Morgunblaðið - 14.11.1964, Page 28
4-15 þús. mál síldar
brædd á Norðfirði
Sild berst enn að
Samið um 330 millj.kr.
olíukaup frá Sovétríkj.
Neskaupstað, 13. nóv.
KLUKKAN eitt í dag hafði síldar
hraeðslan hér lokið við að bræð.a
414.620 mál af síld. Byrjað var
að bræða 19. júní í sumar, og
heita má, að síðan hafi verið
brætt stanzlaust. Úr öllu þessu
magnj hafa komið 10,900 tonn af
lýsi og 11.500 tonn af mjöli. Búið j
er að afskipa 7.000 tonnum af
lýsi og 9.000 tonnum af mjöli.
Síldarvinnslan h.f. hefur nú
fest kaup á tveimur bátum, sem
smíðaðir eru í Þýzkalandi, og
verða þeir 240 tonn að stærð
hvor. Annar kemur í desember
í ár, en hinn í febrúar eða marz
næsta ár, að því er framkvæmda
stjóri Síldarvinnslunnar, Her-
mann Lárusson, tjáði mér.
Ekki er síldveiðum fyrir Aust
urlandi lokið enn, því að hingað
er væntanlegur í kvöld m.s. Sigl-
firðingur með 700 mál.
Á. L.
( Clay í (
sjúkrahús
Kappleiknum á
\ mánudag sennilega j
frestað
j CASSIUS CLAY var í gær- j
= kvöldi fluttur í sjúkrabifreiðj
i frá hóteli því, er hann hefur;
= gist i Boston, á sjúkrahús og =
1 talsmaður sjúkrahússins sagðii
E eftir að hann hafði verið skoð;
j aður, að hann þjáðist af inni-i
1 lokuðu kviðsliti (incarceratedi
= hernia) og vera kyni að hanni
= yrði skorinn upp í skyndingu. i
= Atvik þetta virðist augljós-i
i lega þýða frestun á kappleik =
= Clays og Listons um heims-i
= meistaratitilinn, sem ákveðinni
Í var á mánuda.gskvöld (að i
| bandarískum tíma), segir íi
i skeyti frá AP.
i Fréttamenn segja að Clay i
i hafi virzt mjög þjáður, er =
É hann kom til sjúkrahússins i
l frá „svítunni“ sem hann hefur =
= búið í í Sherry Biltmore hótel Í
= inu í Boston.
Starfsmenn hótelsins neit- 1
uðu að svara nokkrum spurn- i
= ingum. j
í GÆR var undirritaður samn-
ingur milli fulltrúa íslands og
Sovétríkjanna um k.aup á olíu-
vörum frá Sovétríkjunum árið
1965 fyrir 330—340 millj. kr.
Viðræður hafa farið fram í
Reykjávík að undafiförnu um
þessi kaup í samræmi við við-
skiptasamning ríkjanna tveggja
frá 1962. Af íslendinga hálfu tóku
forstjórar olíufélaganna þátt í
viðræðunum, þeir Hallgrímur Fr.
Hallgrímsson, Hreinn Pálsson og
Vilhjálmur Jónsson, og aðstoðar-
menn þeirra. Dr. Oddur Guðjóns
son, viðskiptaráðunautur, og
Yngvi Ólafsson, deildarstjóri í
viðskiptamálaráðuneytinu. Af
hálfu Sovétríkjanna tóku A.
Graséff, verzlunarfulltrúi; V.
Matasjún, aðstoðarmaður hans,
og I. Fedoroff, aðstoðarforstjóri
V.O. Sojuzneftexport, þátt í við-
ræðunum.
Samningar hafa nú tekizt. —
Magn það, sem um var samið,.er
sem hér segir:
= Þannig lýtur Surtsey út;
= eftir eins árs gos, ailra mynd;
= arlegasta eyja með stórum;
= glóandi gíg í miðju, se.i;
= hraun rennur suður og vestur;
= af (upp á myndinni). Hnjúk;
= arnir, sinn hvoru megin við;
11 gíginn, eru 174 m. á hæð ogi
s heilmikið la-ndslag er komið;
j| á, eyna. Þessa mynd tók von j
= Linden í gær er hann flaug j
= yfir. Þá var heilmikið hi-auni
= rennsli og náði lengra austurj
j| með ströndinni en hann hafðii
= áður séð. Sjá nánar á bls. ? j
miiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiimu
210.000 tonn af gasolíu,
100.000 tonn af brennsluolíu
40.000 tonn af benzíni.
Verðmæti umsamins vörumagns
er um 330—340 millj. kr. Samn-
inginn undirrituðu dr. Oddur
Guðjónsson og I. Fedoroff.
Dr. Sigmundur Guðbjarnarson.
íslenzkur visindamabur vinnur ab
rannsóknum í jbvi skyni i Detroit
Flýtt fyrir lækningu
eftir hjartaslag
FRÉTTIN hér á eftir birtist í
hinu heimsþekkta dagblaði
,JVew York Times“ mánudag-
inn 26. október.
ATLANTIC CITY, 25. okt.
(AP). — Þegar hjarta manns-
ins fær „slag“ tekur það þegar
í stað upp baráttu til að bæta
skaðann.
Með tilraunum á hundum
hefur vísindamönnum nú tek-
izt að finna og þróa aðferð
til að aðstoða hjartað í þessari
baráttu og flýta lækningu um
50 til 100%.
Það er gert með inngjöf vaxt
arhormóna, eöa insulins, víta-
mína og methionine, sem
finnst í eggjahvitufrumum.
Þessari aðferð, sem ekki
hefur enn verið reynd á mönn
um, var lýst hér í dag í lok
vísindaráðstefnu bandarísku
hjartavarnarsamtakanna
(American Heart Association)
af dr. Sigmundi Guðbjarnar-
syni, dr. Chiyo Chiba, dr. Jiro
Yamanaka, og dr. Richard J.
Bing frá Detriat. ,
En það virðist líklegt, að
aðferðin muni einnig verða
til hjálpar fyrir manninn og
stuðla að fljótari lækningu,
og jafnvel betri lækningu, á
þeim svæðum hjartans, sem
skaðazt hafa, sagði dr. Guð-
bjarnarson.
Hormónarnir auðvelda sam
setningu eða myndun eggja-
hvítu og kjarnasýra (nucleic
acids) að því er vísindamenn-
irnir hafa komizt að raun um.
Hjaríaslag stafar af hindr-
un blóðstraumsins til sjáífs
hjaríavöðvans. Við blóðmiss-
inn deyja sumar frumur hjarta
vefjanna. Lækningin er fólg-
'in í myndun örþykknis (scar
tissue) á hinu skaðaða svæði,
þ.e. græðandi. Þessi græðing
hefst í frumkjarnanum inn-
an fárra tíma eftir að hjarta-
slag hefur átt sér stað, segja
vísindamennirnir.
Við tilraunirnar á hundum
var skemmd á hjartanu feng-
in með því að loka fyrir grein
ar af slagæðunum (kransæð-
um). Hundar, sem fengu hor-
mónagjöf í æð, virtust ekki
aöeins fá skjótari Iækningu
heldur einnig hafa meira af
starfhæfum frumum en þeir
hundar, sem ekki höfðu hlotið
þessa meðferð, segja þeir.
Sökum þess hve lítið er um
vaxtarhormóna mun líklega
verða notað insulin, vítamín
og methionine við tilraunir á
mönnum sagði dr. Guðbjarn-
arson.“
Dr. Sigmundur Guðbjarnar-
son er 33 ára Akurnesingur,
Iauk prófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1952, lauk
doktorsprófi í lífefnafræði við
háskólann í Munchen 1959.
Frá árinu 1961 hefur hann
kennt og unnið að rannsókn-
um við háskóla i Detroit í
Bandaríkjunum.
Póststofan opnar úti-
bú á Laugavegi 176
í DAG verður opnað útibú frá
póststofunni í Reykjavík að
Laugavegi 176. Mun útibú þetta
veifca allar tegundir póstþjónustu
aðrar en afhendingu bögglapósts
frá útlöndum, sem fer í gegn-
um Tollpóststofuna.
Póstur verður borinn út frá
póstafgreiðslunni innan umdæm
is hennar, sem takmarkast af
Laugavegi frá nr. 124, Höfðatúni
og byggðinni meðfram sjónum,
Borgartúni, Otrateig, Laugalæk,
Reykjavegi, Suðurlandsbraut að
Grensásvegi. Ennfremur Grens-
ásvegi að Miklubraut og byggð-
inni norðan Miklubrautar og aust
Húsakyimi útibúsius á Laugave
an Rauðarárstígs.
Ætla má að íbúum þessa svæð-
is verði mikil hagræðing að því
að fá þetta nýja útibú, en það
er staðsett í miðju verzlunar-
hverfi. Er húsnæði útibúsins eigu
Bílasmiðjunnar h.f.
í fyrstu verða aðeins átta starfs
menn við þetta nýja útibú, 5 bréf
berar og 3 póstmenn, en starfsliði
verður fjölgað ef þörf krefur.
Afgreiðslutími hins nýja úti-
bús verður alla virka daga frá
kl. 10—17, nema laugardaga frá
kl. 10—13.
Umsjónarrhaður útibúsins verð
ur Björn Björnsson, póstfulltrúi.
gi 176.