Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU N B LADIÐ Laugardagur 26. sept. 1964 HERMINA BLACK: Eitur og ást inn hérna, mundi ég hafa tekið boðinu með þökkum. Seyyid Ibramin gerði mér mjög freist- andi tilboð. Þeir eru byrjaðir að grafa upp eitthvað, sem þeir halda að sé sandkafin borg, og hana hefði ég gaman af að skoða. Corinna hló. — Mér finnst svo skrítið þegar þér eruð að taia um fornleifagröft. Það virðist svo einfalt — eins og ekki væri ann- ar vandi en taka sér skóflu í hönd og fara að moka. Voruð þér vanur að grafa eftir fjár- sjóðum þegar þér voruð dreng- ur? — Jiá, í rauninni gerði ég það. — En það er langt — langt síð- an. . . Hvað skyldi Sandra segja við þessari uppástungu? — Þér skuluð spyrja hana. Mér finnst þetta anzi spennandi. — Já, það er töfrandi hluti af heiminum, sagði hann og stóð upp. — Ég verð líklega að fara niður og tala við gestina. Corinna fékk samvizkubit. Lediard gerði sjáifsagt ráð fyrir að hún yrði með í ferðinni, ef eitthvað yrði úr því að hann færi með Seyyid Ibramin. Og fyrir nokkrum vikum hefði hún verið ólm í að komast í svona ferð. Eftir dálitla stund fór hún nið- ur og út í garðinn. Hún heyrði óm af danslögum í útvarpinu. Henni fannst þessi ómur ekki samrýmast austurlandanóttinni. Hún kveikti sér í vindlingi og gekk upp í blómagarð frú Gleni- ster, sem var girtur háum múr- vegg. Grasið var flauelsmjúkt og fölvi á rósunum í tunglsljósinu. Corinna nam staðar þegar hún sá að ljós var í stofunni hjá frú Glenister. Og nú kom maður út. Hann gekk hratt til hennar. — Ég trúi á heilladísir, sagði Blake. — Ég bað þær innilega um að láta þig koma hingað. — Blake! Ertu kominn? Og eftir sekúndu var hún í faðmi hans. 34 — Af hverju léztu mig ekki vita að þú værir kominn? sagði hún með öndina í hálsinum. — Ég var ekki viss um að ég kæmist hingað í kvöld. Og þegar ég kom, sá ég að fullt var af gestum hjá ykkur, og vissi líka að þú hafðir mikið að gera. Ég var að hugsa um að gera þér orð um að við skyldum fara í reið- túr í fyrramálið. Ég veit að Josephine frænka hefur ekki sent hestana okkar burt. — Segðu mér eitthvað af heilladísunum þínum, sagði hún. Hann hló. — Ég var að biðja þær um að lokka þig út í tungls- ljósið — en ég gerði mér ekki von um að það tækist. Hann tók um herðarnar á henni og þau fengu saman inn í húsið. — Josephine frænka er farin til Cairo, sagði hann. — Og svo strýkur hún með Seyyid Ibra- min! Þau hafa alltaf verið mikl- ir mátar, eins og þú veizt. Hún skildi eftir bréf til mín, með kynstrum af fyrirmælum og heilræðum, sagði hann. Corinna hefði gjarnan viljað vita hvað stóð í þessu bréfi — hún var farin að þekkja frú Glenister. — Hefðir þú gaman af að sjá Arabíu? spurði hann. — Mjög gaman — svona einu sinni, sagði Corinna. — Það væri hægt að eiga ágæta hveitibrauðsdaga þar, sagði hann lágt. — Það væri miklu skemmtilegra en að hrað- rita. . . . — Ó, Blake, sagði hún hlæj- andi. — Prófessorinn hefur ekki hugmynd um að við erum trú- lofuð. — Hvað ertu að segja? — Hann kom ekki heim fy-rr en í kvöld. — Og þú sagðir honum ekki gleðiboðskapinn — Nei, ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma orðum að því. Mér þykir hálf leiðinlegt að þurfa að valda honum vonbrigð- um. Hann þrýsti henni að sér. — Þér hefur vonandi ekki snúizt hugur, elskan mín Hann þurfti ekki annað en líta í augun á henni til þess að sjá svarið, og svo kyssti hann hana aftur og aftur. Það var yndislegt að hann skyldi vera kominn, en næsta hálftímann óskaði hún innilega, að hún þyrði að segja honum frá Söndru og Robin Wrayman. En þetta var ekki hennar leyndarmál, og þó hann yrði gramur, mundi hann líklega segja, að þau hefðu engan rétt til að skipta sér af því. Og Wray- man hafði lofað að fara — ja, kannske var hann farinn. — Það er framorðið, sagði Blake. — Þú verður líklega að fara að hypja þig heim. - Hún hallaði höfðinu að öxl- inni á honum. — Ég hefði yfir- leitt alls ekki átt að fara hingað. — Nei, þú hegðar þér skamm- arlega, sagði hann og hló. — Að BLAÐADREIFING FYRIR ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: Skerjafjörður, sunnan Reyk javíkurflugvallar. ★ Lynghagi — Hagamel — Fálkagata. ★ Suðurlandsbraut 23—118 — Laugarásvegur — Sólheimar. 'k Skólavörðustígur — Meðal holt. 'k Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. sími 22480. — Þér trúið ekki á hafmevjar. sjóinn. Þá hlýtur kona að hafa dottið í hugsa sér þetta — laumast út um miðja nótt til að hitta karl- menn! — Ég laumaðist alls ekki út — og það er alls ekki mið nótt. — Klukkan er þó orðin ellefu, og þá eiga allar litlar stúlkur að vera sofnaðar! — Þú hefur rétt að mæla, sagði Corinna. — Ég verð að fara. En samt sat hún kyrr með hálflokuð augu og naut þess að vera nærri honum. — Ég elska þig, sagði hann. — Ertu sofandi? — Ég er að hugsa. — Um hvað? — Um þig. Mundirðu elska mig hvað sem ég gerði? — Hvað ertu að segja, elskan mín. Honum brá við. — Ég mundi að minnsta kosti elska þig þó að þú gerðir eitt- hvað illt af þér. — Ég get öruggur sagt þér, að ég elska þig alla mína æfi. Og ef þú giftist mér ekki bráðum, þá flý ég út í eyðimörkina og lifi þar sem einbúi í tjaldi. Vel á minnst — þegar ég fór um eyðimörkina í dag, rekst ég á svoleiðis einbúa — Robin Wray- man. . . . Hann þagnaði snöggvast, því að hann tók eftir að hún hrökk við þegar hann nefndi nafnið. — Hvað er að, elska mín? — Ekkert — ekki neitt. En nú verð ég að fara. Hún stóð upp og lagaði á sér hárið. — Svo að Wrayman hefur þá lent úti í eyðimörkinni? Hann hvarf fyrir nokkrum dögum. Kannske hann sé að vinna að nýrri bók — ljóðasafni? — Ég hef ekki hugmynd um það. Hann var skelfing ræfils- legur, sagði Blake og yppti öxl- um. — Þetta er skrítinn náungi — þegar við vorum saman í Oxford hvarf hann oft og fór þá einförum. Það amar líklega eitt- hvað að honum. — Það er ekki gott að vita, sagði hún. — En nú verð ég að hlaupa, Blake. Þú skalt ekki fylgja mér, ég fer.um bakdyrn- ar — sömu leið og ég kom. En hann fylgdi henni samt og bauð henni góða nótt með kossi. — Á morgun, elskan mín, sagði hann. — Ég sæki þig eins og venjulega. . . . Hvað amar að KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA þér Corinna? spurði hann svo allt í einu. — Ekkert, sagði hún. — Ekk- ert getur amað að mér núna. — Ertu hamingjusöm? — Hamingjusamari en mig hafði nokkurntíma dreymt um að verða. Hann þrýsti henni að sér stutt augnablik. Og þegar hún var horfin inn, gekk hann fram og aftur og hugsaði. Hann þóttist viss um, að eitthvað mæddi þungt á henni. Tvisvar eða þrisv- ar hafði það verið komið fram á varirnar á henni — en svo hafði hún hætt við að segja hon- um það. Líklega hafði hún áhyggjur af prófessornum. Næstu daga átti Corinna mjög annríkt, en henni leið mjög veL Hún reið út með Blake á hverj- um morgni, og svo vann hún fyrir prófessorinn og hjálpaði Söndru til þess að undirbúa há- tíðina. Hún hafði lítinn tíma til að hugsa um Wrayman. Prófess- orinn minntist á það af tilvilj- un, að hann væri að vinna við uppgröftinn, svo líklega hafði hann tjaldað þar út frá. Hann sást aldrei í húsinu. Corinna hafði sent boðsbréfin, og nú raðaði hún svörunum jafn- óðum og þau komu. Hús frú Glenister var mjög stórt, og búið var um mörg herbergi, handa þeim sem urðu að gista. Blake var mjög óánægður með þennan aðsúg, sem í vændum var, og honum gramdist hve lítið hann gat verið með Corinnu. Bráðum varð hann að leggja i ferðalag aftur, og nú voru lítil líkindi til að hann kæmi aftur í bráð. Corinna og hann mundu ekki hittast fyrr en hún kæmi til Kairo til að giftast honum. Og hvað sjálfan hann snerti vissi hann harla lítið um fram- tíðina. Philip Lediard varð glaður þegar hann frétti um trúlofun- ina. Hann bauð Corinnu að hún gæti hætt undir eins, en hvorki hún né Blake tímdu að nota sér það boð. Þau vissu að honum veitti ekki af allri þeirri hjálft sem hann gat fengið. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í\ Kópavogi er að Hliðarvegi 61, ( sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsinsj fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vifilsstaðaveg, simi ] |51247. Hatnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins] I fyrir Hafnarf jarðarkaupstaðl I er að Arnarhrauni 14, sími ( !50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsinst fyrir Keflavikurbæ er aðj Hafnargötu 48. Enginn kallar mig svindlara. í>ér er of laus hnefinn og byss- an. Mig íci* að verkja í hnefana. Næst skaltu fá byssuna mina 1 hausinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.