Morgunblaðið - 14.11.1964, Side 21

Morgunblaðið - 14.11.1964, Side 21
Laugardagur 14. ndv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 Franskir blaðamenn urðu fyrstir til að stíga á land í Surtsey þann 7. desen .'jer. beir fengu smáhlé á gosinu, en íUrðuðu sér hið skjótasta þegar gosið hófist aftur. — Surtsey Framhald á bls. 12 ®ð gos á þurru landi séu miklu huggulegri fyrir landkrabba. Hafa verið tekin sýnishorn aif efnum þeim sem upp kornu, niœld stærðin á hv«rjuim tíma, svipasit um eftir fræjuim, skor- kvikindum og fuglum tí.1 að fylgjast með fyrsta lífi á staðn- um o.s.frv. Vísindaim'enn hafa farið marg tur ferðir út í Surtsey á skipum og jafnvel á þyrlum. Ein flug- vél lenti snöiggvasit á sandbakka á eynni, en sá bakki er nú horf- inn undir sjó og of mikill halli ei' á fjörunni annars staðar. í gær þegar Karl Freiherr von Linden, starfsmaður hjá Land- mælingum flaug yfir Surisey, var gos í fuliuim gaingi og rann hraun langt út í sjó. Uim hádegi í gær fóru nokkrir vísindaimenn með varðskipinu Þór og ætluðu að vera í Surtsey í dag. í þeirra hópi eru jarðfræð ingamir Fbrleifur Einarsson og Guðmunidur Kjartansison, og Osvaldur Knudsen tekur mynd- ir og filmar. En Osvaldur hefur farið ótal ferðir í Surtsey og fest á filmu gossöguna. Mbl. hefur eininig fylgzt ná- kvæmlega með gosinu, eins og lesenduim er kurunuigt, og - liafa birzt í blaðinu myndir og frá- sagnir jatfnóðum og eitthvað hef ur gerzt. Nú á eins árs aflmæii Surts rifjum við upp sögu hans og birtum nokkrar atf myndun- um. f»rír piltanna, sem standa að stofnun bílaklúbbsins (frá vinstri ): Sturla Snorrason, Páll Gunn- arsson og Kristján Helgmson. Bílaklúbbur ungs fólks stofnaður á mánudag Ætlunin að koma upp aðstöðu til viðgerða og akstursiðkana — einnig kappakstursbraut HÓPUR ungra bílaeigenda hef- ur nú á prjónunum að stofna bíla klúbb og hefúr leitað til Æsku- lýðsráðs um fyrirgreiðslu og að- Stoð við klúbbstofnunina. Það eru um 25 piltar, sem hafa unnið að undirbúningi og er ætlunin að klúbburinn verði formlega stofn aður n.k. mónudag, þann 16. nóv. Tildrög að klúbbstofnuninni eru J>au, að ýmsir piltar í Vél'hjóla- klúbbnum Eldingu hafa rætt um (það að stofna bílaklúbb, þegar þeir væru komnir á þann aldur eð mega aka bíl. Reyndar hafa piltar. sem ekki voru í Eldingu, einnig haft áhuga á því að stofna slikan lclúbb og lyktaði málinu þannig að hóparnir sameinuðust Um að hrinda því í framkvæmd. Um 25 piltar hafa komið saman til að ræða málið og hafa nokkr- ir þeirra tekið að sér að undir- búa stofnfundinn, sem verður haldinn n.k. mánudagskvöld að Fríkirkjuvegi 11, kjallara, klukk- •n 8. Verður þá kosin stjórn og tnarkmið klúbbsins ákvarðað og á íramhaldsaðalfundi síðar verða lög klúbbsins endanlega sam- þykkt. Morgunblaðið hefur rætt við þrjá pilta, sem hafa með undir- búninginn að gera, :þá Sturlu Snorrason, 19 ára, Pál Gunnars- son, 20 ára, og Kristján Helga- son, 19 ára. Þeir sögðu, að klúbburinn yrði fyrir ungt fólk, pilta og stúlkur, 17 ára og eldri, og yrði gert að skilyrði fyrir inngöngu að við- komandi hefði bílpróf. Ætlunin væri, að koma upp viðgerðarverkstæði og aðstöðu til akstursiðkana utan borgarinn ar og væri þegar búið á vegum Æskulýðsráðs að athuga um hent ugt svæði í nágrenni Reykjavík- ur. Þeir Sturla, Páll og Kristján sögðu, að búið væri að skrifa til American Hot-Rod Associa- tion, sem eru samtök bílaklúbba ungs fólks í hinum ýmsu fylkj- um Bandaríkjanna, og væri ætl- unin að fá þaðan starfsreglur slíkra klúbba og jafnframt að hafa samstarf við samtökin í framtíðinni. Piltarnir sögðu, að ungur lista maður, Ásgeir Ásgeirsson, hefði gert drög að merki fyrir klúbb- inn o.g yrðu þau lögð fram á stofnfundinum, en ætlunin væri að þeir bílar, sem klúbbmeðlim- ir hefðu tíl umráða, bæru merki klúbbsins. Einnig er ætlunin, að bílaklúbburinn, sem verður ein- göngu áhugamannafélag, leiti eftir vinsaimlegu samstarfi við Félag isL bifreiðaeigenda. Hugmyndin er einnig, sögðu piltarnir, að koma upp aðstöðu þar sem kappaksturskeppni geti farið fram, jafnframt góðaksturs keppni. Þá verða væntanlega í klúbbnum deildir fyrir fjallabíla eigendur og jeppa. Þá er ætlunin að hafa sérstaka blað- og bókafundi, þar sem með limir geta fengið sérrit áhuga- manna um bíla erlendis frá; — skemmtifundi og efna til ferða- laga meðal félagsmanna. Og að sjálfsögðu verða haldnir skemmti fundir og dansæfingar. Félagssvæðið mun ná yfir Reykjavík og nágrenni og er öll- um ungum bílaáhugamönnum boðið til Iþátttöku. - ÚTVARPIÐ Framhald af bls. 6 vel og stafar það kannski með fram af því, að ég hefi heyrt Gunnar Gunnarsson sjálfan leika Ketilbjörn í útvarpið af mikilli innlífun. Beggu gömlu hefði vafalaust einnig mátt ná betur. Lárus Pálsson, sem var lesari, fór ágæta vel með það hlutverk og Þorsteinn Ö. lék Bjarna smið guðdómlega. Þökk fyrir vikuna. Sveinn Kristinsson. — Óskar Guðnason Framh. af bls. 17 arhólakirkju, af alhug. Yar hann þar meðhjálpari um langan ald ur, og taldi ekki eftir sér neitt starf í þágu kirkjunnar. Hann beitti sér af miklum áhuga fyrir byggingu hinnar nýju Eyvindar- hólakirkju, sem er hið fegursta og tignarlegasta guðshús. Hefur það vissulega verið mikið þrek- virki, sem kostað hefur samhug og fórnfýsi Austur-Eyfellinga, að koma henni upp. Einhverjar raddir munu hafa verið uppi um það, að þessi nýja kirkja yrði reist í námunda við héraðsskólanh að Skógum, en Ólafur Guðnason var einn iþeirra manna, sem áttu sinn sterka þátt í því, að hún var reist á hinum forna kirkjustað að Eyvindarhól um. Verður líka að tel'ja, að álit þessara man.na hafi verið rétt, enda hefði það jaðrað við vanvirð ingu og tillitsleysi við helga for tíð, ef kirkjan hefði verið reist fjarri hinu forna og hugstæða kirkjusetri. óskar Guðnason var vandaður og skyldurækinn, í öllum störf- uxn, er hann tók sér fyrir hend- ur. Hann var maður, sem vildi hvers manns vanda leysa, enda ráðsnjall og heiðarlegur maður, sem ekki máttí vamm sitt vita í neinu. Þegar þau hjónin Sigurrún Björnsdóttir og Einar Guðmunds son voru ýmist látin eða farin að heilsu, og þrotin að kröft- um, tók Guðmundur sonur þeirra og kona hans, Þuríður Vigfúsdótt ir, við búi í Hólakoti. En áu-ið 1932 létust þau hjónin bæði og tók þá Óskar við búinu, ásamt Margréti móðursystur sinni. Síð- ar varð Sigurjón, sonur þeirra Þuríðar og Guðmundar, þátttak- andi í búinu, og bjuggu þau frændgin öll saman allt til ársins 1957, en það ár lézt Margrét. Brugðu þeir frændur Iþá búi og hélt óskar til Reykjavíkur, þar sem hann gerðist nokkru síðar starfsmaður fsafoldarprentsmiðju h.f. Var hann þar, sem annars staðar, vel látin í starfi, og átti að fagna tiltrú og trausti yfir- manna sinna þar, enda áhuga- samur og samvizkusmur í því starfi sem öðrum. Óskar Guðnason varð bráð- kvaddur við vinnu sína hinn 4. nóvember s.l. Austur-Eyjafjöll eru ein allra fegursta sveit á landi hér. Hún er óvenju aðlaðandi og býr yfir töfrandi seiðmagni, með andstæð um náttúrunnar, — iðjagrænum grundum, fallandi fossum, liðandi ám og lækjum, heitum vatnsupp- sprettum, hrikaháum fjöllum með grösugum hlíðum ,eyðisönd um út við strönd og brimhljóði, sem minnir á nálægð sjávarins, þess gjöfula hafs, sem fært hefir íslendingum mesta björg í bú um aldaraðir. Þar rís tign ís- lenzkra fjal'la í öllu veldi sínu, reisn íslenzkra jökla, ró ísl. heiða vatna, fegurð flosgrænna grunda og hlíða, friður íslenzkra fjalla- gilja. Þessi ægifegurð sveitarinn- ar skapar þá kennd, sem hefir göfgandi og bætandi áhrif á mannssá'lina. Og hún hefir efa- laust ekki átt hvað minnstan þátt í óvenju mikilli átthagatryggð Óskars Guðnasonar, allt til dauða daigs. Nú, þegar ég rita þessar fáu línur, í minningu mannkosta- mannsins Óskars Guðnasonar, koma í hug mér margar minn- ingar, frá veru minni í Hólakoti, á bernskuárum mínum. Þar var gott að vera, enda stóð jafnan þrá mín til að komast þangað á hverju sumri. Mannkostir, blíð- lyndi og hjálpfýsi búráðenda, voru svo aðlaðandi, að slíks munu fá dæmi. Þar var allt hugsanlegt gert til að gera dvöl barna á heimilinu sem bezta og ánægju- legasta. Stend ég í mikiíli þakkar skuld við heimilisfólkið þar, — þakkarsku'ld, sem mér auðnast á-' reiðanlega aldrei að endurgjalda. Ég á rnargar hlýjar og góðar endurminningar um Óskar Guðna son frá þessum sumrum, og sömu leiðis á ég margar slíkar min.n- ingar um hann, frá veru hans á vertíðum í Vestmannaeyjum, en hann var tíður gestur á heimili foreldra minna þar. Frá honum stafaði jafnan vit og þekking, sem ánægjulegt var að vera að- njótandi að. Þess vegna er mér ljúft og skylt að minnast hans, þegar hann nú hefijr lokið æviskeiði sínu, allt of fljótt, — þegar hann er horfinn yfir móðuna miklu, til stranda hins eilífa sólarlands, sem hann sjálfur trúði fastlega að biði, að loknu jarðnesku lífi, — landsins eilífa, þar sem fegurð og friður sitja í hásæti, og einn vilji ríkir og einnig ræður. Jónas St. Lúðvtksson. Söngunnendur G e r i z t styrktarfélagar Fóstbræðra og tryggið yður þannig aðgðngumiða að hinum fjölbreyttu samsöngvum kórsins í lok þessa mánaðar. — Hringið í síma 10797 á laugar- dag sunnudag og mánudag frá kl. 1—6 e.h. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.