Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. sept. 1964 MORGU NBLAÐID 13 Mbl. náði samtali við Ás- grím Hartmannson bæjar- stjóra í Ólafsfirði, sem hér er staddur í bænum í erind- um bæjarfélagsins. Við spurðum hann fyrst almenn ra tíðinda og þá fyrst og fremst þeirra, er snerta at- vtnnu- og framJkvæmdamál Ólafsfirðinga. — Við byggjum enn sem fyrr inest okkar á útgerð og sjósókn, sagði Ásgrímur, en því miður hefir í tvö sl. ár þorskveiði al- I Hraðfrystihús Ólafsjarðar er eitt elzta og mikilvirkasta atvinnutæki staðarins. Ljósm.: vig. Oteljandi verkefni bíöa úrlausnar í Ölafsfirði sem nýtízkubæ Rætt við bæ|arst|órann Ásgrím Hartmannsson gerlega brugðist okkur eins og raunar fyrir öllu Norðurlandi. Þetta hefir ekki sízt komið hart niður á smærri bátum, sem ekki eiga heimangengt á fjarlægari mið. Stærri bátarnir geta að vísu farið á fj'arlægari mið fyrir Suðurlandi og þar hafla þeir fengið mun betri afla, en afkoma þeirra er hvergi- næfri góð, nema þeir geti hagnýtt afl- ann sjálfir. Þetta er neyðarúr- ræði, atvinnulega og rekstrar- lega séð, enda viðurkennt að hagkvæmara er fyrir norðan- báta að fá tvo fiska á land í heimahöfn en þrjá fyrir sunnan. — Síldveiðin hefir brugðist hj á okkur einnig fyrir norðan tvö síðastliðin sumur. Má segja að söltun hafi svo til engin orðið af þeim sökum á söltunarstöðvun- um norðanlands. Eini staðurinn, sem nokkuð af síld hefir fengið Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri. að ráði til bræðslu er Siglufjörð ur og hafa flutningaskipin að austan bjargað því. — Eðlilegasta þróunin f fjár- festingu til síldariðnaðar er sú að hún dreifist sem jafnast milli jþeirra staða er svipað liggja við síldveiðum á Norðurlandi og þyrfti sá iðnaður þá minna að byggjast á aðfluttum vinnu- ikrafti. Staðir þeir sem svipaða aðstöðu hafa í þessum efnum eru t.d. Dalvík, Hrísey, Ólafs- fjörður, Siglufjörður og Húsavík. Við Ólafsfirðingar teljum það gerræði að fjármagninu sé frem- ur beint til eins staðar en annars til fjárfestingar á þessu sviði. Við teljum að í landi, þar sem lýðræðið er viðurkennt, hafi allir sama rétt til fjárfestingar til eðli legs og sjáanlega jákvæðs at- vinnurekstrar. Má í þessu sam- 'bandi benda á þá erfiðleika, sem við höfum átt í að fá fjármagn til byggingar síldarbræðslu, en síldar- og beinaverksmiðja er beinlínis undirstaða fisk- og síld- ariðnaðar á staðnum. Það tókst þó fyrir góðra manna hjálp að koma verksmiðjunni upp og er nú nær fullgerð 1000 mála verk- smiðja hjá okkur. Hún er jafn- framt fiskimjölsverksmiðja. Þetta skapar möguleika fyrir síldarsöltun og fiskverkun þar sem hægt er að koma öllum ilr- gangi í verð. — Ólafsfjarðarhöfn er bæði ungt og gamalt verkefni fyrir okkur. í vor var hafizt handa um nýjan áfanga til byggingar lífhafnar og standa vonir til að hæ>gt verði að koma upp nokkuð öruggrf bátálegu nú í vetur, en efni er mestallt komið. Á því hefir staðið til þessa. Þá spurðum við Ásgrim enn- fremur um byggingu Múlavegar. _—• Lagningu vegarins hefir miðað allvel áfram í sumar og standa vonir til að honum verði lokið á næsta ári. Eftir er lagn- ing vegarkafla fyrir há-Múlann og er gert ráð fyrir að þar þurfi töluvert að sprengja. Auk þess er að vísu stór kafli vegarins að- eins undirbyggður enn sem kom- ið er.Þeir sem ferðamálum eru kunnugir telja að Múlavegur muni verða mjög fjölfarin leið, enda er aðeins um 60-70 km. lengri leið frá Varmahlíð um Lág heiði og fyrir Ólafsfjarðarmúla en yfir Öxnadalsheiði og svo styttir þetta leiðina frá Akur- eyri til Ólafsfjarðar um 150 km. Kemur það auðvitað til með að gerbreyta öllum samskiptum Ól- afsfjarðar við nálægar byggðir. Nú er kominn mjög góður ve,gur allt frá Varmahlíð til Haganes- víkur, en vegurinn frá Ketilási í Fljótum og yfir Lágheiði er gamall oig honum hefir verið illa við haldið, en þarna væri hægt að gera veg sem gæti verið eins lengi opinn og Öxnadalsheiði. Þá má benda á að kunnáttumenn þeim efnum telja Ólafsfjörð kjörinn ferðamannabæ. Þeir benda á Ólafsfjarðarvatn sem mjög ,gott veiðivatn, sjóstanga veiði er mjög gott að stunda frá Ólafsfirði og skíðaland er fáan- legt allt sumarið stutt frá bsen- um. Heita vatnið í ÓLfsfirði skapar möguleika fyrir byggingu góðrar útisundlaugar við vatnið og gætu menn þá hvort þeir vildu, synt í vatninu eða lauginni og haft þar báta og hvaðeina sér til skemmtunar. Einnig mætti koma upp leigusumarbústöðum upphituðum með hverahita. Ólafsfjörður er mjög sumarfagur og skjólgóður svo þar eru mögu- leikar fyrir mikla og góða að- stöðu fyrir fólk sem vill eiga sér frístundir á fögrum stað.og frið- sælum. Næst spyrjum við Ásgrím um hið brennandi spursmál allra boðinn og ekki á valdi bæjar- stjórnarinnar að ákveða. Heildar álagning útsvara og aðstöðu- gjalda er rúmar 4% milljón, þar af er áætlað vegna tryggingar- mála 1,12 milljónir. Þessi upp- hæð er hluti bæjarins til greiðslu á elli- og örorkulífeyri, atvinnuleysistryggingum og al- mennum tryggingum. Til mennta mála er áætlað að verja 450 þús- und krónum og til hafnarfram- kvæmda, sem lengst af hefur verið mál málanna í Ólafsfirði, er áætlað að verja 700 þús. krón- um. Vissulega eru útsvör sem aðrir beinir skattar aldrei vel séð, én á meðan ekki er bent á Tímagrein er sagt að tekjur séu minni en í fyrra hjá öllum al- menningi og mun hinni en árið þar áður. Þetta er rangt. Samkvæmt skattskrá eru tekjur um 20% hærri. en í fyrra og nettóeign hefir aukizt um meira en helming. Þá má benda á það að jöfnunar- sjóðsti'llag er áætlað að .nemi um 950 þús. kr. Ef þessi tekjuliður, sem Eysteinn Jónsson barðizt gegn á sínum tíma, væri ekki, hefðu útsvörin með sömu fjár- hagsáætlun þurft að vera 15-20% hærri. Sem fyrr segir mi'ðast' út- svarsálagning við þær greiðslur er fjárhagsáætlun ákveður og' því eðlilegt að benda á einhvern gjaldalið, sem lækka mætti, en það hefir enginn, hvorki fram- sóknarmenn, né aðrir í bæjar- stjórn, treyst sér til. Hitt er svo annað mál að ef áframhald verð ur á aflabresti horfir mjög al- varlega fyrir Ólafsfirði eins og öðrum byggðarlögum norðan- lands, sem byggja að verulegu leyti afkomu sína á útgerð. Okk ur er því nauðsyn sem öðrum að leita nýrra leiða til að skapa traustari lífsafkomu t.d. með iðnaði. Múlavegur kemur til með að breyta öllum möguleikum á því sviði og raforka er fyrir hendi á staðnum. Séð yfir höfnina í Ólafsfirði, sem nú er verið að gera að lífhöfn. staða í sumar og haust, en það eru skattamálin. — Ég rak mig á klausu í Tím- anum frá 7. ágúst þar sem íhald- inu í Ólafsfirði er kennt um þungar álögur. Eins og ljóst er miðast útsvör við þær þarfir, sem fjárhagsáætlun hverju sinni ákveður og það sanna er að fjár- ha.gsáætlunin var nú, sem oft áður, samþykkt með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrú- anna. Hins vegar er svo þess að geta að mikill hluti af gjöldum aðrar tekjuleiðir eru þau að sjálf sögðu óumflýjanleg. Það er rétt, sem Tíminn segir að 5% var lagt ofan á útsvarstigann. Hinsvegar er gefinn 10% afsláttur á út- svörum, sem greidd eru á fyrsta gjalddaga og miðað við það held ég að útsvör í Ólafsfirði séu frek ar lægri, heldur en hærri, miðað við aðra kaupstaði norðan lands. Það er ekki rétt að bera saman útsvarsgjaldstiga, sem nú er far- ið eftir við gjaldstiga fyrra árs, því núverandi gjaldstigi mun >s enrait segja að allmiklar framkvænMir hafi þar átt sér stað síðastliðin ár. Fiskvinnsluhús hafa ' verið byg,gð, síldarsöltunarplön, hafn- argerð haldið áfram, þó miklu minna hafi á unnizt en við hefð- um viljað. íbúðahússbyggingar hafa verið allmiklar, þó ekki enn fullnægt þörfinni, sem stafar m.a. af því að allmikill - fólks- fjölgun hefir verið hér sl. þrjú ár. Nokkrum erfiðleikum hefir það valdið mörgum sem byggt hafa, að bærinn hefir ekki getað gengið frá vegi meðfram bygging arlóðum. En Ólafsfjörður er ungur bær og vantar því margt, er teljast verður óumflýjanlegt miðað við nútímakröfur. Má þar nefna flug völl, en nú er þar aðéins ófull- komin aðstaða fyrir minnstu vél ar til lendingar. Hinsvegar' er ódýrt að byggja allsæmilegan flugvöll um 1000 m. langan. Þá vantar sjúkraskýli, sem mikill áhugi er fyrir að koma sem fyrst upp og aðkallandi er bygg ing heimavistar fyrir sveitabörn og gagnfræðaskóla á stáðnum. Fleira mætti nefna. Það er því, eins og sjá má af því sem ég hefi drepið á, ótelj- andi verkefni, sem bíða úrlausn- ar og margvíslegir möguleikar að óyggja upp í Ólafsfirði nýtízku- bæ með fyrirheitum um flest það er nútíminn krefst, menn- ingarlega og atvinnuleða séð. En þetta verður ekki gert nema fbú- arnir leggi hart að sér og standi saman af einhug að uppbyggingu staðarins. Jafnframt verður að koma til skilningur og aðstoð hins opinbera og jákvæðari stuðn ingur peningavaldsins en verið Séð af hinum nýja Múiavegi yfir mynni fjarðarins. Ljósm.: St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.