Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 27
Míðvikudagur 30. sept. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 27 Fjórar myndir Eggerts, þar sem þær hanga á Mokka. Nöfn myndanna eru, taliö frá vinstri: Ljós heimsins, Svarta Afríka, Afríka og Blóm. Eggcrt E. Loxdal sýnir d Mokka EGGKRT E. Laxdal sýnir um þessar mundir 24 svartlistar- myndir, sem unnar eru úr skinni, « Mokka á Skólavörðustíg. Myndirnar eru allar til sölu og eru með mjög hóflegu verði. Eggert er sonur Eggerts M. Laxdals, listmálara, fæddur á Akureyri 1925. Hann hefur frá barnæsku fjengizt við myndlist og hefur af og til tekið þátt í málverkasamsýningum. Mest hefur hann málað vatnslita- myndir og fengizt við teikning- AB skattskylt YEGNA ummæla, sem fram komu í útvarpsþættinum „Sitt sýnist hverjum“ í gærkveldi (mánudagskvöld), vill Almenna bókafélagið taka fram, að það er skattskylt eins og hvert annað fyrirtæki og greiðir að sjálf- sögðu opinber gjöld og þar með söluskatt af öllum rekstri sín- um. Árið 1963 greiddi Almenna bókafélagið þannig samtals kr. 644.710.00 í skatta. Þá vill félagið einnig taka fram vegna ummæla í fyrrnefnd um þætti, að félagsmenn í AB eru ekki skyldaðir til að kaupa neinar ákveðnar bækur, sem fé- lagið gefur út, heidur hafa fé- lagsmenn fullkomlega frjálst val um, hvaða AB-bækur þeir kaupa. Eina skyldan, sem menn taka á sig, er þeir gerast félagar í AB er að kaupa einhverjar fjórar AB-bækur á ári og gildir einu hvort keyptar eru eldri út- gáfubækur félagsins eða ný- útkomnar. Virðingarfyllst, Almenna bókafélagið. ar. Á síðari árum hefur hann eínnig málað olíumyndir og notað við myndir sínar alls kon,- ar önnur efni, m. a. klúta og skinn. Þá hefur hann og fengizt, við ritstörf og tónsmíðar. Eggert E. Laxdal virinur nú af kappi við að koma upp sjálf- stæðri sýningu á myndum, sem byggðar eru upp af alls konar klútum, og mun það vera nýj- ung í myndlist hér á landi. Landsbanka- starfsmenn mótmæla MORGUNBLAÐINU barst eftir- farandi frá Félagi starfsmanna Landsbanka íslands í gær með ósk um birtingu: Reykjavík, 29. sept. 1964 Eftirfarandi ályktun var gerð á fundi í Félagi starfsmanna Landsbanka Islands, í dag: „Almennur fundur í Félagi starfsmanna Landsbanka íslands, haldinn þriðjudaginn 29. sept. 1964, mótmælir harðlega skipun Björgvins Vilmundarsonar í stöðu fulltrúa - bankastjórnar Landsbankans. Jafnframt harm- ar fundurinn þá stefnu banka- ráðsins, sem augljós er með þessari stöðuskipan, að litils- virða hæfni, reynslu og trúnað starfsmanna, sem gengt hafa á- byrgðarstöðum innan bankans." Félag starfsmanna Landsbanka íslands. | Brauzt inn og \ isial ijölskyldu- \ \ myndum I f fyrradag var brotizt inn » t í kjallaraíbúð á Hverfisigötu i ; 60A. Þar býr fullorðinn verka í \ maður og var farið í kassa / i við rúmið hans, tætt upp úr \ 1 honuim og hlaupið á burtu i / með kassa, sem þjófurinn hef t S ur líklega haldið að innihéldi J i eitthvert verðmætt. Hann hef í t ur því orðið fyrir vonbrigð- i 7 um, því að í kassanum voru t \ bara fjölskyldumyndir, sem / i eru engum dýrmætar nema 1 t eigandanum. Biður hann þá i / sem kynnu að verða kassans t * eða myndanna varir um að / Ikoma því til skila til sín eða \ rannsóknarlögreglunnar. i Sovézki flotinn við Austuiland Á mánudagskvöld héldu so- vézku skipin, sem eftir voru á svæðinu milli Mánáreyja og Grímseyjar, ausitur á eftir megin flotanum, sem fór austur á sunmidag. Á þriðjudag voru um 60 sovézk skip á litlu svæði skammt undan Austurlandi. Eins og fram hefur komið í fréfctum og í viðtölum við síld- veiðiskipstjóra, eru skipin mjög fyrir íslenzkum veiðiskip- unum og hindra veiðar þeirra. Segja menn eystra, að þrennt sé síldarsjómönnum iila við, þ.e. brælu, síldarleysi og Rúss- ann. — Handritin Framh. af bls. 1. millj. ísl.), þótt safnstjórn- inni komi ekki slíkt til hugar. Af 15 skinnbókum í Kon- unglega bókasafninu er fyrir- bugað að 8 verði áfram í Dan- mörku, og er Njáls saga þá reiknuð sem tvö bindi. Sjö bókanna verða þá afhentar íslendingum, þeirra á meðal Flateyjarbók, Grágás og Sæmundar-edda. Alls yrði ís- lendingum afbent um 1700 handrit. í Árnásafni eru alls um 2.800 handrit, 3.500 svonefnd fornbréf og 10.000 fornbréfa- afrit. Eignarrétturinn er fast- ákveðinn hinn 18. janúar 1760 með erfðaskrá Árna Magnússonar, sem lætur safn ið renna til Kaupmannahafn- arháskóla eftir sinn dag. í Danmörku álíta margir að ef íslendingar fái sinn hluta handritanna muni svipaðar kröfur um afhendingu fornra bóka koma frá Noregi. Er því haldið fram að Norðmenn hafi ekki viljað veikja mál- stað íslendinga 1961 með því að leggja kröfur sínar fram þá. I EINKASKEYTI frá Gunnari Rytgaard, fréttaritara Mbl. i Kaupmannahöfn um handrita- málið segir m.a. svo: Hinn nýi fræðslumálaráðherra Danmerkur, K.B. Andersen, er mikill íslandsvinur, og mun hann leggja tillöguna um afhend ingu handritanna fyrir þingið hinn 7. október. Þegar 70 þing- menn samþykktu að fresta fram kvæmd laganna um afhendingu, sem samþykkt voru á síðasta þinigi, gaf þáverandi forsætis- ráðherra, Viggo Kampmann, yfir lýsingu fyrir hönd beggja stjórn- arflokkanna um að legigja frum- varpið óbreytt fyrir næsta þing eftir kosningar. Þetta er það sem nú gerizt. Búast má við að frumvarpið hljóti mikinn meiri- hluta atkvæða á þingi, því auk þingmanna stjórnarflokkanna, jafnaðarmanna og róttækra, munu þingmenn sósíal. þjóðar- flokksins og meirihluti þing- manna vinstri flokksins styðja frumvarpið auk nokkurra þing- manna hægri flokksins. Má því telja víst, að frumvarpið fái tvo þriðju atkvæða á þinginu. Engu að síður má telja víst að harðar umræður verði um frumvarpið og að það mæti mik- illi mótspyrnu frá stjórn Árna- safns. Blaðið Berlingske Aften- avis, sem hefur fylgt andstæð- ingum afhendingarinnar að mál- um, segir í dag að verði frum- varpið samþykkt megi búast við víðtækum málaferlum. Bendir blaðið á að meirihluti stjórnar Árnasafns sé andvígur afhending unni og að stjórnin hafi mikið fé undir höndum til að standast kostnað við málsrekstur. Og ef nauðsynlegt þyki, muni einnig vera unnt að útvega fé eftir öðr- um lejðum. Með sanni má segja að ef lög- in frá 1961 hefðu verið samþykkt til framkvæmdar hefðu málaferli hafizt strax. En síðan hefur að- staðan breytzt, því skipuð var sérstök nefnd til að kanna laga- legan grundvöll fyrir afhending- unni, og hefur niðurstaða nefnd- arinnar ekki verið birt. Formað- ur nefndar þessarar er fyrrum formaður stjórnar Árnasafns, Jo- hannes Bröndum-Nielsen. Lagði hann til í grein í Berlingske Aft- enavis í sumar að allir norrænir málfræðingar hefðu aðgang að safninu, en það væ-ri áfram til húsia í Kaupmann-ahöfn. Danska þingið verður sett á þriðjudag, og þá flytur Jens Otto Krag, forsætisráðherra, svo- nefnda hásætisræðu og skýrir frá fyrirætlunum ríkisstjórnar- innar. I ræðu þessari mun ráð- herrann m.a. minnast á hand- ritamálið og fyrirætlanir stjórn- arinnar í því sambandi. f sam- bandi við þingsetninguna verð- ur flutt sérstök dagskrá í danska útvarpinu þar sem fulltrúar allra flokka gera grein fyrir afstöðu sinni gagnvart handritamálinu. Víða að berast nú áskoranir um að finna í eitt skipti fyrir Öll lausn á þessu deilumáli. Má í því sambandi nefna að strax og hin nýja stjórn var mynduð í Danmörku s.l. föstudag, gekk Stefán Jóhann Stefánsson, sendi herra fslands, á fund forsætis- ráðherra og ræddi málið við hann. Var K. B. Andersen, fræðslumálaráðherra, viðstaddux. Þjóðleikhúsið trygg- ir sér tvö ný leikrif GUÐLAUGUR Rósinkranz, þjóff leikhússtjóri, fór nýlega utan á Hátíffarvikuna í Berlín, en þang- aff fóru leikhússtjórar frá Norff- urlöndum einkurn til að athuga nýja óperu frá Nigeríu, sem leik flokkur þaffan sýnir á hátíðinni og leikhúsunum hefur verið boff in. Ætla leikhússtjórarnir aff hafa samvinnu um aff fá flokk- inn, ef . til kemur, en í Berlín var ákveðiff aff biffa meff ákvörff,; un, þar til leikflokkurinn kemur á næsta ári aftur til Evrópu. í þetta sinn fer hann um Þýzka- land og Frakkland. Aftur á móti ákvaff þjóffleikhússtjóri í ferff^ inni að tryggja Þjóffleikhúsinu sýningarrétt á nýju leikriti um Marat eftir Peter Weiss, sem vakiff hefur geysilega athygli og er nú sýnt í vetur m. a. í Kon- unglega leikhúsinu í Höfn og Dramaten í Stokkhólmi. Einnig ákvað hann aff fá sýningarétt- inn á nýjasta leikriti Ionescos, sem er veriff að frumsýna i Kaupmannahöfn, en þaff nefnist „Konungurinn deyr“. Þjóðleikhússtjóri tjáði Mbl. að negraóperan frá Nigeríu væri flutt af 22ja manna leikflokki. í henni sé mikil músik, skemmti leg trumbumusik, söngur og dans og er óperan samin af Nigeríumönnum og byggð á gömlu æfintýri. Hún vakti mikla athygli á hátíðinni í Berlín. Þar — Rússar Framh. af bls. 1. Aðmírállinn taldi annars furðulegt að Rússar skyldu hafa lagt svo mikið á sig við að fylgjast með æfingunum, því vitað væri um 17 skip og fjölda flugvéla, sem sendar voru til að „njósna" um NATO flotann. Ekki hafi Rússar haft mikið upp úr þessari fyrir- höfn, því þess hafi verið vand lega gætt að Ijósta ekki upp neinum „leyndardómum". — Sagði Townsend að með þess- um æfingum hafi verið reynt á samstarf NATO-landanna sjö, sem þátt tóku í þeim, og hafi æfingarnar gefið mjög góða raun. var margt fleira athyglisvert að sjá, svo sem fyrrnefnt lieikrit um Marat, sem þjóðleikhús- stjóri kvað vera mjög sérkenni- legt og með því kynleg músik. Þá komu dansflokkar frá 4 Suð- ur-Ameríkulöndum, Panama, Columbíu, Equadór og Venqzuela á hátíðina með Suðuramersíkan ballett og söng Indiana. Mikið er á hátíðinni af góðri musik, svo sem Philharmoniuhljóm- svejtin í Berlín sem lék undir , stjórn Karajans. I leiðinni heim var þjóðleik- hússtjóri viðstaddur æfingu á leikritinu „Konungurinp fleyr" eftir Ionesco, hjá Konupglega leikhúsinu, en það átti að frum- sýna á miðvikudag. Kvgð ,hann það mjög sérkennilegt leikrit, á mörkum þess raunverqiega og óraunverulega, eins ,og flest leikrit Ionescos, og eftir að hafa séð það, ákvað þjóðleikhú.sstjóri að fá sýningarréttinn fyrir þjóð leikhúsið. — 10 þús. dali Framh. af bls. 28 kvæmni á einum eða tveimur dögum. Umrædd styrkveiting vísinda- nefndarinnar er liður í vaxandi starfsemi Atlants-hafsibandalags- ins á sviði efnahagsmála. I þeurn tilgangi að stuðla að auknum hagvexti í meðlimaríkjunum hefur bandalagið lagt áberzlu á að styrkja undirstöðuatriði og þá sérstaklega visindi og tækni. Með tilkomu þessa nýja tækis opnast stórkostlegir möguleikair til rannsókna, sérstaklega á hin- um mikilvægu jarðhitasvæðum landsins. Á Atlantshafsbanda- lagið sérstakar þakkir skilið fyrir þessa mikilvægu atyrk- veitingu. Fulltrúi fslands í vísindanefnd Atlantshafsbandalagsins er próf. Snorri Hallgrímsson, en forsfcöðu maður jarðefnafræðarannsókna Iðnaðardeildar Atvinnudeildar háskólans er dr. Guðmundur Sig valdason. Sjá ennfremur mynd af Guð- mundi við nýja tækið, og viðtaL við hann um uppbygginigu á jarðefnafræðirannsóknum á jarð hitasvæðunum, sem verið er að koma í gang á Atvinnudeild Há- skólans, á bls. 12. / Garðahreppi! Afgreiðsla Morgunblaðsins í Garðahreppi, vill ráða dreng eða stúlku til að bera Morgunblaðið til kaupenda í Hraunsholts hverfi (Ásarnir). —'Afgr. Mbl. Hoftúni við Vífilsstaðaveg. — Sími 51-247. NÝTT — NÝTT Tízkuefnið SBSKII^ er komið, hentugt í kjóla, pils, skokka, vesti, jakka og kápur. Haust- og vetrartízkan er seaskin. KOMIÐ O G SKOÐIÐ Dömu og herrabúdin Laugavegi 55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.