Morgunblaðið - 13.10.1964, Page 1

Morgunblaðið - 13.10.1964, Page 1
28 siður Bátur frá Flateyri ferst - annars saknað. VÉLBÁTURINN Mummi ÍS 366 frá Flateyri, sökk undan Vestfjörðum á laugardag. — Fjórir menn fórust með skip- inu, en tveir komust í gúm- bát, og var þeim bjargað eft- ir um 30 tíma hrakninga í kulda og stormi. Annars báts frá Flateyri, Sæfells SH 210, hefur verið saknað síðan á miðnætti að- faranótt laugardags. Var hann þá undan Húnaflóa. Fjórir menn eru á bátnum, þar af þrír frá Flateyri, að því er Mbl. bezt veit. •^ Þessir menn fórust með •vb. Mumma: Pálmi Guðmundsson, 57 ára, lætur eftir sig sex börn ©g eitt fósturbarn á aldrinum 10 ára til tvítugs. Hann lætur einnig eftir sig aldraða móð- tir. Hann var búsettur á Flat- eyri. Martin Tausen, 59 ára, fær- eyskur, lætur eftir sig börn í Færeyjum og einn son á Flateyri, þar sem Martin hafði verið búsettur í tíu ár. Þórir Jónsson, 41 árs, lætur eftir sig unnustu og uppkom- inn son. Hann átti heima á Flateyri. Hreinn Sigurvinsson, Sæ- hóli, Ingjaldssandi í Önund- arfirði, 17—18 ára, ógiftur. Á foreldra á lífi á Ingjaldssandi. Þessir komust af: Hannes Oddsson, skipstjóri, 25 ára, kvæntur, barnlaus. Olav Öyahals, 26 ára, kvæntur og á fjögur börn. Olav er Norðmaður, en hefur átt heima hér sl. 10 ár, þar af átta ár á Flateyri. Vb. Mumml fór frá Flateyri árla á laugardagsmorgun. Skip- verjar höfðu seinast samband við Jand um talstöð kl. 12.30 á laugar dag, er þeir voru staddir um 9 ejómílur V af N frá Barða, sem er á nesinu milli Önundarfjarð- ■r og Dýrafjarðar. Síðan heyrðist ekkert til báts- ins, og k-L hálf-tvö á aðfaranótt punnudaigs var Slysavarnafélag íslands beðið um aðstoð við að huga að bátnum. Mjög vont veð «r var þarna vestra, haugasjór og 10 vindstig. Segja má, að öll Framhald á bls 12 Gúmbátnum skaut upp 10 mín. eftir a5 IMummi sökk — þá kom sér vel að hafa vasahnífinn Fréttamaður IVfbl. ræðir við annan, sem af komst U M það bar öllum saman, er fréttamenn Mbl. hittu að máli á Flateyri við Önund- arfjörð í gærdag, að björg- un þeirra Hannesar Odds- sonar, skipstjóra og Olavs Öyahals, vélstjóra, hafi ver ið svo einstæð á allan hátt, að til kraftaverka megi teljast. En þótt þeim sé fagnað, sem heimtir hafa verið úr helju, ríkti skuggi sorgarinnar yfir Flateyri í gær og þar blöktu fánar í hálfa stöng við nær hvert hús. Það er ekki lítil blóð- t^ka litlu þorpi, er fjórir menn farast þaðan. Annars báts er nú saknað frá Flat- eyri með þremur heima- mönnum, og einum að- komumanni. Segjast verð- ur að tilviljanirnar séu oft æði einkennilegar. Þcir Hannes skipstjóri, sem bjargaðist af Mumma, og tengdafaðir hans, Einar Jóhannesson, voru báðir á Sæfellinu, sem nú er sakn- að með f jórum mönnum. — Hannes hætti um sl. ára- mót, en Einar ekki fyrr en nú fyrir skömmu. Fréttamenn Mbl. heimsóttu í gaer Olav Öyahals, vélstjóra, sem talar svo góða íslenzku, að ekki er hægt að merkja að hann sé útlendingur. Hann er 26 ára gamall, kvæntur og á fjögur ung börn, 6 ára, 3 ára, 2 ára og níu mánaða. Olav er Norðmaður, fluttist hingað til lands 1954 og hefur verið hér síðan, lengst af á Flateyri. Kona hans, Hulda Haltemark, er einnig norsk í aðra ættina. Það sem hér fer á eftir er frásögn Olavs. Báturinn fylltist á andartaki „Klukkan mun hafa verið Framhald á bls. 3 Fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng á Flateyri við önundarfjörð er frettamenn Mbl. komu þar í gær. (Ljósm. Ol. K. M.) Þeir sem fórust með mb. Mumma Blaðinu tókst ekkl að fá mynd af Hreini Sigurvinssyni. Þórlr Jónssoa Alartin Tausen Pálmi Guðmundsson Sænsk blö5 styðja Loftleiðir Ufanríkisróðherrum Horegs, Danmerkur og SvíþjóBar afhent mótmœli samtaka ungra jafnaðarmanna Stokkhólmi, 12. okt. (NTB) M Ö R G blöð í Svíþjóð hafa haldið uppi baráttu fyrir mál- stað Loftleiða og gagnrýna harðlega aðgerðir Norður- landasamsteypunnar SAS og loftferðayfirvaldanna til tak- Framihald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.