Morgunblaðið - 14.11.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 14.11.1964, Síða 15
Laugardagur 14. nóv. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 15 Skdgræktarferð til Noregs Siðari grein eftir Johannes Sigfinnsson F Y R S T I morguninn í Rissa heilsaði okkur bjartur og fag- ur. Sólin skein í heiði og loftið var hreint og tært og því af- bragðs skyggni. í hinum breiða og tiltölulega grunna dal sem Rissa liggur i, er stórt stöðu- vatn sem byggðin liggur um- hverfis. Fjöllin eru ekki mjög há, en víða allbrött, einkum þeg- ar kemur innarlega í dalinn. Þrátt fyrir brattann eru þau víð- ast skógi vaxin upp að efstu tindum. Við snæddum morgunverð og lögðum síðan af stað til gróður- setningar í grunnum dal allhátt uppi í fjöllunum. Fyrsta spölinn af leiðinni vorum við flutt á bíl, en gengum siðan upp bratta skógarstíga. Reyndist okkur það fremur erfið leið, því hitinn komst upp í 31 gráðu i forsælu. Uppi í dalnum, sem við áttum að planta í, voru smálækir og mýr- arblettir. Þar var mikið af frosk- um, stórum og smáum. Inni í skóginum voru víða mauraþúfur, sem moruðu af maurum og sums staðar voru þeir á ferð í stórum f lo'ckum. Áður en byrjað var að planta, fóru verkstjórarnir með okkur upp á fjallsbrún til þess að við gætum notið hins fagra útsýnis þar. Síðan var farið í gamalt sel sem þar var. í selinu borðuðum við nesti okkar og drukkum kaffi, sem hitað var þar. Klukk- an var tæplega 15, þegar við höfðum lokið við að setja niður þær plöntur, sem við höfðum með okkur. Þá var haldið af stað niður að skólanum, þar sem við bjuggum. Þar borðuðum við aðal máltíð dagsins kl. 16. Næsta dag, sem var laugardag- ur, var vinnunni hagað á sama hátt. Þá var plantað í bratta fjallshlíð, mjög grýtta. Var víða erfitt að koma plöntunum niður, vegna þess hvað jarðvegur var grunnur. Auk þess var það til tafar að víða voru kestir af limi sem höggvið hafði verið af felld- um trjám, og látið fúna niður í skógarbotninum til að mynda þar jarðveg. Víða eru Norðmenn að skipta um trjátegundir í skógunum. Þá fella þeir allan skóginn á all- stóru belti, neðan úr dalbotni og upp í brúnir. Gróðursetja síð- tn rauðgreni í alla spilduna, í stað furu og birkis sem þar var áður. Á sumum stöðum fella þeir furuskóginn á stóru svæði, en láta úrvalsfurutré standa eftir á strjálingi. Þeim er ætlað það hlutverk að dreifa fræi yfir skóg- lausa svæðið, svo þar rísi upp nýr furuskógur þegar tímar líða. Fyrst og fremst er það birkið, sem verður að víkja fyrir barr- trjánum. Margar tegundir af lauftrjám sjást hvar sem farið er, en þó einkum þegar kemur í suðurhluta landsins. Á kvöldin var okkur boðið á gamkomur, í veizlur eða farið með okkur í skemmtiferðir um nágrennið. Eitt kvöldið fengum við að skoða sögunarmyllu, sem var í fullum gangi. Stórir trjá- bolir komu inn í mylluna á færi- bandi og sagirnar breyttu þeim á fáum mínútum í borð, skífur bg planka. Sum borðin hurfu inn í vélhefil sem skilaði þeim sem fullunnum gólfborðum, plægðum og hefluðum. Allt timbrið hélt siðan áfram för sinni á færibönd- nm, út að fjallháum timburhlöð- um sem tóku þar yfir stórt svæði. Á heimleið skoðuðum við stórt skólasetur, sem verið er að ljúka við að byggja. Þarna er barna- skóli og gagnfræðaskóli, mjög vandaðir og fullkomnir að öllum búnaði. Meðal annars er þar ágæt aðstaða til handavinnu- kennslu. Þar eru sauma- og vefnaðarstofur, smíðaverkstæði með fullkomnum vinnuvélum fyrri járn- og trésmíði. Auk þessa er þar gott og furðu fjöl- breytt náttúrugripasafn og önn- ur kennslutæki eftir því. Skólinn hefur þegar kostað rúmlega 30 milljón íslenzkar krónur. Skólastjórinn var okk- ur að góðu kunnur. Hann var oft leiðsögumaður okkar, mjög lipur og skemmtilegur maður, 34 ára gamall. Nafn hans er Jarle Vingsand. Auk þessa skoðuðum við á heimleið fornar klaústur- rústir og gamla kirkju. Sunnudaginn 8. ágúst var okk- ur boðið í skemmtiferð umhverf- Þrándheims og er talið fínasta hótelið í borginni. Við þurftum lítið eitt að bíða eftir bílaferj- unni sem flutti okkur yfir Þránd- heimsfjörð og þegar hún kom inn í kvína sem henni er ætluð, blöskraði okkur hvað marga bíla hún hafði meðferðis. Við töldum bílana þegar þeir fóru í land, þeir voru 23. Þar af nokkrir stórir langferðabílar og vörubíl- ar, mörg mótorhjól og um 300 manns. Þegar búið var að tæma ferjuna, ók okkar bíll yfir á hana og þar að auki allmargir fólks- bílar. Ferjan sigldi yfir til Van- viken, sem er á norðausturströnd fjarðarins. Sú leið er fast að 20 væri það stærsta í Evrópu, norð- an Alpafjalla. Til þess að við fengjum að heyra í orgelinu voru leikin á það tvö tónverk. Má með sanni segja að orgelið hæfði kirkjunni. Hvelfing kirkjunnar er feiknahá og þótt sól skíni inn um gluggana og kveikt sé á öll- um rafljósum er samt rökkur uppi í hvelfingunni. Ég ætla ekki að reyna að lýsa kirkjunni nánar. Til þess brest- ur mig orð og hæfileika. Sú tign og sá hátíðablær sem hvílir yfir kirkjunni gagntekur svo hugann að mér fannst ég verða eins og agnarlítið barn í þessum mikla geim. Ég held að engin predikun hversu kröftug sem hún kann að vera, verki eins á hugann og hin tignarlega og mikilfenglega Skógurinn í 1000 metra hæð inn við Jötunheima. is Þrándheimsfjörð. Við lögðum snemma af stað, því leiðin sem við áttum að fara var um 300 km. og margt var að sjá á leið- inni. Leiðsögumaður var Ving- sand skólastjóri, og með í för- inni voru tvær af stúlkunum, sem sáu um matinn handa okk- ur. Farið var á 40 manna lang- ferðabíl. Leiðin meðfram firðinum er dásamlega fögur og margt þar að sjá. Víða eru sögunarmyllur og í Malm við fjarðarbotninn sáum við járngrýtisnámu sem verið er að vinna. í Steinkjer borðuðum við hádegisverð á Grand hóteli í boði aldraðra hjóna sem eiga hótelið. Var okkur þar mjög al- úðlega tekið, eins og alls staðar annars staðar. Nú vorum við komnir á staði sem margar minn- ingar úr fornsögunum eru bundn ar við. Þarna og á Stiklestad sá- um við kirkjur frá fyrstu tím- um kristni í Noregi. Sigurður Blöndal reyndist sögufróður og rifjaði upp atburði liðinna alda. Þarna sáum við minjar frá síð- ari heimsstyrjöldinni, bólvirkið og legufærin, sem þýzka orustu- skipið Tirpitz lá við um tíma, þegar það beið eftir tækifæri til að komast út á Atlantshaf, og vinna þar hervirki. Af stærð mannvirkjanna mátti ráða hve óhemjulangt skipið hafði verið. í Stjærdal drukkum við mið- dagskaffi í boði hótels sem þar er. Þarna er allstór flugvöllur og liggur aðalflugbrautin langt út í sjó. Bílvegurinn liggur gegn um jarðgöng, undir flugbraut- ina. Þarna sáum við á sínum stað fornar rúnaristur á bergi skammt frá veginum. Þar voru meðal annars gerðar dýramyndir í bergið. í Þrándheimi var okkur boðið til kvöldverðar á Prinshóteli, sem er nokkurs konar „Bændahöll“ km. Þar óku bflarnir í land, og kirkja sem óhjákvæmilega hlýtur við héldum vestur yfir hálsana til Rissa og komum þar kl. 23.30, eftir mjög ánægjulegan dag og mjög heitan. Hitinn mun hafa verið yfir 30 stig í skugganum. Himinninn var heiður og blár og hvergi sást ský á lofti, en blá hitamóða gerði skyggnið lakara en æskilegt hefði verið. Fyrsta daginn sem við vorum í Rissa, kom það til tals að strák- arnir í skógræktarhópnum léku knattspyrnu við heimamenn. Strákarnir fóru að æfa sig lítil- lega á kvöldin, en þegar þeir komu í félagsheimilið í Rissa og sáu þar uppi á vegg innrömmuð heiðursskjöl sem knattspyrnufé- lagið í Rissa hafði fengið fyrir sigra í knattspyrnu, lá nærri að hugrekkið bilaði. Svo fór þó ekki og á mánudagskvöld fór leikur- inn fram. Fyrri hálfleik lauk þannig að ekkert mark var skor- að ,en um miðjan síðari hálfleik skoruðu Rissamenn mark, en á sömu mínútu jöfnuðu íslending- ar með óverjandi marki. Leikn- um lauk með 1:1 og voru það góð úrslit fyrir fslendinga, því hinir áttu meira í leiknum. í framlín- unni voru tveir Akureyringar hættulegastir. Miðvikudaginn 12. ágúst fór- um við alfarin frá Rissa. Fyrst fórum við til Þrándheims. Þar var byrjað á að skoða dómkirkj- unna, það stórfenglega listaverk. Hún er krosskirkja, 100 metrar á lengd og 50 metra breið. Turn- inn er 99 metrar á hæð. Þegar við vorum að skoða kirkjuna, var þar fyrir fjöldi af ferðamönnum í sömu erindum og nokkrir leið- sögumenn leiðbeindu gestunum. I gluggum kirkjunnar eru gler- málverk. Okkur var sagt að I gluggunum væru 2000 rúður með lituðu gleri, og pípuorgelið sem er í kirkjunni var okkur sagt að að hrífa hugann. Maðurinn finn- ur að hann er í Guðshúsi og stend ur frammi fyrir einhverju sem er ólýsanlega tilkomumikið, máttugt og voldugt. Þegar við höfðum skoðað kirkjuna, sátum við í boði bæj- arstjórnar Þrándheimsborgar á Hótel Britanía ásamt skógrækt- arfólkinu, sem kom sunnan úr Guðbrandsdal undir stjórn ísleifs Sumarliðasonar. Að veizlunni lokinni skildu leiðir á ný. Hópur ísleifs skoðaði borgina og hélt svo yfir til Rissa, en Sigurður BlÖndal fór með sinn flokk suð- ur yfir Dofrafjöll, til Vágámo, þar sem okkur var tekið með sömusömu alúð og annars stað- ar í Noregi. Ég ætla ekki að Iýsa störfun- um í Vágámo, það var aðeins endurtekning á því sem gerðist í Rissa. Ég ætla aðeins og segja frá tveim skemmtiferðum sem við fórum þaðan. Eitt kvöldið var okkur boðið í bílferð upp á fjall sem heitir Blaahöjden, 1618 metrar á hæð. Þar stendur til að byggð verði fjarskiptistöð, og þar af leiðandi var lagður bíl- vegur upp á fjallstoppinn. Þessi vegur er ekki opnaður fyrir al- menna umferð. Okkur var sagt að við værum fyrstu íslendingar sem kæmum upp á fjallið. Farið var upp á fjallið á 10 fólksbíl- um. Víðsýni er mikið af fjall- inu í allar áttir. I austur sést allt að landamærum Svíþjóðar. f vestri sjást hæstu fjöll Noregs og ákveðið hafði verið að við hlýdd- stærsti jökull Jostedalsbræ. Sunnudaginn 16. ágúst var bjart og gott veður eins og alla aðra daga sem við vorum í Nor- egi. Sama dag bauð bæjarstjórn- in í Vágö okkur í skemmtiferð suður í Jötumheima. Við lögðum af stað kl. 10,30 á stórum og góð- um langferðabíl, sem okkar ágæti bílstjóri Trygve Svare ók. Hann hefur mest ekið okkur und anfarið og ber heiðursmerki fyr- ir tuttugu ára öruggan akstur. Fyrst var ekið um stund inn með Vágámovatni, sem er mjög langt og mjótt stöðuvatn. Síðan er beygt til suðurs, eftir frem- ur grunnum dal, þar til komið er upp á hálendið, í 900 til 1100 metra hæð yfir sjó. Eftir það er vegurinn að mestu láréttur, þar til komið er inn á milli snævi þakinna risafjalla Jötunheima. Gróðurinn minnir á heiðagróður á fslandi, til dæmis á J'ökuldals- heiði, en víða er smákjarr. Stöðu- vötn, bæði stór og smá, eru hér og þar. Á milli þeirra eru lágir ásar og einstök fell, en fjær eru risafjöll með hamraþiljum og snjófönnum. Þar eru nokkrir af hæstu tindum Noregs. Nokkrir frá 2000 til 2460 metra yfir sjó. Náttúrufegurð er hér mikil og fjölbreytt. Víða eru hér sel og fjallakofar, sem dvalið er í tíma og tíma, bæði vetur og sumar. Svo eru hér og þar fjallahótel, sem mörg uppfylla ekki ströng- ustu kröfur nútímans, en eru þó furðu fjölsótt. Við komum í eitt sel, þar sem öll selstörf voru í fullum gangi. Stórhópur af geitum var á beit skammt frá selinu og nokkrar beljur voru þar einnig. Við feng- um að skoða allt sem tilheyrði selinu. Öll hús ovru úr timbri og fornleg að sjá en vel við hald- ið og þar var allt framúrskar- andi hreint og þrifalegt. Einn hluti aðalbyggingar selsins var gestastofa með þrem uppbúnum rúmum. Skammt neðan við selið var stórt blikandi bjart fjalla- vatn, sem fjarlæg snjóug hamra- fjöll Jötunheimanna spegluðu sig í. Þarna væri dásamlegt að vera selsmali, á slíkum góðviðrisdög- um sem voru þarna um þessar mundir. En tíminn leið og margt þurfti að athuga fleira en róman- tík seljanna. Lengst fórum við inn í Jötun- heima að Gjendevatni, sem er mjög langt en tiltölulega mjótt. Há fjöll liggja að því á alla vegu, og eru þar víðast hrikalegar hamragnipur og eggjar. Um þess- ar hamraeggjar þóttist Pétur Gautur hafa riðið á hreindýrinu. Margir sögufrægir staðir voru okkur sýndir í þessari ferð. Aúk staða sem nefndir eru í Pétri Gaut, sáum við staði sem getið er um í sögu Kristínar Lafrans- Fraimh. á bls. 16 Selið, sem við skoðuðum á leiðinni til Jötunheima. steudur við eitt af hinum fögru fjallavötmun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.