Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐID
Miðvikudagur 30. sept. 1964
Dr. Guðmundur Sigvaldason jarðefnafræðingur við nýja
röntgen spektrograf tækið, sem er gjöf frá Atlantshafsbanda
laginu. Það er notað til rannsókna á jarðefnafræði jarðhita-
svæðanna.
nýtt, svo þá fæst algerlega ný
vinnuaðstaða.
Aðaluppstreymi heita
vatnsins ákvarðað
— Aðaláherzlan er lögð á
jarðfutarannsóknirnar sem
fyrr segir, segir Guðmundur
sem svar við spurningu um
verkefnin. Rannsóknirnar
skiptast aðallega í þrennt. í
fyrsta lagi rannsóknir á efna-
samsetningu heita vatnsins og
myndbreytingum sem verða í
berggrunni jarðhitasvæðanna
Út frá þessum athugunum
vonumst við til að geta sagt
til um uppruna vatnsins og
hreyfingar þess í jarðlögun-
um. T.d. er möguleiki á að
staðsetja aðaluppstreymi
vatns á hverasvæði með því
að styðjast við efnagreining-
ar á þeim verum, sem koma
fram á svæðinu, og athuga
hvaða efnáskipti hafa átt sér
stað milli bergsins og vatns-
ins Við erum þannig að
reyna að finna einhverja hag
nýta leið til að staðsetja aðal
uppstreymi vatnsins.
— Á þannig að vera hægt
að segja til um hvar á svæð-
inu skuli bora til að hitta á
aðaluppstreymi heita vatns-
ins á svæðinu?
— Við vonum að ásamt
öðru verði hægt að styðjast
við það við staðsetningu á
borunum. Þetta er það sem sit
ur fyrir hjá okkur og við verj
um mestum tíma í.
í öðru lagi erum Við að
safna upplýsingum um efna-
samsetningu heits vatns og
lofttegunda á jarðhitasvæð-
um á öllu landinu, en hún
er mjög mismunandi. T.d. er
hægt að skipta jarðhitasvæð-
um í fjóra flokka á grundvelli
etfnagreininga á gasirnu, þ.e.
1) köfnunarefnissvæðin, 2)
koldioxið-svæðin, 3) vetnis-
svæðin, 4) brennisteinssvæðin.
Þessi skipting er að vissu
leyti alveg sérstæð fyrir ís-
land.
Þess má geta að ég veit
ekki til að neins staðar í heim
inum hafi fundizt jafn mikið
af vetni á hverasvæðum og
í Námaskarði og í Kverkfjöll-
um. Nú um daginn gerðum
við út leiðangur í KverkfjöU-
in og komumst m.a. að þessu.
Ætlun okkar er að safna
sýnishornunum og reyna að
byggja smám saman upp upp-
lýsingasafn og gera það þann-
ig úr garði að það sé öllum að
gengilegt
Ná gufum úr Surti
í þriðja lagi þurfum við að
rannsaka tilfallandi eldgos,
því jarðhitarannsóknir eru
nátengdar þeim, einkum með
tilliti til gastegunda sem koma
upp í gosum. í Öskjugosinu
fengum við t.d. einstakt tæki-
færi til að rannsaka hvera-
svæði, sem myndast á und-
an eldgosi Við höfum þvi
reynt að safna eftir föngum
sýnishornum af gufu og vatni
í gosunum. T.d. fórum við til
gassöfnunar í Surtsey og náð-
um þar gastegundum úr 900
stiiga heitri sprungu En þar
sem sýnishornasöfnun í eld-
gosum er hættuleg og erfið,
vill árangurinn verða rýr. í
þessu tilfelli höfðum við t.d.
ekkert annað upp úr krafs-
inu en andrúmsloft og sjávar
gufun. En við vonum að þeg
ar linnir og skán kemur á
sjálfan gíginn, þá getum við
farið þangað með bor og náð
gufu þannig. Mjög sjaldan
hefur tekizt að ná gosgufu frá
gjósandi eldfjalli. Beztu sýnis
hornin hafa fengizt á Hawaii
með borun í storknandi gos-
tjörn.
— Svo ert þú líka að at-
huga efnabreytingar fyrir
gos eins og Kötlugos?
— Já við gerum greiningu
á vatninu í ánum, sem renna
þaðan, með það fyrir aug-
um að sjá breytingar á því,
hvort sem það ber nú árang-
ur til að segja fyrir um gos
eða ekki. Við héldum að við
værum fyrstir til að reyna
þessa aðferð, en svo kemur á
daginn að fleiri eru einnig að
gera tilraun með hana. Japani
einn, sem hér kom, hefur ein-
mitt gert efnagreiningu á
hverasvæði í Japan. Hans
greining náði yfir árin 1949-
54. í desember 1951 varð smá-
gos, og það reyndizt svo að
fyrir gosið hækkaði t.d. klór-
innihald vatnsins um 100%.
Þetta er mjög uppörvandi
fyrir okkur. Einnig hefi ég
heyrt að Nýsjálendingar séu
Framh. á bls. 13
Deild til jariefnafræði-
rannsökna komið upp
r *
Agætlegu búin tækjum og
Rcétt við dr. Guðmund Sigvaldason
f FRÉTTUM er frá því skýrt
að NATO hafi gefið til ís-
lands mikið og dýrt efnagrein
ingartæki svokallað „Rönt-
gen fliJorezence spektrograf“
og er það nú uppsett í At-
vinnudeildarhúsinu, tilbúið
til notkunar. í iðnaðardeild-
inni þar er nú unnið að því
að byggja upp jarðefnafræði-
legar rannsóknir á jarðhita-
svæðunum. Slíkar rannsókn-
ir eru alveg nýtilkomnar hér
á íslandi. Forustuna hefur dr.
Guðmundur Sigvaldason, jarð
efnafræðingur, sem kom
heim til starfa rétt I þann
mund sem Askja byrjaði að
gjósa og tók til óspilltra mál
anna. Hefur hans öðru hverju
verið getið síðan í fregnum
af Öskjurannsóknum, Surts-
eyjargosi, athugunum á ánum
1 sem koma undan Mýrdals-
) jökli o.fl., nú síðast í sam-
bandi við það að Bandarikja-
maðurinn Poul Bauer veitti
I i fé til rannsókna á lofttegund
| um á hitasvæðunum og þá
einkum lofttegundum í sam-
'bandi við Surtseyjargosið.
1 Ýmislegt fleira hefur Guð
í mundur og félagar hans í
( jarðefnafræðideild iðnaðar-
deildarinnar á prjónunum, og
] ' því leggjum við leið okkar í
I , Atvinnudeildarhúsið á Há-
j skólalóðinni, til að hnýsast í
j störf þeirra og spyrja Guð-
I mund hvað þeir hafist að. |
j ' — Já, það er rétt, við erum
að byggja hér upp aðstöðu til
jarðefnafræðilegra rann-
sókna, segir Guðmundur.
Verkefnin eru mest í sam-
bandi við jarðhita og al-
j1 menna eldfjallafræði og aðal
j áherzlan lögð á jarðhita-
rannsóknir. Við vinnum þrír
að þessu. Auk mín eru Gunn-
! laugur Elísson, efnafræðingur
, og Sigurður Steinþórsson,
ji jarðfræðingur, sem er ný-
1 kominn heim frá námi. Það
! hefur verið gert mjög vel við
j okkur hvað þessa uppbygg-
ingu snertir. Sú aðstaða sem
' við höfum fengið hér á At-
i vinnudeildinni er góð og við
I höfum getað keypt þó nokk-
uð af dýrum tækjum, bæði
með innlendu og erlendu fjár
magnL
Nýja tækið frá NATO, sem
kostaði 10.643 dollara eða um
hálfa milljón, breytir ' alvég
vinnubrögðunum. Það getur
efnaigreint næstum hvað sem
er og tekur sýnishornin lítið
undirbúin. T.d. getur efna-
greining á bergtegund með
því' tekið 5-6 klst., en tók
vikur áður. Það er þriðja og
mikilvægasta tækið okkar til
efnaigreiningar. Áður erum
við búnir að kaupa tæki sem
eru 5000 dala virði.
Við vorum nýbúnir að fá
og setja upp tvö mikilvæg
tæki. Annað er keypt hingað
frá Ameríku og efnagreinir
lofttegundir og sér Gunnlaug-
ur Elísson um það. Að því er
igeysilegur vinnusparnaður og
í því getum við mælt minna
magn og fleiri efnasambönd
en við höfðum tök á áður.
Og til skýringar sýnir Guð-
mundur blaðamanninum
hvernig hægt er að láta við-
komandi sýnishorn í tækið í
einu lagi, efnin í því tefjast
mismikið á leiðinni gegnum
starfskröftum
það, en útkomuna má lesa
á sjálfritandi mæli. Þannig
sett fram virðist þetta afar
einfalt. t
Hitt tækið var keypt -frá
Rússlandi og er notað til að
mæla í jarðvegi, vatni og
fleiru snefilefni, sem eru þau
efni er koma fyrir í mjög
litlu magni, svo sem einn á
móti milljón. Tækið getur
því greint 1 gramm af ein-
hverju efn-i í tonni. Við þetta
var svo smíðað viðbótartæki
hjá Raftækni, sem gefur orku
til að brenna sýnishornið við
um 3000 stiiga hita, og kostaði
það tæki heimasmíðað þriðj-
ung af því sem það hefði
kostað erlendis. Þriðja tækið,
nýja tækið frá NATO, getur
einnig tekið snefilefni, en það
greinir líka efni sem hitt tek-
ur ekki, einkum þau sem
liggja fyrir í meira magnL
NATO veitti okkur semsagt
styrk til að fá þetta mikilvæg-
asta tæki til viðbótar við hin.
Þagar talað er um tækja-
kostinn, mætti líka nefna
röntgentæ-kið, sem Atvinnu-
deildin fékk í fyrra og kostaði
430 þús. kr., og sem þá var
sagt frá. Mun standa til að
viðbót komi við það líka.
— Ég er sem sagt mjög
ánægður með hvernig geng-
ið hefur að fá tæki, segir Guð
mundjar. Við erum að verða
eins vel útbúnir af tækjum
og ýmsar erlendar rannsókn-
arstofnanir í jarðfræði. Það
er sem sagt kominn ágætur
kjarni hvað tæki snertir.
Einnig er ég mjög ánægður
með hvernig gengið hefur að
fá nýja starfskrafta. Annað
er verra og það er að verk-
efnin eru svo mörg og að-
kallandi að maður er í vand-
ræðum með hvar eiigi að
byrja. Þetta er allt svolítið
í óreiðu hjá okkur núna hér
í vinnustofunum. Verið er að
rífa innan úr efnagreiningar-
salnum hér í Iðnaðardeild-
inni og skipulegigja allt upp á
Gunnlaugur Elíasson, efnafræðingur, við tæki_ sem efna-
greinir lofttegundir, bæði í litlu magni og margar.
J )
Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur, við tæki, sem notað er
til greiningar á snefilefnum í jarðvegi, vatni o.fL