vikur. — Varstu aldrei formaður? — Nei. ég kærði mig ekkert um að vera formaður, þótt ég væri það af og til í hákarla- legum og svo einn og einn róður fyrir formenn mína. — Ætlarðu að halda áfram að vaka yfir geðsjúklingun- um? — Ætli það verði ekki eitt- hvað. Þeir vilja ekki sleppa mér. — Það er sagt að þið Strandamenn hafið verið göldróttir og þar hafi allt ver- ið fullt af draugum. Hefirðu fengizt við drauga, eða séð þá. —. Jú. Þessa andskota, sem drápu á undan sér. Ég man eftir Ennismóra. Hann var mórauður skratti með skott- húfu. Þgð var sagt að maður- inn, sem hann fylgdi hafi hrist hann áf sér þegar þeir urðu báðir skipreika, en síðan fylgdi hann honum. Móri drap fé, keyrði það niður í kyrnur og limlesti allavega, og það brást ekki að skömmu síðar kom maðurinn. Einu sinni stóð Móri fyrir mér í hesthúsdyr- unum, þegar ég ætlaði að fara að gefa hestunum. Það var meðan ég var í Steingríms- firði. Ég gerði þrjár atrennur til að komast inn í hesthúsið, þar sem klárarnir stóðu frís- andi fyrir aftan Móra. En það var ekki nokkur vegur að kom ast framhjá honum. — En hvað um huldufólkið? Það birti yfir Þorgeiri og Framh. á bls. 15 ö' Sjónvarpstæki Eru framleidd af einni elztu og reyndustu útvarps- verksmiðju í helmi. • Fyrsta fiokks vestur-þýzk framleiðsla. • Frábaer mynd og tóngæði. • Eru fyrir bæði kerfin. • Fást af tíu mismunandi gerðum. • Viðgerða- og varahlutaþjónusta. • Önnumst alia uppsetningu. Höfum einnig úrvais loftnet, frá Robert Boscli Elektroniik. Höfum einnig sérstök ioftnet fyrir fjöibýiishús. Gavnall sægapur af Vestf jördum gætir nú 50 geðsjúklinga þótt orðinn sé áttræður — Var ekki mikill bless aður munur, þegar mótor- arnir komu, að geta setið og látið fara vel um sig, meðan siglt var út og inn? —Það v»r miklu kald- ara að sitja og gera ekki neitt. Maður hafði þó hit- ann af árunum. Sá sem svaraði spumingu blaðamannsins á þessa leið er áttræður í dag og heitir Þor- geir Guðmundur Eyjólfsson, fæddur í . Steingrímsfirði í Strandasýslu og hefir fengizt við drauiga og huldufólk, drukkið hákarlalýsi, lent í snjóflóðinu mikla í Hnífsdal, róið frá Snæfjallaströnd, Am ardal og Bolungarvík, meðan engin höfn var, og síðastlið- in 10 ár vakað yfir geðsjúkling í Arnarholti á Kjalarnesi. Hann hefir enn krafta í kögglum, sem stæltir voru í áratogum krinigum Vestfirði, hann á enn létt með að vaka og ekkert getur raskað geð- ró hans, augum eru skír, þótt rýnt hafi í sortann norður á Djúpi og hann les gleraugna- laust. Hárið er að vísu orð- ið hvítt, það litl-a sem eftir er, hendurnar hnýttar og fingurnir aftursleiktiir, sem er merki þess að þeir hafa orðið að þola mikil átök í köldum veðrum, herðamar eru kýttar. And'.itið er stór- skorið en broshýrt og svip- urinn glettinn. — Ég verða að játa það Þorgeir að ég veit ekkert um þig, nema það að þú ert fað- ir hans Alla á Korpúlstöðð- um, byrjum við samtalið. — Biddu nú við, segir Þor- geir, fer ofan í vasa sinn og dregur upp gamalt nafnskír- teini. — Hérna hefirðu það allt skjalfest. Þar stendur að Þorgeir sé i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.