Morgunblaðið - 14.11.1964, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.11.1964, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐID Laugardagur 14. nóv. 1964 Þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér vinar- hug á ýmsan hátt á sjötíu ára afmæli mínu. .— Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ingvarsdóttir. Innilegustu þakkir til frændfólks míns og vina fjær og nær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum, símtölum og öðrum votti um vináttu á 80 ára afmæli mínu hinn 10. nóv. 1964. — Guð blessi ykkur öll. Jón Magnússon, Hrafnistu. Innilegar þakkir fyrir góðar gjafir, blóm og skeyti, sem bárust mér á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur. Guðbjörg Káradóttir. Þakka ykkur öllum hjartanlega, er sýndu mér vin- áttu á 70 ára afmæli mínu 22. okt. sl. Vilhjálmur Benediktsson frá Efstabae. Öllum vandamönnum, starfsfélögum og vinum, Verka lýðsfélagi Reykjavíkur og Verkstjórasambandi íslands, þakka ég innilega fyrir heillaskeyti, miklar gjafir og all an vináttuvott er mér var sýndur í tilefna af 65 ára afmæli mínu 9. þ.m. — Mið virðingu og þökk óska ég ykkur gæfu og gengis um alla framtíð. Björn E. Jónsson. Skrifstofur vorar og varahlutaverzlun verða lokaðar í dag laugardaginn 14. þ. m. frá kl. 10—12 f.h. vegna jarðarfarar frú Hlínar Þorsteinsdóttur. Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. Suðurlandsbraut 14. Móðir mín og amma SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Hverfisgötu 64, fimmtudaginn 12. nóvember sl. Sigríður Jónsdóttir, Kristinn Sigurðsson. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR frá Vesturholtum í Þykkvabæ, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 1,15. Fyrir hönd vandamanna. Rakel Gisladóttir. Alúðar þakkir séndum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, GUÐNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR frá Kollafjarðarnesi. Börn hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, ÖNNU LOVÍSU KNÚTSDÓTTUR Sjálandi við Kleppsveg. Pétur Knudsen, Erla Knudsen, Svala Knudsen, Viktoría Vilhjálmsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð í tilefni af láti konu minnar, móður okkar og tengdamóður, ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR Jóhann Armann Jónasson, Kjartan Jóhannsson, Jóna B. Ingvarsdóttir, Jón N. Jóhannsson, Vilborg Guðjónsdóttir, Marta Jóhannsdóttir, Árni Árnason, Sigríður Jóhannsdóttir, Árni Fannberg, Halla Jóhannsdóttir, Karl B. Guðmundsson. Við þökkum innilega samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, téngdaföður og afa, ÓLAFS PÉTURSSONAR Stóra-Knarrarnesi. Þuríður Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. A KID SJÁLF NVJUM BIL Almenna bifreiðaleigan hf. Klapparstíg 40. — Sími 13776. KEFLAVÍK Ilringbraut 105. — Sítni 1513. ★ AKRANES Suðurgata 64. — Sími 1170. taílaleiga: magnúsar skipholti 21 CONSUL sjrni 211 90 CORTINA BÍLALEIGA 20800 LÖND & LEIÐIR Aðalstræti 8. o BILALEIGAN BÍLLINN RENT-AN-ICECAR SÍM1 18833 ((onSui Cortina ÍfÍercunj ((omet f\ússa -jeppa r Zeplujr 6 ” BÍLALEIGAN BÍLLINN HOFDATUN 4 SÍM118833 Hópferðabílar allar stærðir e jMKIMAIL Simi 32716 og 34307. T==iBliJU£/EAM ER ELZTA REYNDASTA OG ÓDÝRASTA bílaleigan i Reykjavík. Sími 22-0-22 Þið getið tekið bíl á leigu allan sólarhringinn BÍLALEIGA Alfbeimum 52 Simi 37661 Zepbyr 4 Volkswagea Consui LITLA bifreiðnleigon Ingóifsstræti 11. Hagkvæm leigukjör. Sími 14970 LJÓSMYNDASTOFAN LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72 Kristín Kristjánsdóttir FYRIR fáum árum leiddu örlög- m mig heim að Reykjavíkurvegi 27 í Hafnarfirði, til Guðlaugs E. Einarssonar og frú Kristínar Kristjánsdóttur frá Marteins- tungu. Þaðan á ég nú margar kærar minningar, sem gott er við að una. Það var ekki vítt til veggja í snotra steinhúsinu hans Guðlaugs og hennar Kristínar, en vinarhugurinn, sem mætti manni þar, snyrtibragurinn á öllu innanstokks og bækur og fjæði húsbóndans laðaði gest- inn. Kannske hafði húsfreyjan ekki fest blund um nóttina o,g gat ekki reist höfuðið frá kodd- anum, en söm var hlýjan og hóg- værðin, sem mætti mér. í gær- kvöldi tók ég þátt í að sundra innbúi þessa heimilis, húsfreyjan var horfin sýnum og Guðlaugur vinur minn var að kveðja Reykjavíkurveginn. „Allt er í heiminum hverfult“. Kristín var fædd að Marteins- tungu í Holtum 21. maí 1884 og skírð næsta dag, sem var upp- stigningardagurinn það ár. Var Kristínu sá dagur mjög kær alla tíð. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson bóndi í Mart- einstungu og kona hans Ólöf Sigurðardóttir bónda á Barkar- stöðum í Fljótshlíð, ísleifssonar og Ingibjargar Sæmundsdóttui frá Eyvindarholti. Foreldrar Kristjáns í Marteinstungu voru Jón hreppstjóri í Litlutungu, sonur sr. Runólfs Jónssonar á Stórhólfshvoli og kona hans Kristín Jakobsdóttir. Var Krist- ín í Marteinstungu heitin eftir ömmu sinni, sem hafði verð mik- ii ágætiskona. Það mun hafa verð eitthvert síðasta prestverk sr. Benedikts Eiríkssonar í Gutt- ormshaga að skíra Kristínu, því þetta vor lagði hann niður prestsskap eftir 50 ára þjónustu. Þau Kristján og Ólöf höfðu búið í Marteinstungu í sex ár, er Kristín fæddist, og eignazt tvo syni, er síðar urðu nokkuð þjóð- kunnir menn. Alls eignuðust þau sjö börn. Er nú aðeins eitt þeirra lifandi, Guðrún í Marteinstungu, ekkja Gunnars bónda Einarsson- ar (d. 24. nóv. 1961). Kristín ólst upp með foreldr- um sínum að Marteinstungu, varð snemma dugmikil og bráð- þroska og hjálpaði foreldrum sínum eftir mætti. Reyndi þá mjög á þrek hennar, því eldri bræður hennar, Jón Ágúst (A. J. Johnson) og Sigurður, síðar sýsluskrifari í Hafnarfirði m.m., fóru ungir að heiman. Heilsa foreldra hennar bilaði snemma, dó móðir hennar 1909, 57 ára gömul, en faðir hennar 1919 og hafði þá lengi búið við beilsubrest. Kristín giftist 1916 Guðlaugi E Einarssyni barnakennara frá Arnkötlustöðum í Holtum. Hófu þau búskap að Litlutungu, aust- urparti, og bjuggu þar í 5 ár. Til Hafnarfjarðar fluttu þau í árs- lok 1922 og áttu þar síðan heim- ili. Lengst bjuggu þau í húsi sínu við Reykjavíkurveg, en síð- ast lá leiðin á Elli- og hjúkrunar- heimilið Sólvang, þar sem Krist- ín andaðist 30. júlí þ.á. hvíldar- purfi og hvíldinni fegin. Kristín var vel af Guði gerð. llún var gáfuð vel, gjörfuleg á vöxt og þrekmikil, verkmaður góður, til hvers sem vera skyldi og að sama skapi vel verki far- in. Hún kunni vel „að breyta ull i fat og mjólk í mat“. Prjón og hekl og aðrar hannyrðir var yndi hennar og eftirlæti. Söng unni hún og átti góða söngrödd á yngri árum. Hún var grand- vör og gætin í orðum, fáskiptin um annarra hagi og nokkuð hlé- dræg, vinavönd og að sama skapi vinföst. Kristín var mikill dýravinur, meðan hún var í sveit, þótti inni- lega vænt um skepnurnar, sem hún umgekkst og átti, vildi láta þeim líða vel og ávann sér um leið hylli þeirra. Minni Kristínar var óvenju gott. Kunni hún góð skil á atvik- um og atburðum, sem átt höfðu ser stað í nágrenni hennar á æskuárum og mundi vel allt sem hún hafði numið. Gegndi það furðu, svo mikið sem hún hafði iiðið af svefnleysi um ævina. Ég hitti Kristínu síðast í lok júní í sjúkraherbergi á Sólvangi. Hún fagnaði mér af sömu vin- semd og áður og var furðu hress í bragði, en ég fann, að hún var viðbúin kallinu og fús heimferð- ar til Föðurhúsanna. Óvænt barst mér samt fregnin um frá- fall hennar. Einn vinurinn enn var horfinn á þá braut, sem allrai bíður. Annir hömluðu mér frá að fylgja Kristínu til grafar. Þessi fáu minningarorð eiga að segja bug minn og þakkir til hennar. Hérna úti í byggðasafninu er' varanleg minning um Kristínu. hannyrðir hennar, sálmabók og Mynsters hugleiðingar, sem hún átti og unni frá æsku. Frændi minn og vinur, Guð- laugup stendur nú einn í elli sinni. Ég veit, að hann segir með skáldinu, er hann lítur yfir far- inn veg: „Guði sé lof fyrir liðna tið“. Hefur hann þó líkt og flestir, er háum aldri ná, ekki farið á mis við önn og and- streymi. Ég bið þess, að haustið verði honum milt og rótt. Skógum 27. september Þórður Tómasson. 1150 sýningar- gestir á einum depi S.l. sunn'udag voru þrjár sýn- ingar hjá Þjóðleikhúsirau og voru þennan diag um 1150 !eik- Ihúsgesitir hjá Þjóðleikhúsinu. Kl. 3 á sumraudag hófúst sýn- ingar aiftur á barnaleiknum Mjallhvíti og var þetta 33 sýn- ing leiksiras. Um kvöldið var svo sýning í Þjóðleikhúsinu á óperetturani Sardasfurstinnunni og var uppselt á þá sýningu. Á sama tíma var svo sýning á Litla sviðinu í Lindarbæ á Kröfuhöfum og var þar einniig uppselt. Á raæstunini verður saimi hátt- ur hafður á um sýningiar á sunrau döguim hjá Þjóðleikhúsinu. Mjallihvít verður sýnd kl. 3 og Sardasfurstininain um kvöldið og á sama tírraa verður svo sýning á Kröfuhöfum í Lindarbae. Nýr stórhertogi í Luxembourg Luxemborg, 12. nóv. — (NTB) —• CHARLOTTE, stórhertogaynja af Luxemborg, vék í dag úr valda- stóli fyrir syni sínum og erfingja, hinum 43 ára gamla stórhertoga Jean. Fóru valdaskiptin fram við mjög hátíðlega athöfn. Charlotte stórhertogaynja hef- ur ríkt í Luxemborg í 45 ár. —• Hún afsalaði sér völdum í höll- inni í Luxemborg fyrr í dag, en síðan sór stórhertogi embættiseið sinn í þjóðþinginu. Stúlka 'óskast í Vefnaðarvöruverzlun. Hálfs dags vinna kemur til greina. — Upplýsingar I sima 23075 eftir kl. 1 í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.