Morgunblaðið - 21.11.1964, Síða 5

Morgunblaðið - 21.11.1964, Síða 5
/ Laugardagur 21. nðv. 1964 MORCUNBLAÐÍ5 Um elekirómiskei músik „Elektrónisk músik er alveg nýtt tjáningarform, sem gef- ur ótæmandi möguleika, auðg- ar ímyndunaraflið, gefur manni frjálsari hendur og er miklu skemmtilegri að fást við í augum tónskáldsins.“ Það er Magnús Blöndahl Jóhannsson, sem þannig mæl- ir við blaðamann Mbl. þegar hann hitti Magnús að máli um daginn í tilefni af Norrænu tónlistarhátíðinni í Helsing- fors, sem haldin var þar dag- ana 2.—6. október s.I. Magnús fræðir okkur á því, að þarna hafi verið flutt verk eftir Fál ísólfsson, Jón Leifs, Jón Þórarinsson, Leif Þóarar- insson og hann sjálfan. Há- tíð þessi er haldin annað hvert ár. „Ja, ég fékk mjöig jákvæða gagnrýni. Var sá eini af íslend ingunum, sem var með elek- tróniska músik, og var það raunar eina elektróniska mús- íkin, sem var leikin á hátíð- inni. Verkið, sem þarna var leik ið eftir mig, kallaði ég Punkta. Finnska útvarpið var svo elskulegt í sambandi við þessa hátfð að hafa einn þátt, sem eingöngu var helgaður eletróniskri músik. Eins og ég sagði áðan, er þessi músik alveg nýtt tján- ingarform, sem felur í sér ó- tæmandi möguleika fyrir tón skáldið. Það er auðvitað mjö'g mikið háð allri tæknilegri þró un og framvindu,' og það er ekki hægt að útfæra þessa músik án þess. Það er raunar ekkert „stud- io“ til á íslandi til þessara hluta. Sænska útvarpi'ð er um þessar mundir að byggja sér- stakt „studió" fyrir elektrón- iska músik, og mun það kosta um 1 og hálfa milljón sænskra króna. Aðalstöðvar þessarar teg- undar af tónlist eru í Mílanó, Köln, Póllandi og í Finn- landi. Elektrónisk músik er ákaf- leg víðtækt hugtak. Það má t.d. flytja einn píanótón í ótal tilbrigðum með þessum hætti. Mikið af Punktunum mínum eru píanótónar, sem eru um- breyttir. Þeir eru spilaðir aft- urábak, þeir eru látnir berg- mála. Þeir eru spilaðir afturábak og áfram, og hafa þannig mjög mikil og sterk áhrif. Punktar voru teknir upp hérna hjá Ríkisútvarpinu. Við notum miki’ð tóngjafa, sem framleiða aðeins einn tón svokallaðan sinutón, sem er án allra yfirtóna. Til þess not- um við tæki, sem notað er til að stilla útvörp, og hafa mjög mikla og mismunandi sveiflu- tíðni. Ég lagði upphaflega stund á píanóleik og hljómsveitar- stjórn við Juiliard Sohool of Music í Bandaríkjunum. Samdi mörg verk fyrir pianó í hefðbundnum stíl, sónötur og ýmiss smærri verk. Ein- hvern veginn lít ég á það, sem liðinn tíma. Sú hin nýja músik gefur miklu meiri mögu leika. Máður hefur frjálsari hendur og hún auðgar ímynd unaraflið að mun meir. Ég er ánægður með mitt hlutskipti á tónlistarsviðinu, sé ekki eftir að hafa farið út í það að semja tónverk á þessu sviði.“ Barnlaus vel efnuð hjón óska eftir kjörbarni, helzt á aldrinum 2 til 7 ára. Fjár hagsleg aðstoð kemur til greina. Svar sendist Mbl. merkt: „öeTO". Tronunusett til sölu. Uppl. í síma 35482 Trommukennsla Kenni á trommur. Upplýs- ingar í Breiðfirðingabúð í dag milli kl. 3 og 6. Benedikt Pálsson. ATIIUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i MorgunblaÖinu en öðrum blöðum. Blaðburðafólk f - óskcist til blaðburðai í eítirtalin hverfi| Víðlmel Skúbgata frá 50-80 Fálkagata Túngata Sími 22-4-80 Akranesferðir með sérleyfisbílum 1». Þ. Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykjavík alla virka daga kl. 6. Frá Akranesi kl. 8, nema á laugardögum ferðir frá Akranesi kl. 8 og kl. 2 frá Reykjavík kl. 2 og 6. Á sunnudög- um frá Akranesi kl. 3 og 6:30. Frá Reykjavík kl. 9 og 12 á miðnætti. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla fer frá Ceuta í dag á leið frá Kanada til Piraeus. Askja fer væntan- lega frá Leningrad á morgun áleiðis til Rvíkur. Skipadeild S.Í.S: Arnarfell er í Brest fer þaðan 23. til Rvíkur. Jökulfell fór í gær frá Keflavík til Griimsby, London og Calais. Dísarfell fór frá Stettin 17. til Reyðarfjarðar. Litlafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helga fell fór 19. frá Riga til Rvíkur. Hamra- fell fór frá Batumi 16. til Rvíkur. Stapafell fór 20. frá Noregi til íslands Mælifell er væntanlegt til Rvíkur síðdegis 1 dag frá Torrevieja. Loftleiðir h.f.: Vilhjálmur Stefáns- son er væntanlegur frá NY kl. 07:00 í fyrramálið. Fer til Luxemborgar kl. 08:00. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 01:30. Fer til NY kl. 02:30. Snorri Sturluson er væntanleg- ur frá Helsingfors, Kaupmannahöfn og Oslo kl. 00:30. Eimskipaféiag íslands h.f.: Bakka- foss fer frá Gdynia 20 11. til Hauge- fund og Rvíkur. Brúarfoss fer frá Hull 20. 11. til Rvíkur. Dettifoss fór frá Dublin 14. 11. til NY Fjallfoss fer frá Kvík kl. 24:00 í kvöld 20. 11. til Þor- lákshafnar, Keflavíkur, Akureyrar, Siglufjarðar, Húsavíkur, Raufarl/fnar og Seyðisfjarðar. Goðafoss fór frá Hull 19. 11. til Rvíkur. Gullfoss fór frá Rvíkur 20. 11. til Leith. Hamborgar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fer frá Vestmannaeyjum 20. 11. til Kefla- víkur og þaðan í dag 21. 11. til Gloucester, Camden og NY. Mánafoss kom til Rvíkur 20. 11. frá Kristian- ®and. Reykjafoss fór frá Gautaborg 19. 11. til Odense, VentspiLs, Gdynia, Gdansk og Gautaborgar. Selfoss fór frá NY 12. 11. væntanlegur til Rvíkur síðdegis í dag 21. 11. Tungufoss fór frá Djúpavogi 18. 11. til Antwerpen og Rotterdam. Utan skrifstofutíma eru ekipafréttir lesnar í sjálfvirkum sím- ovara 2-14-66. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug Ckýfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 08:00 í dag. Vélin er væntanleg aft ur til Rvíkur kl. 16:05 (DC-6B) á morgun. Sólfaxi kemur frá Khöfn, Oslo og Bergen kl. 16:05 (DC-6B) í dag. Skýfaxi kemur kl. 16:05 (DC-6B) 1 dag frá Glasgow og Khafnar. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- cyja, Sauðárkróks, •Húsavíkur, ísa- fjarðar og Egilsstaða. Á morgun er éætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Skipaútgerð ríkisins Hekla fór frá Jtvjk í gærkvöldi austur um land til Akureyrar. Esja fer frá Rvík í dag vestur um land til Akureyrar. Herjólf- ur er i Rvík. Þyrijl fer frá Raufarhöfn I dag til Sanesfjord. S/kjaldbreið er i Rvík. Herðubreið er á leið frá Horna- firði til Rvíkur. Hafskip h.f.: Laxá er í Rvik. Rangá fór frá Gautaborg 17. þm. til Rvíkur Selá fór frá Hull í gær til Hamborgar Urkersingel er í Ardrossan. Etly Danielsen fór frá Norðfirði 17. þm. til Gdynia. Spurven fór frá Reyðar- firði 15. þm. til Turku. Skærn er á leið til Austfjarðahafna. H.f. Jöklar Drangajökull kom til Riga 13. þm. og fer þaðan til Rvíkur. Hofsjökull fór í gáerkvöldi frá Grims by til Pietersaari og Riga. Langjökull fór 18. þm. frá NY til Le Havre og Rotterdam. Vatnajökull kom í gær- kveldi til Avonmouth og fer þaðan til London og Rotterdam. Laugardagsskrítlan Flugvél með 80 farþega flaug yfir geðveikrahæli. Þá rak flug- stjórinn upp skellihlátur. „Af hverju ertu að hlæja?“ spurði flugfreyjan. „Ekki svo sem af neinu. Ég er bara a'ð hugsa um allt það upp- nám, sem verður þarna á hælinu, þegar þeir uppgötva, að ég er þar ekki lengur!“ VÍSIIKORIM Stakki rúinn ráSsnilldar, rakki nú sem blauður, frakka búinn forsmánar flakkar þú um hauður. Gilsbakka-JÓN. Málshœttir Sjálfs eru vítin verst. Svo fyrnast ástir sem fundir. Svo má góðu venjast að gæða- laust þyki. GAIVIALT og coti Sjaldan geispar einn, þegar tveir eru, nema feigur sé, eða fátt í milli. Hœgra hornið Góði bezti, vertu ekki að öf- unda nágrannann, þótt hann hafi fengið sér bíl. Hann hefur ekki heldur efni á því að eiga hann. Spakmœli dagsins Ég vildi gefa allar eigur min- ar fyrir ögn lengri tíma. — Elísabeth I. Tekið á móti tikynningum í DAGRÓKINA frá kl. 10-12 f.h. BAZAR X’ I LÍDÓ BASAH og kaffisala Hjúkrunarkvennafél. í Lido sunnudaginn 22. nóv. kl. 2 tii áigóða fyrir hið nýja Félagsheimiii Þarna verður margt góðra muna og indælis kaffi. Myndin tekin að nokkrum bazarmun- unupi, sem stillt var út í Herrabúðinni í Austurstræti. sú NÆST bezti Úr ritgerð í unglingaskóla um Reykjavíkurhöfn: Úr ritgerð í unglingaskóla um Reykjavíkurhöfn: ,.Við höfnina eru mörg og stór mannvirki t.d. hafnarhúsið, Frið- rik Bertelsen og kolakramnn“. I GOLF OG VEGGFUSAR HÉÐINN vélaverzlun voritr Kartóflumus — Kakómalt Kaffi — Kakó Kjötbúðin, Laugavegi 32 * Aithigafélag Akraness heldur félagsvist í Tjarnarkaffi laugardaginn 21. nóvember kl. 9. — DANS. — Góð verðlaun. Mætið vel og stundvíslega. Skemmtinefndin. Sfarf í landi Maður með farmannapróf, sem hefur verið yfir- maður á verzlunar- og fiskiskipum undanfarin ár, óskar eftir starfi í landi. Tilboð óskast sent afgr. Mbl., merkt: „Starf í landi — 9311“. tlngur niiður oskast til afgreiðslustarfa við vörulager. Þarf helzt að vera vanur. Upplýsingar ekki gefnar í sima. I. Brynjólfsson & Kvaran fnarstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.