Morgunblaðið - 14.11.1964, Page 8

Morgunblaðið - 14.11.1964, Page 8
8 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 14. nóv. 1964 Hlín Þorsteinsdóttir í D A G verður jarðsungin frá Dómkirkjunni sæmdarkonan Hlín Þorsteánsdóttir er andaðist á Landsspítalanum 9. þ.m. tæplega 65 ára að aldri. Með henni er horfin af okkar sjónarsviði merk kona og mikil- hæf, er lengi hefir staðið í vanda samri stöðu með skörungsskap og , prýði. Hún var gift þjóðkunnum skör ungsmanni, Gísla Jónssyni, sem lengi var þingmaður Barðstrend- inga og framkvæmdastjóri í margvíslegum fyrirtækjum hér í Keykjavík og á tímabili vestur á Bíldudal. Hjónaband þessara hjóna stóð full 44 ár, og það leyndi sér ekki, að það hjónaband var ást- ríkt og farsælt. Þau eignuðust efnileg börn, tegndabörn og barnabörn og öll hamingja heim- ilisins stóð með blóma meðan frúin hafði heilsu. En hún hefir verið biluð að heilsu nokkur síð- ustu árin. Hefir eiginmaðurinn á því tímabili gert allt, sem í hans valdi hefir staðið, til að gera henni lífið sem léttast. Hann hefir leitað allra þeirra læknis- “ ráða, sem hugsanleg voru innan- lands og utan, og gert allt sem unnt var að gera með eigin um- önnun og 'fórnfýsi til þess að létta undir á hinum örðuga tíma. En fyrir nokkuð löngu varð það ljóst, að batavonirnar voru næsta litlar og allt stefndi til þeirra örlaga, sem nú eru fram komin. Vegna samvinnu á Alþingi lágu leiðir okkar Gísla Jónsson- ar meira saman, en ella mundi, og meðfram af því hefi ég lengi haft náin kynni af heimilinu, fyrst á Bárugötu 2 og síðan á Ægisgötu 10. Þar hefir verið frá- bær myndarbragur á öllu og höfð ingsskapur 1 bezta lagi. Voru bæði hjónin samvalin í því efni. En þegar svo stendur á, að hús- bóndinn er sífelldlega upptekinn af framkvæmdum og opinberum störfum, eins og hér átti sér lengi stað, þá kemur meira til húsfreyjunnar kasta með stjórn heimilisins innbirðis, svo og mót- * tökur gesta o. fl. Frú Hlín Þorsteinsdóttir var greind kona og myndarleg. Hún var glaðlynd og alúðleg í við- móti og mjög gestrisin. Átti hún því ríkan þátt í því, með manni sínum, hve mikill höfðingsskapur ríkti á heimilinu. Þangað lágu leiðir fjölda gesta, ekki einasta af Vesturlandi, heldur og víðar frá innan þessa bæjar og utan. Þar þótti öllum sem til þekktu ánægjulegt að koma. Alúð og gleðskapur var þar í bezta lagi og veitingarnar frá frúarinnar hlið aldrei skornar við nögl. Hennar ánægja var því meiri, sem hún gat gert gestum sínum meira til ánægju, og rausn ina þurfti aldrei að efa. Gilti það bæði þegar fáir vinir voru mættir og í stórum veizlum. En þær voru nokkuð oft haldnar á þessu heimili. Frú Hlín fylgdist vel með starfi manns síns, og hún hafði sterkan áhuga á mörgum opin- berum málufn. Oft fór hún líka með honum til Vesturlands og átti þar áreiðanlega margt góðra vina, sem sáu það og skildu, að þar sem hún fór, þar var mæt kona og virðuleg, er á því hafði sterkan hug að láta gott af sér leiða. Það er því víst nú þegar hún er horfin, að henni fylgja hlýjar kveðjur með virðingu og þakklæti fyrir margar ánægju- legar stundir. Minningarnar um hana eru bjartar og ánægjulegar. Yfir þeim hvílir enginn skuggi, ann- ar en sá, sem tengdur er við hennar örðugu veikindi. Þess get- um við, sem kunnugir erum, líka minnst, að öllum örðugleikum veikindanna tók hún með mik- illi stillingu. Sýndi sig þar sem víðar þróttur hennar og mann- dómur. Við brottför hennar er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu og vinum. Vil ég hér með votta vini mínum, Gísla Jónssyni, börnum hans og öllum aðstand- endum einlæga samúð og hlut- tekningu í tilefni af hinum mikla missi. Jón Pálmason. Fædd 5. desember 1899. Dáin 9. nóvember 1964. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. &■, m SámwBw jmmmt 3 MsHftösv Og upphiminn fegri en auga sér mót öillum oss faðminn greiðir. (E. B.) MEÐ fráfalli frú Hlínar, Þor- steinsdóttur, er lézt í Dands- spítalnum aðfaranótt 9. þ.m. eftir langvinnan og erfiðan sjúkdóm, er lokið lofsverðu ævistarfi mikilhæfrar og mætrar konu og móður. Hún bar af öðrum kon- um að tign, fríðleika og yndis- þokka, og svipaði mjög að því leyti til móður sinnar frú Guð- rúnar sál. Bjarnadóttur, er var mikil fríðleiks’kona og skörung- ur að allri gerð. Faðir Hlinar var Þorsteinn Jónsson, járnsmiður, er bjó að Vesturgötu 33 í Reykja- vík og rak þar járnsmíðaverk- stæði um langt árabil. Þau hjónin Guðrún og Þorsteinn þóttu bera af um sína daga að öllu atgervi, myndarskap og fyrirhyggju. Þó voru margskonar erfiðleikar á lífsbrautinni, og alit annað að lifa þá en nú er, en erfiðleikarnir voru allir yfirunnir með sam- stilltu átaki og ást þeirra hjóna. Hlín var alin upp í stórum barnahópi og naut ástar og um- hyggju foreldra sinna og eldri systkina í rí'kum mæli. Þorsteinn faðir hannar var afburða maður í sinni iðngrein og auk þess var hann gæddur óvenjumiklum tónilistarhæfileikum. Var hann söngmaður ágætur og stjórnaði söngflokki um tíma, lék á fiðlu og orgel, og var heimilið þekkt í bænum fyrir sérstakan söng- og tónlistaráhuga. Hlín var mjög söngelsk eins og öll systkini hennar og lék hún með ágætum á píanó. Margar yndisstundir áttu ættingjar, vinir og aðrir gestir á heimili þeirra hjóna Hlínar og Gísla Jónssonar, vél- stjóra og síðar alþingismanns. Þau voru gift árið 1919. Eignuð- ust þau þrjú börn, frú Guðrúnu sem er tannlæknir, Þorsteia framkvæmdastjóra Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, og Harald full- trúa. Hlín var mikil húsmóðir og bjó manni sínum og börnum þeirra fagurt heimili. Þangað var gott að koma og njóta gestrisni og alúðar húsbændanna, er gerðu allt sem þau gátu til aó gestum gæti liðið sem allra bezt á heim- ili þeirra. Hlín trúði á kærlei'ka Guðs til allra manna ag að hann hafi fyrirbúið okkur öllum eilíft líf, að þessu jarðneska lífi loknu. Trúin á almættið var þannig styrkur þáttur í lífi hennar. Heimilisvinirnir mörgu munu nú á kveðjustund minnast Hlín- ar með klökkum og þakklátum huga og senda eftirlifandi maka, Gísla Jónssyni, börnum þeirra og systkinum Hlínar innilegustu samúðark veðj ur. Blessuð sé minning Hlínar Þorsteinsdóttur. Fr. Frumvarp um skattfrjáls og verð- tryggð skuldabréf af- greidd frá Efri deiid Á Fundi Efri deildar í ,gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar um skattfrjáls og verðtryggð skulda bréf til 2. umræðu, og gerði Ólaf ur Björnsson grein fyrir nefndar áliti meirihluta fjárhatgsnefndar um frumvarpið. Að 2. umræðu lokinni var frumvarpið strax tek ið til 3. umræðu og síðan afgreitt tii Neðrideildar. Fundur hófst með því, að Ólaf ur Björnsson (S) framsögumað- ur meirihluta fjárhagsnefndar gerði grein fyrir áliti nefndar- innar um frumvarpið. í nefndar- álitinu, sem útbýtt var á fimmtu- daginn var, er það upplýst m.a., af hálfu fjármálaráðherra, að fyrirhuguð lengd lánstíma skulda bréfanna væri 3-10 ár. Gert væri ráð fyrir 6% vöxtum fyrstu árin, en síðan hækkaði þannig að með- alvextir fyrir 10 ára tímabil yrði 7,2% og yrði þeim hluta lánsins, er varið yrði til verklegra fram- kvæmda, varið til raforkufram- kvæmda, hafna, vega, sjúkra- húsa- og skólabygginga, kisilgúr verksmiðju og atvinnubótasjóðs. Meiri hluti nefndarinnar gerði engar aðrar efnislegar breytin.g- ar á frumvarpinu en þá, að á- kvæðið um, að skuldabréfin skyldu vera undanþegin erfða- fjárskatti, félli niður. Ólafur Björnsson sagði m.a., að ekki hefði tekizt að ná full- kominni einingu um' þetta mál í fjárhagsnefnd, en sú skoðun hefði samt kom- ið tfram meðal beggja andstöðu flokka ríkis- stjórnarinnar að fara bæri þessa leið, þannig að vona mætti, að víðtæk samstaða mætti nást um, frumvarpið. Til- gangur þess væri að afla fjár fyr ir til verklegra framkvæmda og til greiðslu á skuldum ríkissjóðs og ríkisábyrgðasjóðs. Ef þessi leið yrði ekki farin, yrði að fara einhverjar aðrar leiðir t.d. fá lán erlendis. Von væri til, að þetta frum- varp yrði til að auka sparnað, en menn mættu ekki vera of bjart- sýnir í þeim efnum, vegna þess að neyzluvenjur fólks væru til- tölulegar fastbundnar. Ástæða væri hins vegar til að halda að frumvarpið, ef að lögum yrði, myndi leysa fé, sem fólk hefði foundið í fasteignum í því skyni að afla sér þar raunverulegrar tryggingar. Þá mætti einnig vona, að þeir sem lánað hafi fé sitt til okur- lánastarfsemi, myndu einnig kaupa þessi bréf, en ástæða væri til að halda, að fólk hefði lánað sparifé sitt til slí'krar starfsemi í þeirri von, að hinir háu vextir yrðu eins konar verðtrygging. Ólafur kvaðst samt ekki ætla sér þá dul, að halda, að þetta væri nógu öflugt átak til þess að koma í veg fyrir starfsemi okur- karla eða til þess að stöðva spennuna á fasteignamarkaðnum, en hann áliti þetta spor í rétta átt. BjÖm Jónsson, (Albl.), kvaðst hafa kosið að skila séráliti um frumvarpið, vegna þess að hann vildi ekki sam- þykkja þetta frumvarp eins og það væri hugs að. I sjálfu sér teldi hann ekki annað en, að féð það sem fást myndi með þessu móti, rynni til skyn- samlegra framkvæmda. Hitt væri viðkunnanlegra, ef ríkis- stjórnin gæfi Alþingi kost á vitn eskju um framkvæmdaáætlun ríkisstj órnarinnar. Karl Kristjánsson (F), sagðist telja nauðsyn á því, að taka inn- lent 'lán sem þetta í því skyni að hraða nauð- legum fram- kvæmdum. Hvað vextina varðaði, þá þýddi ekki að hafa þá lægri en ráð væri gert fyrir í frumvarp inu, úr því verið væri að gera þessa tilraun. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð herra sagðist þakka meiri hluta fjárhaigsnefndar fyrir góða af- greiðslu á þessu máli. Hvað varð andi ummæli Björns Jónssonar um, að ríkisstjórnin héldi fram- kvæmdaáætluninni leyndri þá væru þau röng.J Framkvæmdaá- ætlunin fyrir ár- in 1963-19661 hefði legið fyrirg Alþingi áður. Hvað það, til hvers ffHl ætti að nota féð, þá hefði verið m skýrt frá því í upphafi og ætti það að renna til opinberra framkvæmda. Var frumvarpinu síðan vísað til 3. umr. eftir að atkvæða- greiðsla hafði farið fram um það, en þar voru breytingartillögur, sem Björn Jónsson hafði borið fram, felldar. Að 2. umræðu lokinni voru þau afbrigði gerð á þingsköpum að fengnu samþykki deildarinn- ar, að frumvarpið var tekið strax til 3. umræðu. Ekki urðu þar neinar umræður um frumvarpið og var það síðan samþykkt af- greitt til Neðri deildar. ONNUMST SÖLU á húseignum, jörðum og hverþkonar fasteignum ásamt fyrirtækjum, bátum og skipum. HÚSA 0G EIGNA BANKASTR. 6 SALAN ÞRIÐJUDAGUR 17. nóv.: Þá verður annar fundur í hinum ný- stofnaða Máifundaklúbb. Verður hann í Valhöll og hefst kl. 20:30. ★ MIÐVIKUDAGUR 18. nóv.: Þá verður flutt annað erindið í Er- indaflokki HEIMDAL.LAR um „Stjómmállastefniir samt.ímis.*4 Mun Eyjólfur K. Jónsson, rit- stjóri, flytja erindi, sem nefn- ist: „Frjálshyggja og hægri stefna.“ ★ FIMMTUDAGUR 19. nóv.: Þá verður haldinn fundur í Laun- þegaklúbbnum í Valhöli og hefst hann ki. 20:30. Þar mun Þórir Einarsson, við skiptafræðingur, ræða um „Hlutverk núiitna veralýðshreyfingar." Þá verða á eftir kaffiveitingar og kvikmynda sýning. ★ LAUGARDAGUR 21. nóv.: Klúbb fudur verður þá haldinn í Sjálf- stæðishúsinu og hefst hann kL, 13.00. RAGNAR JONSSON hæstaré**"riögmaður Hverfisgata 14 — Sími 17752 Lögfræðistöri og eignaumsýsta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.