Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. sept. 1964 MORCU N BLADIÐ 15 SPS&t v-./ .y. v a w W"^m)!K>w va % v nlmw<m v \ •vvv"wr«vv % v»vw, «■• Um borð í USS Independ- ence, mánudagsmorgun, 21. september. VIÐ erum staddir austur af íslandi á norðurleið, og munum í nótt fara norður yfir heimskauts- bauginn. Þaðan verður svo haldið til suð-austurs í áttina til Noregs. Nýtt skip hefur slegizt í för- ina, en það er rússneskur tundurspillir af Kotlin- gerð *og ber hann ein- kennisstafina 067. Siglir hann með flotadeildinni um sex þúsund metrum frá flaggskipinu Inde- pendence. Þrjár „Skyhawk“-flug vclar fljúga yfir CSS Independence. Rússar sýna enn óhugo Við fréttamennirnir hér um borð erum nýkomnir af fundi með Robert Lee Towns- end, aðmíral, en hann er yfir- maður „Striking Force“ eða árásardeildarinnar. — Skýrði aðmírállinn fyrir okkur at- burði næturinnar, og þá fyrst að klukkan tvö í nótt komum við að kafbátadeild, sem sat um flotann. Fremst í fylkingu flotadeildar Atlantshafsbanda- lagsins fór flugvélamóðurskip- ið Wasp og tundurspillarnir, sem því fylgja, en þessi skip hafa það verkefni að „granda“ kafbátum. Svo virðist sem Wasp hafi tekizt að rækja skyldustörfin, því okkar flota- deild varð aðeins vör við einn kafbát og sá freigátan Dewey fyrir honum. Fátt gerðist fleira í nótt, en klukkan 7,45 í morgun voru tvær rússneskar Badgar-þotur í 100 mílna fjarlægð frá flot- anum, og voru tvær órustu- þotur sendar á móti þeim til að fylgjast með ferðum þeirra. Komust rússnesku sprengju- þoturnar í 78 mílna fjarlægð frá flotadeildinni, en sneru þá heimleiðis og fylgdu banda- rísku flugvélarnar þeim á- leiðis. Að sögn yfirmanna á Inde- pendence þykja þessar ferðir Rússanna sjálfsagðar, og áttu allir von á því að þeir vildu fylgjast með, enda fara æfing- arnar fram á opnu hafi, sem öllum er heimil sigling um. Að vissu leyti eru Bandaríkja- mennirnir þakklátir Rússun- um, því með návist þeirra fá þeir enn betri tækifæri til að reyna leitartæki sin. Telja Bandaríkjamennirnir að Rúss- ar hafi mestan áhuga á að kynna sér starfsemina um borð í flugvélasmóðurskipun- um, vegna þess að á því sviði er þekking þeirra minnst. Tundurspillirinn, sem nú fylgir okkur, er ekki fyrsta rússneska herskipið, sem fylgt hefur flotadeildinni, í gær- kvöldi dvaldi ég um stund á stjórnpalli og ræddi við cap- tain Robert W. Windsor, skip- herra á Independence. Skýrði hann mér svo frá að annar rússneskur tundurspillir hafi fylgt skipalestinni fyrir tveim- ur dögum. Sá var ekkert að fela sig, því hann tók sér stöðu meðal bandarísku tundurspill- anha nokkur hundruð metra frá flaggskipinu. Var þetta lát- ið afskiptalaust í fyrstu, með- an Rússinn var fyrir framan flugvélamóðurskipið. En þeg- ar orustuþotur skipsins komu inn til lendingar færði Rúss- inn sig til aftur fyrir flugvéla- móðurskipið, og var það ber- sýnilega gert til að fylgjast betur með. Það kunnu þeir ekki við hér um borð. Juku þeír ferðina og sigldu eftir krókaleiðum þannig að rúss- neska skipið missti af lendingu flugvélanna. Var síðan siglt á mikilli ferð og kom þá í ljós að Rússinn hefur haft takmark aðar eldsneytisbirgðir, því hann sneri á brott. Töldu Bandaríkjamenn að Rússinn færi til móts við birgðaskip til að fá olíu og vistir, og var einn bandarísku tundurspillanna sendur með honum til að sjá hvernig gengi. Fylgdist svo bandaríski tundurspillirinn fneð því hvernig rússnesk her- skip taka olíu úti á hafi. Hvort hann lærði nokkuð nýtt veit ég ekki. Windsor skipherra er mjög geðslegur maður um 45 ára. Sagðist hann tvisvar hafa komið til íslands og kunnað vel við sig. Við sjáum annars lítið til hans, því lengst af sit- ur hann í stórum hægindastól í bakborðsvæng stjórnpallsins, en þaðan hefur hann frábært útsýni yfir hafið kringum skip ið og yfir flugþiljuna. Fyrir framan hann eru allskonar mælitæki, sem sýna hraða skipsins, vindhraða, stefnu o. s. frv., en á milli þeirra hefur skipherrann hengt upp spjald með áletruninni: „Ég vildi heldur fljúga“. Hann er nefni- lega, eins og allir skipherrar á bandarískum flugvélamóður- skipum, fyrrverandi flugmað- ur. Og hann á það til að sögn að fá lánaða flugvél og skreppa á loft. Það var tekið að rökkva þeg ar við ræddum saman í brúnni, en hafið umhverfis okkur var þakið ljósum frá nálægum skipum. Svo það var líkara því að við værum inni í einhverri borg en úti á reginhafi. Ekki sízt vegna þess að Independ- ence hreyfðist varla í öldun- um. Eftir viðræðurnar við skip- herrann var haldið inn í „flug turninn", en hann er raunar þrískiptur. Til að gefa lýsingu á því, sem þar fer fram, þyrfti fagnrann, en reynt var að út- skýra það helzta. Þarna er allt fullt af radartækjum, sem fylgjast bæði með ferðum skipa og flugvéla í nágrenn- inu. Kanna þessi tæki umferð- ina í mismunandi fjarlægðum frá Independence, sum aðeins næstu átta mílurnar en þau langdrægustu „að minnsta kosti 300 mílur", hvað sem það þýðir. Þarna í flugturninum eru svo töflur, sem stöðugt eru færðar inn á staðsetningar allra flugvéla og skipa ásamt frekari upplýsingum. Sérstök tækjasamstæða er til þess að leiðbeina flugvélum, sem eru að koma inn til lendingar. —• Sýna sum tækin aðflugslín- una, hæð og fjarlægð, og geta þeir, sem þessum tækjum stjórna, leiðbeint einni flugvél á hverri mínútu inn til lend- ingar. Hver lending er kvik- mynduð og allar leiðbeiningar teknar á segulband. Einnig er tekin kvikmynd af öllu, sem fram kemur á radartækjun- um. Kosturinn við þetta er sá, að ef eitthvað skyldi koma fyrir á að vera unnt að sjá hvað orsakaði það með því að „spila aftur“ lendinguna. Er þetta aðeins eitt dæmi um það hve mikil áherzla er lögð á allt er varðar öryggi. Eins og fyrr segir bættist nýtt skip í flotadeildina í nótt, þ. e. rússneskur tundurspillir. Skip þetta er um fjögur þús- und lestir og búið eldflaugum. Nú var verið að tilkynna að annað rússneskt herskip væri komið í hópinn, og er það tundurspillir af Riga-gerð, sem ber einkennisstafina 628. Er þetta minna skip en fyrri tundurspillirinn. Hefur þessi nýi Rússi tekið sér stöðu í um 1000 metra fjarlægð. b.t Capt. Robert W. Windsor, skipherra á USS Independence. — Á Skagaströnd Framhald af bls. 10. izt til áframhaldandi fram- kvæmda. Aðstaða til móttöku á fiski og síld er þó góð, og hér eru tvö síldarplön, sem hafa þó að vísu ekki verið notuð tvö síðastliðin sumur. — Eru hér miklar bygg- ingaframkvæmdir? — Skólahús er nýbyggt og læknisbústaður er í byggingu. Félagsheimili er fokhelt orð- ið, en ekkert hefur verið unnið í því á þessu ári vegna fjárskorts. — Ber mikið á fólksflótta héðan? — Eins og áður hefur kom- ið fram verða um 100 manns að leita sér atvinnu fyrir sunnan á vetrarvertíð. Verð- ur það að teljast óviðunandi ástand og aðvörun um að fólkið kunni að flytjast héðan alfarið, ef ekki verður gripið í taumana. Frá síðasta ári hafa 20 manns flutzt héðan búferlum. Við hittum að máli Björg- vin Brynjólfsson, sem er for- maður í Verkalýðsfélagi Skagastrandar. í verkalýðs- félaginu eru 200 félagsmenn, og sagði Björgvin, að meira en helmingur þeirra yrði að stunda atvinnu utan þorps- ins á veturna, þegar algjört atvinnuleysi ríkir á Skaga- strönd. — Á sl. vetri var ein salt- fiskverkunarstöð í Grinda- vík eingöngu mönnuð Skag- strendingum. Haustið hefur verið einna beztur atvinnu- tími hérna, þegar bátarnir hafa verið á línu. í sumar hefur verið nóg að gera, þar sem dragnótaveiðarnar voru leyfðar, en þegar þeim lýkur í haust um líkt leyti og vinnu í sláturhúsi er lokið, blasir við atvinnuleysi, ef ekki verð- ur hægt að gera út á línu. Verður þá ástandið hér svip- að og það hefur Verið á út- mánuðum undanfarin ár. Við vonum, að okkur berist hjálp til að koma bátunum út og einnig, að hér verði komið á iðnaði, sem hægt væri að stunda á ofanverðusa vetri, eins og t.d. í tunnuverk- smiðju. — Maöur hafði... Framhald af bls. 10 það var auðséð að þar vorum við farnir að æða um nokkuð annað en drauga. — Já. Huldufólk er til. Ég hef séð það. Einu sinni var ég að sækja kýffiar seinni hluta dags. Ég var þá kominn fram- undir tvítugt. Þá kom til mín stúlka og spurði mig hvort ég hefði séð kýrnar sínar. Ég vissi að þama gat engin stúlka verið á ferð að leita að kúm. Ég hafði ekki séð kýrnar hennar og þá gekk hún fram- hjá mér og þegar ég leitt við var þar enginn. Ég vissi hvar huldufólkið átti heima, í hv*ða klettum það var. — Hefirðu alltaf verið létt- lyndur? — Já. Maður lifir á því að vera léttlyndur. — Og börnin. Hvað urðu þau mörg. — Við eignuðumst 4 börn, 3 stráka og eina stúlku. Aðal- steinn er elztur. Svo er Krist- ján í Leirvogstungu. Hann er jarðýtustjóri. Guðmundur er bóndi í Þormóðsdal og Þórunn gift í Reykjavík. — Ætlarðu að gefa kunn- ingjunum hákarl og eitthvað til að renna honurn niður með á afmælinu? — Það verður eitthvað til. Ég verð hjá honum Alla mín- um á Korpúlfsstöðum á afmæl inu. vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.