Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 17
MORGUN BLAÐIÐ
17
Miðvilcuéfagur 30. sept. 1964
Þessi mynd er tekin í herberginu á 6. hæð skóla bókageymslunnar í Dallas. Þama mundar lög-
reglumaðurinn kíkirsriffil Oswalds, þann sem bar númerið C. 2766, með áfastri kvikmyndavél
vegna sviðsetningar morðsins á Kennedy forseta.
— Warren-skýrslan
| Framh. af bls. 15
að varða við lög sambandsríkis-
ins að myrða forseta eða vara
forseta Bandaríkj anna. „Það
eetti að vera gjlæpur
gegn Bandaríkjunum að myrða
sérhvern háttsettan opinberan
starfsmann", sagði Lee Metcalf,
öldungadeildarþingmaður demó
krata fyrir Montana-ríki, „bæði
meðlimi ríkisstjórnarinnar, öld-
ungadeildarþingmenn og þing-
menn fulltrúadeildarinnar, en
einkum þó æðstu embættismenn
landsins, forsetann og varafor-
setann“.
Johnson skipar nefnd
JOHNSON forseti hefur skipað
fjögurra manna nefnd, sem á að
vera honum til aðstoðar varð-
andi framkvæmd ráðstafana
þeirra sem Warren-nefndin mæl
ir með í skýrslu sinni.
Nefndin lagði m.a. til, að aukn
ar yrðu öryggisráðstafanir til
verndar forseta Bandaríkjanna
og ennfremur að um morð á for-
seta eða varaforseta yrði fjall-
að af yfirvöldum sambandsrík-
isins.
| í nefndinni eiga sæti eftirfar-
andi menn: Douglas Dillon, fjár
málaráðherra, Nicholas Katzen-
bach, settur dómsmálaráðherra,
J. Maccone, forstöðumaður
leyniþjónustunnar (CIA) og
MacGeorge Bundy, sérlegur að-
stoðarmaður Johnsons forseta í
j málum er varða öryggi ríkisins.
Gert er ráð fyrir því, að Dillon
] verði formaður nefndar þessar-
! ar, sem m.a. mun eiga að vinna
að auknum öryggisráðstöfunum
til verndar forseta landsins.
j Ekki var talið ósennilegt, að
nefndin fjallaði einnig þá höf-
: txðspurningu, hvort fela ætti
einhverri annarri stjórnardeild
en leyniþjónustunni öryggisráð
stafanir Bandaríkjaforseta til
verndar.
Ég er sannfærður
I Robert Kennedy, sem nú er í
framboði til öldunigardeildar
I Bandaríkjaþings fyrir demó-
I krataflokkinn í New York ríki,
I lét eftirfarandi yfirlýsingu frá
• sér fara um kosningaskrifstofu
sína:
í „Eins o.g ég siagðf í Póllandi
' í fyrra, þá er ég sannfærður uim
! að Oswald hafi einn borið
i. alla ábyrgð á því sem gerðist
I og að hann hafi ekki notið
! hjálpar eða aðstoðar annarra.
| Hann var maður óánægður með
lífið og tilveruna sem ekki
hefi getað vegnað vel, hvorki
Ihér né í Sovétríkjunum.
j Ég hef ekki lesið skýrslu
nefndarinnar og ætla mér held-
ur ekki að gera það. En mér hef-
ur verið kunngert efni hennar
og ég er sannfærður um að
nefndin rannsakaði alla möigu-
' leika sem til greina komu og
athugaði sérhvert sönnunar-
gagn. Rannsókn nefndarinnar
! var ítarleg og samvizkusam-
leg“.
í Kennedy var í Washington
- þegar þessi ummæli hans voru
birt.
„Ég á heimtingu á að fá að
vita hið sanna“
j Frú Marguerite Oswald, móð-
ir Lee Harvey's býr enn í lít-
illi íbúð sinni og vinnur ekki
fulla vinnu en segist eyða til
; þess öllum tíma sínum, sem
hún eigi aflögu og allri orku,
að „komast að hinu sanna um
imorðið“. Hún gagnrýnir
Warren-nefndina harðlega fyT-
ir ófullkomna skýrslu um
morðið á Oswald og segir að
skýrsluna í heild hefði ekki átt
að birta fyrr en allar staðreynd
; ir um það lægju ljósar fyrir.
„Sonur minn var myrtur og ég
| á heimtingu á að fá að vita
hið sanna í málinu" sagði hún.
„Það er mógun við Oswald-
í fjölskylduna oig greind banda-
rísku þjóðarinnar að gefa þessa
bók (Warren-skýrsluna) út, án
þess að segja skilmerkilega frá
J>ví er Jack Ruby myrti son
minn“ ,
Frúin sagði ennfremur, að
rannsóknir, sem farið hefðu
fram á hennar vegum um 10
mánaða skeið og kostáð hefðu
meira en 1.000 dali, hefðu leitt
í ljós fjölda atriða sem brytu
algerlega í bága við niðurstöð-
ur nefndarinnar. „Ég ætla mér
ekki að halda því fram að ég
hafi á réttu að standa og þeir
á röngu“, sagði Marguerite Os-
wald‘ „en ég læt mig ekki fyrr
en allt er á hreinu í málinu“.
Þá ber frú Oswald mjög ein-
dregið á móti því, að Lee Har-
vey hafi verið, eins og nefndin
hefði gefið í skyn, „fyrirfram
dæmdur“ vegna slæmra upp-
eldisáhrifa og umhverfis í
æsku, til þess að verða morð-
ingi. „Þetta er móðgun" sagði
hún, „það bendir ekkert til þess
í söigu sonar míns, að það hafi
átt fyrir honum að liggja að
verða morðingi — hann var
ekki þjófgefinn, drakk ekki,
var ekki á sífelldum flækingi
— þetta er fáránleg ásökun“.
Marguerite Oswald gagn-
rýndi einnig tengdadóttur sína,
Marinu, fyrir að taka gilda
hina opinberu kenningu um
morðið og sakaði hana um að
hafa sagt rangt til um dagbók
Oswalds.
Ekkja Lee Harvey Oswalds,
Marina, virtist týnd og tröllum
gefin, er fréttamenn leituðu
hennar á sunnudaginn til þess
að spyrja hana um Warren-
skýrsluna, oig m.a. þá niður-
stöðu nefndarinnar að það hafi
verið eiginmaður hennar, sem
skotið hafi Kennedy forseta til
bana.
Jack Leggett, fulltrúi bóka-
útgefandanna Harper & Row,
í New York, sagði að Marina
Oswald dveldist nú fjarri
mannabyggðum ásamt kvenrit-
höfundi nokkrum, sem væri að
hjálpa henni við að skrifa bók.
Kvaðst Leggett hafa verið send-
ur til Dallas til að svara fyrir-
spurnum um dvalarstað Marinu.
Hann sagði að allt það sem hún
myndi vilja láta hafa ef£ir sér
um Warren-skýrsluna myndi
koma fram í bókinni.
Robert Oswald, hinn þrítugi
bróðir Lee Harvey’s, sagði á
blaðamannafundi í dag, að hann
væri sammála skýrslu Warrem
nefndarinnar, sem „vinur“ hans
hefði látið hann fá, en hann
gæti ekki varizt þeirri tilhugs-
un, að einni spurningu væri
enn ósvarað. „Ég get ekki að
því gert, en mér finnst endi-
lega að einhver hafi einhvern
vegin komið þessari hugmynd
í heila bróður míns, beint eða
óbeint“, sagði hann.
Robert Oswald hefur lítið
gefið sig að fréttamönnum og
sagði að sér hefði fundizt það
vera í þágu rannsóknanna, sem
hann teldi að hefðu verið mjög
ítarlegar og vel unnar í alla
staðL
Dallas: Ekki hatur eða
andúð um að saka
Borgarstjórinn í Dallas, Erik
Jonsson, sagði á mánudag, að
hann vonaði að skýrsla Warr-
en-nefndarinnar kveddi niður
fyrir fullt og allt þá sögusögn,
að almenn andúð manna í Dall-
as hefði ýtt undir morðið á
Kennedy forseta.
Hann benti á, að Warren-
nefndin hefði ekki fundið neitt
því til sönnunar, að öfgamenn
til hægri eða eitthvert sérstakt
hatur Dallasbúa á forsetanum
hefði getað átt nokkurn þátt
í atferli Lee Harvey Oswalds.
John Stemmons, sem er for-
maður hins volduga borgarráðs
í Dallas, sagði. að skýrsla nefnd-
arinnar væri fullnægjandi svar
við illkvittnum ásökunum um
að í Dallas væri allt fullt af
hatursmönnum Kennedys.
Henry Wade, saksóknari, er
sammála Warren-nefndinni um
að margar þær sögur sem
spunnust um morð forsetans
hafi mátt rekja til þess að
fréttamenn fengu rangar upp-
lýsingar.
Lögreglan í Dallas, sem sætti
gagnrýni Warren-nefndarinnar,
fyrir vanrækslu í starfi
hefur ekkert viljað um skýrslu
nefndarinnar segja.
Edwin Walker, hershöfðingi,
sem er mjög langt til hægri,
hefur gagnrýnt skýrsluna og
segir að tilgangurinn með henni
sé að leyna einhverju samsæri.
Erfitt að láta Oswald njóta
sannmælis fyrir réttinum
Henry Wade saksóknari og
Tonahill, lögfræðingur, lýstu
því yfir á sunnudag, að þeir
væru sammála Warren-nefnd-
inni í því að erfitt myndi hafa
reynzt að láta Lee Harvey Os-
waLd njóta sannmælis fyrir
réttinum. í skýrslu nefndar-
innar segir m.a. um þetta: „Hin-
ar mörgu yfirlýsingar, sem oft
voru á röngum rökum reistar,
er fréttamönnum voru gefnar
á lögreglustöðinni í Dallas
þennan tíma, sem svo mikil ó-
reiða og ruglingur ríkti í hví-
vetna (aðfaranótt 23. nóvember
og allan þann dag) hefðu verið
alvarlegur Þrándur í Götu þess
að Oswald gæti notið sannmælis
fyrir rétti.“
Komst nefndin að þeirri nið-
urstöðu, að það hefði verið Lee
Harvey Oswald, 24 ára gamall
yfirlýstur marxisti, sem skaut
John F. Kennedy forseta til
bana. Hann var tekinn höndum
einum og hálfum klukkutíma
eftir morðið og var sjálfur skot-
inn til bana að morgni hins 24.
nóvember. Jack Ruby, nætur-
klúbbseigandi í Dallas, var
dæmdur til dauða í marz fyrir
morðið á Oswald. Wade var sak
sóknari í málinu, Tonahill, á-
samt fleirum, verjandi.
„Lögregluyfirvöldin í Dallas
lýstu því yfir í sjónvarpi og
básúnuðu út um allan heim,
að þau hefðu með höndum
næg sönnunargögn til þess að
senda Oswald í rafmagnsstól-
inn“, sagði Tonahill. „Ég skil
ekki, að hann hefði getað sætt
sanngjarnri meðferð fyrir rétti
eftir slíkar yfirlýsingar.“
Wade sagði, að betra hefði
verið, að enginn hefði neitt lát-
ið uppi varðandi sönnunargögn
gegn Oswald. „Sannanirnar
hefðu allar átt að koma úr vitna
stúkunni," sagði saksóknarinn.
„Þannig hefði átt að vinna
þetta. En það skapast ýmis ó-
fyrirséð vandamál þegar for-
setinn hefur verið myrtur.
Fréttamenn æptu og slógust
um upplýsingar um hinn seka
og það var talað um að lög-
reglan væri að berja þetta út
úr honum (Oswald)“.
23. nóvember sagði Wade við
fréttamenn, að hann væri þess
fullviss að Oswald yrði dæmd-
ur til dauða og sama dag sagði
Will Fritz lögregluforingi, við
fréttamenn: „Þessi maður (Os-
wald) drap forsetann". Tona-
hill sagði á sunnudag að um-
mæli sem þessi hefðu átt sinn
þátt í því að Jack Ruby drap
Oswald. „Jack (Ruby) sagði að
yfirvöldin hefðu þegar dæmt
hann (Oswald) til dauða og það
ýtti undir sjúklega áráttu hans“,
sagði Tonahill.
Annars kvaðst Tonahill mjög
ánægður með skýrslu nefndar-
innar, nema hvað honum fannst
hún hefði átt að leggja á það
áherzlu, að morðið „ætti að
töluverðu leyti rætur sínar að
rekja til kommúnisma".
„Mér finnst það gefa auga
leið“, sagði Tonahill, „að morð-
ið hafi sprottið af hatri Os-
walds, sem honum kom í Sovét-
ríkjunum, á öllu hinu góða, sem
Bandaríkin hafa upp á að
bjóða“, og bætti við, að ef verj-
endur Ruby’s hefðu fengið að
leggja meiri áherzlu á komm-
únistann Oswald, hefði það orð-
ið til þess að milda dóminn
yfir Ruby.
Tonahill sagði, að hann og
Melvin Belli, sá sem var fyrir
verjendum Ruby’s, hefðu gert
til þess ítrekaðar tilraunir að
tala um Oswald sem kommún-
ista, en fulltrúar saksóknara
hefðu mótmælt hverju sinni og
dómarinn Joe B. Brown jafnaa
tekið mótmælin til greina.
Óréttlát meðferð á Ruby
Melvin Belli, lögfræðingur-
inn, sem fenginn var til þesa
að verja morðingja Lee Harvey
Oswalds, sagði að Warren-
skýrslan staðfesti þá skoðun
sína, að Ruby hefði ekki hlotið
réttláta meðferð fyrir dómL
Sagðist Belli hafa lesið útdrátt
úr skýrslunni og hefði það eink
um vakið athygli sina, að i
henni segði að ummæli lögregl-
unnar í Dallas og saksóknarans
þar hefðu komið í veg fyrir
slíkt. „Þetta staðfestir þá full-
yrðingu mína, að Ruby hefði
ekki getað fengið réttláta dóms
meðferð og staðfestir einnig
þau ummæli mín, að hann hafi
verið beittur hörku og að dóm-
stóllinn hafi verið fyrir neðan
allar hellur, hvað sem Samband
bandarískra lögfræðinga segir.“
Sambandið vítti Belli, er hann
gagnrýndi bæði saksóknar-
aðila, dómara og dómstólinn,
sem dæmdi Ruby sekan um
morðið á Oswald.
„Ég held að skýrslan ætti að
kveða niður í eitt skipti fyrir
öll kenninguna um, að sam-
særi hefði legið að baki morð-
inu“, sagði Belli, „og eitthvað
bæta um fyrir okkur á erlend-
um vettvangi. Nú á nefndin
bara eitt eftir — að rannsaka
það sem skiptir meira máli en
dauði forsetans, og það eru hin
lifandi lög, það er að segja
réttlætið í Dallas.“
Jafnað til Dreyfus-málsins
New York-lögfræðingurinn
Mark Lane, sem haldið hefur
því fram mánuðum saman í
opinberum fyrirlestrum, að
hann trúi því ekki að Lee Har-
vey Oswald hafi myrt Kenne-
dy forseta, hefur sagt að
skýrsla Warren-nefndarinnar
auki enn á efasemdir hans.
„Skýrslan vekur manni fjölda
spurninga umfram þær sem
hún svarar“ sagði Lane á fundi
með fréttamönnum.
Mark Lane var til þess feng-
inn, kauplaust, í janúar sl. af
móður Oswalds, að verja hann
fyrir Warren-nefndinni. Samn-
ingi þeirra lauk í apríl sl.
Lögfræðingurinn hefur síðan
haldið fyrirlestra í Bandaríkj-
unum og Evrópu um mál
þetta og lét svo ummælt í
London í júní, að Warren-
nefndin myndi aldrei komast
að hinu sanna í málinu. I
Búdaprest sagði Lane, að morð-
ingjar Kennedy's forseta léku
enn lausum hala og lagði til að
skipuð yrðí alþjóðleg nefnd til
þess að rannsaka málið.
Mark Lane kom fyrir Warr-
en-nefndina í júlí og neitaði
þá öðru sinni að leggja fram
segulbandsupptöku, sem hann
kvaðst eiga í fórum sínum af
viðtali við konu eina, sem
orðið hefði vitni að morðinu
á lögreglumanninum í Dallas,
J. D. Tippitt, sem myrtur var
skömmu eftir morð forsetans.
. Kona þessi sagði nefndinni, að
hún hefði aldrei við Mark
Lane talað.
Earl Warren, forseti Hæsta-
réttar og formaður rannsóknar-
nefndarinnar, sagði .við Lane,
að hann teldi sig hafa gildar
ástæður til þess að efast um
sannleiksgildi margs af því
sem Lane hefði lagt til mál-
anna ef ekki fengist á því frek-
ari staðfesting.
Lane lét svo ummælt við
fréttamenn, að skýrsla Warren-
nefndarinnar svaraði ekki
ýmsum þeim spurningum, sem
hann hefði vakið máls á og
sagði, að henni væri ætlað það
hlutverk eitt að róa taugar
manna í Bandaríkjunum. Lane
sagði að birtingar Warren-
skýrslunnar yrði minnzt - 1
mannkynssögunni, sem atburð-
ar, er jafnaðist á við það er
Dreyfus var sekur fundinn um
landráð oig réttarhöldin yfir
Trotskyistunum í RússlandL
/ Framhald á bls. 19