Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ
-Miðvikudagur 30. sept. 1964
Líf færist í Olympíubæ
2180 þátttakendur frá 51 landi
komnir til Tokio
f TOKÍÓ kviknar nú lífið á degi
hverjiun með æ meiri hraða.
Hver íþróttaflokkurinn af öðr-
nm kemur þangað og er fagnað
með við viðhöfn og fáni við-
komandi lands dreginn að hún.
Fánaborgin er nú orðin allstór
í Olympíubænum og stækkar
ört næstu dagana. f gær var um
helmingur fánanna 98 sem end-
anlega munu biakta yfir Olym-
píubænum, kominn að hún, eða
réttar sagt 51 fáni og 2180 þátt-
takendur í leikunum hafa tekið
sér bótfestu í nýju Olympíu-
byggingunum. Endanlega verða
þeir 8000.
Það er orðið all fjörugt um
að litast á æfingavöllunum og
má sjá þar margan meistarann.
Blaðamenn eru á þönum og ljós-
myndarar og aUt er að komast
í „fullan gang".
í Rómaborg fór fram í gær
hátíðleg athöfn sem er þáttur í
OL-leikunum. Dreginn var niður
á Olympíuleikvanginum í Róm
Olympíufáninn sem þar hefur
blaktað síðan 1960. Sérstakur
sendimaður fer nú með hann til
Tokió og þar verður hann með
enn meiri viðhöfn dreginn að
hún á aðalleikvanginum þar.
Margir af ítöisku Ol-förunum
voru viðstaddir athöfnina í Róm.
IUeraþonmeist-
arinn hleypur
í skóm
Sigurvegarinn í Maraþon-
hlaupi á- Rómarleikunum 1960,
Abeke Bikila kom til Tokíó í
gær. Við komuna sagðist hann
nú mundu hafa skó á fótum er
hann legði upp í Maraþonhlaup-
ið. Sem kunnugt er hljóp Bikila
berfættur er hann sigraði með
yfirburðum í Róm.
— Hér í Tokíó er hlaupaleiðin
asfaltlögð og þá eru skór nauð-
synlegir, sagði hann við blaða-
menn.
Nýlega gekkst Bikila undir
botnlangaskurð en var aftur tek-
inn til við æfingar 9 dögum
eftir skuhðaðgerðina og telur
hann sig í góðri þjálfun. Hann
hefur fengið leyfi „ótakmark-
aðan tíma“ frá störfum í lífverði
Heile Selassie og takizt honum
að vinna gullverðlaun bíða hans
heima fyrir „gull og grænir skóg
ar“.
★ „Stór“-barátta
Það lítur út fyrir að það
geti orðið spjótkastskeppnin
sem mestan svip setur á Tokíó-
Hljóp ó mnrk-
stöng — beið
bontt
ÞÝZKUR knattspyrnumaður
25 ára gamall, Rudolf Pfuff
að nafni, lézt á mánudaginn
í sjúkrahúsi af afleiðingum
slyss er hann hlaut í knatt-
spyrukappleik.
Pfuff lék í liði Dietmanns-
rid í bænum Kemten. Sótti
hann hratt að marki og hjólp
á aðra markstöngina með
fyrrgreindum afleiðingum.
leikana — líkt og skeði í Mel-
bourne 1956 er Norðmaðurinn
Egill Danielsen vann svo óvænt
og setti hið ágæta heimsmet
85.71.
Til leikana koma nú Norð-
maðurinn Terje Petersen sem
nýlega setti heimsmet 91.72 á
Bislettleikvanginum. Það er eina
kastið sem hann hefur átt á
^erli sinum yfir 90 m.
Þá kemur og til að verja
Olympíutitil sinn Pólverjinn
Janoz Sidlo fyrrum heimsmet-
hafi. Hann virðist ekki hafa sagt
sitt síðasta orð því á móti í Róm
um helgina sigraði hann með
yfirburðum og kastaði 85.09. Er
það næst bezta afrek í heimin-
um í ár. Milli þessa tveggja
kann að verða keppni sem
bæði getur orðið spennandi og
áhrifarík. Norðmanninum þarf
sýnilega að takast vel upp til
að gullið sé tryggt þó afrekið
91.72 krefjist þess óneitanlega
að hann sigri. Það er oft að
menn sem „ætlað“ er að vinna
ákveða keppni, ná ekki sínu
bezta er á hólminn kemur.
Aðeins 42 unnu til
íþróttamerkis 1963
Þúsundir manna ættu oð bera merkið
ABEINS 42 „íþróttamerki" voru
unnin á árinu 1963, segir í
skýrsiu ÍSÍ og má segja að það
sé grátlega lítil þátttaka. Nefnd
hefur starfað að þessu máli hér,
undirbúið auglýsingabæklinga
og hvatningu til almennings um
að vinna nú eitthvert það afrek
er tU merkisins nægir og hefur
íþróttahreyfingin lagt henni fé.
Má með sanni segja að fyrir-
höfnin hefur enn ekki leitt af
sér þann árangur sem vænzt var.
Unglingalandsliðið í körfuknatt
leik reið á vaðið og tóku 12
piltar úir því merkið og fengu
það afhent að viðstöddum fjölda
manns á 17. júní mótinu. Síðar
unnu 6 nemendur iþróttakenn-
araskólans til merkisins, 18 í Hér-
aðssambandi V-ísafjarðarsýslu, 4
frá Héraðssamfbandi Stranda-
manna og 2 frá íþróttabandalagi
Hafnarfjarðar.
Form. íþrótta merk j anef ndar
Jens Guðbjömsson hefur rætt
um málið á mörgum fundum
innan íþróttahreyfingarinnar og
m.a. sagt svo skv. skýrslu feí.
,„ . . að íslendingar byrjuðu
síðastir Norðurlandaþjóðanna á
þessu merkilega máli, en með
því hefði bætzt dýrmætur liður
til þess að auka á fjölbreytni
í íþrótta- og æskulýðsstarfi voiru,
sem sagt að fá almenning, fólk
á öllum aldri, til meiri og hollr-
ar útivistar, — hverjum við sitt
hæfi, enda miðað við marga ald-
ursflokka við íiþróttamerkjatöku.
íþróttamerkið er aðeins kvitt-
un fyrir, að heilbrigðir menn
hafi rækt nauðsynlega skyldu
við líkama sinn, því hvað er oss
nauðsynlegra á þessari hraða- og
vélvæðingaröld en holl og góð
hreyfing."
Að 'vísu er allt skipulag til að
vinna merkið dálítið flókið, en
þúsundir hefðu án efa gam,an að
spreyta sig við að vinna til merk
isins og ættu að vera stoltir af
að bera það í barmi sér. íþrótta-
síðan vill því hvetja alla til að
spyrjast fyrir um merkið á næsta
íþróttastað, — og vinna til þess. ,
™ - 41.
^ ’í V?*.♦**»/ «*
'.*****££r ~ 9/T’M
*'s ** * »
Furnell, markvörður Arsenal bjargar hér & siðustu stundu
er miðherji Chelsea, Bridges, sækir að marki hans í leik er
Chelsea vann á heimavelli Arsenal um siðustu helgL
Enska knattspyrnan
10. umferð ensku deildarkeppn
innar fór fram s.l. laugardag og
urðu úrslit þessi:
1. deild:
Arsenal — Qhelsea 1:3
Birmingham — Everton 3:5
Blackburn — Leicester 3:1
Blackpool — Sunderland 3:1
Fulham — Stoke 1:4
Leeds — N. Forest 1:2
Liverpool — Aston Villa 5:1
Manchester U. — Tottenham 4:1
Sheffield W.—Wolverhampton,2:0
W.B.A. — Bu.rnley 1:2
West Ham — Sheffield U. 3:1
2. deild:
Bolton — Plymouth 6:1
Crystal Palace — Buæy 0:2
Hér sjást Norðurlandsmeistar arnir i knattspyrnu 1964, liðsmenn
fjarðar eftir unninjq sigur í ú rslitaleiknum við Þór 3—L
Knattspyrnufeiags biglu-
Derby — Portsmouth 4:0
Middlesibrough — Ipswióh 2:4
Newcastle — Preston 5:2
Northamton — Cardiff 1:0
Norwich — Leyton O. . 2:0
Rothenham — Charlton 3:2
Souíhampton — Couentry 4:1
Swansea — Manchester City 3:0
Swindon — Huddersfield
4:1
í Skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi:
Falkirk — St. Mirren 2:0
Motherwell — Dundee 2:1
Rangers — Airdrieonians 9:2
M0LAR
| YFIRÞJÁLFARA Rússa í
I knattspyrnu, Konstantin
Beskovhar, hefur verið spark
’ að úr starfi. í stað hans var
) ráðinn starfsmaður rússncska
I knattspyrnusambandsins Niko
laj Morozov.
I BRASILISKI hnefaleika rinn* 1
| Adrian Ervin lézt í gær af
afleiðingum högga er hann
1 hlaut í kappleik. Leikurinn
var sýndur í sjónvarpi og
| urðu þúsundir hnefaleikaunn
, enda sjónarvottar að því er
Ervin féll í gólfið rétt áður
I en klukkan hringdi að leikn-
| um væri iokið. Ervin var 29
l ára kvæntur og átti 3 börn.
Evrópumeistari í þungavigt
| hefur verið sviptur titli sín-
, um. Stafar það vegna m<eiðsla
er hann hlaut og getur hann
1 ekki varið titil sinn. 18. okt.
) munu Þjóðverjinn Midenberg
| er og ítalinn Sante Amonti
, berjast um titilinn í Berlín.
Austurríki vann Júgóslavíu
| 3-2. Leikurinn var léfegur og
, leit út sem allur kraftur
1 væri úr Júgóslövum eftir 2-7
I tapið móti úrvalsliði Evrópu
| nokkrum dögum áður.