Morgunblaðið - 07.10.1964, Side 25

Morgunblaðið - 07.10.1964, Side 25
P Miðv'ikudag'ar 7- okt. 1964 MORCUNBLAÐIÚ 25 85 ára ■ dag: Ingibjörg Jónsdóttir MÉR er það sannarlega Ijúft að drepa niður penna til að árna heilla gamalli vinkonu minni, sem stendur á merkum tímamót- »m ævinnar í dag. Því fremur sem ég hefi fáar konur fyrir hitt svo réttsýnar og vandaðar sem Ingibjörgu Jónsdóttur, er í dag verður áttatíu og fimm ára göm- ul. Áttatíu og fimm ára ung ætti ég að segja, því að ekki ber útlit hennar nú vott um svo langa leið að baki, sem fjöldi áranna gefur til kynna. En maður verð- ur að trúa kirkjubókunum — þær segja skýrum stöfum, að Ingibjörg hafi komið í heiminn hinn 7. október árið 1879. Það hefur margt breytzt frá því fyrir aldamót, og það þarf víðsýni til að fylgjast vel með breytingunum, án þess að setja sig á móti nýjungunum. En eins og vel gefinnar konu var von og vísa, hefur Ingibjörg fylgzt vel með hlutunum fram á þenn- an dag. Og það sem meira er: Hún hefur alla tíð verið stoð og stytta æskunnar, virt á betri veg kenjar hennar og ærsl, leiðbeint ©g örvað. Eg minnist þess frá samvistardögum okkar í Garð- húsum í Grindavík, að væfist eitthvað af undrum hins stóra heims fyrir ungum dreng, var öruggt að leita á náðir Imbu og spyrja hana. Hún hafði svarið á reiðum höndum, og kunni að tilreiða það þannig, að barnshug- urinn fékk greiðlega móttekið. Það er því ekki að undra, þótt hugur Ingibjargar stæði til kennslustarfa, svo dæmigerður uppfræðari sem hún er. Þótt þröngt væri í búi hjá foreldr- um hennar, þeim Guðríði Ólafs- dóttur og Jóni Jónssyni bónda að Háholti í Gnúpverjahreppi, og lítil tök á að hjálpa dóttur- inni til mennta, tókst Ingibjörgu samt að komast suður til náms. Hún settist fyrst í kennaradeild Flensborgarskólans, en að loknu námi þar innritaðist hún í Kenn- araskóla íslands og lauk þar námi. Síðan stundaði hún kennslustörf hjá Matthíasi Ólafs- syni, alþingismanni í Haukadal í Dýrafirði og einnig hjá Jóni Gunnlaugssyni, vitaverði á Eeykjanesi. Ég veit ekki hvemig ungu stúlkunni austan úr grösugu sveitunum hefur orðið innan- brjósts þegar útsynningurinn lék um vitavarðarbústaðinn úti á Eeykjanestá. Ég veit ekki hvort hún hefur kannski saknað heima- haganna á hríðardimmum vetr- arnóttum, þegar brimið gnauð- aði við kolsvarta klettana. En ég veit, að eftir þetta dvaldi hún hálfa öld á Reykjanesinu, að vísu ekki úti á Reykjanestá, held- ur í Grindavík, nánar tiltekið að Garðhúsum. Kannski hefur henni runnið til rifja gróðurleysi skagans mikla. Kannski er það þess vegna að hún tók sér fyrir hendur að græða skóg á miðjum skaganum fyrir fimmtán árum, og varði til þess sjóði, sem Kvenfélag Grinda víkur hafði stofnað henni til heiðurs á sextugsafmæli henn- ar, og sett henni í sjálfsvald hvernig ráðstafað yrði. Og hún lét sér annt um skóginn sinn. Henni er það í blóð borið að hlú að nýgræðingnum. Það er annað, sem mér finnst lýsa mannkostum Ingibjargar Jónsdóttur, svo að ekki verður um villzt. Ástúð hennar á dýr- um hefur alla tíð verið slík, að unun hefur verið á að horfa. Meðan hún dvaldi í Grindavík, átti hún jafnan nokkrar kindur og hesta, sem hún annaðist sjálf af hinni mestu nærgætni í litl- um kofa i hraunjaðrinum. Og dýrin kunnu að meta nærgætn- ina. Þau svöruðu kalli hennar skilyrðislaust og eltu hana á röndum. Og við börnin nutum góðs af. Oft hef ég setið hann Grána hennar Imbu og enginn hestur hefur orðið mér kær- ari. Það var árið 1914 að Ingibjörg réðist skólastjóri í Grindavík Það starf stundaði hún af þeirri kostgæfni, sem henni er eigin- leg, til ársins 1925, en þá lét hún af störfum sökum heilsu brests. Það var ekki þar með sagt, að starfsdegi hennar lyki með því. Þegar kennslustörfun- um sleppti, var hún kjörin í skóla nefnd staðarins og síðar í hrepps nefnd, þar sem hún átti sæti um árabil. Prófdómari við barna- skólann í Grindavík var hún einnig árum saman. Þá er eftir að nefna þátt hennar í stofnun Kvenfélags Grindavíkur, en hún var einn aðalhvatamaður að stofnun þess félagsskapar og í stjórn þess áratugum saman. Það er til marks um traust það, sem félagskonur sýndu hénni, að á áttræðisafmæli Ingibjargar sat hún enn í formannssæti í Kven- félagi Grindavíkur. Það eru því ekki full fimm ár síðan hún hætti afskiptum sínum af félags- málunu Þetta er í mjög stórum drátt- um starfsferill Ingibjargar Jóns- dóttur. Þó engan veginn allur, því að hún er síkvik og starf- andi enda þótt opinberu störfin séu komin á hilluna. Nú dvelst hún að Hrafnistu, en verður í dag stödd að Rauðalæk 65, og þangað sendi ég henni mínar hlýjustu óskir, og veit að ég mæli fyrir munn systkinanna frá Garðhúsum, þar sem hún dvaldi frá árinu 1914 til skamms tíma, barna þeirra og barnabarna. — Lifðu heil, Imba mín. Ólafur Gaukur. SHUtvarpiö 7.00 7:30 12:00 13:00 15:00 18:30 18:50 19:20 19:30 20:00 20:20 20:20 21:30 21:45 22:00 22:10 22:30 23:20 Miðvikudagur 7. okt, Morgunútvarp Fréttir Hádegisútvarp „Við vinnuna": Tónleikar. Síðdegisútvarp Tónleikar — 16:30 veðurfregnii — 17:00 Fréttir — Tónleikar Lög úr söngleikj unum „Stúlkan í Svartaskógi“ og „Blómin á Hawai.“ Tilkynningar Veðurfregnir. Fréttir. í>eir kjósa í haust: Bretar. Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur talar; fyrra erindi. í léttum söng: E>oris EXay tekur lagið. Sumarvika: a) Þar sem grasið grær. Egill Áskelsson flytur frásögu- þátt frá Látraströnd. b) íslenzk tónlist: Lx>g eftlr Hallgrím Helgason. c) Fimm kvæði, — ljóðaþáttur valinn af Helga Sæmundssyni. Ragnheiður Heiðreksdóttir les. Ensk svíta nr. 1 í A-dúr eftir Bach. Helmut Walcha leikur á sembal. Frímerkjaþáttur. Sigurður Þorsteinsson flytur. Fréttir og veðurfregmr Kvöldsagan: „Það blikar á bitrar eggjar*4 eftir Anthony Lejeune: XXII. Eyvindur Erlendsson les. Lög anga fólksms. Bergur G’’ðnason kynnir. Yfirverkfrœðingur Stórt fyrirtæki óskar að ráða yfirverkfræðing. Þeir, sem áhuga hefðu á starfinu, leggi vinsamlegast nöfn sín ásamt upplýsingum á afgreiðslu Morgun- blaðsins merkt: ^Yiirverkfræðingur — 9203“. Sérverzlun í miðbænum óskar að ráða konu til afgreiðslustarfa. Þetta verður trúnaðarstarf og er nokkur starfs- reynsla æskileg. — Skemmtileg vinnuskilyrði. Umsókn merkt: , Laugavegur — 9274“ sendist Mbl. Verkamenn óskast Upplýsingar á vinnustað Fellsmúla 17—19. B.S.F. Framtak III. deild. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS Sími 18592. Ódýrt — Ódýrt KVENSTRETCHBUXUR 55°Jo spun Rayon 45°]o Helanca Aðeins kr. 395.- Smásala — Laugavegi 81. TELPNASKÓR Fallegir og vandaðir enskir telpnaskór. Margar gerðir. Vélritun — Enska Stúlka með próf úr verzlunadeild Hagaskóla óskar eftir atvinnu. Hefur verið eitt ár á skóla í Englandi. Tilboð merkt: „Skrifstofustörf — 9233“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 14. þessa mánaðar. Yfirdekkjum Setjum nýtt áklæði á eldhúskolla og stóla^ notum einungis undirlímt plastáklæði, fjölbreytt litaúrval. Sækjum heim og sendum. — Uppl. í síma 41596. VÍXLAR Vil kaupa 300.000,-— í víxlum fasteignatryggðuTn. Tilboð sendist blaðinu fyrir hádegi laugardag merkt: „Viðskipti — 9232“. Stúlka óskast við afgreiðslustarf, einnig kona til aðstoðar í eldhúsi. Sæla café Brautarholti 22 — Sími 19521. INIauðungaruppboð Vélbáturinn Hugrún ÍS-7 eign Sigurðar Sigurjóns- sonar verður eftir kröfu stofnlánadeildar sjáyar- útvegsins og Fiskveiðasjóðs íslands seldur á nauð- ungaruppboði sem fram fer í vélbátnum sjálfum við bryggju í Hafnarfirði föstudaginn 9. þ.m. kl. 13.30. Uppboð þetta var auglýst í 56., 59. og 61. tbl. Lögbirtingabi aðsins. Bæjarfógetmn í Hafnarfirð.i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.