Morgunblaðið - 13.10.1964, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.10.1964, Qupperneq 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. okt. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. TRA USTSYFIRL ÝSING IÐJU-FÓLKSINS ITndanfarna daga hafa blöð ^ kommúnista og framsókn armanna barizt trylltri bar- áttu fyrir sigri þjóðfylkingar sinnar í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík. Hin- ir tveir stjórnarandstöðu- flokkar báru fram sameigin- legan framboðslista við full- trúakjör í Iðju á Alþýðusam- bandsþing. Tíminn lýsti því yfir á laugardag, að í raun og veru væri fulltrúakjörið í Iðju nokkurs konar prófkjör á traust verksmiðjufólksins í höfuðborginni til ríkisstjórn- arinnar. Komst blaðið þannig að orði: „Auðséð er, að mikið þykir við bggja, að Iðjufélagar sýni ríkisstjórninni traust sitt í þessum kosningum.“ Dómur verksmiðjufólksins í Iðju er fallinn. Úrslit fuli- trúakjörsins urðu þau, að lýð- ræðissinnar í Iðju, sena styðja ríkisstjórnina, unnu þar einn stærsta sigur sem þeir hafa unnið í nokkru verkalýðsfé- lagi. Framboðslisti þeirra fékk um 65% atkvæða, í stað 61.8% atkvæða í síðustu stjórnarkosningum í félaginu. Enginn þarf þess vegna að fara í grafgötur um afstöðu Iðjufólksins til þjóðfylkingar kommúnista og Framsóknar- manna annars vegar og ríkis- stjórnarinnar hins vegar. Iðja hefur enn einu sinni hafnað glundroða og niður- rifsstefnu Framsóknarmanna og kommúnista svo rækilega, að eigi verður um villzt. — Verksmiðjufólkið í Reykja- vík hefur sýnt það, að það tekur hina jákvæðu upp- byggingu viðreisnarstjórnar- innar fram yfir hið neikvæða andóf kommúnista og fram- sóknarmanna. Kosningaúrslitin í Iðju hljóta að vera Framsóknar- mönnum sérstaklega sár von- brigði. Framsóknarmenn höfðu haft forystu um allan kosningaundirbúning stiórn- arandstöðunnar í Iðju. Þeir höfðu sent son formanns Framsóknarflokksins til þess að sækja kjörskrá félagsins og flokksskrifstofa Fram- sóknarmanna hafði skipulagt hina sameiginlegu kosninga- baráttu með kommúnistum. En fólkið í Iðju treystir ekki Framsóknarmönnum frekar en kommúnistum. Það tekur jákvæða og ábyrga baráttu fyrir bættum lífskjörum fram yfir pólitískt brask og valda- baráttu Framsóknarmanna. Þess vegna vann B-listinn í Iðju-kosningunum nú sinn stærsta sigur innan hinna fjölmennu samtaka iðnverka- fólksins í höfuðborginni. FRAMSÓKN OG HAFTASTEFNAN að er gamalkunn staðreynd, að áhrífum Framsóknar- manna í ríkisstjórn á íslandi fylgja jafnan margs konar höft á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Núverandi for- maður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson, varð fyrst- ur til þess að koma á inn- flutnings- og gjaldeyrishöft- um undir forystu hinnar fyrstu vinstri stjórnar á ár- unum 1934—-1938. Síðan hafa ekki aðeins innflutnings- og gjaldeyrishöft, heldur og margvísleg önnur höft á frjálsu framtaki og áthafna- lífi í landinu verið ær og kýr Framsóknarmanna. — Þessi haftastefna Framsóknar hef- ur vitanlega bitnað á allri þjóðinni og verið henni fjöt- ur um fót á marga vegu. En verst hefur haftastefnan þó bitnað á fólkinu úti um land, sem orðið hefur að sækja alls konar leyfi til að lifa til skrif- stofubákna í höfuðborginni. En nú eru F'ramsóknar- menn í stjórnarandstöðu. Þá þykjast þeir vera miklir and- stæðingar hvers konar hafta- búskapar. Nú þykjast þeir einnig vera mótfallnir háum sköttum, enda þótt skattráns- stefna Eysteins Jónssonar sé öllum íslendingum enn í fersku minni. Viðreisnarstjórnin tók við efnahags- og viðskiptamálum þjóðarinnar í einstæðri óreiðu eftir gjaldþrot vinstri stjórn- arinnar. Henni tókst að treysta gengi íslenzkrar krónu, safna gildum gjald- eyrisvarasjóði og tryggja stóraukið frelsi í verzlun og viðskiptum. Jafnhliða var lagður grundvöllur að stór- felldu uppbyggingarstarfi á öllum sviðum þjóðlífsins. Það var þessi árangur við- reisnarstefnunnar sem ís- lenzkir kjósendur vottuðu traust sitt í þingkosningunum sumarið 1963. Og þjóðin vill að haldið verði áfram að fram kvæma stefnu uppbyggingar og viðskiptafrelsis. Haftabú- skapur Framsóknarmanna er meginhluta íslendinga þyrnir í augum. LEIT AÐ HUMAR OG RÆKJU l'Tndanfarin ár hefur Alþingi veitt nokkra fjárhæð til EINN „dagurinn“ sem komizt hefur í tízku síðustu áratugi (þeir frægustu eru mömmu- dagur og pabbadagur, upp- götvaðir af slyngum kaup- mönnum til að selja óþarfa) — er „alþjóðar sparnaðardag- urlnn“. Fyrir nokkrum árum vakti norskt brugghús mikla athygli með því að setja svo- látandi auglýsingu í blöðin þennan dag: „Kaupið eitthvað þarflegt, kaupið öl!“ Sumum fannst þetta hnyttið, öðrum óskammfeilni. En þegar litið er á skýrslur um öldrykkju í veröldinni, er svo að sjá, .sem allmargir jarðbúar telji ölið þarfadrykk ekki síður en dag- legt brauð. Ymsir halda, að Þjóðverjar séu allra þjóða fremstir í öl- þambi. En það er ekki rétt. Belgar eru mestu ölbelgir í heimi og drekka árlega sem svarar 120 lítrum á hvern íbúa. Næst koma Tékkóslóvakar með 110 lítra (enda er pilsn- erinn ættaður þaðan). SvO Ástralir með 109 lítra en Þjóð verjar með 108 lítra. Englend- ingar torga 88 lítrum, Danir 78 (hjá þeim fyrri keppir viskíið og hjá þeim síðari álaborgar- inn við ölið). Ameríkumenn láta nægja 60 lítra (enda hafa þeir allskonar sterka keppi- nauta víð bjórinn). Norðmenn eru nr. 12 — þeir drekka að- eins 26,5 lítra frá brugghús- unum. En þeir brugga öl og fleira heima. Bandaríkjabrugghúsin fram leiða 107 milljón hektólítra af öli á ári, en Þjóðverjar 62 milljónir hl. En víða um heim eru Þjóðverjar taLdir „bjór- þjóð veraldarinnar“. Þetta stafar líklega af því, að þeir halda bjórdrykkjuhátíðir, á líkan hátt og Forn-Grikkir héldu Dionysos-blót. Hátíð öls ins er haldin í Múnchen í október og sækja hana um 8 milljónir manns. Fyrrum var ölið talið drykk ur almúgans í Þýzkalandi og nú þykir öllum stéttum van- virðulaust að drekka öi. Og margir nota það sem svefn- meðal á kvöldin og 82% af öllu uppkomnu kvenfóiki í Þýzkalandi drekkur öl. Þess má geta í því sambandi, að af 300.000 alkóholistum í landinu er fjórði hlutinn kvenfólk. En að vlsu er það ekki ölið ein- göngu, sem á sökina á því. Öl- neyzla Þjóðverja hefur aukizt um 20% eftir stríðið, og bætt- ur efnahagur er vitanlega aðal ástæðan til þessa, en notkun sterkari drykkja hefur aukizt líka. T. d. hefur vínneyzla Þjóðverja aukizt um 7,6 í 12,7 lítra á ári. Kampavínsdrykkj- an aukizt úr 0,3 í 1,3 litra á ári og neyzla brenndra drykkja úr 3,2 í 6,2 lítra á ári. Mjólkurneyzla er hinsvegar minni en hún var fyrstu árin eftir stríð. — Venjulegt þýzkt öl hefur aðeins 2,5% áfengis- magn, en sumar tegundirnar upp í 7—8%. Og ,,bocköl“ til útflutnings allt að 15%. Til samanburðar má nefna að þýzka rínarvínið inniheldur í mesta lagi 13%. Ölið er þjóðardrykkurinn í Þýzkalandi og útgjöldin til öl- kaupa nema nær 80 milljörð- um króna á ári. í Vestur-Þýzkalandi eru alls 2155 brugghús og starfsfólk þeirra er yfir 90 þúsund. Þessi liðsafli á að sjá um, að engan Vestur-Þjóðverja vanti þjóðar , drykkinn, hvort hann kýs * heldur „ljósan“ eða „dökkan“. Pilsnerinn er ljós en bayerinn og bokkurinn dökkur. Af upp- komnum karlmönnum í V- Þýzkalandi drekka 84 af hverjum 100, — daglega. — Hvergi í Þýzkalandi er ölið jafn samgróið þjóðinni og í Bayern. Þar má segja, að bjórinn sé bæði „matur og drykkur“ almennings. Þar eru heilslítra ölkrúsir mikið not- aðar á veitingastofunum. Þá er Bayarinn ánægður. En sumir þykjast geta fullyrt, að hvergi séu fleiri „kúluvamb- ar“ en í Bayern. — Og i eld- húsinu nota húsmæðurnar mikið öl í mat, í stað mjólkur eða vatns. Vitanlega einkum í ýmsar súpur. En í ýmsar út- gáfur hinna heimsfrægu bay- arabjúgna er líka notað öl í deighræruna. Þó munu ekkí dæmi til þess, að menn hafi „étið sig fulla“ á þessum mat. Þeir hafa aðeins étið sig sadda. ESSKÁ. Fræðslumyrcdasýningar Framleiðsluráðs TIL þess að srtuðla að betri með- ferð og betri framleiðsluháttum á sláturfjárafurðum, hefur Fram leiðsluráð landbúnaðarins geng- izt fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk sláturhúsanna. Slík námskeið hafa verið haldin und- anfarin tvö haust. Núna í haust hefur Fram- I'eiðsturáðið ekki haldið nám- skeið, en aftur á móti gengizt fyrir sýningum á fræðslumynd- um fyrir starfsfólk sláturhús- þess að leita að nýjum hum- ar- og rækjumiðum. Hafa fiskifræðingar verið hafðir með í ráðum um þessi mál. Er það góðra gjalda vert, að hafizt hefur.verið handa um leit að slíkum miðum, þar sem mjög ólíklegt er að rækju og humar sé ekki að finna víðar í flóum og fjörðum en þar sem þessar veiðar hafa verið stundaðar undanfarin ár. Ber því brýna nauðsyn til þess að leggja aukna áherzlu á leit að nýjum miðum. Hum- ar og rækja eru svo verðmæt- ar útflutningsafurðir að einsk is má láta ófreistað til þess að auka útflutning þeirra. Aukin vinnsla þeirra gæti einnig orðið til þess að auka atvinnu og bæta úr atvinnu- ástandi einstakra byggðaT- laga. anna. Jón Reynir Magnússon, verkfræðíngur, og Jónmundur Ólafsson, kjötmatsformaður, hafa sýnt og skýrt þessar fræðslumyndir ásamt Sigurði Björnssyni yfirkjötmatsmanni. Fræðslumyndir þessar voru fengnar að láni hjá New Zea- lamb Lamb Information Bureau í London og hjá Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna í Reykjavík. Myndirnar, sem sýndar voru í flestum sláturhúsum á Norður- og Austurlandi, svo og í Borgar- nesi og á Selfossi, fjölluðu um búfjárrækt og slátrun á sauðfé á Nýja-Sjálandi og um heilbrigð isskoðun og eftirlit með kjöti og Bráðapes! veldur tjóíii VALDASTÖÐUM: — Óvíða mun bráðapestin hafa drepið eins mikið og hér í haust á fáum bæj- um, þó mest hjá einum bónda í Hvammsvík. Er hann nú búinn að missa 10 lömb úr bráðaprest á þessu hausti. Á Valdastöðum hafa fundizt 4 dauð og á Gríms- stöðum 3. En aðrir í nágrenninu nafa misst minna. Þó hefir sumt af þessum lömbum, sem drepízt hafa, verið bólusett. Heldur mun það sjaldgæft, að ær beri um þettta leyti árs. Þó bar það við á Grímsstöðum, þeg- ar smalað var þar síðast, að ær fannst þar nýborin með fallegu og frísku lambi. Jarðabætur munu hafa verið hér með allramesta móti í sumar. kjötvörum í Bandaríkjunum. Jafnframt sýningum á myndt- um þessum voru veittar leiðbein ingar og upplýsingar um méð- ferð og verkun afurðanna á hverjum stað. Ekki var unnt að heimsækja alla sláturstaði að þessu sinni, Rind og ltunb syndn úr Æðey til londs ÞÚFUM, N.-ís, i okt: — Helgi bóndi Þórarinsson í Æðey er vanur að hafa örfáar kindur á eynni yfir sumarið, en annara flytur hann sauðfé á land árlega, upp á Snæfjallaströnd, og sv» fcefir verið gert frá öndverðu, enda eru sauðlönd góð á Snae- fjallaströnd til sumargöngu. í sumar verður hann þess var að einnar árinnar, ásamt lamfai hennar er vant, er á eyjunni áttu að vera. Hugði hann að ærin hefði farizt á einhvern hátt, flætt og farið í sjóinn, sem kemur fyrir. En þegar leitað er í haust á Snæfjallaströnd, kemur ærin þar fram ásamt lambi sínu vænu, svo auðsætt er að ærin og lamfa hennar hefir synt á land.. Eru það 2 sund, annað allt breytt, en hitt styttra. Sennilegt er að ærin og lambið hafi synt fyrst í hólm- inn, sem er á þessari leið og síð- an úr hólminum til lands á Snæfjallaströnd. Segist Hetgi bóndi ekki hafa heyrt þess getið, að sauðfé hafi synt þessa leið, og er þetta sérstætt sundafrek hjá kindunum. — P.P,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.