Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagnr 30. sept. 1964
HERMINA BLACK:
Eitur og ást
Eina leiðin var sú, að spyrja
hana. Komast að hvað var að
gerast. Hann kveikti í öðrum
vindlingi og varð rólegri. En
hann var ruglaður og hræðilega
reiður — og heiftin beindist eink
um að Robin Wayman.
En ef hún kærði sig nokkuð
um þann náunga, hversvegna
hafði hún þá bundizt heitum við
Blake? Varla gat hún ímyndað
sér að hún elskaði þá báða?
Ef Blake hefði haft meiri
reynslu af kvenfólki, mundi hann
hafa séð, að Corinna gat ekki
leikið tveimur skjöldum. En nú
sat hann þarna með allt sitt hug-
vit og hugboð, og gat ekki ráðið
gátuna, sem hamingja sjálfs
hans valt á.
Klukkutíma síðar náði þjónn-
inn hans í hann. — Ég hef verið
að leita að yður, pasja, sagði
hann. — Ég hélt að þér væruð
með gestum prófessorsins. Það
er kominn sendimaður til yðar
— Til mín?
— Hann biður um að fá að
tala við yður undir fjögur augu.
— Komið þér með hann hing-
að.
Nú var Blake með sjálfum sér
aftur. Það er sennilegt að ég
verði að fara héðan þegar í stað,
sagði hann við arabiska þjóninn.
— Verið þér viðbúinn því, Ali,
en minnist ekki á það við nokk
urn mann.'
Corinna spurði sjálfa sig aft-
ur og aftur hversvegna Blake
kæmi ekki. Þó honum væri
gramt í geði til hennar, var ó-
hugsandi að hann stykki svo
upp á nef sér að hann kæmi
ekki! Og auk þess var það ó-
kurteisi við húsráðendurna að
sýna sig ekki.
Hún spurði einn þjóninn hvort
hann hefði séð Ferguson pasja.
Maðurinn hristi höfuðið. — Nei.
En viljið þér að ég reyni að
leita að honum?
37
Corinna sagði að ekki væri
þörf á því. Hún vildi ekki vekja
uppnám. Og hún fann að hún
hafði orðið fyrir móðgun. Ef
hann var svo ófyrirgefanlega ó-
skynsamur að . . .
Kvöldið leið og hún varð ó-
rólegri og órólegri. Og eftir að
Sandra kom varð samkvæmið
glaummeira og tryllingslegra.
Corinna hafði aldrei séð hana í
þessum ham. Hún hló og dans-
aði, duflaði við Pétur og Pál og
virtist ekki hafa neinar áhyggj-
ur. En einu sinni kom Corinna
af tilviljun að henni, þar sem
hún stóð úti á svölunum og
horfði yfir mánabjartan garð-
inn. Og það var svo mikill rauna
svipur á henni, að Corinna sagði
ósjálfrátt:
— Hvað gengur að yður? Eruð
þér veik?
Sandra leit við og horfði á
hana. Augun voru eins og og í
manneskju, sem gengur í svefni.
En svo hristi hún af sér drung-
ann, með auðsjáanlegum erfiðis-
munum og svaraði nokkuð
hvasst:
_ — Vitanlega er ég ekki veik-
Ég þurfti bara að fá mér hreint
loft . . . Svo sneri hún frá henni
og strunsaði inn.
En Corinna þóttist viss um að
hafa séð tár í augunum á henni.
Hvar var Blake? Það var ótrú-
legt að hann skyldi hverfa svona.
Þegar Corinnu tókst tveim tím-
um síðar að losna úr glaumnum
til að hvíla sig um stund í her-
berginu sínu, fékk hún svarið.
Hún hafði verið á þönum síðan
klukkan sjö um morguninn — og
nú var farið að birta af degi aft
ur. Nú gat hún ekki vakað leng
ur.
Umslag stóð á rönd upp við
spegilinn. Hún opnaði það fljótt
og gleymdi verkjunum í fótun-
um og þreytunni í augunum. Hún
varð glaðvakandi er hún las bréf
ið.
„Kæra Corinna: — Ég hef
fengið skilaboð, sem að vísu
komu mér ekki á óvart, og
verð að fara í ferð núna sam-
stundis. Ég er hræddur um að
ég geti ekki gefið þér heim-
ilisfang mitt, og bréf sem
send eru til mín til Kairo,
verða lengi á leiðinni til mín.
Mig hefði langað til að sjá þig
áður en ég fór, en mér var það
ómögulegt, eins og í pottinn
var búið.
En mér finnst rétt að þú fá-
ir að vita, að ég sá þig niður
frá undir glugganum þínum,
eftir að leiksýningunni var
lokið í kvöld. Ég taldi rétt-
ast að tala ekki við þig eða
Wraymann fyrr en seinna. En
ég reyndi að ná í hann, og
fékk þá að vita að hann hafði
líka farið úr samkvæminu,
BLAÐADREIFING
FYRIR !
Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar
í þessi blaðahverfi:
Skólavörðustígur — Lauga vegur ‘lægri númer.
^ Laufásvegur hærri númer.
'A Aðalstræti — Sigtún — Meðalholt.
•it Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu
Morgunblaðsins.
sími 22480.
— Sem betur fer kemur þetta okkur ekkert við. Það er á neðsta
hæðinni, sem brennur.
öllum á óvart — og að hann
muni vera á leið til Englands.
Þetta eru þér vitanlega gaml-
ar fréttir, og ef til vill var
það einmitt ferðalag hans,
sem gaf tilefni tii að þið hitt-
ust.
Ég hélt að ég þekkti hjarta
þitt, en ég þori ekki að trúa
því lengur. Kannske þekkir
enginn maður hjarta konunn-
ar. Nú erum við báðir farnir,
og þú færð næði til að hugsa
málið og afráða hvorn okkar
þú ætlar að velja. Þegar ég
kem til baka ef ég kem þá
til baka — skulum við tala
betur um þetta. Og ef þú ósk
ar að ég leysi þig frá heiti
þínu, þá skal ég láta það eftir
þér. Ég ætla mér sem sé ekki,
að eiga þig í sameign við ann
an mann, svo að þú skalt
hugsa þig vel um.
Blake Ferguson“.
Hún las bréfið aftur og aftur
og braut heilann um hvort
þeirra væri orðið brjálað, hún
eða Blake. Og nú var. hann far-
inn ög henni var engin leið að
komast að hvar hægt væri að ná
til hans, og fá skýringu á þessu.
En svo mikið vissi hún, að henni
var ógerningur að skilja bréfið
hans núna. Það eina sem hún
skildi var að hann var farinn án
þess að kveðja, og það eina sem
henni fannst máli skipta voru
þessi orð: — ef ég kem þá til
baka.
Hún fleygði sér á rúmið með
bréfið í hendinni. Gróf höfuðið
niður í koddann og grét, eins og
hjartað ætlaði að springa.
Hún hafði sofið óvært og
fundizt að hún gengi óralangan
veg til að finna einhvern, sem
alltaf hlypi á undan henni.
En þegar stúlkan færði henni
teið og sólin skein inn um glugg
ann, glaðvaknaði hún og mundi
undireins hvað skeð hafði.
Meðan stúlkan var að hella
teinu í bollann sagði hún: —
Þetta' var sögulegur dagur í gær.
Að hugsa sér þetta: Ferguson og
Wrayman báðir farnir. Já, Wray
man flaug til Englands, — það
er eitthvað út af látnum ætt-
ingja. Það var minnzt eitthvað á
það í fréttunum í morgun að sir
KALLI KUREKI
—*—• — * —
Teiknari; J. MORA
— Hvað tók hann mikla peninga
trá þér Skröggur. .
— Um átta dollara.
— Láttu okkur fá þá, fjárhættu-
spiJari.
— Þetta er rán
Átta dollarar. Korndu með þát
— Allt í lagi. Það er ekki um ann-
sð að velja. Þú ert með byssuna.
Edward Wrayman, sem var mik-
ill burgeis í utanríkisráðuneyt-
inu, væri dáinn af slysförum.
— Fóru þeir saman, Ferguson
og hann?
— Nei-nei. Wrayman fór fyrst.
Ég held að þeir hafi alls ekki
ætlað sömu leiðina.
— Einmitt það. Þakka yður
fyrir. Kannske að ég reyni að fá
mér ofurlítinn aukablund.
En þegar stúlkan var farin lá
Corinna með galopin augun og
starði á þilið. Hjartað barðist
fast. Hún stakk hendinni undir
koddann og las bréf Blakes aft-
ur.
Hann hélt að hann hefði séð
hana með Wrayman. Nú fór
henni að skiljast hvað gerzt
hafði.
Hann hafði séð tvær mann-
eskjur saman fyrir utan húsið, og
hafði talið víst að þarna væri
stefnumót. En hversvegna hafði
hann halldið, að þetta væri hún?
Allt í einu rann svarið upp
fyyrir heenni: Sandra hafði ver-
ið í hvítu kvöldkápunni af Cor-
innu, og Sandra hafði verið með
Robin.
Og svo i var Blake farinn, og
hélt allt illt um hana. Og hún
gat ekki skýrt fyrir honum
hvernig í öllu lá, fyrr en hann
kæmi aftur.
Þetta var hræðilegt ástand. En
hún sagði við sjálfa sig, að hann
ætti að þekkja hana betur en
svo, að hún leyfði öðrum að gæla
við sig. Og ef hann elskaði hana
á annað borð, var honum skylt
að treysta henni. Það var óbæri-
legt að hann skyldi fara án þess
að biðja hana um skýringu — að
hann skyldi dæma hana að órann
sökuðu málL
Bíddu bara þangað til hann
kemur aftur, hugsaði hún með
sér. En svo áttaði hún sig á því,
að hún gat ekki sagt honum
annað en það, að hún hefði ekki
verið með Robin Wrayman. Hún
fann að hún gat ekki fengið af
sér að segja honum hver konan
í hvítu kápunni var. Hún hefði
fyrst orðið að fá samþykki
Söndru til þess — og mundi hún
riokkurntíma veita það?
i
Kópavogur
Afgreiðsla IVJorgunblaðsins í
Kópavogi er að Hlíðarvegi 61,
sími 40748.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247.
Hafnarfiörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins (
fyrir Ilafnarf jarðarkaupstað
er að Arnarhrauni 14, simi
50374.
Keflavík
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Keflavíkurbæ er að
Hafnargötu 48.
i