Morgunblaðið - 14.11.1964, Page 24

Morgunblaðið - 14.11.1964, Page 24
24 MORCU NBLAÐIÐ Laugardagur 14. nöy. 1964 JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni 'v.. J hneigði sig hvað eftir annað og bað þau um að láta eins og heima hjá sér í hans fátæklega húsi. Hann sendi þjóninn eftir tei og svo settust þau öll þrjú. — Það var fallega gert af yður að vilja heimsækja mig sagði hann. — Mjög gaman að kynnast yður, ungfrú Stewart. Svo kom teið. Þjónninn hellti i bollana. Þau töluðu um daginn og veginn fyrst í stað. Wong spurði hvernig þeim ltiist á Hong Kong, og hlustaði með athygli á það sem þau sögðu. Hann var nokkluð aldurhniginn, en talaði hratt og glaðlega, og kunni auð heyrilega góð skil á því sem gerð ist, bæði í Austurlöndum og Evrópu. En hann minntist ekk- ert á foreldra Gail, eða það, sem þau höfðu talast við um í kokk- teilboðinu. — Herra Wong, sagði Gail upp úr þurru. — Þér sögðust hafa þekkt foreldra mína, og það var það, sem mig langaði til að tala betur við yður um. — Já, einmitt það, sagði hann og deplaði augunum kankvíslega. — Ég vonaði að það væri ég, sem' hefði haft svo mikil áhrif á yður að þér vilduð sjá mig aftur. En hitt er alveg rétt að ég þekkti foreldra yður, þó langt sé nú orð ið síðan. En ég þekkAi þau að vísu ekki mjög náið. Hún horfði á hann eins og hún tryði ekki sínu eigin eyrum. — En . . . herra Wong, mér skildist á því sem þér sögðuð mér, að þér hefðuð verið mjög kunnugir þeim. Hann yppti öxlum. — Þá haf ið þér misskilið mig, ungfrú Ste- wart. Faðir yðar var vinur minn, þa?P er alveg rétt. Eða kannske ætti maður fremur að segja „kunnugur mér“. Ég er hrædd ur um að það verði ekki nema lítið, sem ég get sagt yður. 21 Hún horfði enn á hann, eins og hún vildi ekki trúa honum. Hann haifði auðsjáanJegia snúizt á áttinni síðan seinast. — Eigið þér við að þér hafið ekki þekkt hann nema lauslega? stamaði hún. — Ég skildi yður svo, sem þið hefðuð verið mjög kunnugir. Hann hristi höfuðið og sagði aftur: — Mér þykir leitt að þér skuluð hafa misskilið mig. Leitt að þér skuluð hafa farið fýluferð hingað. Henni voru þettá mikil von- brigði og hún gat ekki leynt því. — Ég bið yður að afsaka að ég hef gert yður ónæði með þessu. Ég hafði vonað, að þér hefðuð þekkt hann svo vel að þér gætuð sagt mér hvaða vini foreldrar mínir áttu hérna. — Það er ég, sem á að biðja afsökunar, ungfrú Stewart. Hann íorðaðist að líta á hana og hújn fann að hann var að ljúga að hénni. Nú varð þögn. Gail varð litið á arinhilluna, og þar var röð af ljósmyndum í rammá úr jade og fílabeini Allt í einu rak hún upp lágt óp. Hún sá þarna mynd af móður sinni. Hún átti nákvæm- lega sömu myndina heima í ibúð frænkíu sinnar í Hammer- smith. — En þarna er mynd af henni móður minni, stamaði hún. — Þér .hljótið að hafa þekkt þau vel, úr því að þér eigið þessa mynd. Hann yppti öxlum. — Er þetta mynd af móður yðar? Það var einkennilegt. Konan _mín sáluga átti þessa mynd. Ég hef oft dáðst að þessu fallega andliti, en aldrei vitað hver konan var. En Gail var enn sannfærðari en áður um, að Wong hefði þekkt foreldra hennar mjög vel, en einhverra ástæða vegna ekki vilja kannast við það. Þau héldu áfram að tala um hitt og þetta, en andrúmsloftið var orðið annað en áður. Gail sýndi á sér fararsnið. Wong sagði að sér þætti leitt, að þau skyldu ekki geta staldr- að við lengur, en reyndi þó ekki að halda í þau. Þegar þau komu út úr dyrun um stanzaði stór bíll fyrir neð an húsið, bílstjórinn lauk hon- um upp og Tom Manning kom út. Hann þeklkti ekki Gail aftur fyrr en haann var kominn fast að henni. — En þarna er þá ungfrú Ste- wart — Gail Stuwart! sagði hann. Sem snöggvast virtist hann bæði hissa og ergilegur, en hann jafnaði sig fljótt og fór að hlæja. — Þetta kom svei mér flatt upp á mig! Hafið þér verið að heimsækja Wong vin minn? Honum hefur vafalaust þótt vænt um það. Vel á minnst, ung frú Stewart, þér megið ekki. gleyma að koma í samkvæmið mit á sunnudaginn — það er í tilefni af því að Brett er kom- inn til Hong Kong. — Ég hlakka til, muldraði hún ög kynnti síðan Bobby. En Tom Manning minntist ekkert á, að Bobby kæmi í veizluna. — Þetta var einkennilegur mað ur, sagði Bobby er þau voru að aka inn í borgina aftur. — Ég hef mesta vantraust á mönn- um, sem látast vera hjartanleg ir en hlæja eins og tröll. Ég hef komizt að raun um, að þesskon- ar fólk hlær hátt og dátt vegna þess að það þarf að leyna ein- hvérju. — Heldurðu að Manning þurfi að leyna einhverju? — Ég held að hann hafi verið að reyna að leyna því, að hann var allt annað en .glaður yfir að sjá okkur. Það var kuldalegt milli Grants og Gail alla vikuna. Þau sögðu alltaf „læknir“ og „systir". Töl uðu aldrei saman nema þau kæm ist ekki hjá því. En seint síðdeg is á föstudag varð Gail hissa, því að hann sagði: — Þér eigið frí á morgun, svo að kannske hefðuð þér gaman af að koma í bílferð með mér og sjá eitthvað af þessu einkenni lega landi? Ég á sérstaklega við „the Territory“. „The Territory* var sá hluti Hong Kongnýlendunnar, sem lá á meginlandinu kringum Kow- loon. — Þaklía yður fyrir, — ég hefði mjög gaman af því, svaraði Gail. — Það er fallega boðið. Gail varð glöð — í fyrsta skipti í marga daga. Mildred horfði forvitin á hana þegar hún sá að hún var að fara í léttan línkjól. — Hvað ætlarðu að gera í dag? spurði Mildred. — Ég ætla í bíltúr út fyrir Kowloon. — Þú ert svei mér heppin! Aldrei býður neinn mér út með sér til að sýna mér nágrennið. Hver ætlar með þér? — Raeburn læknir, sagði Gail og sneri sér að snyrtiborðinu. — Hefur Grant boðið þér? sagði Mildred agndofa. — Þetta er í annað skiptið, sem hann býður þér út með sér — síðan þú komst til Hong Kong, meina ég! Ég hélt að úti væri um dá- leikana milli ykkar? — Þú gerðir að minnsta kosti þitt bezta til þess, sagði Gail ró lega. — Ég gerði mitt bezta til þess að hilma yfir með þér, Gail. Ég varð að gefa skýringu á hvers vegna þú komst ekki í tæka tíð. — Er ekki réttast að við deil um elflki um þetta, sagði Gail. Mildred yppti öxlum. — Eins og þú villt. Annars datt mér í hug, hvort ekki væri hægt að haga því svo til, að við færum eitthvað saman, öll fjögur, ein- hvern daginn. Bobby hefði ef- laust gaman af því. Svo hélt hún áfram, með á- kefð: — Ef ég væri í Bobbys sporum, mundi ég þreytast á að hanga alltaf aftan í þér. Hann hefur hvort sem er ekkert upp úr því, sé ég. — Við erum vinir, sagði Gail. — Ég held það sé nú ekki beinlínis vináttan, sem fyrir hon- um vakir, sagði Mildred. — En það kemur svo sem ekki mér við. Gail tók greiðuna og strauk henni gegnum hárið. Hún tók eftir að höndin skalf. Þessi sam töl við Mildred voru alltaf erfið og gerðu hana veiklaða og angur væra. En hún hugsaði með sér að í dag skyldi hún ekki láta beygja sig — í dag ætlaði hún að skemmta sér með Grant. Kuld- inn, sem hafði verið milli þeirra undanfarna daga, mundi eflaust hverfa í dag. Þau mundu verða vinir aftur. Stundum gat Gail ekíki skilið sjálfa sig, hún gat ekki skil- greint tilfinningar sínar. Hún var ekki í vafa um, að hún var ástfangin af Brett. Þegar hanii þrýsti henni að sér og kyssti hana varð hún eins og önnur manneskja — lifandi, heit og ást rík. En þó að hún elskaði hann gat hann ekki látið henni sárna, á sama hátt og Grant gat. Kaii og óánægja Grants fór gegnum merg og bein . á henni. Henni fannst hún kremjast þegar hana var þannig. Grant sótti hana stundvíslega á tilsettum tíma. Hann var í létt um sumarfötum, og kom allt öðru vísi fyrir sjónir en sá Raebura læknir sem hún vann með dags daglega. Hann var einkar aðlað andi og gáfuleg, grá augun voru brosandi og vingjarnleg. Hana byrjaði með því að segja: — Ég hef líklega hagað mér eins og skepna við yður undaa farna viku, Gail. Ég hef verið i versta skapi, og það er hvorki yður eða nokkrum öðrum að kenna. Fyrst og fremst hef ég verið óánægður við sjálfan mig. Viljið þér vera miskunnsöm og fyrirgefa mér? — Vitanlega, Grant, sagði hún og fann til sviðans undan tárunum bak við augnalokin. — í dag skulum við ekki láta neitt spilla fyrir okkur. Það kvað vera dásamlega fallegt þarna kringum Kowloon. — Hvað hefur Bobby fyrir stafni í dag? spurði hún er þau óku út eftir Praya. Nú var líkast_ og hann fengi samvizkubit. — Ég veit það ekki. Ég hefði líkast til átt að haga þannig til, að við hefðum farið saman öll fjögur. En sannast að segja langaði mig meira til að vera með yður einni Gail. Mig I Blaðburðafólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Hjallavegur Freyjugata Sími 22-4-80 1 KALLI KÚREKI —*•— -.-k— —-k— —>f— Teiknari: J. MORA 1. Keli og Frikki hlaupa til þess ég hefði ekki beygt mig hefði ha .rri 3. Við skulum finna þennan rauð að bjarga sér frá hinum hræðilega skorið af mér hausinn. haus. Hann kom öllu þessu af stað. hnífi Bufflo Bates. 2. Heinn sneiddi ofan af hattinum tnínum, eins og hann væri ostur. Eí Þegar hann kastaði hnífnum lenti hann ekki einn' þumlung frá háLsin- um á mér. Já, lézt vera vinur okkar og sendi okkur svo til þessa manns. Hann hefði getað látið hann drepa okkur. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- í urland allt. Þaðan er blaðið V sent með fyrstu beinu ferð- 1 um til nokkurfá helztu kaup U staða og kauptúna á Norður- n landi, svo og til fjölda ein- 1 staklinga um allan Eyjaf jörð 1 og víðar. y

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.