Morgunblaðið - 21.11.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 21.11.1964, Síða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. nóv. 1964 UM BÆKUR Don Quijofe ávarpar vindmyllurnar Steinn Steinarr: KVÆÐASAFN OG GREINAR Helgafell 1964. FYRSTA heildarútgáfa á verkum Steins Steinars er komin á mark- aðinn. Þetta eru merk tíðindi, og eflaust verða þeir margir sem leggja leið sína í bókabúðir til að ná sér í eintak. En hvernig hefur útgáfan tekizt? Ekki eru nema átta ár síðan ljóð Steins 1934—1954 voru gefin út í bók og kölluð Ferð án fyrir- heits. Mun skáldið sjálft hafa séð um þá útgáfu, fellt niður kvæði sem hann vildi að gleymdust, eða að minnsta kosti kærði sig ekki um að sjá í heildarsafni ljóða sinna. í þessari nýju útgáfu eru ljóð- in prentuð eftir frumútgáfum bóka Steins. Ég tel mjög ólíklegt að Steinn Steinarr hefði viljað láta endurprenta öll þessi kvæði, og er sú framtakssemi þess vegna hæpinn greiði við skáldið. Steinn Steinarr var það merki- legt skáld að flest ef ekki allt sem hann birti á prenti hefur falið í sér þá glóð sem kveikt getur í hugum manna. Ég býst þess vegna við að allir sem lesið hafa Stein áður sér til ánægju og þeir sem nú kynnast honum í fyrsta skipti, muni fagna Kvæðasafni og greinum. Hinu verður ekki neitað, að það er uggvænlegt ef skáld mega búast við því að bókaforlög þeirra ráð- ist í að prenta allt sem hrotið hefur úr pennum þeirra. Mjög fá skáld hafa efni á þessu, og fæst þeirra myndu veita sam- þykki sitt átakalaust. Auðvitað verður ekki hægt að leita til þeirra eftir að búið er að koma þeim fyrir í kistunum, og er það því vonandi að íslenzk skáld, og einkum skáld Helgafells, deyi ekki án þess að hafa tryggt sig gegn of áhugasömum útgefend- um. Svo vikið sé að lausa málinu í þessari bók þá birtist það ailt saman í bókinni Við opinn glugga, sem Menningarsjóður gaf snoturlega út fyrir þremur ár- um í umsjá Hannesar Pétursson- ar. Eini munurinn á þessum tveimur útgáfum er sá að viðtöl þau sem birt eru aftast I báð- um bókunum voru skilmerkilega merkt höfundum sínum í Við opinn glugga, en nú er eins og einn og sami maðurinn sé höfund ur þeirra. Helzt mætti ætla að Steinn hefði soðið þetta saman sjálfur, að minnsta kosti var hann nógu snjall til þess, ef frá eru skilin viðtöl Matthíasar Jó- hannessen. Hér er um að ræða óþarflega augljósan klaufaskap frá hendi útgefanda. Það sem gefur þessari útgáfu sérstakt gildi er inngangur Kristjáns Karlssonar, vel unninn og vandlega hugsaður og búinn þeim kostum að um hann má deila endalaust, því Kristján hef- ur sína eigin skoðun á Steini, og hefur jafnan kunnað að koma orðum að hugsunum sínum á eftirtektarverðan hátt. Ég get vel fallist á þá niður- stöðu Kristjáns Karlssonar, að kvæði Steins séu „trúarljóð — með neikvæðu forteikni". Ef til vill hefur trúin verið sú lausn sem liggur beint við skáldskap hans, eins og Kristján leiðir get- um að. Seinustu ijóðin sem Steinn birti á prenti voru þrjú: For- máli á jörðu; Kreml; og Don Quijote ávarpar vindmyllurnar. Þegar ég las Formála á jörðu, í fyrsta sinn (Nýtt Helgafell, 4. h. 1956) datt mér ekki annað í hug en þetta væri upphafsljóð nýrrar bókar eftir Stein. Mér þótti þá og þykir enn mikið koma til þessa ljóðs, og ég harma það að Steini skuli ekki hafa enzt aldur til að semja fleiri ljóð í anda þess. Ég hef nefnilega þá skoðun að flest verk skáldsins hefðu horfið í skuggann fyrir þessum nýju ljóðum, að í þeim hefði skáldið Steinn Steinarr stigið fram vígdjarfari og um leið glöggskyggnari en áður: Út í veröld heimskunnar, út í veröld ofbeldisins, út í veröld dauðans sendi ég hugsun mína Steinn Steinarr íklædda dularfullum, óskiijanlegum orðum. í þessu ljóði talar skáldið um sorg sína, von og trú, sem gangi óséð af öllum, djúp sár og brenn- andi: Svo að ljóðið megi lifa, svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. Það er algengt að skáldið nefni sorg og von, og að vísu einnig trú, en hér er sterkar að orði komist en venjulega: trú hans gengur svo að guð megi lifa. Ljóðið Kreml, líkist aftur á móti reiðiöskri, en býr þó yfir miklum sannfæringarkrafti. Þar tjáir Steinn vonbrigði sín eftir Rússlandsferðina. „Hin mikla von mannkynsins" brást honum eins og mörgum öðrum. f Don Quijote ávarpar vind- myllurnar, er hinn aumkunar- verði riddari réttlætisins á ferð, sem hefur ásett sér að berjast með hálfum sannleika gegn al- gerri lygL í þessum þremur Ijóðum kveð- ur við nýjan tón. Þau eru líkari manninum Steini Steinarr (eins og ég held að hann hafi verið) heldur en megnið af því sem hann hefur látið frá sér fara. Garðurinn stendur í blóma vegna þess að öll laufin eru fallin af trjánum og grösin fölnuð, og rödd skáldsins eignast nú þá festu og skáldið sjálft hefur öðlazt þá gullvægu reynslu sem þarf til þess að mikill og opinberandi skáldskapur verði til. En sá sem hefur búizt við að sjá framhald þessara kvæða hef- ur líklega gert sér tyllivonir, því í hinni nýju útgáfu Helgafells standa þau ein sér innan um önn- ur veigaminni kvæði. í bókinni er að finna alls kyns kvæði og kviðlinga sem engu bæta við þá mynd af Steini sem við höfum gert okkur. Ég nefni sem dæmi Söngur lýðræðisflokkanna; Sjálf- stæði íslands; og Ein sorgleg vísa. Og þarna er kvæðið um Churchill komið í bók. Það minnir mig á dagbókarkvæði eftir snjalla ljóðamenn erlendra blaða. Ég held að Steinn hafi verið kjörinn maður til að yrkja slík kvæði, ef eitthvert dagblað hefði þorað að ráða hann í þjón- ustu sína. Að minnsta kosti hálf þjóðin hefði brosað og þakkað. Þetta áttu aðeins að vera fá- einar athugasemdir um útkomu Kvæðasafns og greina. Ég geri þess vegna enga tilraun hér til að draga upp heildarmynd af skáldskap Steins Steinars. Mikið hefur verið rætt um skáldið, og stundum af viti. Ég bendi les- endum einkanlega á inngang Kristjáns Karlssonar, og ef þeir ekki átta sig á honum í fyrstu, þá gjöri • þeir svo vel og lesi hann aftur. Það er einn kostur góðrar bókmenntagagnrýni að hana má lesa mörgum sinnum líkt og sum skáldverk. Jóhann Hjálmarsson. Telja launakjör barna- kennara óviðunandi AÐALFUNDUR stéttarfélags barnakennara í Reykjavík, hald inn í Melaskólanum fimmtudag- inn 12. nóv. 1964, lýsir óánægju sinni með launakjör barnakenn- ara og telur þau algerlega óvið unandi. Fundurinn telur, að verð lags- og launamálaþróunin und anfarið hafi gert að engu þær launabætur, sem barnakennarar fengu með Kjaradómi 3. júlí 1963. Fundurinn lítur svo á, að sú á- kvörðun ríkisstjómarinnar um 2ja til 5 flokka hækkun allra þeirra framhaldsskólakennara, sem hafa sömu eða minni skóla menntun en barnakiennarar og birt var í bréfi til L.S.F.K., dags. 5. júní 1964, sé endurmat á kennslustarfinu og krefst þess eindregið, að þetta endurmat sé nú þegar látið ná til barnakenn- ara emmg. brýna nauðsyn bera til þess, að nú þegar verði greitt fyrir heima vinnu í barnaskólum og greiðsl ur þessar hækki um sömu prósent tölu og fast kaup barnakennara hækkaði með dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963. Jafnframt telur fundurinn brýna rauðsyn bera til þess, að þegar í stað verði leitað úrskurð ar Félagsdóms og Kjaranefndar um þau ágreiningsatriði í fram- kvæmd Kjaradóms frá 3. júlí 1963, sem varða barnakennara. Fundurinn ályktar að verði engin jákvæð lausn fundin á mál um þessum, megi búast við því að stór hópur barnakennara snúi sér að öðrum betur launuðum störfum eins fljótt og uppsagnar ákvæði opinberra starfsmanna heimila. • LITLAR VARNIR GEGN HÁVAÐANUM A» UTAN Þeir fyrir austan kvarta oft yfir því, að ekki heyrist í Reykjavíkurútvarpinu fyrir háv aðanum í hinum og þessum úti í heimi. Þetta kemur líka fyrir á Norðurlandi — hjá þeim, sem hlusta á endurvarpsstöðina í Skjaldarvík. Og úr því að kvart- anir yfir þessu eru farnar að koma til okkar á Morgunblað- inu, þá hljóta þeir fyrir norðan og austan að vera orðnir þreytt- ir á að bera kvartanir sínar upp við útvarpið, þótt útvarpið sé sjálfsagt ekki orðið þreytt á þeim. Ég hringdi í Sigurð Þorkels- son, yfirverkfræðing hjá Land- símanum, oig sagði hann mér, að enn væri verið að bæta við tveimur endurvarpsstöðvum á Austurlandi, þ.e.a.s. í AxarfirðL Þær væru nú á milli 10 og 15 þar eystra. Hann sagði, að skilyrðin mundu vonandi batna um allt land eftir að nýja sendistöðin, sem nú er verið að setja upp hér syðra, yrði tekin í notkun — þ.e.a.s. miðað við það, sem nú er. Hins vegar sagði Sigurð- ur, að ekki væri að kenna lé- legri útsendingu, hlustunarskil yrði fyrir austan og norðan væru stundum slæm — og er- lendar stöðvar yfirgnæfðu. Þetta væri útlendu stöðvunum að kenna, þeim fjöligaði og styrkur þeirra yxi. Einkum væri hætta á truflun- um að vetrinum á kvöldin. Þá sentust útvarpsbylgjurnar upp í háloftin og skyllu á jörðina aft ur — tiltölulega fyrirstöðulítið. Erfitt væri því að koma við vörnum. Sjálfsagt er þetta ekk- ert einkavandamál okkar, en ljóst er, að þeir útvarpsmenn gera eitt og annað til þess að reyna að yfirgnæfa þá, sem svo hátt gala úti í löndum. • EKKI SEINNA VÆNNA Kona nokkur hringdi og kvart aði yfir því, að erfitt væri að fá barnaskó — öðru vísi en tá- mjóa. En þessi móðir taldi það misþryminigu á fótum barna að troða þeim í támjóu tízkuna strax og þau væru orðin 3 eða 4 ára — og er ég ekki hissa á því. „Þau byrja víst nógu snemma á því að reyna að tolla í tízkunni", sagði konan — og veit sjálfsagt hvað hún syngur. HIN SÍUNGA ÆSKA Barnablaðið Æskan varð 65 ára á dögunum. Sjálfsagt eru þeir fáir íslendinigar innan við sjötugt, sem ekki hafa notið Æskunnar að einhverju leyti á unglingsárum. Þótt upplag blaðs ins hafi ekki verið stórt fyrstu árin voru þeim mun fleiri les- endur um hvert eintak, sem í þá daga gekk oft á milli bæja í sveitum landsins og var lesið með mestu áfergju og af mikilli gleði. Barnablaðið Æskan hefur igegnt þýðingarmiklu hlutverki Það hefur haft heilbrigð og Það hefur haft heilbrigð og góð áhrif á hina mörgu ungu lesendur sína. Og í öllu þessu flóði bóka, blaða, munaðar og alls kyns skemmtana og tóm- stundagamans nútímans, hefur barnablaðið Æskan ekki dagað uppi. Blaðið hefur þvert á móti eflzt — og það sýnir, að Æsk- unni hefur tekizt að vera sí- ungri þrátt fyrir allar breyting- ar og umrót í þjóðfélaginu. Við, sem slitið höfum barnsskónum, hugsum með hlýjum huga til Æskunnar og vonum að hún verði áfram ung og sýni aldrei ellimörk þrátt fyrir háan aldur. 6699 JtzEzr Q /w* / - .. . . . Kaupið það bezta --------'*s RAFHLÖÐUR Bræðurnir Ormsson hf Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.