Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 15
Miðvíkudagur 30. sept. 1964
MORGU NBLAÐIÐ
15
I»essir sjo menn áttu allir sæti í nefnd þeirri sem skipuð var tsl Jiess að rannsaka morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta og kennd var við formann hénnar,
Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandarikjanna. Þeir eru, talið frá vinstri: Hale Boggs, fulltrúadeildarþing maður frá t,ouisiana, Gerald Ford, fuUtrúadeildarþing-
maður frá Michigan, John McCloy, hankastjóri fyrrverandi hernámsstjóri í Þýakalandi, Earl Warren, forseti Hæstaréttar og formaður nefndarinnar, AUan Dulles,
fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Bandarikjanna (CIA), John Shermau Cooper, öldungardeildarþingmaður frá Kentucky og Itichard Russell, öldungadeildarþingmað-
ur frá Georgia.
Warren-skýrslaii z
Sannfærður
Viðbrögð manna atislan hafs og vestan:
um að Oswald hafi
einn borið alla ábyrgð
segir Robert Kennedy
Ráðamenn í Washington tóku
feginsamlega skýrsfu Warren-
nefndarinnar sem birt var á
sunnudaginn og bar i öllunt að
alutriðum saman við það sem
áður hafði iverið uppskátt lát-
ið um innihald hennar. í skýrsl
unni segir að einn maður hafi
átt sök á morðinu á Kennedy
forseta og þar hafi ekki komið
til neitt samsæri innlendra né
erlendra aðila.
Dean Rusk, utanríkisráð-
herra, bar því vitni fyrir nefnd
inni, að ekki hefði fundi*t neitt
það, sem bent gæti til aðildar
Rússa að samsæri um að ráða
Kennedy forseta af dögum né
neina tilhneigingu í þá átt. Til
ræði við forseta Bandarik.janna
hefði verið „mikif fljótfærni
og gengið vitfirringu næst"
fyrir leiðtoga Sovétrikjanna og
verið næsta ólíkt þvi sem
þeir hefðu aðhafzt hin sið-
ari ár, sagði Rusk og lét
til kjarnorkustyrjaidar.
Ef niðurstöður rannsóknar-
nefndarinnar hefðu sett niorð-
ið í samband við eitthvert er-
lent ríki hefði það verið utan
rikismálaliði Bandaríkjanna erf
itt mál viðfangs. En engu slíku
var til að dreifa. Skýrslan ít-
rekar það, að ekkert hafi fund
i*t sem bendi til tengsla við
en'enda aðila. Aftur á móti var
í henni drepið á samvinnu og
• ðstoð erlendra aðila m.a. Sovét
ríkjanna við rannsóknirnar.
Niðurstöður Warren-nefndar
Innar hafa verið kunngerðar
um allan heim og hefur banda
rí.ska upplýsingaþjónustan
■éð um útvarpssendin^gar á
S7 ir.ilum um skýrslu nefndar
innar og ennfremur hefur
25.000 bæklingum, sem hafa að
geyma niðurstöður nefndarinn
•r i höfuðdráttum, verið dreift
til sendiráða Bandaríkjanna er
lendis og til ýmissa erlendra
borgara.
Aðeins forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum hafa verið
mönnum í Vestur-Evrópu hug
leiknara umræðuefni en get-
gáturnar um það hvort sam-
•æri hafl húið að haki morð-
tnu á Kennedy forseta, að því
er aðspurðar fréttir í Wash-
ington hernvi. Vona ráðamenn
þaj-, að birting skýrslunnar
Biunl draga úr getgátum þess-
•ni og ýtnisskonar orðrómi
þar sem hún kveði niður fjcfd-
•nn allan af þeim.
t f»að aem fram kom aif vitna
leiðslu Rusk’* í skýrslunni
▼arðandi spurninguna um það
hvoi't Sovétríkin myiuiu haifa
átt einhivern hlut að morðinu
á Kennedy forseba.
Aðspurður sagði Rusk:
„Ég hefi hvorki heyrt né
séð neitt það, er bendi til þess
að Sovétríkin hafi haft nokk-
urn hug á því að ráða Kenne-
dy forseta af dögum eða hafi
átt þar nokkurn hlut að máli."
Rusk sagði ennfremur að víst
hefði þeim borið margt á milli,
Kennedy og Krúsjeff, forsætis
ráðherra Sovétríkjanna, en
milli þeirra hefði ríkt gagn-
kværa virðimg og þeir hefðu
báðir gert sér þess fulla grein,
að á Bandaríkjunum og Sovét
ríkjunum hvíldi sérstök ábyrgð
gagnvart friðinum í heimin-
ura — „og jafnvel á tilveru
norðurhvels jarðar yfirleitt á
þessum tímum kjarnorkunnar".
Utanríkisráðherrann kvað það
myndu vera fljótfærnislegt at-
hæfi ag ganga vitfirringu næst
fyrir forystumenn í Sor/ét-
ríkjunum að taka upp þá
stefnu að stuðla að slíkum að-
gerðum og saigði að með því
myndi öllu hafa verið stefnt í
voða.
Auknar varúðarráðstafanir
lífi Bandaríkjaforseta
til verndar
Eins og áður hefur verið sagt
frá, gagnrýnir Warren-nefndin
harðlega bæði sambandslögregl-
una, lögregluna í Dallas og
leyniþjónustu Bandaríkjanna
og hvetur til aukinna varúðar-
ráðstafana til verndar lífi for-
seta Bandaríkjanna. Hefur
leyniþjónustan þegar og allt
síðan forsetinn var myrtur tek-
ið alla starfsemi sína til end-
urskoðunar og gagngerrar yfir-
vegunar. Lýsir nefndin ánægju
sinni með þessa viðleitni leyni-
þjónustunar og leggur á ráðin
um hvernig bezt megi vernda
forseta Bandaríkjanna fyrir
þeim hættum er að honum
kunni að steðja. Hér á eftir
fara sundurliðaðar tillögur
nefndarinnar þessa efnis, í laus
legri þýðingu Mbl., nokkuð
styttar.
1. Warren-nefndin leggur
til að skipuð verði nefnd
manna úr ríkisstjórninni, sem í
eigi sæti m.a. fjármálaráðherr-
ann og dómsmálaráðherrann
eða fulltrúar öryggisráðs ríkis-
ins og skuli nefnd þessi hafa
yfirumsjón með öllum öryggis-
ráðstöfunum leyniþjónustunnar
og annarra ríkisstofnana, sem
aðstoða við að vernda forsetann.
2. Lagt hefur verið til við
nefndina, hvort ekki væri ráð-
legt að fela yfirumsjón með öll-
um eða einhverjum öryggisráð-
stöfunum þeim sem miða að
vernd forseta, þeirra sem leyni-
þjónustan nú hefur á hendi,
annarri ríkisstofnun eða stjórn-
ardeild. Telur nefndin að tillög-
ur þessa eðlis ættu að koma frá
forseta landsins og þinginu, ef
til vill að fengnum tillögum,
sem byggðust á rannsóknum
nefndar þeirrar, sem lagt er til
að skipuð verði.
3. Nefndin leggur einnig til,
að skipaður vérði til bráða-
birgða sérlegur aðstoðarmaður
fjármálaráðherrans, sem falin
verði yfirumsjón með daglegum
rekstri leyniþjónustunnar. —
Meðal þess fyrsta, sem þessi sér-
legi aðstoðarmaður fengi til úr-
lausnar væri yfirumsjón með
viðleitni leyniþjónustunnar til
þess að endurskoða og færa í
nýtízkulegra horf reglur þær
sem starfsemi hennar byggist á.
4. Þá leggur nefndin til, að
leyniþjónustan endurskoði frá
grunni þá hlið starfsemi sinnar
sem fjallar um að uppgötva í
tæka tíð allt það er forsetanum
gæti stafað einhver hætta af.
Leggur nefndin til m.a. að leyni
þjónustan geri gangskör að því
að lýsa því nákvæmlega í hverju
þær hugsanlegu hættur séu
fólgnar, sem aðrar ríkisstofnan-
ir ættu að vekja athygli hennar
á. Meðal annars sem þar kæmi
til álita, væri (A) að tilkynna
leyniþjónustunni þegar í stað
um alla þá sem flúið hefðu land
og komið síðan aftur til Banda-
ríkjanna. Þá er leyniþjónust-
unni ráðlagt (B), að hraða sem
mest núverandi áætlunum sín-
um, sem miða að því að nota hag
nýtustu aðferðir til úrvinnslu
upplýsinga sem nú er völ á. Enn
fremur leggur nefndin til (C),
að leyniþjónustan skuli, þegar
er hún hefur skilgreint nákvæm
lega þær upplýsingar, sem hún
óskar eftir, gera þar um samn-
inga við allar ríkisstofnanir sem
um þær fjalli, er tryggi að henni
berist allar slíkar upplýsingar
jafnharðan.
5. Nefndin leggur til, að
leyniþjónustan bæti að mun um
öryggisráðstafanir þær sem gerð
ar eru varðandi bílalestir for-
setans og einkum leggja áherzlu
á að auka varúðarráðstafanir
varðandi byggingar meðfram
leið þeirri sem ekin er.
S. Nefndin mælir með því að
leyniþjónustan haldi áfram við-
leitni sinni til þess að bæta og
efla að mun tengsl sín við lög-
regluyfirvöld á stöðum þeim,
sem ráðgert er að forsetinn
heimsæki hverju sinni.
7. Nefndin telur allar horf-
ur á þvi, að starfslið leyniþjón-
ustunnar og aðbúnaður allur
muni hvergi nærri hrökkva til,
þegar nýskipan þeirri, sem lýst
hefur verið, verði komið á að
fullu og mælir þessvegna með
því að leyniþjónustunni verði
séð fyrir öllu því starfsliði og
því fé, sem til þurfi til þess að
hún geti annast sitt mikilvæga
ætlunarverk.
8. Þá segir nefndin, að þrátt
fyrir aukið starfslið leyniþjón-
ustunnar muni vernd forsetans
engu að síður koma til kasta
annarra ríkisstofnana etfir sem
áður bæði er snerti fjárútlát,
úrræði og aðstoð og yfir-
leitt og mælir með því
að deildir þessar aðstoði leyni-
þjónustuna hér eftir sem hingað
til og leggi henni til mannafla
eða það lið annað er hún þurfi
og að nánari tengslum og sam-
bandi verði komið á með leyni-
þjónustunni og öðrum ríkisstofn
unum.
9. Nefndin leggur til, að líf-
læknir forsetans fylgi honum
jafnan á ferðum hans og sé
þar nærri sem forsetinn fari,
svo hann sé ætíð til taks ef
slys beri að höndum.
10. Nefndin leggur til við
Bandaríkjaþing, að það sam-
þykki lög þess efnis að morðtil-
ræði við forseta eða varaforseta
Bandaríkjanna sé glæpur gegn
sambandsríkinu, og segir að það
sé fáránlegt, að yfirvöld í Banda
ríkjunum hafi strangt tekið
enga skýra, afmarkaða stoð til
þess í lögum að rannsaka morð
á forseta Bandaríkjanna.
11. Nefndin hefur rannsakað
meðferð utanríkisráðuneytisins
á máli Oswalds og hefur reynt
það að því að hafa í hvívetna
farið að lögum því viðvíkjandi.
Þó telur nefndin, að ráðuneytið
ætti, samkvæmt reglugerðum
þeim sem það sjálft hefur sett
þar að lútandi, að hafa jafnan
strangt eftirlit með því að veita
landvistarleyfi á ný þeim sem
farið hafa af landi brott og sýnt
Bandaríkjnum ótvíræðan skort
á hollustu eða fullan fjandskap,
eða hafa látið í ljós ósk um að
afsala sér bandarískum ríkis-
borgararétti, og mælir með því
að þegar slíku fólki sé aftur
heimiluð dvöl í landinu, beri að
taka upp einhverjar þær að-
ferðir er tryggi betri dreifingu
upplýsinga uin það til allra
stjórnardeilda sem sé málið
skylt í nokkru,
12. Loks mælir nefndin með
því að fulltrúar hæstaréttar,
lögregluyfirvöld og fréttastofn-
anir vinni að því í sameiningu
að koma á fót siðrænum reglum
um söfnun og dreifingu upplýs-
inga til fjöldans, svo ekki hljót-
ist af truflanir á rannsóknum £
glæpamálum sem úrlausnar
bíði, málflutningi og réttur
hvers og eins til sanngjarnrar
dómsmeðferðar sé óskertur.
Warren-skýrslan rædd
í öldungadeildinni
MIKE Mansfield, öldungaJeild-
arþingmaður frá Montana, hef-
ur farið þess á leit að Banda-
ríkjaþing fjalli þegar í stað um
tillögur Warren-nefndarinnar
um auknar öryggisráðstafanir
forseta landsins til varnar. —
Kvaðst Mansfield, sem er leið-
togi demókrata í öldungadeild-
inni, taka gildar þær niðurstöð-
ur nefndarinnar að ekki hafi
verið um neitt samsæri að
ræða varðandi morðið á Kenne-
dy forseta heldur hafi Lee Har-
vey Oswald verið þar einn að
verki. Þó kvaðst Mansfield stór-
lega efast um að birting skýrsl-
unnar myndi kveða niður hinn
þráiáta orðróm um samsært,
sem alltaf væri að stinga sér
niður aftur hvarvetna í heitn-
inum.
Mansfield sagði, að þingið
ætti að taka þegar í stað til at-
hugunar allar tillögur nefndar-
innar og sitja lengur, ef með
þyrfti til þess að koma þeim í
framkvæmd.
í skýrslunni sagði m.a. að
ekki hefðu verið gerðar nægileg
ar öryggisráðstafanir Kennedy
forseta til varnar. En tiilaga
Warren-nefndarinnar um að
skipa ráðgjafarnefnd, sem í
ættu sæti fulltrúar ríkisstjórn-
arinnar eða öryggisráðs ríkisins
til þess að endurskoða og hafa
eftirlit með öllum öryggisráð-
stöfunum forsetum landsins til
varnar virtist benda til þess að
málið kæmi tæplega til kasta
þingsins í bráð.
Karl E. Mundt, öldungadeild-
arþingmaður repúblikana fyrtr
Suður-Dakota, kvaðst eindreg-
inn stuðningsmaður allra til-
lagna er miðuðu að því að auka
öryggisráðstafanir forsetunum
til verndar.
I sama streng tóku fleiri öld-
ungadeildarþingmenn og einnig
voru þeir sammála þeirri til-
lögu nefndarinnar að það ætti
Framhald á bls. 17