Morgunblaðið - 14.11.1964, Side 6
6
MORCU NBLAÐIÐ
Laugardagur 14. nóv. 1964
ÚTVARP REYKJAVÍK
SUNNUDAG 1. nóv. flutti Stein-
grímur J. Þorsteinsson síðara er-
indi sitt um Einar Benediktsson,
skáld, og ræddi nú um skáldskap
hans. Var það vandað og efnis-
mikið erindi sem hið fyrra. Um
kvöldið stjórnaði Benedikt Grön-
dal spjalli um kosningar í Banda
ríkjunum, og siðar um kvöldið
hófst nýr þáttur: „Kaupstaðimir
keppa“. Sjá þeir Birgir ísleifur
Gunnarsson og Guðni Þórðarson
um þann þátt. Er þetta spurn-
ingakeppni milli kaupstaða
landsins. Að þessu sinni kepptu
Ólafsfjörður og Sauðárkrókur,
og sigraði Sauðárkrókur með yf-
irburðum. Hlustendum er ein-
dregið ráðlagt að missa ekki af
þessum þætti í framtíðinni.
Friðjón Stefánsson, rithöfund-
ur, talaði um daginn og veginn
á mánudagskvöld. Ræddi' hann
m.a. um það, hve íslendingar
væru óvandlátir með lestrarefni
og vildi láta gera meira af því
að kenna fólki
að meta góðar
bókmenntir. —
Sagði hann, að
WL Jþað mætti líkja
Wk við Þekking-
mT1m^wrskort * al-
f'mennum um-
Pr JjÉjk gengnisvenjum
■' *jjr ÆpS.ati kunna ekki
" ■' ^'^að meta góðar
bókmenntir. —
Ekki skilgreindi Friðjón,
hvað hann ætti við með góðum
bókmenntum og hvað með slæm
um. Hefur líklega ætlað hlust-
endum þann þroska að skera
úr um það. En um þetta vill
stundum verða ágreiningur.
í mínu ungdæmi, svona á ár-
unum 1930—1940, voru t.d. bæk-
ur Halldórs Laxness alls ekki
taldar „góðar bókmenntir" þar
sem ég þekkti til. Þótti nánast
hneyksli, ef nokkur maður átti
bók eftir Laxness, að maður nú
ekki tali um, ef hann sást líta í
hana. Nú munu hinar sömu bæk-
ur almennt taldar góðar.
Sjálfur á ég bók, sem nefnist
„Zhivago læknir" og er eftir
rússneskan höfund, Boris Past-
ernak. Höfundur var sæmdur
Nóbelsverðlaunum fyrir bókina,
en mér er tjáð, að i heimalandi
höfundar sé þetta ekki talin góð
bók.
Þannig mætti víst lengi telja.
Skilningstré góðs og ills er
marggreinótt og ber ávexti fleiri
en einnar tegundar. En auðvit-
að er ekki hægt að telja upp all-
ar góðar bækur í stuttu útvarps-
erindi, og auk þess ræddi Friðjón
fleiri málefni, og var erindi hans
í heild gott og frábæTlega vel
flutt.
Á mánudagskvöld hófst á nýj-
an leik hinn vinsæli þáttur:
„Spurt og spjallað í útvarpssal“
í umsjá Sigurðar Magnússonar.
Þátttakendur að þessu sinni voru
þeir Eyjólfur Konráð Jónsson,
ritstjóri, Guðm. H. Garðarsson,
viðskiptafræðingur, Haukur
Helgason, bankafulltrúi og Pétur
Pétursson, forstjóri. Spurningin,
sem um var fjallað var svohljóð-
andi:
„Á að koma upp stóriðju á fs-
landi“?
Fljótlega kom þó í ljós, elns
og Guðmundur benti á, að rétt-
ara hefði verið að orða spurn-
inguna svo: „Hvers konar stór-
iðju ber að leggja áherzlu á að
koma upp á íslandi“? Allir ræðu
menn„voru nefnilega, sem vænta
mátti, hlynntir stóriðju hérlend-
is. Ágreiningur var hins vegar
um það, hvaða tegundir stóriðju
væru mikilvægastar fyrir okkur
og einnig um hitt, hvort rétt væri
að leyfa verulega erlenda fjár-
festingu hér á landi, til að koma
fótum undir nýjar iðngreinar.
Þeir Eyjólfur og Pétur voru
þess eindregið hvetjandi, að
reynt yrði að fá erlenda aðila
til að festa fé hér á landi í nýj-
um greinum stóriðju, s. s. alum-
iníumverksmiðju og olíuhreins-
unarstöð. Að sjálfsögðu vildu
þeir jafnhliða láta efla núver-
andi atvinnuvegi. En Pétur taldi,
að vafasamt væri, að núverandi
atvinnuvegir okkar gætu staðið
.einir undir hinni væntanlegu
fólksaukningu hér næstu áratug-
ina. Hann sagði, að svo gæti far-
ið, að kjarnorkan leysti bráðlega
raforkuna af hólmi og því færi
kannski að verða hver síðastur
fyrir okkur að selja orku fossa
og fallvatna. Því bæri að vinna
að því, með forsjá þó, að afla er-
lends fjármagns, til að reisa hér
stóriðjuver, knúin vatnsorku.
Eyjólfur sagði að því færi
fjarri, að erlent fjármagn sækti
mjög hingað til lands. Upp á síð-
kastið hefði þó orðið vart nokk-
urs áhuga í þá átt og væri það
fásinná ,ef við slægjum hendinni
á móti erlendri fjárfestingu hér,
til að reisa í fyrsta lagi aluminí-
umverksmiðju og væntanlega
olíuhreinsunarstöð, eins og nú
mun á döfinni. Hann sagði, að
sumir sæju einhverja geisimikla
hættu við að hleypa takmörkuðu
0 Þórólfur seldur
Þórólfur knattspyrnukappi
gengur nú kaupum og sölum.
Það er hálf óviðkunnanlegt að
sjá í blaðafyrirsögnum, að menn
hafi verið „seldir“. En í heimi
íþróttanna þykir þetta sjálfsagt
og eðlilegt — og mér skilst, að
hinn seldi hagnist líka á þessu
eins og hinir og sé síður en svo
mótfallinn viðskiptunum.
Auk þess sem Þórólfur er KR-
ingur er hann líka prentari að
iðn — og ég var að segja það
við prentarana okkar, að von-
andi væri þetta aðeins upphaf-
ið: Tækifæri mundi gefast til
að selja fleiri prentara úr landi,
þótt síðar verði!!
0 Auknar gjaldeyris-
tekjur
ísafjörður virðist hafa
mikið aðdráttarafl nú orðið,
a.m.k. ef tekið er tillit til hinna
tíðu heimsókna brezkra togara
þangað. Það eru ekki allir tog-
arakarlár, sem skelía 260 þús-
und krónum á borðið, þótt þeir
verði aðnjótandi hinnar annál-
uðu íslenzku gestrisni — en
erlendu fjármagni inn í landið.
Þá hættu kvaðst hann ekki fá
greint, enda hefði hano aldrei
séð eða heyrt þá skoðun studda
haldbærum rökum.
Þeir Haukur og Guðmundur
voru sammála um það, að af-
færasælla mundi að efla fremur
núverandi atvinnuvegi okkar,
fiskútgerð og fiskvinnslu, land-
búnað og þann
iðnað, sem nú
væri fyrir hendi,
heldur en að
koma á fót nýj-
um atvinnugrein
um með erlendu
fjármagni. Taldi
Guðmundur, að
hinar fyrirhug-
uðu nýiðnaðar-
framkvæmdir yrðu hvort eð væri
lítilvægur þáttur í atvinnulífi
okkar, a.m.k. miðað við þær
auknu gjaldeyristekjur, sem
mögulegt væri að afla með vax-
andi fiskiðnaði. ’ Hann virtist
ekki telja hættulegt út af fyrir
sig að hleypa erlendu fjármagni
inn í landið, nánast óhagkvæm-
ara efnahagslega en að nýta bet-
ur þær atvinnugreinar, sem þeg-
ar væru fyrir hendi. Haukur
taldi hins vegar að hætta kynni
að vera fólgin í erlendu fjár-
magni til stóriðjuframkvæmda,
þótt nokkuð reyndist honum taf-
samt að rökstyðja þá skoðun.
Þannig greindi menn nokkuð
á um það, hvaða tegundir stór-
iðju væru æskilegastar og ábata-
samastar fyrir okkur og rök
manna gengu nokkuð í misvíxl,
eins og verða vill í heitum kapp-
ræðum. En í heild voru umræð-
urnar mjög fróðlegar og skemmti
legar, og er hlustendum ætlað
að halda þeim áfram.
þetta gera þeir brezku og þá
virðist ekki muna mikið um
það.
Sjávarþorpin úti á landi afla
mörg tiltölulega mjög mikils
gjaldeyris miðað við fólksfjölda,
ótrúlega mikils, með fram-
leiðslu og útflutningi sjávaraf-
urða. ísfirðingar hafa sennilega
ekki verið fremstir í flokki
hvað þetta snertir á undanförn-
um árum, en ef fram fer sem
horfir, verður hlutur þeirra
ekki dónalegur eftir árið 1964,
því þeir brezku borga vel fyrir'
sig.
0 Á tímamótum
Undanfarna daga hafa um-
boðsmenn Flugfélags íslands
setið á rökstólunum í Reykja-
vík og gert sínar áætlanir fyr-
ir næsta ár. Flutningar félags-
ins hafa verið meiri á þessu ári
en áður og vonandi helzt sú
þróun. En hér verður félagið
nær eingöngu að treysta á mátt
sinn og megin — og miðað við
stærð þess og fjárráð er kynn-
ingarstarfsemi þess á íslandi er-
lendis athygilsverð. Það hefur
Helgi Hjörvar hélt áfram að
ræða um konur á Sturlungaöld
á miðvikudagskvöldið. Þá sem
fyrr voru konur misráðhollar. Að
gefnu tilefni vék Helgi að þeim
afskaplega ótta, sem mönnum
stóð áður fyrr af helvíti, menn
létu jarðneska hagsmuni og tíð-
um lífið sjálft, fremur en eiga
von á að hreppa þann áfanga-
stað.
Hvernig skyldi það vera með
helvítisóttann nú? Skyldi nokkur
setja af sér strætisvagn, til að
kaupa sig frían af helvíti nú til
dags?
Á kvöldvökunni voru tvö ágæt
erindi. Hallgrímur Jónasson
kennari, sagði frá ferðalagi til
Noregs, sem hann fór með nokkr
um nemendum kennaraskólans á
síðastliðnu sumri. Var það fyrra
erindi. Hallgrímur er einn af
þeim fáu útvarpsmönnum, sem
segir þannig frá, að allir múrar
hrynja milli flytjanda og hlust-
anda og sá síðartaldi situr eftir
með notalega tilfinningu persónu
legra kynna, þótt hann hafi aldrei
manninn séð.
Síðara erindið flutti séra Felix
Ólafsson. Var það um danska
sálmaskáldið Brorson (1694—
1764), flutt í tilefni tveggja alda
ártíðar skáldsins. Erindi þetta
var mjög fróðlegt, borið uppi af
trúarhita og kom manni í gott
kvöldbænastuð, og svaf maður
nú allt til morguns.
Á fimmtudagskvöld talaði
Jónas Pálsson sálfræðingur um
skólaþroska og námsárangur
barna. í erindi þessu kom fram,
raunar ekki óvænt, að náms-
árangur barna þarf ekki að hald-
ast í hendur við almennar gáfur
þeirra. T.d. hefur líkamsþroski
nemendanna einnig mikið að
segja i þessu sambandi, eins og
meðal annars kemur fram í því,
að stúlkijr sýna yfirleitt nokkru
meiri skólaþroska á fyrstu náms-
árum en drengir. En sem kunn-
ugt er, þá eru stúlkixr almennt
bráðþroskaðri líkamlega en
drengir. Margt fleira fróðlegt
gengið mjög rösklega fram á
þessu sviði, því hagur þess fer
að miklu leyti eftir því hve
margir útlendingar vilja heim-
sækja ísland.
Félagið stendur nú á tíma-
mótum, því allsherjar endur-
nýjunar á flugflotamun er þörf.
í innanlandsflugi hefur stefnan
verið mörkuð með kaupum á
fyrstu vélinni af Fokker Friend
ship-gerð og mun koma þeirrar
vélar væntanlega marka tíma-
mót í samgöngum okkar innan-
lands.
Vonandi verður þess skammt
að bíða að félagið sjái sér fært
að stíga hitt skrefið — og það
stóra: Ákveða hvaða flugvéla-
tegund verði heppilegust til að
leysa DC-6b og Viscount af
hólmi á millilandaleiðum félags
ins.
Ljóst er, að engum breyting-
um verður við komið fyrir
næsta sumar, en vonandi verða
þær vorið 1966. Mér skilst, að
Flugfélagsmenn hafi nú mestan
áhuga á nokkrum þotutegund-
um. Vonandi heyrum við loka-
kom fram í þessu vandaða erindl
Jónasar.
Á föstudagskvöld hósft nýr
þáttur, sem nefnist: „Lög og rétt-
ur“, og mun honum ætlað að
vega upp missi þáttarins „Af
vettvangi dómsmálanna", sem
Hákon Guðmundsson flutti um
árabil og allt fram á sl. sumar,
við góðan orðstír. Stjórnendur
hins nýja þáttar eru tveir lög-
fræðingar, Logi Guðbrandsson
og Magnús Thoroddsen. Hákon
hafði byggt upp sinn dómsmála-
þátt á mörgum árum og ekki
allra að fara í fötin hans. Hinir
nýju stjórnendur fóru þó ekki
illa af stað. Að þessu sinni ræddu
þeir einkum venjulegan gang
dómsmála hér á landi.
Sama kvöld flutti Stefán Guðna
son, læknir, fyrri hluta erindis
um tóbaksnotkun. Var þar bæði
rætt um skaðsemi hennar og saga
tóbaksins nokkuð rakin. Áður
fyrr þótti sá hirðmaður t.d. ærið
„sveitamannslegur", sem ekki
átti neftóbaksdósir og snússaði
sig framan í háaðlinn.
1 vikulokin á laugardag var
rætt um danskan klerk, sem á
80 rútubíla, nokkrar flugvélar og
a.m.k. eitt skip, sem hann flyt-
ur meðbræður sína í á 'milli
bænagerða. Enn mun hann ekki
hafa tekið geimför í þjónustu
sína, sem virðist þó koma sterk-
lega til greina, eftir því sem
kapítal hrekkur til.
Um kvöldið voru leiknar
„Myndir úr Fjallkirkjunni“ eftir
Gunnar Gunnarsson, áður
fluttar í Þjóð-
leikhúsinu í
vor, samantekn-
ar af Bjarna frá
Hofteigi og Lár-
usi Pálssyni. —
Gaman var að
myndum þess-
um, þótt leikur
væri mjög mis-
góður. — T. d.
fannst mér Valur GíslasOn ekki
skila Ketilbirni á Knerri nógu
Framhald á bls. 21
niðurstöðuna innan fárra mán-
aða.
0 Samvinna
Eitt dagblaðanna sagði frá
því á dögunum, að Loftleiðir
hefðu gert tilboð í hlutabréf
þau, sem Eimskip á í Flugfélagi
fslands. Vonandi ná íslenzku
flugfélögin einhverri samstöðu
án þess að annað gleypi hitt þótt
það sé svo sem ekkert óalgengt
í viðskiptalífinu að fyrirtæki
kaupi hvert annað upp.
Stóru flugfélögin úti um all-
an heim taka nú saman hönd-
um um alls kyns samvinnu
vegna stöðugt -f-axandi rekstrar
kostnaðar og harðandi sam-
keppni, sem oft og tíðum er báð
um eða öllum keppinautum
mjög óhagstæð. Það væri því
ekki óeðlilegt, að þessi islenzku
dvergfélög ynnu saman að ein-
hverju leyti þótt ekki semdist
um sameiningu þeirra. — Slík
samvinna gæti vafalaust stuðl-
að að þjóðarhag að mörgu leyti,
þótt alltaf væri hætta á að hún
kæmi að einhverju leyti niður
á þjónustu við farþega. En ein-
okun — hvort sem er í sam-
göngum eða á öðrum sviðum,
er „neytendum“ sjaldnast tif
hagsbóta.
Rauðu
Rafhlöðurnar
fyrir transistor viðtæki.
Bræðumir Ormsson
Vesturgötu 1 — Simi 1146?.