Morgunblaðið - 13.10.1964, Side 15

Morgunblaðið - 13.10.1964, Side 15
Þriðjudagur 13. okt. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 Brezkti kosningarnar: Verkamannaflokkurinn þarf aö vinna 60 ný þingsæti Ihaldsflokkuriiin hefur stjórnað Bretlandi s.!. 13 ár Myndin sýnir hvernig: pendúll brezkra stjornmála hetur sveifiazt siðan árið 1833 eða í 133 ár. Til vinstri ílialdsflokk- urinn og bandamenn hans. Til hægri Frjálslyndi flokkurinn og Yerkamannaflokkurinn og bandamenn þeirra. ALLUR heimurinn fyigist nú með kosningunum i Bretlandi af áhuga og eftirvæntingu. Ber þar margt til. Bretland er rótgrón- asta lýðræðis- og þingræðisiand heimsins. Brezkar þingræðis- venjur hafa haft víðtæk áhrif á þróun þingræðis og lýðræðis um allan hin frjálsa heim. Það þing, sem nú hefur verið rofið, hefur setið lengur en nokk- urt brezkt þing hefur áður set- Ið, ailt frá 1911, að kjörtimabilið var stytt úr sjö árum í fimm ár. Það hefur setið allt kjörtíma- bilið eða rétt fimm ár. En yfir- leitt hafa þingkosningar farið fram í Bretlandi áður en kjör- tímabili er að fullu lokið. Ríkis- stjórnir hafa þá gjarnan valið þann tima til kosninga, sem þær hafa talið sér hagstæðastan. thaldsflokkurinn hefur stjórnað í 13 ár. Þær kosningar, sem nú fara fram til neðri málstofunnar, eru einnig að því leyti sérstæðar, að sami flokkur, íhaldsflokkurinn, hefur nú farið samfleytt með vötd í þrettán ár. Hann bar sig- urorð af Verkamannaflokknum í þingkosningunum 1951, 1955 og 1959. Þetta er lengsta samfellt valdatímabil eins stjórnmála- flokks í Bretlandi á þessari öld. Þegar á allt þetta er litið sætir engri furðu, þótt mikil eftirvænt- ing ríki um úrslit kosninganna 15. okt. n.k., ekki aðeins í Bret- landi, heldur og víða um heim. Allt fram á mitt þetta sumar hafa skoðanakannanir og kosn- ingaspár í Bretlandi verið Verkamannaflokknum mjög í vil. Sigrar hans í 5 aukakosningum og bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingum bentu tvímælalaust, til þess, að Bretar myndu skipta um stjórnarforystu í kosningunum á komandi hausti. íhaldsflokkur- inn og stjórn hans hafði einnig orðið fyrir hverju áfallfnu á fæt- ur öðru á þessu síðasta kjörtíma- bili. Má þar m.a. nefna útilokun Breta frá sameiginlega markaðn- um vegna afstöðu de Gaulle Frakklandsforseta, Profumo- hneykslið, vaxandi tímabundið atvinnuleysi og deilur og átök um foringjaval innan Ihalds- flokksins. En þrátt fyrir allt þetta er nú •vo komið, að skoðanakannanir í Bretlandi eru teknar að spá íhaldsflokknum sigri. Hann hef- ur stöðugt verið að vinna á Verkamannaflokkinn. Nú síðustu daga hafa þó sigurhorfur Verka- mannaflokksins aftur farið batn- •ndi. Einhuga flokkar Sir Alec, forsætisráðherra, hef- ur reynzt dugmikill og laginn leiðtogi, sem fellur almenningi vel í geð. Honum hefur tekizt að setja niður deilur innan íhalds fglokksins og sameina flokkinn um eiphuga baráttu til þess að rétta hlut sinn. Svipað má raunar segja um leiðtoga Verkamannaflokksins, Harold Wilson. Eftir að hann var kjörinn leiðtogi flokksins fyr- ir tæpum tveimur árum hefur sú óeining, er í honum ríkti um árabil undir forystu Hugh Gait- skell, rénað mjög. Mun almennt álitið, að Verkamannaflokkurinn gangi nú sterkur og sameinaður til þessara kosninga. Róttækari öflin innan hans urðu ofan á þegar Wilson var kjörinn leið- togi hans. Má vera að það hafi skapað tortryggni nokkurs hluta millistéttanna gagnvart stefnu hans. Það er eftirtektarvert í sam- bandi við þessar kosningar, að höfuðleiðtogar hinna tveggja að- alflokka, Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins, eru báðir til- tölulega lítt reyndir menn í for- ingjahlutverki. Sir Alec, sem er 61 árs gamall, hefur aðeins verið forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsflokksins í um það bil eitt ár. Harold Wilson hefur hins veg- ar verið foringi síns flokks í tæp tvö ár og er 48 ára. í brezkum blöðum ber nú mjög á þeirri skoðun, að kosningabaráttan sé í ríkari mæli en áður háð um persónuleika hinna tveggja flokksforingja, sem báðir leggja höfuðkapp á að kynna sig brezk- um kjósendum, og falla þeim sem bezt í geð. í byrjun þessa árs var al- mennt talið, að þingkosningar í Bretlandi mundu fara fram í maí eða í síðasta lagi í júní. En sir Alec dró kosningarnar eins lengi og honum var unnt. Hann gerði sér ljóst, að straumurinn hafði legið með Verkamannaflokknum og íhaldsflokkurinn hafði engu að tapa en allt að vinna með því að draga kosningarnar til hausts- ins. Ef eitthvað má marka kosn- ingaspár og skoðanakannanir virðast íhaldsmenn greinilega hafa hagnazt á drætti kosning- anna. Að þessu sinni á að kjósa 630 þingmenn í jafnmörgum almenn- ingskjördæmum til Neðri mál- stofunar. Allir eru þessir þing- menn kosnir meirihlutakosningu og engum uppbótarþingsætum er úthlutað. Áður kusu háskólarnir og kaupsýslumenn í City í Lond- on nokkra þingmenn til setu í neðri málstofunni. En stjórn Verkamannaflokksins afnam þá skipan á valdatímabili sínu 1945 —1950 gegn harðri andstöðu íhaldsmanna, sérstaklega að því er snerti þingsæti háskólanna. Meðalfjöldi kjósenda í hinum brezku einmenningskjördæmum er um 56 þúsund. Strangar regl- ur eru í lögum um það, hve miklu fjármagni frambjóðandi má eyða í kosningabaráttu sinni. Hámark kosningakostnaðar ein- staks flokks i meðalkjördæmi má nú vera 900 sterlingspund, eða rúmlega ein milljón íslenzlcra króna. Tryggingarfé frambjóðenda Þegar frambjóðandi afhendir formanni kjörstjórnar í kjördæmi framboð sitt, verður hann að láta fylgja Því 150 sterlingspunda tryggingarfé eða rúmlega 18 þús. ísl. kr. Hljóti frambjóðandinn ekki '1/8 hluta greiddra atkvæða í kjördæminu tapar hann þess- ari fjárupphæð, sem rennur þá í ríkissjóð. Er þetta gert til þess að hindra framboð smáflokka og óháðra frambjóðenda, Er það al- gengt að fjöldi frambjóðenda tapi tryggingarfé sínu við hverjar þingkosningar. Við kosningarnar 1959 töpuðu t.d. 116 frambjóð- endur tryggingarfé sínu. Verst urðu frambjóðendur frjálslynda flokksins þá úti, 55 þeirra náðu ekki 1/8 hluta greiddra atkvæða i kjördæmum sínum. Sautján frambjóðendur kommúnista- flokksins urðu fyrir sama áfalli, eða nær allir frambjóðendur flokksins. Aðeins tveir íhalds- menn og einn frambjóðandi Verkamannaflokksins töpuðu tryggingarfé sínu I þessum kosn- ingum en hins vegar 41 óháður frambjóðandi. f kosningunum árið 1950 töp- uðu hvorki meira né minna en 319 frambjóðendur Frjálslynda flokksins tryggingarfé sínu. En flokkurinn hafði þá yfir 400 fram bjóðendur í kjöri. Frá því árið 1918 að ákvæði um setningu tryggingarfjár var lögtekið hafa 1673 frambjóðend- ur tapað tryggingarfé sínu. Sam- tals hefur því ríkissjóður hagn- azt um 251 þús. sterlingspund eða um 8,3 millj. ísl. kr. á bjartsýni fylgislítilla frambjóðenda sl. 46 ár. f þessum kosningum eru um 35 milljónir manna á kjörskrá í Bretlandi. Af þeim eru nokkuð á þriðju milljón kjósenda ungt fólk, sem kýs nú í fyrsta skipti. Lóð þess á hina pólitísku vogar- skál getur því orðið þungt og áhrifamikið. Mega tapa 40 þingsætum Úrslit síðustu kosninga til neðri málstofunnar, er fram fóru í október 1939, urðu þau, að íhaldsflokkurinn hlaut 365 þing- menn kjörna, Verkamannaflokk- urinn 258, Frjálsyndir 6 og aðrir eitt þingsæti. Þetta eina þingsæti var þingsæti forseta neðri mál- stofunnar, sem talinn er standa flokkum ofar og oft ekki boðið fram á móti honum. Atkvæði skiptust þannig milli flokkanna, að íhaldsmenn hlutu rúmlega 13,7 millj. atkvæða og 49,4%, Verkamannaflokkurinn 12,2 millj. og 43,8%, Frjálslyndi flokk urinn 1,6 millj. atkvæða og 5,9% og aðrir frambjóðendur 255 þús. atkvæði eða 0,9%. íhaldsflokkur- inn fékk þannig 100 atkvæða meirihluta í neðri málstofunni við þingkosningarnar 1959. Hann bætti við sig 21 þingsæti frá kosningunum 1955 en Verka- mannaflokkurinn tapaði 19. Almennt er nú talið að íhalds- flokkurinn megi tapa allt að 40 þingsætum til Verkamannaflokks ins í þessum kosningum, en hafi samt sæmilega möguleika til þess að stjórna áfram, en þá með aðeins 20—30 atkvæða þing- meirihluta. En minni meirihluti er ekki talinn nægja neinni rík- isstjórn í Bretlandi til þess að hún geti talizt sæmUega starf- hæf. Flokkarnir, sem um er barizt Ástæða er til þess að rifja upp í stórum dráttum sögu þeirra þriggja stjórnmálaflokka, sem nú eiga sæti í brezka þinginu. íhaldsflokkurinn er elztur þess ara flokka, a.m.k. 300 ára gamall. Sá leiðtogi hans sem ber hæst á 19. öldinni, þegar flokkar og stefnur eru að mótast og færast í fastara horf, er Benjamin Disraeli, stórbrotinn hæfileika- maður og mælskusnillingur. Und- ir forystu hans eru byggð upp flokkssamtök um allt Bretland og hin konservatíva stjórnar- stefna mörkuð greinilegar en áð- ur. Hinn gamli íhaldsflokkur studdi kóng og krúnu af alefli og efling heimsveldis Breta var eitt af höfuðstefnumálum hans. Hann á í harðri baráttu við Wiggana og síðan arftaka þeirra, Frjálslynda flokkinn, sem einnig á rætur sínar langt aftur í öld- um. Mikinn hluta 19. aldarinnar og Viktoríutimabilsins eru íhalds- menn í minnihluta en Frjálslyndi flokkurinn er þá forystuflokkur Bretlands. Það sem af er hinni 20. öld hafa íhaldsmenn hins veg- ar lengstum haft stjórnarforystu í Bretlandi. Á tveim fyrstu ára- tugunum er Frjálslyndi flokkuiv inn viðriðinn stjórn og eftir 1920 myndar Verkamannaflokkurinn þrjú ráðuneyti, sem öll sitja að- eins stuttan tíma eins og nánar verður að vikið. Helztu leiðtogar íhaldsflokks- ins sl. 30 ár eru þeir Stanley Baldwin, Nevil Chamberlain, Winston Churchill, Anthony Ed- en, Harold Macmillan og nú síð- ast sir Alec Douglas Home. Allir þessir menn hafa verið forsætis- ráðherrar Bretlands á tímabilinu 1935—1964. Framhald á bls. 19. Húsakynni Nedri málstofunar frá 1853.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.