Morgunblaðið - 07.10.1964, Page 27

Morgunblaðið - 07.10.1964, Page 27
Miðvikudagur 7. okt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 27 Starfsmaður Pósthúasins stimplar frimerki á sýningunni í I'ðn skólanum. Dagur frímerkisins í dag Útkomin orðabók frímerkjasafnara Vill senda Eisenhower til Suðaustur Asíu Goldwater segir stjórn Johnsons úrræða -* og stefnulausa Jarðskjúlíli veldur tjóni í Tyrklondi Ankara, Tyrklandi, 6. okt. (NTB) Að minnsta kosti 15 manns biðu bana í snörpum jarðskjálfta sem gekk yfir vesturhluta Tyrk- la nds siðdegis í dag. Óttazt er að F.eiri hafi beðið bana, \\ Á erfitt er um samgöngur víða og fréttir hafa ekki borizt frá sum- um héruðunum. Jarðskjálftinn varð um klukk- an 16,30 eftir staðartíma, og mældist styrkleiki hans 6,7-7 eft ir Richter-skalanum. Mikill ótti greip um sig í Istanbul þar sem rnargir íbúanna þustu út á göt- ur borgarinnar og fjöldi húsa Skemmdist meira eða minna. Frá einstaka stöðum á jarð- skjálí'tasvæðinu hafa borizt fregnir um að sjóðandi vatn hafi aldrei hafði fyrr verið vitað um borizt upp á yfirborðið þar sem hveri. Jarðskjálftinn mældist bæði við Uppsalaháskóla í Sví- þjóð og við háskólann í Bergen. r A 6 klst. og 16 mín. frá New York A ÞRIÐJ UDAGSMORGUNN kom hin nýja Rolls Royce flug- vél Loftleiða frá New York til Keflavíkur. Hafði hún aðeins verið sex klst. og 16 mín. á leið- inni, en var þó fulihlaðin far- þegum. Hefur nýja flugvélin ekki áður flogið á svo skömmum tíma á þessari leið, en meðalflug- tíminn er um sjö klst Flugstjóri var Smári Karlsson. Yfirmaður danska flotans í heimsókn YFIRMAÐUR danska flotans, Pontoppidan aðmiráll, og kona hans komu í opinbera heimsókn til varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli í gærdag. Kom aðmir-i állinn, sem dvelst hér þar til á föstudagsmorgun, með flugvél frá Danmörku. Yfirmenn varn- arliðsins tóku á móti gestunum á flugvellinum, en þar stóð heið- ursvörður varnarliðsmanna. í dag mun aðmirállinn koma hing- að til Reykjavíkur með þyrlu frá Keflavíkurflugvelli. Mun hann ganga á fund sendiherra Dana hér og einnig hitta að máli íslenzka embættismenn. Á Kefla- víkurflugvelli mun hann eiga viðræður við yfirmenn varnar- liðsins og m.a. heimsækja flug- sveit varnarliðsins. í>á mun hann fara austur á Þingvöll, er hann fer í snögga ökuferð um nær- sveitir Reykjavíkur. — Hægri eða vinsfri Framhald a,f bls. 15 að vinstri handar umferðar- reglunni hér á landi verði breytt í hægri handar reglu í náinni framtíð. Fer enda bezt á því, að fullnaðarákvörðun um það efni verið tekin sem fyrst. Kostnaður vegna breyt- ingar mun fara ört vaxandi á næstu árum, m.a. vegna nýrra vegalaga, sem gera ráð fyrir mikilli mannvirkjagerð í fram tíðinni. Er nauðsynlegt að á- kveða, hvort þau mannvirki skuli gerð fyrir vinstri eða hægri umferð. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Þórshamri við Templarasund Simi 1-11-71 DAGUR frímerkisins er í dag, 7. október. I>á er sérstakur dag- stimpill í notkun á póststofunni í Reykjavík. Á sýningunni Frimex 1964 í Iðnskólanum er opið sérstakt p>ósthús. Tekur fri- merkjasalan á móti umslögum með álímdum gildandi frímerkj- um til stimplunar og pöntunum á frímerkjum til álímingar og stimplunar. Frímerkjasýningin Frimex 1964 stendur yfir til laugardags. Á fimmtudagskvöld kl. 9 verður þar haldinn fyrirlestur um is- lenzk spjaldbréf og á föstudags- kvöld um „Flóru íslenzkrar frí- merkjasöfnunar". Sigurður H. Þorsteinsson flytur fyrirlestrana. Þá hefur Sigurður samið orða- bók fyrir frímerkjasafnara um frímerkjafræðiorð, sem komin er út. Þetta er um 130 síður í litlu broti, svo hún fer þægilega í vasa og í henni er að finna orð sem notuð eru í frímerkjafræði á ís- lenzku, ensku, þýzku og dönsku. Segir á baksíðu að bókin sé fyrst og fremst ætluð þeim, sem nota vilja erlenda frimerkjalista. Enn fremur sem uppsláttarbók í bréfa Veiðivon í nótt ÁGJFTT veður var á sildar- miðunum fyrir Austfjörðum sið- ari hluta dags í gær og von um góða veiði í nótt, enda voru mörg skip farin út í gærkvöldi. Sólarhringurinn frá kl. 7 á mánudagsmorgni til jafnlengdar á þriðjudagsmorgun fengu 19 skip alls 9.10« mál og tunnur. Veðrið var óhagstætt, en fór batn andi undir morgun. Síldina fengu skipin 55 — 60 sjómílur suð- austur af Dalatanga. Þessi skip tilkynntu veiði: Arnar RE 600 mál, Gjafar VE 950 mál, Snæfugl SU 500, Hannes Hafstein EA 600 mál, Jón Kjart- ansson SU 700 tn., Súlan EA 250 mál, Óskar Halldórsson RE 900 mál, Gunnar SU 400 mál, Hamra- vík KE 300 mál, Páll Pálsson GK 200 mál, Steingrímur trölli SU 200 mál, Faxi GK 1000 mál, Siglfirðingur SI 450 mál, Mána- tindur SU 400 tn., Arnfirðingur RlE 600 mál, Ásibjörn RE 150 mál, Guðbjörg IS 300 mál, Helgi Fló- ventsson ÞH 200 mái oti Bjarmi U EA 400 máL viðskiptum innlendra safnara við — Flugmálastjórar Framh. af bls. 28 ina, þ.e. að nota heimildina um gerðardóm í samningnum frá 1949 Aftur á móti geta liðið mörg ár áður en niðurstaða slíks gerðar- dóms liggur fyrir, og á því tima bili verða fslendingar, að áliti danskra yfirvalda, að fljúga á fyrrgreindri leið á þeim fargjöld um sem yfirvöld á hinum Norður löndunum ákveða". Samtalið við flugmálastjóra. Eins og fyrr getur, sneri Morg unblaðið sér til Agnars Kofoeds Hansens, flugmálastjóra, og spurði hann um álit hans á þessu skeyti og málinu í heild. Flug- málastjóri sagði, að íslenzka flug málastjórnin hefði ekki slitið við ræðunum eins og fyrr segir. Þeg ar flugmálastjóri Svía, sem var formaður skandinavisku nefndar innar, hafði fengið gagntillögur íslendinga, var ákveðið að hitt- ast aftur í Reykjavík 12. okt. Agnar benti á, að gagntillögur íslenzku flugmálastjórnarinnar hefðu gengið í þá átt að óbreytt ástand yrði á fyrrnefndri flug- leið, bæði hvað snertir fargjöld tíðni flugferða og sætaframboð, og lögð sérstök áherzla á, að gjöldin verði hin sömu, sem ríkisstjórnir allra Norðurland- anna samþykktu á s.l. vori. Og flugmálastjóri hélt áfram: „Þegar samningurinn frá 1960 var gerður, áskildu skandinavísk flugmálayfirvöld sér íhlutunar- rétt um flugið milli íslands og Bandaríkjanna á þeim forsend- um að sömu vélar flyttu farþeg- ana frá Norðurlöndum a!la leið til New York um ísland, t. d. frá Gautaborg, og farseðillinn væri greiddur í einu lagi, en við höf- um bent þeim á með allri hæ- versku, að þetta flug verði alger- lega tvískipt, því Loftleiðir muni frá 1. nóvember nk. fljúga þann- ig, að félagið notar DC-6 vélarn- ar á leiðinni Norðurlönd-ísland, en Rolls Royce vélarnar á Am- eríkuleiðinni til og frá íslandi. Þannig geti farþegar ákveðið hversu lengi þeir dveljast á ís- landi og fráleitt að telja, að fiug- Washington, 6. okt. (AP-NTB) FORSETAEFNI repúblíkana í Bandaríkjunum, Barry Gold- water, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, sagði í gær að ef hann yrði kjörinn forseti í haust yrði það eitt hans fyrsta embætt- isverk að senda nefnd sérfræð- inga til Suðaustur Asiu til að kanna ástandið þar og aðgerðir Bandaríkjanna. Kvaðst Goldwat- er ætla að fara þess á leit við Dwight D. Eisemhwer, fyrrum forseta, að hann verði formaður nefndarinnar. „Ég vona að menn með mikla reynslú og þekkingu eins og dr. Walter Judd, Mark Clark, hers- höfðingi, og Arleigh Burke, að- míráll, fáist til að verða Eisen- hower til aðstoðar," sagði Gold- water. Goldwater kvaðst sannfærður um að eina leiðin til að finna lausn á málum Suðaustur Asíu væri að senda þangað menn, sem vit hefðu á málunum, en Eisenhower hershöfðingi og fyrr- um forseti væri manna hæfastur til að finna þá lausn. Hinsvegar sagði Goldwater að það væri sorgleg staðreynd að Bandarík- in ættu nú í styrjöld í Suður Vietnam, og að bandarískir her- menn féllu þar unnvörpum í frumskógunum. Það væri því að koma æ betur í ljós að núverandi ríkisstjórn væri úrræðalaus og hefði enga fastmótaða stefnu. Mjög ótrúlegt er að Goldwater málayfirvöld Norðurlanda . geti haft neinn íhlutunarrétt um flug Loftleiða á þessari leið. Þetta mál varðar einungis flugmála- stjórnir íslands og Banda- rikjanna. Að ganga að tillögum hinna Norðurlandanna væri ná- kvæmlega sama og færa SAS höfuð Loftleiða á silfurfati.“ Um þær leiðir sem minnzt er á í skeytinu, sagði Agnar Kofo- ed Hansen, flugmálastjóri: ,,Um ieið 1, þ.e. að ákveða einhliða fargjöld Loftleiða: „Það væri al gerlega óeðlilegar aðferðir af hálfu hinna Norðurlandanna að fara þessa leið, ekki sízt þegar þess er gætt að Loftleiðir nota eingöngu IATA-fargjöld á leið- inni milli íslands og Skandinav- íu.“ Um leið 2, þ.e. að fækka lendingum Loftleiða: „Frá 1960 hefur Loftleiðum verið meinað að auka lendingafjölda og þar með sætafjölda á Norðurlanda- leiðum á sama tíma og önnur félög hafa haft árlega 15% aukn ingu. Þess vegna væri það sama °g vega tvisvar í sama knérunn, ef þessi leið væri farin, ekki sízt þegar þess er gætt að Loftleiðir hafa aðeins 3 Norðurlandaferðir að vetrarlagi og 5 að sumarlagi og hefur þetta fyrirkomulag ver ið undanfarin 5 ár. Um leið 3, þ.e. að segja upp loftferðasamn- ingnum frá 1943: „Svíar reyndu að segja upp samningnum 1955, en þeir gerðu við okkur annan samning 1960, ekki sízt vegna þess að öllum var ljóst að þeim var ekki stætt á uppsögninni. Ég held ekki að hægt sé að benda á mörg dæmi um uppsögn slíks samnings“. Að lokum sagði flugmála- stjóri, að í 12. grein alþjóðaflug málasamningsins væri ákvæði um það, að leyfilegt væri að fara fram á, að ágreining um skilning á vissum greinum mætti leggja fyrir gerðardóm, sem skipaður væri af Alþjóða- flugmálastofnuninni. En slíkur ágreiningur hefur ekki orðið milli okkar og flugmálastjórna Norðurlandanna þriggja og þess vegna er það að mínu viti út í hött að tala um gerðardóm í því sambandi, sagði Agnar að lokum. fái tækifæri til að gera þessa tilraun sína í Suðaustur Asiu. Allar skoðanakannanir í Banda rikjunum hingað til hafa sýnt yfirburðafylgi kjósenda við Jnhn- son forseta. Síðasta skoðanakönn- unin fór fram á vegum blaðsins The New York Times, og voru niðurstöðurnar birtar í dag. Sýn- ir könnunin að Johnson muni örugglega bera sigur af hólmi í 17 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, og sennilega í 14 ríkjum til við- bótar. Goldwater er spáð örugg- um sigri í aðeins tveimur ríkj- um, Mississippi og Alabama, en átta önnur riki talin lík-leg til að kjósa hann. Eftir eru þá níu ríki þar sem styrkleikahlutföllin aru of jöfn til að að unnt sé að spá um úrslitin. Þau 17 ríki, sem öruggt er taUð að styðji Johnson, kjósa alls 252 kjörmenn, og vantar Johnson þá aðeins 18 kjörmenn til að tryggja sér forsetaembættið næstu fjögur árin. Kosningar til ASÍ-þings FULLTRÚAR á nao.ta þing Alþýðusair.bands íslands hafa verið kosnir í eftirtöldum verka lýðsfélögum til viðbótar þeim, sem Mbl. hefur áður skýrt frá. Verkalýðsfélagið Skjöldur, Flateyri. Aðalfulltrúar Kristján Jóhannsson og Eyjólfur Jónsson, varafulitrúar Gunnlaugur Krist- jánsson og Einar Hafberg. Félag sýningarmanna. Aðat- fulltrúi Óskar Steindórsson, vara fulltrúi Ólafur Árnason. Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki. Fram komu (iveir listar, A-listi lýðræðissinna, sean hlaut 80 atkvæði, og B-listi kommúnista og stuðningsmanna þeirra, sem hlaut 51 atkvæði Aðalfulltrúar voru kosnir Frið- rik Sigurðsson og Valdimar Pét- ursson en varafulltrúar Ármatm Helgason og Friðrik Friðriksson. Verkalýðisfélag Vopnafjarðar. Aðalfulltrúar Davíð Vigfúsaon og Sigurjón Jónsson. Verkalýðsfélag Vatnsleysu- istrandarhrepps. Kosinn var Stein arr Rafnsson. Verka'ýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps. Kosinn var Frí- mann Þorkelsson. Bílstjórafélag Akureyrar. Kos- inn var Baldur Svanlaugsson- Verkalýðsfélagið Jökull, Horna firði. Kosinn var Benedikt Þorsteinsson og til vara Einar Hálfdánarson. Verkalýðisfélagið í Borgamesi Kosnir voru Guðmu-ndur V. Sig- urðsson og Eggert Guðmunds- son. Sex íslenzkir lista- menn sýna í Stokk- hólmi UM ÞESSAR mundir sýna sex íslenzkir listmálarar málverk, teikningar og höggmyndir á nor- raenni samsýningu í Hásselhyhöll við Stokkhólm. Sýningin nefnist „Nordisk Konstutstállining 1964 — 1965“ Listamennirnir, sem sýna, eru Ásmundur Sveinsson, Eirtkur Smith, Guðmunda Andrésdóttir, Kristján Davíðsson, Steinþér SLgurðsson og Valtýr Pétursson. Hver þeirra sendi eitt veark á sýninguna. erlenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.