Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. okt. 1964 I)r. Benjamín Eiríkssons í NOREGI í NOREGI rekur íslendingurinn sig fljótlega á margt sem minnir hann á hinn norska uppruna ís- lenzku þjóðarinnar: svipur fólks- ins, málið, örnefnin, hugsunar- hátturinn og sagan, og siðast en ekki sízt viðhorf Norðmannanna til gestsins. í síðastliðnum mán- uði fór ég ferð um Noreg, fyrst til Oslóar, en síðan til vestur- strandarinnar. Varð ég mjög álþreifanlega var við þetta. Iðulega bregður fyrir svip sem tninnir mjög á einhvern kunn- ingja heima. Á Sunnmæri heyrði ég oft hina fornu neitun gi mjög skýra: veit-gi. Hún er þar enn í fullu gildi. Og í eyrum klingja sífellt staðarnöfn sem hljóma líkt og nöfnin heima. Á Sunnmeeri eru langir og djúpir firðir og fyrir ströndinni miklar eyjur. t>ar er eyja ein, sem nú heitir Hareid, en sem fyrr mun hafa heitað Haðarey. Við ókum út með ströndinni til vesturs. Rétt fyrir utan smábæ sem þar er, er Ulsteinsvik heitir, liggja nokkrir sveitabæir í röð meðfram ströndinni. Undirlendið er lítið með ströndinni og fjöllin há. Þar liggja saman tveir bæir og heitir annar Skei en hinn Flö (áður Floe), það er að segja Skeið og Flói. Við Flóa skerst dálítill flói inn í ströndina. Á ís- landi liggja líka saman Skeið og Flói, en þar eru það ékki lengur bæjarnöfn, heldur sveitir. Hand- an sundsins liggur Saunes, þ. e. Sauðanes. Og þarna eru bæjar- nöfn eða örnefni eins og Hvíti- dalur og Hvítanes. Rétt hjá þess- um bæjum sem ég nefndir eru fornir haugar. Dysjarnar Uggja í hirðuleysi og er ein opin. í henni miðri er ferhyrnd gröí, ein- kennilega mjó, hlaðin úr hellu- Ur Geirangursfirði. fllsum, og minnir mest á hleðsl- una á laug Snorra Sturlusonar. Mér var sagt að Rotary klúbbur- inn í Ulsteinvik ætlaði að láta gera gangskör að því að fá graf- irnar lagfærðar og varðveittar. Á Bygdö fyrir utan Oslo og á byggðasafninu í Lillehammer eru til sýnis margar fornar bygging- ar. Þarna er talsvert af húsum, sem munu lík þeim er forfeður vorir byggðu þegar þeir settust fyrst að á fslandi. Þarna eru bjálkalhús úr geysimiklum við- um, sum allt að sjö hundruð ára gömul. í þessum húsum hafa ver ið opnir eldar og reykurinn farið beint út um gat á þakinu. Rekkj- urnar eru stuttar. Menn sátu sem sé sitjandi upp við doggi Þeir sem sváfu undir berum himni sátu úti, höfðu „útisetur", með loðfeld yfir sér. Þannig skýrist margt við að skoða forna muni og þannig skýrist margt íslend- ingnum við að koma til Noregs °g sjá þar, og heyra. Ósjálfrátt hvarflar hugur land- ans heim til ættjarðarinnar, þég- ar hann skoðar hinar miklu forn- menjar Noregs, sem sjá má þarna í byggingum og söfnum. Hvað eigum við og hvað getum við gert? Við erum í þessum efnum skelfilega fátækir. Auðlegð okk- ar er á öðrum sviðum. En með lagi tekst stundum að gera mikið úr litlu. í Þjórsárdal eru til merkar rústir að Stöng. Það er ekki að- eins að þar sjáist greinilega öll húsaskipan, heldur eru þar tals- verðar leifar aðrar en grunnur- inn. Þar eru leifar eftir bæði fjós og smiðju. Yfir þessar rústir hef- ur tvívegis verið byggt. Fyrir þá ' peninga, sem í þetta hefur verið Alyktanir aðalfundar Verzlunarráðs Gjaldeyrisréttindi. Aðalfundur V.í. 1964 beinir þeim tiimælum til ríkisstjórnar- innar og Seðlabanka íslands, að öllum viðskiptabönkum landsins verði veitt heimild til að verzla með erlendan gjaldeyri. Fundur inn telur það ekki samrýmast frjálsium viðskiptaháttum að binda slika heimild við tvo ríkis banka. Opinber rekstur fyrirtækja. Með tilvísun til þess, að ríkis- stjórnin hefur nú þegar ákveðið að láta fara fram atbugun á rekstrarfyrirkomulagi Viðtækja- verzlunar ríkisins, beinir aðal- fundur V. í. 1964 þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að fulltrú- ar, tilnefndir af Verzlunarráð- inu verði aðilar að þeirri at- hugun. Jainframit leggur aðalfundur- inn ríka áherzlu á að samskonar athugiun fari fram á sem flest- um hliðstæðum opinberum fyrir tækjuim, Viðskipta- og verðlagsmálanefnd. Kfnahag-smál. Aðaifundur V. í. 1964 leggur ríka áherzlu á nauðsyn þess að jafnvægi haldist í efnahagsmál- um þjóðarinnar, því að það er óhjákvæmileg forsenda fyrir ör- uggum og jöfnum vexti þjóðar- tekna. Fundurinn skorar á stjórnar- völd og samtök atvinnurekenda og launþega að haga gerðum sínum þannig, að þær stuðli að því að trygigja efnahagslegt jafn- vægi og sporni gegn ríkjandi þenslu. Jafnframt beinir fundurimi þeim tilmælum til samtaka at- vinnuveganna og samtaka laun- þega, að þau hefji með sér raun- hæft samstarf í því skyni að kanna þær tálmanir í öllum greinum atvinnuiífsins, sem draga úr vexti þjóðarframleiðsl- unnar, og finna leiðir til að treysta grundvöll efnahagslífs- ins. Fundurinn msalist til þess við stjórn Verzlunarráðsins, að hún fylgi þessu máli fast eftir. Verðlagsrr.ál. Aðalfundur V. í. vill enn á ný lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að frjáls verðmyndun við nægilegt vöruframboð sé hentugasta fyr- irkomulag verðlagsmála og tryggi aimenningi hagstæðustu verzlunarkjör. Fundurinn bendir á, að þetta er samhljóða álit allra, sem verzlun og viðskipti sfcunda, jafn einkafyrirtækja og sam- vinnufélaga. Fundurinn telur því tímabaert, að nú þegar verði afnuimin þau verðlagsákvæði, sem ennþá eru í gildi. Viðskipta og verðlagsmál 2 Upplýsingastofnun. Aðalfundur V. í. 1964 vísar til „Tröllastigurinn" lagt, hefði mátt byggja upp bæ að Stöng. En til þess myndi fyrst hafa þurft hugsunina. Við mynd- um að vísu ekki fá bæ Gauks með því að byggja upp að Stöng, en við myndum eignast bæ, sem gæfi góða hugmynd um bæ hans. Og þetta væri vel vinnandi verk, með aðstoð sérfróðra manna frá Norðurlöndum. Menn vita í höf- uðatriðum úr hvaða efnum var byggt og hvernig byggingarefnin voru notuð. Kostnaðurinn ætti alls ekki að þurfa að vera ofviða íslenzka ríkinu. Þótt við í dag hugsuðum ekki hærra en það að hyggja bæ á bæjarstæði Gauks, þá koma síðari tíma menn og þeir munu áreiðanlega gera betur, ef búið er að vísa þeim veginn. Þeir munu byggja upp alla þá bæi sem hægt væri að finna í Þjórs- árdal. I sumum þeirra mætti jafn vel hafa afdrep fyrir ferðamenn. Þjórsárdalur er vinsæll ferða- mannastaður og hefur margt fag- urt að bjóða ferðamanninum. Og gott safn fornra húsa eða húsa, sem byggð væru á réttum stað í fornum stíl og sem gefa mundu góða hugmynd um byggðina eins og hún var í Þjórsárdal og víðast um ísland á landnámsöldinni, myndi laða margan ferðamann- inn þangað, og veita honum þar ómælda ánægju í hinu fagra og stórbrotna umhverfi. Ég ætla að ljúka þessari stuttu hugleiðingu um tengslin milli frændþjóðanna, með því að fara nokkrum orðum um hið mikla vandamál Norðmanna, málið. Ég var undrandi hve margt ég heyrði á Sunnmæri, sem hljóm- aði íslenzkulega í eyrum. f byggð um Noregs lífir mikið af hinu norræna máli, þrátt fyrir hið þýzkuskotna mál bæjanna. Væri þesskonar mál talað í bæjunum væri leiðin skömm yfir í hreina norrænu. Málið stendur ekki kyrrt. Hvergi hefi ég heyrt greinilegar málfarsbreytinguna en í Svíþjóð seinasta aldarfjórð« unginn. Eftir 100 ár — eftir 500 ár — þá tala Norðmenn hvorki landsmál né ríkismál. Spurning- in er aðeins: hvert ætla þeir að stýra þróuninni? Reynsla ís- lendinga ( og raunar Færeyinga líka) sýnir, að það er hsegt að stýra þróun málsins. Og reyns'a ísraelsmanna sýnir að heil þjóð getur auðveldlega tekið upp nýtt mál — ef hún vill. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst sálræns eðlis. Er óskin fyrir hendi? Norðmenn þeir sem lifa í dag, geta ráðið því, hvaða mál norska þjóðin talar eftir 100 ár eða ^00 ár, en það verður, áreiðanlega hvorugt þeirra mála sem talað er í dag. Spennan milli þeirra breytir þeim, þótt engu væri öðru til að dreifa. Hversvegna taka Norðmenn ekki upp norrænu? Þeir gætu eftir sem áður talað og lesið bæði landsmál og ríkismál, eins og Is- lendingum er tiltölulega auðvelt. En þeir myndu hnýta aftur þræS ina til fortíðarinnar. Þeir myndu láta nokkuð af sambandi sína við erfðir seinustu 500 ára, en öðlast í staðinn samband við langt tima bil eldri sögu sinnar. Hin norska þjóðarsál myndi þekkja sjálfa sig betur. Spurningin er fyrst og fremst um andlegan mátt, um lífsvitund og lífsþrótt, en einnig um stál viljans: hæfileikann til endurnýjunar, hæfileikann til að skapa. samlþykktar síðasta fundar uan ávísanaiviðskipti og lýsir ánægju með þær ráðstafanir, er Seðla banki íslands hefur beitt sér fyrir um aðhald í tékkaviðskipt- um, Fundurinn telur tímabært, að bankar og peningastofnanir taki upp nánara samstarf en verið hefur varðandi upplýsing ar viðskiptalegs eðlis. Telur fundurinn æskilegt, að komið verði á fót sameiginlegri skrif- stofu undir forustu Seðlabanka íslands, er veitt geti almennar upplýsingar um áreiðanleik ein- staklinga og fyrirtækja í við- skiptum, með það fyrir augum að auka aðhald og efia viðskipta siðferði. Utanríkisviðskipti. Aðalfundur V. í. 1964 telur varhugavert að einskorða inn- flutning á ákveðnum vöruflokk um við jafnkeypislönd, þannig að samkeppnisstaða geti ekki skapazt við slík innkaup. Aukið frjálsræði í viðskiptum hefur reynzt neytendum hag- stætt vegna lækunar á verði og aukinnar vörugæða. Fundurinn harmar, að frjálsræði það í innflutningi, sem hófst 1960, hafi ekki verið aukið svo, sem vonir stóðu til. Skattamálanefnd. Aðalíundur V. í. telur nauð- synlegt, að eftirtaldar breytingar verði gerðar á lögiim og reglum um skatt- og útsvarsgreiðslur fyrirtækja, svo að eðlileg og heilbrigð fjármagnsmyndun geti átt sér stað til éflingar atvinnu- lífi landsins. 1. Að öllum atvinnufyrirtækj- um, sem hliðstæðan rekst- ur hafa með hönduim, einka- fyrirtæikjum, samvinnufyrir- tækjum og fyrirtækjum rík- isins og bæjarfélaga, sé gert að greiða skatta og útsvör eftir sömu reglum, þannig að þau starfi í þessu efni við jafna aðstöðu. 2. Að aðstöðugjaldið verði lagt á rekstrarkostnað fyrir- tækja, en ekki jafnframt á kostnaðarverð efnis og vöru, og að það verði þá hið sama fyrir allar atvinnugreinar. Að öðrum kosti skapast mis- ræimi milli fyrirtækja og sama varan verður skattlögð misjafmega oft eftir atvik- UIIL Framihald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.