Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLAÐIÐ Laugardagur 26. sept. 1964 I — A NÝSKÖFUNARÁR- UNXJM varð stökkbreyting hér á Skagaströnd. Síldarverk- smiðja var reist og allar líkur bentu bá til að hér myndi hef j ast blómlegt atvinnulíf, enda var þá þegar gerður skipulags uppdráttur að 3000 manna kaupstað. íbúum á staðnum fjölgaði á þremur árum úr 250 í rúmlega 500 manns, og Frá Skagaströnd. Lengst til hægri er síldarverksmiðjan sem verið hefur lokuð í tvö sumur. SKAGASTRÖND síðan varð enn nokkur fjölg- un. Á síðustu árum hefur fólk hér verið rúmlega 600 talsins, en fer nú fækkandi. í svipinn verður ekki annað séð, en að vonir okkar um uppbyggingu og eflingu atvinnulífs hafi brugðizt. Þannig fórust Ingvari Jóns- syni, hreppstjóra Skagastrand arhrepps orð er við heim- sóttum Skagaströnd fyrir skömmu. Ingvar hefur búið á Skagaströnd alla sína ævi, en gengt störfum hreppsstjóra sl. fjögur ár. — Þegar ég man fyrst eft- ir mér, sagði Ingvar, voru hér tómir torfkofar utan verzlun- arhúsa, og íbúatalan var um eitt hundrað. Fjölskyldur voru almennt mjög stórar, 14 eða 15 maniis á hverju heim- ili, en gllir komust þó af hjálp arlítið og ekki minnist ég þess að nokkur hafi farið á sveit- ina. Faðir minn var formaður og réri héðan á opnum bát eins og aðrir heimilisfeður og hafði þetta 30-40 skippund í róðri. Yfirleitt voru 4-5 menn á hverjum báti og gerðu þeir sjálfir að aflanum, sem síðan var seldur Höephnersverzlun og svo kaupfélaginu, þegar það tók til starfa árið 1906. Starfsemi þess jókst óðfluga og um 1920 festi það kaup á verzlunarhúsi Höephners. Var það síðan einráða um alla verzlun um langt árabil, en nú eru hér reknar tvær verzl . anir auk kaupfélagsins, sem eru í eigu þeirra kaupmanna anna Guðjóns Andréssonar og Sigurðar Sölvasonar. Kaupfé- lagið reisti hér frystihús árið 1938 og annað frystihús, Hóla nes h.f., var stofnað 1942. Sjáv arútvegur var aðalatvinnuveg ur þorpsbúa, þó að nokkur landbúnaður væri stundaður jafnframt, og trillur komu í stað árabáta. Þær stunduðu þá veiðar með trolli hér úti á flóanum. Hafnarframkvæmd ir hófust hér 1934, þegar gerð ur var hafnargarður út í Eyj- una, svokölluðu og tveimur steinkerum komið fyrir fram an hennar. Á þessum árum barst síld til Skagastrandar. Bátarnir veiddu vel hér í flóanum og 12 þús. tunnur síldar voru salt aðar árið 1936. Mikið fjör færðist í atvinnumál staðarins er síldarverksmiðjan var reist á árunum 1944-46 og íbúum fjölgaði um helming. Skagstrendingar bundu miklar vonir við síldarverk- smiðjuna, sem kstaði 20 millj ónir króna, og átti að vinna úr 6 þús. málum síldar á sólar hring. Því miður hefur hún ekki gengt því hlutverki, sem henni var ætlað, því að mjög takmarkað síldarmagn hefur borizt til Skagastrandar og á síðustu sumrum hefur verk- smiðjan verið verkefnalaus. Mesta magn, sem verksmiðj- unni hefur borizt, var fyrir fimm árum, en þá bræddi hún 33 þús. mál. Aflasumarið 1962 fékk hún þrjá skipsfarma með flutningaskipum af veiði svæðunum fyrir Austurlandi, samtals 13. þús. mál, auk 17 þús. mála, sem bátar lönduðu. — Verksmiðjan hefur vald ið okkur óskaplegum von- brigðum, sagði Þorfinnur- Bjarnason, oddviti Skaga- strandarhrepps. Til að bæta hag þorpsbúa í síldarleysinu hefur verið reynt að halda uppi smábátaútgerð, en vegna aflaleysis hefur jafnvel reynzt illmögulegt að fá mannskap til að sækja sjóinn. Þrír bátar hafa verið gerðir út á línu á haustin og lagt upp hjá frysti leysi skapist hér í haust. — Hvernig hefur ástandið verið í sumar? — í sumar voru dragnóta- veiðar leyfðar á Húnaflóa og fjórir bátar voru gerðir út héðan . Hafa þeir fengið reyt ingsafla og kvenfólk og ung- lingar hafa atvinnu í frysti- húsum um 6-8 vikna skeið. — Hvað hefur svo gerzt. Þegar línuveiðum lýkur í fe- brúar? — Þá hafa bátarnir farið suður og verið gerðir út það- an á net. Með þeim háfa einn- ig farið um 100 manns til atvinnuleitar í verstöðvum sunnanlands, aðallega í Grindavík. Vegna þessa Ingvar Jónsson, hreppstjóri, og Þorfinnur Bjarnason, oddvití. húsunum tveimur á tímabil- inu október til febrúarloka. Þegar línuveiðum er lokið, er ekki um neina atvinnu að ræða hér í þorpinu fram á sumar. Ástandið er mjög al- varlegt og lítur einna helzt út fyrir, að bátar geti ekki stund að línuveiðar í haust, því að þeir veiddu lítið á síldarver- tíðinni og útgerðarmenn treysta sér tæpast til að halda þeim úti. Eru menn því ugg- andi um að algjört atvinnu- Við höfnina á Skagaströnd. ófremdarástands ' eru útgerð og frystihús í mikilli fjár- þröng — gera ekki annað en að hlaða á sig skuldum. — Hverjar ráðstafanir gætu helzt orðið til úrbóta? — Almennur fundur sem verkalýðsfélagið hér á Skaga- strönd efndi til samþykkti fyrir skömmu að skora á hreppsnefndina að sjá til þess, að bátar kæmust á línu- veiðar í haust. Til þess að svo megi verða þurfum við að njóta aðstoðar rikisvaldáíns, og hefi ég ritað erindi til .stjórnarvaldanna að tilmæl- um atvinnumálanefndar, sem var hér á ferð í sumar. Við leggjum mikla áherzlu á, að útgerðarmálin komist í viðunandi horf. Til þess að svo megi verða teljum við að gera þurfi breytingu á hluta- tryggingasjóðslögum fyrir Norðurland, þannig að hægt sé að koma bátunum út með fullri tölu skipverja á trygg- ingu. Sjóðurinn þarf að greiða mismun hlutar og kauptrygg- ingar, en ekki aðeins ákveð- inn hundraðshluta. Þá þarf að styrkja bátana með at- vinnubótastyrk verði raunin sú, að fiskafli bregðist. Véla- kostur í frystihúsunum er mjög úr sér genginn og þarf láns- og styrktarfé til að koma þeim á vréttan aftur. Þá hefur hráefnisskortur verið mikill baggi á frystihúsunum og þarf að tryggja þeim nægilegt hráefni til vinnslu. Höfum við mikinn áhuga á 250 lesta fiskiskipi til að veiða í net á Breiðafirði og út af Vest- fjörðum, og isa fiskinn um borð og leggja hann upp hér á tímabilinu marz-maí, á þeim tíma, er atvinnuleysi hefur verið hér á staðnum. Hins vegar er lítið um stofn- fé í þorpinu og þarf því styrk frá hinu opinbera. — Efling iðnaðar hér á Skagaströnd hefur verið á dagskrá. — Já. Við höfum mikinn hug á því, að iðnaður, tengd- ur sjávarútveginum verði efldur. Aðstaða þarf að skap- ast til að nýta betur það afla- magn, sem berst að. Þannig væri tryggð atvinnu að vetr- inum, þegar bátarnir full- nægja ekki atvinnuþörfinni. — Það stóð til að setja hér á fót sútunarverksmiðju? — Jú. Aðilarnir, sem að þenni stóðu, fóru fram á tveggja og hálfrar milljón króna lán, en fengu hálfa milljón. Verksmiðjan var því ekki sett upp hér, þó að hús- næði og önnur fyrirgreiðsla væri fyrir hendi af okkar hálfu. Einnig hefur verið til umræðu að vinna grasmjöl í síldarverksmiðjunni. Það yrði þá eðlilega að sumri til og stangaðist þá á við síldar- mótttöku, ef hún yrði einhver, og auk þess er lítill markaður fyrir grasmjöl, sem er helm- ingi dýrara en annað fóður- korn. Að mínum dómi verð- um við að byggja afkomu okkar á vinnuslu sjávaraf- urða. — Landbúnaður er enn stundaður hérna. Já. í eigu þorpsbúa sjálfra og tveggja býla, sem tilheyra þorpinu, eru um 2500 fjár. Ræktunarmöguleikar eru hér góðir, en ekki hefur verið ráðizt í mikla nýrækt. — Er fyrirhuguð stækkun hafnarinnar? — Landrými til hafnar- gerðar er mjög mikið, en engin fjárveiting hefur feng- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.