Morgunblaðið - 14.11.1964, Page 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 14. nóv. 1964
Heiðin og safnið
Rætt við Sveinbjörn Beinteinsson
MJÖG nýstárleg sýning er nú
í veitingahúsiau Mokka við
Skólavörðustíg. Sveinbjörn
Beinteinsson hefur skreytt
veggina ljóðum sínum. Svein
björn hefur gefið út fjórar
ljóðabækur, hina síðustu árið
1957. Hann segist koma á
framfæri þarna á veggjun-
um glefsum úr 10 ára fram-
leiðlsu.
Þegar ég leit inn á Mokka
til að hitta Sveinbjörn, sat
hann yfir kwkbolla og rýndi
í svip þeirra, sem inn komu
og lásu af veggjunum.
„Líta margir á veggina um
leið og þeir fá sér kaffi?“
spurði ég.
„Já, fáeinir, held ég.“
„Eru ekki allir hættir að
lesa ljóð nú á dögum?“
„Það er alltaf einn og einn,
sem les ljóð, en það selst
ekkert nema eftir þá gömlu,
dauðu. Fólk kaupir talsvert
af verkum þeirra, bæði úr-
valsheftum og jafnvel heild-
arútgáfum.“
„Heildarútgáfur gömlu
skáldanna eru nú líka í svo
fínu bandi og fara vel í skápi.
Hefur þér aldrei dottið í hug
að gefa út ljóðabók, sem færi
vel í skápi?“
„Það væri synd að segja,
að síðasta bókin mín tæki sig
vel út sem skápskraut. Hún
var með þykkum spjöldum og
fest saman með gormi í kjöl-
inn. Það er kjölurinn, sem
mestu máli skiptir. Þessi
gormaverk minna helzt á
matreiðslubækur eða kennslu
bækur í hænsnarækt."
„Á hverju lifirðu, fyrst þú
sækir ekki gull í greipar
Braga?“
„Á sauðfjárrækt. Ég bý
fjárbúi á Draghálsi í Borgar-
firði. Þar bjó faðir minn, eftir
að við fluttum frá fæðingar-
stað mínum, Grafardal. Graf-
ardalur er nær heiðinni, sem
mér er alltaf svo ofarlega í
huga og verður gjarnan að
yrkisefni.“
„En sauðkindin? YrWlrðu
ekki um sauðkindina?“
„Ekki beinlínis, en hún
rær svona undir í kveðskapn-
um. Ef hún birtist í ljóðum
mínum, er það oftast sauður
í úlfsgæru. Allt öðru máli
gegnir um heiðina. Hún mæt-
ir í eigin liki.“
„Hvað er þér svona kært,
þarna á heiðinni?“
„Það hef ég ekki hugmynd
um. Ætli það sé ekki bara
hún sjálf. Kannske er þetta
líka ómeðvitandi fégræðgi,
því þarna eru á beit kind-
urnar, sem hafa mig á fram-
færi sínu, og á veturna hef
ég skotið marga rjúpuna í
heiðinni."
„Þú yrkir þá víst engin erfi
Ijóð um rjúpuna og ádrepu
til banamanna hennar?“
„Nei, mér ferst ekki að
yrkja nein Óhræsi.“
„Hvenær fórst þú að setja
saman vísur?“
„Það var snemma, svona
um það leyti, sem ég fór að
smala á heiðinni. í þá daga
var skáld á öðrum hverjum
bæ í Borgarfirði, og enginn
þótti strákur með strákum,
nema hann gæti ort. Ég
neyddist sem sagt til að yrkja
strax í æsku.“
„Hvernig líkar þér vistin í
Borgarfirði, þegar flest skáld
eru annaðhvort flúin til
Reykjavíkur eða hætt að
yrkja?“
„Mér h'kar alltaf vel þar.
Annars hef ég verið í Reykja
vík nokjkra síðastliðna vetur,
legið á Landsbókasafninu og
séð um útgáfu á rímum og
fleiru.“
„Hvort líkar þér nú betur
á safninu eða heiðinni?“
„Mér þykir ágætt að breyta
til öðru hverju."
„Það er minna um rjúpu
á safninu, er það ekki?“
„Jú, en fullt af dúfum. Það
er vissara að vera sæmilegur
í dýrafræðínni, svo að maður
geri engan óskunda þarna.“
í þessu kom inn Erlingur
Gíslason, leikari, og tók að
lesa ljóð af veggnum fynr
ofan okkur. Hann las fyrstu_
ljóðlínuna upphátt: „Undar-
legt hár á æviferli mínum."
„Er það, þegar þú varst
með skeggið?" spurði Erling-
ur.
„Já, það var ekkert venju-
legt hár,“ svaraði Svein-
björn.
„Ertu farinn að yrkja í
trúbadúrastíl líka, Svein-
björn?“ spurði Erlingur." Ég
ralost á eina slíka vísu þarna
frammi við dyrnar:
Úr huga mínum lítil stund
ei líður.
Ein lítil stund er kyrr
í huga mér.
Ein lítil stund, sem stendur
kyrr og biður.
Sú stund er kyrr
og bíður eftir þér.
Þetta er eins og serenaða,
kveðin í runna undir glugga
fagurrar ungmeyjar.*
„Já, þetta gæti verið kveð-
ið í hvönninni fyrir utan ein-
hvern baðstofugluggann," svar
aði Sveinbjörn.
„Hvernig datt þér í hug að
fara að hengja upp ljóðin þín
eins og myndir upp á veggi?“
spurði ég að lokum.
„Ég er ekki alveg viss um
það,“ svaraði Sveinbjörn,“ en
líklegast þykir mér, að ég
hafi hugmynlina frá klósett-
skáldum. Náðhúsakveðskapur
hefur lengi tíðkazt hér á
landi. Á almennum salernum
í Reykjavík og annarsstaðar
á landinu blasir við mikið
úrval ljóða, allt frá venjuleg-
um klámvísum upp í Einar
Ben.“
f 8 ABELLA—§0 KK4R
eru gerðir úr vandaðasta PERLON þræði, sem völ er á.
Fallegir sokkar
sem fara vel
og endast
lengi.
ISABELLA
Monika
ný tegund af fínum
sokkum með sér-
stakri, vandaðri tá-
gerð með góðri
teygju, en engan
saum undir iljum.
Útsöluverð: kr 40.00
Seldir í
tízkulitum
um allt
land.
ISABELLA
Grace
hmir alþekktu saum
lausu smámöskva
sokkar, sem kunnir
eru fyrir endingu,
góða lögun og fal-
legt útlit.
Útsöluverð: kr 37.00
ÍSABELLA lækkar sokkareikninginn
— eru meira virði en þeir kosla
Ábyrgð er tekin á ÍSABELLA sokkum. Ef í ljós kemur að sokkar séu
gallaðir, áður en þeir eru teknir í notkun verður nýtt par látið í stað-
inn fyrir hvert par sem gallað er, ef umslagið fylgir.
Þórður Sveinsson & Co. h.f.
Vörubílstjórar vilja
hægri handar akstur
UM s.l. helgi háði Landssamband
vörubifreiðastjóra 6. þing sitt.
Það var sett að Freyjugötu 27.
sl. laugardag kl. 14 af formanni
sambandsins Einari ögmunds-
syni. Við þingsetningu flutti for
seti Alþýðusambandsins, Hanni-
bal Valdimarsson, ávarp.
Þingið sóttu fulltrúar frá flest-
um vörubifreiðastjórafélögunum.
Forsetar þingsins voru kjörnir
Hrafn Sveinbjarnarson, Hall-
ormsstað og Jón Jóhannsson,
Sauðárkróki. Ritarar voru kjörn-
ir Andrés Ágústsson, Hvolsvelli
og Aðalgeir Sigurgeirsson, Húsa-
vík.
Á þinginu voru flutt tvö er-
indi. Sigurður Jóhannsson, vega
málastjóri flutti erindi um þró-
un vegamálanna og nýju vega-
lögin, og Gestur Ólafsson, for-
stöðumaður bifreiðaeftirlitsins,
flutti erindi um umferðalögin og
reglugerðir varðandi þau.
Þingið tók til meðfer’ðar öll
helztu hagsmunamál samtak-
anna og gerði um þau samþykkt
ir. Meðal samíþykkta þingsins
var eftirfarandi samþykkt um
umferðamál:
„Sjötta þing Landssambands
vörubifreiðastjóra haldið í
Reykjavík daganna 7. og 8. nóv-
ember 1964, vekur athygli á þjóð
félagslegu mikilvægi umferða-
málanna og bendir á, að farsael
lausn þeirra og þróun sé þegar
orðið eitt af brýnustu verkefn-
um yfirvalda og almennings í
landinu. Hvetur þingið með-
limi Landssambands vörubif-
reiðastjóra hvern á sínum stað
til að stuðla að auknu ör-
yggi og aukinni festu í umfexð-
inni, jafnframt því sem þingið
lýsir yfir að Landssamband
vörubifreiðastjóra er reiðuibúið
til samstarfs við alla aðila sem
hlut eiga að máli um að skapa
hér á landi nau’ðsynlega og heil-
brigða umferðamenningu. Þing-
ið tekur sérstaklega fram að
Landssamband vörubifreiðastjóra
er reiðubúið til samráðs við
nefnd þá er dómsmálaráðlherra
hefur skipað til að rannsaka or-
sakir umferðaslysa, og væntir
þingi’ð mikils af niðurstöðum og
ályktun þeirrar nefndar.
Þingið leyfir sér að beina þeim
tilmaelum til yfirstjórnar vega-
mála að hún láti lagfæra þá
staði í vegakerfinu sem enn geta
talist hættulegir umferðinni, en
jafnframt þakkar þingið og met-
ur þá viðleitni sem sýnd hefur
verið í þessum efnum.
Að lokum lýsir þingið yfir
fullum stuðningi við álitsgerð
stjórnar Landssarobands vöru-
bifrei’ðastjóra þar sem mælt er
með því við Alþingi af hálfu
samtakanná að hér á landi verði
tekinn upp hægrihandar akstur
og telur að slík samræming við
þróun umferðamála í öðrum lönd
um stuðli að auknu umferðaör-
yg|gi-‘"
Á fundi þingsins á sunnudags-
kvöld fór fram stjórnarkjör. For
maður sambandsins næstu tvö ár
var einróma endurkjörinn Einar
ögmundsson, Reykjavík. Með-
stjórnendur voru kjörnir: Sigur’ð
ur Ingvarsson, Eyrarbakka, Pét-
ur Guðfinnsson, Reykjavík, báðir
endurkjörnir, Gunnar Ásgeirs-
son, Akranesi og Þorsteinn Krist-
insson, Höfnum.
í varastjórn voru kjörnir;
Sveinbjörn Guðlaugsson, Reykja
vík, Röbert Róbertsson, Árnes-
sýslu, Daníel Haraldsson, Grinda
vík, Gísli Þorsteinsson, Mýra-
sýslu og Andrés Ágústsson, HvoL*
velli.
Áki Jakobsson
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 12, 3. hæð.
Simar 15939 og 34290