Morgunblaðið - 14.11.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. nóv. 1S64 — Skógræktarferð Framhald af bls. 15 dóttur og heimili Knud Ham- sun. Hádegisverð borðuðum við í fjaliahóteli Bessheim sem stend- ur á fögrum stað við Sjodals- vatn. Áfast við hótelið er gam- alt hús, sem nú geymir merki- legt byggðasafn. Mikið ber þar á fögrum útskornum munum, sem eru hrein listaverk. Athyglisverð ast fannst mér þar stór skápur af mjög óvenjulegri gerð og breið umgjörð um dyrnar á hús- inu, sem var snilldarlega útskor- in. Járnin á hurðinni voru einn- ig voldug og mjög skrautleg. Mjög margt var þar að sjá af merkilegum hlutum. Þegar við komum til Klones ■— það var nafn skólans, sem við bjuggum í — höfðum við aðeins tíma til að borða kvöldverð, því nm á messu í VSgö-kirkju, sem átti að hefjast kl. 8 um kvöldið. Vágökirkja er mjög forn, eins og margar kirkjur í Noregi. Hún er mjög skreytt með útskurði og giæsilegum litum. Enginn sér- stakur kirkjukór söng í kirkj- unni. Leikið var á orgel og svo sungu kirkjugestirnir. Eitt barn var skirt í messunni. Það er einkennilegt með alla kirkjugarða í Noregi, að hvergi sást upphlaðið leiði. Garðarnir eru sléttir grasfletir, ágætlega hirtir. Mikið er af legsteinum sem standa í beinum röðum og sýna að garðarnir eru mjög vel skipulagðir. Mikið er af skraut- blómum við legsteinana, mjög smekklega raðað eftir litum. Það stingur mjög í stúf við það sem við eigum að venjast hér á landi, að sjá hvað Norð- menn hirða vel sína kirkjugarða. Aliar kirkjur sem ég sá, voru með fallegum háum og reisuleg- um turnum, sem gerðu kirkjurn- ar svipmiklar og glæsilegar byggingar. f viðbót við þetta er svo allt það skraut, sem er inni í kirkjunum. Þetta á jafnt við um litiar sveitakirkjur og stórarj kirkjur í stærri bæjum. Auð- vitað er hlaðið meira af skrauti í stærri kirkjurnar, en aiúðin við kirkjuskreytingar er alls staðar auðsæ. Þriðjudaginn 18. ágúst fórum við alfarin frá Vágö. Við fórum með bíl til Otta, sem er allstór bær, ofarlega í Guðbrandsdal. f Otta skiptum við um farartæki og fórum þar í hraðlest, sem okk- ur virtist reyndar fara fremur hægt. Hún þurfti víða að stanza, en hvergi nema örlitla stund í einu. Víða er mikil náttúrufeg- urð þar sem farið er niður Guð- brandsdalinn að Lillehammer. Meðfram Mjösen er mjög skemmtileg leið, en það var tak- markað sem hægt var að njóta útsýnis um glugga lestarinnar. í Ósló gistum við í stóru skóla- húsi, en borðuðum á hóteli sem var alllangt frá skólanum. Seint um kvöldið kom flokkur ísleifs frá Rissa og gisti í sama skóla og við. Eftir það voru báðir hóp- arnir sameinaðir. Daginn eftir skoðuðum við Oslóborg. Fyrst skoðuðum við ráðhús borgar- innar, sem er glæsileg stórbygg- ing, skreytt listaverkum, sem sýna sögu Noregs frá fyrstu tíð og fram á síðustu ár. Þegar við komum í ráðhúsið var okkur af- hent eitt eintak hverju af all- stórri bók, með myndum af þeim listaverkum, sem í húsinu eru. Næst skoðuðum við Vigelands- garðinn, sem mun eiga fáa sína líka vegna þeirra listaverka, sem þar eru, og vegna þess hve snilldarlega hann er skipulagð- ur. Borðað var á hótelinu á Frogn- ersetereet og um leið sáum við skiðastökkbrautina á Holmen- kollen. Næst var farið út á Bygdöy og víkingaskipin skoð- uð ásamt öðrum fornminjum sem þar eru. Næst var Kon Tiki flek- inn skoðaður. Svo sem kunnugt er, fór Thor Heyerdahl ásamt 5 félögum sínum þvert yfir Kyrra- haf um 8000 km og lét vinda og strauma bera flekann. Nú er engið svo frá flekanum að lík- ast er því að hann fljóti á sjón- um og undir honum er griðar- stór hákarlategund, sem fylgdi flekanum eftir og mörg önnur sjódýr, öll uppstoppuð en þau hanga á mjóum vírþráðum, svo ekki verður annað séð í fljótu bragði, en þau séu á sundi und- ir flekanum. Neðan í honum hangir alls konar sjávargróður, sem búinn var að festa sig við flekann. Að loknum kvöldverði fórum við í lokaveizluna sem Samband ungmennafélaganna stóð fyrir. Þar voru dansaðir, þjóðdansar af norsku fólki í þjóð búningum. Morguninn eftir vorum við snemma á fótum og snæddum morgímverð. Síðan var ekið með okkur út á Fornebuflugvöllinn. Þar var flugvél frá Braathen til- búin að taka okkur. Loftið var töluvert skýjað, svo ekki sá nið- ur til jarðar nema á smáblett- um meðan við flugum vestur yfir Noreg. Þegar flogið var yfir Færeyjar, var þar snjór niður í miðjar hlíðar, og þokuslæð- ingur yfir hafinu öðru hvoru. Bjart var yfir suðurströnd ís- lands, og sást hún mjög vel. Vélin flaug einn hring yfir Surtsey svo vel sást niður í gló- andi eldhafið í gígnum. Öðru hvoru urðu þar sprengingar, svo eldhríð stóð hátt í loft upp og glóandi hraunlækir runnu hér og þar út í sjó. Við lentum heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli og vorum flutt þaðan á bílum til Reykja- víkur. Þar skildust leiðir og dá- samlegu ferðalagi var lokið. Ég veit að allir bera hlýjan hug til fararstjóranna fyrir góða farar- stjórn og til ferðafélaganna fyr- ir sérstaklega ánægjulega sam- veru. Einnig veit ég að allir eru þakklátir Norðmönnum sem tóku okkur af svo frábærri gestrisni, og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, að gera okkur dvölina í Noregi sem ánægjulegasta og reyndu að kynna okkur land og þjóð eins vel og kostur var á, á svo stuttum tima. Samband ungra Sjálfstœ&ismanna boðar til ráðstefnu um landbúnaðarmál á BLÖNDUOSI á morgun, sunnudag kl. 3 í félagsheimilinu. Ráðstefnuna setur Árni G. Finnsson, formaður S. U. S. Ræðumenn: Dr. Sturla Friðriksson, efnafræðingur. Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri. Sr. Gunnar Gísláson, alþingismaður. ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR Stjórn Iðnaðarmannafélags Keflavíkur. Fremri röð: Sigurður R. Guðmundsson og I*o» bergur Friðriksson, formaður. Aftari röð. Ingvar Jóhannsson, Jón H. Jónsson og Eyþór Þórðarson. ihnaharmannatéÍag Keflavíkur 30 ára ÞAÐ eru nú um þessar mundir liðin 30 ár síðan Iðnaðarmanna- félag Keflavíkur var stofnað. Það var á þeim árum lítið þekktur trésmiður, Þórarinn Ólafsson, sem tók sér fyrir hendur að safna saman starfsbræðrum sínum í hinum ýmsu iðnum, til að mynda með sér félag, ekki eingöngu kröfufélag um kaup og kjör, held ur miklu fremur félag um þroska, þróun og réttindi hinnar marg- skiptu iðnaðarmannastéttar. Frumbýlisárin voru að vissu leyti nokkuð erfið, en fljótt kom í ljós, að margir vildu þar leggja hönd og hugsun að verki og því tókst að gera iðnaðarmenn að samfelldri heild, sem hefur með hverju ári vaxið að vizku og þroska. Brautryðjendur Iðnaðarmanna- félags Keflavíkur eru nú hættir að standa fyrir forustu þess, þar hafa ávallt yngri tekið við, gegn um árin, en hinn gamli forustu- flokkur stendur traustur að baki. Hvað sem um iðnaðarmenn er sagt, og segja má, þá er það ómetanlegur styrkur, hverjum yaxandi bæ, að hafa víðsýna og skilningsgóða iðnaðarmenn, sem ekki alltaf hugsa um eigin hag — og því láni hefur Keflavík átt að fagna. Iðnaðarmannafélag Keflavíkur hefur til þessa lagt mesta áherzlu á að gera félaga sína hæfa til starfa, þeir komu iðnskóla á stofn, og hafa beitt samtökum sínum og félagsvaldi til að vanda störf sín í hvívetna, enda þótt ekki séu aliir jafn ánægðir með iðnaðarmenn i dag — þá skal það vitað, að við sem utan stöndum þurfum á sér- hæfni að halda, gerum kröfu til hennar, og fáum hana oftast nær. Það er langt mál að rekia 30 ára starfssögu félags, sem hefur fengist við að leysa erfiðustu við fangsefni. Þar hafa margir kom- ið að stjórnvöl og stýrt vel að settu marki. enda nýtur Iðnaðar- mannafélag Keflavíkur viður- kenningar og virðingar allra sem til þekkja. Það eru of staðbundin mál 1 landsblaði eins og Morgunblaðinu að rekja stjórnarferil og störf þeirra mörgu manna, sem þar koma við sögu, enda ekki til þess ætlazt í stuttri afmælis- kveðju. Frá okkur heimamönnum ber- ast beztu afmælisóskir og þakk- ir fyrir margháttuð störf Iðnaðar mannafélags Keflavíkur og við treystum góðri samvinnu þess framvegis, sem hingað til, því við erum allir samverkamenn um að byggja nýjan og fallegan bæ — Keflavíkina okkar suður með sjó. Iðnaðarmannafélag. Keflavíkur minnist afmælis síns, nú á laug- ardaginn með hófi í Ungmenna- félagsjiúsinu og þangað berast hlýjar óskir og þakkir fyrir vel unnin stÖrf á liðnum áratugum. — hsj. Starfsfræðsludag- ur á Suðurlandi STARFSFRÆÐSLUDAGUR var haldinn 8. nóv. á Selfossi, Stokks- eyri, Eyrarbakka og Hveragerði. Hann hófst með athöfn í Selfoss- bíói, þar sem Valgarð Runólfs- son, skólastjóri, setti daginn. Ing- ólfur Jónsson, ráðherra, og Ólaf- ur Gunnarsson tóku til máls, en Lúðrasveit Selfoss og kvartett frá Hlíðardalsskóla léku og sungu. Á Selfossi voru unglingar fræddir um 160 starfsgreinar, skóla og stofnanir. Um 600 ungl- ingar nýttu sér fræðsluna, en alls eru um 700 unglingar í ungl- inga- og framhaldsskólum á Suð- urlandi. Áhugi á starfsgreinum var misjafn, en eins og venju- lega spurðu flestir um flugmál; þar af ræddi 91 stúlka við flug- freyju. Yfirleitt virtust sunn- lenzkar stúlkur vera duglegri við að afla sér fróðleiks en almennt gerist um stúlkur á sama aldurs- skeiði. Margar spurðu um hjúkr- unarstörf. Áhugi á garðyrkju er meiri á Suðurlandi en annars staðar á landinu. Fræðslusýningar voru margar. Á Stokkseyri gengust SH, SÍF og SSF fyrir sameiginlegum sýn- ingum, og þar höfðu Eimskipafé- lag íslands og skipadeild SÍS sýningu. Á Eyrarbakka höfðu Fiskmat ríkisins og Fiskideild ís- lands sýningar. í Hveragerði höfðu Atvinnudeild háskólans og Búnaðarsamband Suðurlands sýningu, svo og SÍS, Veiðimála- stofnunin og Samvinnuskólinn. Meðal gesta á starfsfræðslu- daginn voru auk Ingólfs Jóns- sonar, ráðherra, Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri og Sverrir Júlíusson, alþingismaður, for- maður Landssambands íslenzkra útvegsmanna. Framkvæmda- nefnd dagsins skipuðu Ární Stefánsson, skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Selfossi, Bjarni Pálsson, skólastjóri Iðnskólans á Selfossi, og Valgarð Runólfsson,. skólastjóri í Hveragerði, sem var formaður nefndarinnar og aðal- hvatamaður þess, að starfs- fræðsla þessi fór fram. Fjáröfl- unarmaður dagsins var Óskar Magnússon, kennari á Eyrar- bakka, en framkvæmdastjóri Ólafur Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.