Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 10
MORCU NBLADIÐ 1 Miðvikudagtir 30. sept. 1964 Tómas Jónsson borgarlögmaður Minningarorð f>TíGAR Tómas Jónsson, borgar- logmaður, er nú horfinn sjónum o’ 'car, söknum við, sem að borg armálefnum störfum, í senn vin ar og samstarfsmanns. Og svo mikill hefur (þáttur Tómasar JónssOnar verið í meðferð þeirra mála, er borgaryfirvöld hafa um fjbllað síðustu áratugina, að okk ur finnst verða þáttaskil í sögu Feykjavíkurborgar við fráfall hr.ns. Tómas starfaði rúmlega 30 ár í þágu borgarinnar, og fylgdist ms.ð og hafði mikil áhrif á þróun borgarinnar það 30 ára tímabil, sem haft hefur í för með sér tölu vei t meira en tvöföldun íbúafjöld arís óg enn stórkostlegri lífskjara breytingu borgarbúa. Tómas Jónsson var fæddur í Reykjavík 9. júlí árið 1900, og voru foreldrar hans hjónin Jón Tómasson, bóndi, aettaður frá Eyvindarstöðum á Álftanesi (d. 5 maí 1931) og Kristín Magnús- d; ttir, ættuð frá Kiðafelli í Kjós (d. 9. jan. 1935). Var Jón Tómas- son bróðir Þorsteins, föður ólafs Þorsteinssonar læknis og þeirra systkina. Tómas ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt systur sinni, Ragn- heiði, og fóstursystur Guðrúnu Eyvindsdóttur. Húsið, þar scm Tómas var fæddur, og foreldrar hans bjuggu mestallan sinn búskap, var að þeirrar tíðar hætti kennt við hús bóndann og kallað Jónshús. í>að stendur enn vestur á Grímsstaða- holti sem tákn þeirrar Reykjavík ur, sem var innan um háreist og glæsileg hús hinna seinni ára, og samanburðurinn sýnir þær miklu breytingar, 'sem Tómas og kynslóðin, sem er að láta af störf um, hefur lifað og átt þátt í að skapa. Tómas hóf fjórtán ára gamall nám í Menntaskólanum í Reykja vík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1920. Sama haust innrit- aðist hann í lagadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1926. Jafnframt laganáminu starf- aði Tómas á skrifstofu lögreglu- stjóra, einkum að toltamálum, sem þá heyrðu því embætti til. Einnig var hann um skeið þing- skrifari. Frá þessum störfum átti hann margar góðar minningar og minntist stundum skemmtilega ýmislegs, sem þar hafði á dagana drifið. Skömmu eftir að Tómas Jóns- son lauk lögfræðiprófi, höf hann starf í málflutningsskrifstofu Lárusar Fjeldsted og starfaði þar óslitið til þess, að hann tók við starfi sem borgarritari. Á skólaárunum og fyrst á eftir tók Tómas virkan þátt í ýmiss konar félagsstarfsemi, var t. d. virkur knattspyrnumaður í Vík- ingi, svo sem margir aðrir náms- menn í þá daga. Hann tók og töluverðan þátt í félagsmálum stúdenta og var formaður Stúd- entafélags Reykjavíkur 1927—’28. Hann var gjaldkeri nefndar þeirr ar, sem undirbjó byggingu Gamla Garðs, og átti drjúgan þátt I góðum árangri þeirra nefndastarfa. Embætti borgarritara var stofn að árið 1934. Átti Jón Þorláks- son, þáverandi borgarstjóri, bæði frumkvæði að stofnun em- bættisins og að skipun Tómasar Jónssonar sem borgarritara. Rer það vel vitni um hvort tveggja, hver nauðsyn var á starfinu og hvers álits Tómas naut rúmlegs þrítugur að aldri. Um það leyti, sem Tómas varð borgarritari var verið að undir- búa stórframkvæmdir, eins og virkjun Sogsins og hitaveitu Reykjavíkur. Vegna fjarveru Jóns Þorlákssonar í sambandi við undirbúning Sogsvirkjunar, vanheilsu hans og fráfafts, féllu störf borgarstjóra þegar I stað mjög mikið í hendur Tómasar. Þegar Pétur Halldórsson varð svo borgarstjóri var Tómas lengi staðgengill hans, fyrst þegar Pét ur Halldórsson leitaði lána er- lendis fyrir Hitaveitufram- kvæmdirnar og síðar vegna veik inda hans. Á þessu tímabili fyrir stríð, þegar kreppunnar gætti, svarf at vinnuleysi og bjargarskortur að borgarbúum og hamlaði raunar mörgum framkvæmdum. Stjórn- máladeilur voru og mjög magnað ar og samskipti ríkisvalds og borgaryfirvalda erfið. Má geta nærri að leysa varð mörg vanda- mál í bæjarstjórn á þeim árum, innheimta útsvara hefur verið erfið og í mörg horn að líta, þeg ar fénu skyldi ráðstafað. Þótt heimstyrjaldarárin hefðu í för með sér bættan efnahag almennings og bæjarsjóðs, sköp- uðust ný vandamál vegna fólks- flutninga til Reykjavíkur og eðli legar kröfur voru gerðar um auknar framkvæmdir á öllum sviðum. Vist var að mikill vandi hvíldi á herðum Tómasar borgarritara á þessum árum og oft mun hann þá hafa lagt nótt við dag til að Ijúka þeim verkefnum, sem fyrir hendi voru. Borgarritarastarfið var í tíð Tómasar og er enn, sérstætt em- bætti, flestum öðrum opinberum störfum ólíkt, vegna þess að mörk þess eru næsta óglögg og verksviðið nær yfir marga ó- skylda málaflokka Og vandamál. Borgarritarinn er í senn stað- gengill og hægri hönd borgar- stjóra, trúnaðarmaður hans og ríkjandi meirihluta sem og minni hlúta kjörinna fulltrúa í borgar- . stjórn. Borgarritaí-inn er í senn full- trúi borgarstjóra Og borgarstjórn ar gagnvart starfsmönnum, sem og tengiliður þeirra gagnvart hin um kjörnu fulltrúum. Starf borgarritara snýr og mjög að öllum al- menningi vegna mikilla per- sónulegra samskipta við einstaka borgarbúa, fyrirtæki og félags- samtök þeirra, og verður borgar ritari í þeim skiptum að gera sér grein fyrir hagsmunum beggja aðila, borgarans og borgarinnar og segja sitt álit og jafnvel úr- skurða mál, ef á milli ber. Öllum þessum verkefnum sinnti Tómas Jónsson með prýði. Það er skemmst frá að segja, að allir borgarstjórar, sem unnið hafa með Tómasi Jónssyni mátu hann mikils og treystu honum fullkomlega, enda býst ég við af eigin reynslu, að þeir hafi allir átt honum mikla þakkarskuld að gjalda. Aðstaða embættismanna getur raunar oft verið erfið vegna persónulegrar og vægðarlausrar stjórnmálabaráttu, sem löngum hefur tíðkazt hér á landi. Tómas Jónsson fór aldrei í launkofa með stjórnmálaskoðanir sínar, og vera kann, að þeir, sem aðrar skoðanir höfðu, tortryggðu hann og starf hans, er þeir komu fyrst í borgarstjórn, en fullyrða má — og raunar hefur vefið ánægju- legt með því að fylgjast, — að á skömmum tíma hvarf tor- tryggnin fyrir fullum trúnaði og oft á tíðum traustri vináttu. Á sama veg var öðrum sam- starfsmönnum Tómasar Jónsson- ar farið í hópi fastra borgar- starfsmanna, að því nánari sam- skipti, sem starfsmenn áttu við hann, því meiri vinátu og vel- vildar naut hann af þeirra hálfu. Hins vegar var Tómas Jónsson engan veginn vinur manna við fyrstu sýn eða kynni, og gagn- vart ókunnugum gat hans verið — og var stundum — afundinn, jafnvel þykkjuþungur. Átti hann þá til í önnum dagsins að ávarpa menn nokkuð hvatlega, en hann fann þá oftast eftir á, þegar of- gert var og þótti það mjög mið- ur. Hurfu menn þá stundum á brott án þess að reyna annað af Tómasi, en héldu þeir máli sínu áfram af hreinskilni og sann girni léttist þung brúnin og bros ið breiddist yfir andlit Tómasar og voru málin leyst af góðvild og skilningi svo að allir máttu vel við una, enda ávann Tómas sér vinsældir allra þeirra, sem hann átti mest skipti við. Tómas Jónsson var mannþekkj ari og kunni illa við leikaraskap Og loddarahátt, enda komust fáir upp með það í návist hans. Sjálf ur var hann traustur og athug- ull, skarpskygn og orðheppinn svo að af bar. Tómas virtist samt ekki láta mikið yfir sér, en kunni ávallt að halda hlut sínum og gætti vel virðingar starfs síns. Hann fékk að njóta góðra hæfi leika sinna í starfi, sem átti vel við hann, naut virðingar og við- urkenningar samborgara sinna og sá fiskimannabæinn Reykja- vík verða að nútímaborg. En mesta gæfa hans í lífinu var þó að eignast frábæra eiginkonu, Sigríði Thoroddsen, dóttur Sig- urðar yfirkennara við Mennta- skólann, er hann gekk að eiga 26. janúar 1929. Sigríður og Tómas eignuðust 5 börn og áttu miklu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru: María Kristín, gift Þórði Grön dal, verkfr.; Jón Gunnar, lög- Tómas Jónsson var heill og óskiptur í trúnaði sínum við Reykjavíkurborg. Eftir að hann varð borgarritari má segja, að hann hafi helgað borginni alla krafta sína og þótt hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum voru þau flest ef ekki öll í tengslum við aðalstarf hans. Lengi framan af var Tómas heilsuhraustur og var þá vinnu- þreki hans viðbrugðið, en mörg síðustu árin átti hann við van- heilsu að stríða, sem leiddi til þess að árið 1957 sagði hann borg arritarastarfinu lausu og gegndi siðan störfum sent borgarlögmað ur og vann sem slíkur áfram, einkum að lögfræðilegum við- fangsefnum, málflutningi og fast eignamálum Reykjavíkurborgar. í hópi lögfræðinga var Tómas ákaflega mikils metin, enda átti lögfræðin sérstaklega vel við hann sem tæki við úrlausn raun hæfra aðkallandi viðfangsefna fremur en við iðkun fræðilegra hugleiðinga. Virtist Tómas Oft öðrum fremur koma auga á það, sem máli skipti og kunna einkar vel að greiða sundur aðalatriði og aukaatriði. Þessi hæfileiki kom og mjög að góðu haldi við undirbúning mála fýrir borgarráðsfundi, sem voru aðalvettvangur starfs hans um þrjá áratugi. Átti hann mik inn þátt í að móta þann sam- starfsanda, sem einkennir þá fundi. Kom þar hvort tveggja til, hlutlæg og vandleg meðferð mála, er hann lagði fyrir og svo hin leiftrandi fyndni og snjall- yrði, sem stundum gat leyst í senn spennu andstæðra skoðana og vandann, sem við var að glíma. Þótt Tómas fyndi sjálfur sárt til þess síðustu árin, að heilsan leyfði honum ekki að vinna að öllum þeim mörgu verkefnum, í borgarinnar þágu, sem honum voru hugleikin og hann hafi nú fallið frá um aldur fram, þá var hann um flest mikill gæfumað- ur. reglustjóri og sveitarstjóri í Bol ungarvík, kvæntur Sigurlaugu Erlu Jóhannesdóttur; Sigurður, viðskiptafræðingur, kvæntur Rannveigu Gunnarsdóttur; Krist ín, gift Jóhannesi Sigvaldasyni, cand. agronom, og Herdís, stud. art. Barnabörnin eru 8 og voru afa sínum miklir sólargeislar. Þau Sigríður og Tómas voru samhent um að búa sér og börn- um sínum fallegt heimili og taka á móti vinum sinum þar með einstakri góðvild og gestrisni. Frú Sigríður var Tómasi mikill styrkur í erilsömu starfi og þá eigi síður þegar vanheilsa hans ágerðist. Við flytjum eiginkonu, börnum og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur og óskum þeim að þau megi ylja sér við endurminn ingarnar um hinn hlýja, mikla og góða persónuleika, sem Tómas Jónsson hafði til að bera. Reykvíkingar þakka Tómasi Jónssyni árangursrikt og farsælt ævistarf í þeirra þágu. Geir Ilallgrímsson. JÓN Þorláksson réði því, að em- bætti borgarritara var stofnað og að Tómas Jónsson var í það valinn. Síðan eru liðin þrjátíu ár. Um þær mundir átti Reykja- víkurbær við mikla örugleika að etja. Atvinnuleysi var hér geig- vænlegt á árunum eftir 1930 og þangað til 1940. Það lagðist með ofurþunga á bæjarfélagið, sem reyndi að bæta úr með atvinnu- bótavinnu cng framfærslustyrkj- um. Hvorugt hrökk þó til á með- an sjálfir atvinnuvegirnir voru lamaðir, enda gjaldgeta borgar- anna lítil á meðan svo stóð. Jón Þorláksson hafði tekið við borgarstjórn á árinu 1933, þegar öngþveiti blasti við. Hans naut þó ekki lengur við en fram á árið 1935. Þá varð Pétur Hall- dórsson borgarstjóri þangað til 1940. Báðir voru þessir borgar- stjórar afburðamenn, hvor með sínum hætti, en heilsuveilir síð- ustu misserin, sem þeir lifðu. Þeir lögðu megináherzlu á stór- framkvæmdir á vegum bæjarins, Jón á undirbúning Sogsvirkjun- arinnar og Pétur á undirbúning Hitaveitunnar. í þessu skyni þurftu þeir m.a. oft að sigla utan og var þá seinfarnara en nú. Mikið af úrlausn daglegra vandamála lenti því á hinum nýja embættismanni, Tómasi Jónssyni. Sást þá strax, að Jón Þorláksson hafði ráðið rétt, þeg- ar hann fékk embættið stofnað og Tómas í það valinn. Öll þessi ár var ég í bæjarráði o.g þekkti því vel, hver ágætis- maður Tómas var í starfi sínu. Ekki minnkuðu dáleikar mínir’á honum þegar ég varð borgar- stjóri og vann með honum svo að segja dag hvern nokkuð á sjöunda ár. Vegna breyttra að- stæðna voru viðfangsefni þá að ýmsu önnur en áður. Ætíð var þó einhvern vanda að leysa og brást ráðhollusta Tómasar aldreL Tómas var nokkuð fálátur við fyrstu kynni og þótti stundum svara kvabbi heldúr stuttlega. Er slíkt raunar oft eina vörn þess, sem býr við látlausa ánauð alla daga, eins og var um starf borgarritara á meðan ég þekkti til. Tómas vann oft myrkranna á milli að hinum óskyldustu málum og þurfti að vera vel heima um hvað eina. Hann var skjótur að átta sig og skýr 1 hugsun, en lagnari að gera grein fyrir málum í riti en ræðu á fjölmennum fundum. í sam- ræðum var hann orðheppinn og vann sér hylli allra þeirra, sem með honum störfuðu í bæjar- ráði. Hann fór aldrei dult með skoðanir sínar en andstæðing- arnir báru ekki síður traust til hans en við Sjálfstæðismenn. Allir fundu, að hann var fyrst og fremst öruggur embættis- maður. Hefi ég og engan þeirra þekkt traustari en Tómas Jóns- son. Bjarni Benediktsson. FALLINN er mikill Reykvíking- ur, ágætur þegn, hugljúfur maður. Kynni okkar Tómasar hófust fyrst verulega þegar ég var kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur 1946.. Innan bæjarstjórnar var éig kosinn í bæjarráðið, en ég er ekki viss um að Tómasi hafi litizt á þennan nýliða þar. En í bæjarráðinu var borgarritarinn drjúgum heimaríkur, — en þá stofnun taldi hann einna merk- asta opinberra stofnun, — og mun því ekki hafa talið ráðlegt, cð þangað veldust viðvaningar I bæjarmálum. Fyrstu kynni urðu að inni- lagri vináttu, en einlægni og tryggð áttu djúpa rótfestu í við- kvæma brjósti Tómasar. Ég veit, að ókunnugum þótti borgarritarinn ekki alltaf árenni- legur, þeigar hann lyfti gler- augum upp á enni og gaut til þeirra auga. Sumum fannst hann kannski heldur ekki taka alltof vel í úrlausn mála þeirra fyrst í stað. En inni fyrir var borgar- ritarinn ætíð hlýr og sannur —. og leysti þegar til átti að taka hvers manns vanda með um- hyggju og samvizkusemi, eftir því sem bezt mátti verða, og laigði sig jafnan á bak við tjöldin miklu meira fram en flestum var Ijóst. Tæpast hefir nokkur fróðarl verið um bæjarstjórnarmál, en Tómas Jónsson. Eftir að hann varð borgarlögmaður snérust viðfangsefni hans eðlilega öðru fremur að lögfræðilagum úr- lausnarefnum. En oft hygg ég þó, að bæjarstarfsmenn á öðrum sviðum hafi þurft að leita ráða til gamla borgarritaráns í einu og öðru. Ég man eftir því, að ég sagði einu sinni við Tómas, að hann ætti að skrifa lögfræðilega doktorsritgerð um sveitastjórn- armál — einkum það sem lítur að fasteignamálum, lóðaréttind- um og skyldum atriðum. Yrði að því mikill fengur, og til slíkra hluta kynni hann manna bezL Þá bara brosti Tómas. Hann var Framhald 4 bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.