Morgunblaðið - 21.11.1964, Page 10
10
MORGU NBLAÐIÐ
Laugardagur 21. nóv. 1964
Merrill C. Rueppel t.h. forstjóri Dallas Museum of Fine Arts
ræðir um málverk eftir Svavar Guðnason við ambassador
Danmerkur í Bandaríkjunum, Kield Gustav Knuth-Winter-
feldt.
þetta bezt,“ segir hann.
Þegar hann sagir þetta,
ganga ung hjón gegnum her-
bergið, sem hefur að geyma
verk hins íslenzka málara,
Svavars Guðnasonar. Hin
furðu lostnu augu þeirra líta
af hinum þogulu málverkum.
En barn þeirra í göngugallan-
sambandi við þessa sýningu.
>eim finnst einnig að högg-
myndirnar sýni meiri orku
og frumleika en málverkin.
Tveir af gagnrýnendum dag
blaðanna á staðnum, John Ne-
ville frá Dallas Morning
News og Bob Porter frá Dall-
as Time-Herald vöktu sérstak-
Hjá málverkunum stendur
hvort þau séu til sölu. Af 86
málverkum á sýningunni eru
26 til sölu.
Hingað til hefur enginn
Texasbúi — oliuauðkýfing-
ur eða ekki — sýnt óstjórn-
lega löngun til þess að eign-
ast eitt hinna dönsku mál-
verka.
Svavar Guinason á
samsýningu vestra
Frá fréttaritara AP í Dallas.
BANDARÍKJAMENN fá nú
í fyrsta skipti tækifæri til
þess að skoða gaumigæfilega,
hvað Danir hafa gert á mynd-
listarsviðinu síðan þeir byrj-
uðu að tjá sig abstrakt
snemma á fjóra tug aldarinn-
ar.
Sýning danskra abstrakt-
listaverka, sem var opnuð í
Dallas Museum of Fine Arts
Maður og kona. Þessar styttur
Sonja Ferlov Mancoba vöktu
mikla athygli sýningargesta.
þann tiunda október, mun
verða haldin á öðrum stöðum
eftir 1. nóvember, svo að sem
flestir fái tækifæri til þess að
sjá hana. Næst verða listaverk
in sýnd í Detroit (Michigan)
Museum of Arts, þá Florida
Museum of Fine Arts í St.
Petersburg, Robertson Memo-
rial Art Center í Binghamp-
ton N.Y. og siðast í Dartmouth
University, Hanover, New
Hampshire.
íslendingurinn Svavar
Guðnason er einn hinna tíu
listamanna, sem taka þátt í
sýningunni.
Þeir Dallasbúar, sem stunda
listsýningar, sjá auðvitað
þessa sýningu. Sama er að
segja um utanbæjarfólk, sem
er hér vegna stærstu vöru-
sýningar landsinS; State Fair
of Texas. Einnig sjá ýmsir
þessa sýningu vegna áhuga á
dönskum málefnum, sem Nei-
man-Marcus verzlanirnar hafa
vakið með fólki með svonefnd
um „Dönskuim vikum“ (Dan-
ish Fortnight).
GÓÐ KÍMNIGÁFA?
Hinn einfaldi almenninigur,
sem ekki þekkir muninn á
list og öskubakka tekur ab-
straktlist eins og hinn ein-
faldi almenningur alls staðar
annars staðar.
„Einhver virðist hafa góða
kímnigáfu“, segir smávaxin
gráhærð kona, sem stendur
fyrir framan ógnvekjandi
styttu Haugen Sörensens, sem
heitir „Kátur lítill náungi“.
Sú óþætgilega grunsemd að
listamaðurinn geri sífellt grín
að áhorfandanum með ab-
strakt list sinni er sameigin-
leg bæði listþekkjurum og
þeim, sem ekkert vit hafa á
listum.
„Þetta snertir mig ekki
neitt“, segir velkiædd kona
með Texas-hreim, sem stend-
ur með nokkrum vinum sín-
um fyrir framan listaflóð
Else Alfelts. Síðan segir hún;
„Hafið þið séð vaxmyndasafn
ið?“
Þau flýta sér öll í áttina að
útgáfu Texas á Madame
Tussauds þar sem allt er „eins
og það á að vera“.
UNGT FÓLK ÁHUGASAMT
Safnvörður er sérfræðirugur
í máluim, sem snerta listir, rétt
eins og leigubílstjóri er heim-
spekingur — spyrjið hann
bara um hvað sem er og hann
getur svarað.
James H. Coker í Dallas, er
slíkur vörður og hann veit
hvernig hinn almenni listunn-
andi tekur danskri abstrakt-
list.
„Unga fólkinu virðist líka
Eitt af nýjustu málverkum Svavars Guðnasonar, „StormuP* er
meðal hinna 63 málverka og 23 höggmynda á Danish Abstract
Art Exhibit í Dallas Museum of Fine Arts.
um sínum ljómar af ánægju
yfir þessari litadýrð.
Þeir áhorfendur, sem til
þekkja virðast á einu máli
um það að litameðferð málar-
anna sé hið athyglisverðasta í
„Gullfjallið“, málverk eftir Svavar Guðnason á sýningunni í
Dallas Museum of Fine Arts. Eigandi málverksins er Haukur
Helgason.
lega athygli nanna á högg-
mynd úr bronzi, eftir Sonja
Ferlov Mancom'ba, „Mann“ og
„Konu“.
Hafa Danir nokkurn tíma
losnað úr skuld við listamenn
eins og Picasso, Kadinsky,
Klee og Leger?
„Þetta lítur allt út eins og
Picasso í fæðinigu,“ sagði gam
ansamur skrifstofumaður við
opnun sýningarinnar.
í stuttu máli líta listunnend
ur hér á þessa sýningu sem
fréttir frá fjarlægum stað
fremur en stórkostlegan fag-
urfræðilegan viðburð.
Það er sendiherra Danmerk
ur í Bandarí'kjunum, Kield
Gustav Knuth-Winterfeldt,
greifi, sem stendur fyrir sýn-
ingu þessari. Listaverkin valdi
R. Dahlmann Olsen, listagagn
rýnandi Oig byggingaráðunaut-
ur Kaupmannahafnar.
Málverkin á sýningunni eru
eftir Else Alfelt, Ejler Bille,
Svavar Guðnason, Henry Heer
up, Egill Jacobsen, Richard
Mortensen og Carl-Henning
Pedersen. Höggmyndir eru eft
ir Heerup, Sonja Ferlov, Ro-
bert Jacobsen og Jörgen
Haugen Sörensen.
Enn frá Höfðakaupstað
HÖFÐAKAUPSTAÐUR er falleg
ur staður, hvort heldur er í fann-
skrúða vetrar eða sóiskini og
sumarblíðu, og hefur sín sér-
kenni sem eru í aðaldráttum
þessi: Höfðinn, sem kauptúnið
dregur nafn af, er berghryggur
sjávarmeginn, bæði til skjóls
og skrauts. Hann hefur án efa
sína aldagömlu sögu að segja. Á
árabátaöldinni, þegar íbúar
Höfðakaupstaðar sóttu sjó á
litlum árabátum, 2—4 og 6
manna förum, þá komust þeir oft
í krappan dans við Ægi konung.
Gamlar sagnir greina frá
því, að þá hafi íbúar Höfðakaup-
staðar, sem í landi voru, ungir
og gamlir, gengið upp á Höfða
til að huga að bátum á hættunn-
ar stund. 1 þeim hóp hafi verið
konur sjómanna, oft með börn
við hlið, sem spurðu hvort pabbi
færi ekki að koma í land. Lífs-
baráttan hefur verið hörð á þess
um árum og er það enn í dag, iþó
með ólíkum hætti sé á margan
hátt, en það má háttvirt Alþingi
vita, og þingmenn festa í huga,
að þegar íbúar Höfðakaupstað-
ar leita eftir aðstoð þess opin-
bera, að þá er verið að styrkja
dugandi menn til starfa, en ekki
fjármagni á glæ kastað. — Já,
ég var að skrifa um Höfðann. —
Ferðafólk kemur árlega hingað
og nýtur útsýnis og veðurblíðu
af Höfðanum. — Ennfremur má
geta þess að á liðnum tímum
hafa án efa elskendur leiðst upp
á Höfðanum, hvílzt þar í grösugri
sléttu, skipulagt framtíðarvonir
sínar, og loks séð sólina hverfa
í sæ norður við Bjarg. í öðru
lagi má geta þess að „Einbúinn",
klettur sérkennilegur, skammt
frá höfninni, hefur boðið tímans
tönn byrginn, þótt huldufólks-
sögur um hann séu nokkuð orðn
ar fyrntar. Fyrir ofan kauptún-
ið gnæfir Spákonufellsborgin,
sérstæð og tignarleg, sem ávallt
vekur athygli, hvort heldur hún
er klædd vetrarbúningi og hríðar
kólga umlykur ,,Borgarhausinn“
eða geislar sumarsólar dansa
um hana í grænum klæðnaði
sumarsins.
íbúar Höfðakaupstaðar eru
um 630. Meira en 7. hver mað-
ur eða um 100 manns, varð að
fara frá heimilum sínum í at-
vinnuleit síðastliðinn vetur. Má
með sanni segja, að leitun sé á
svo miklu atvinnuleysi í litlu
sjávarplássi á landi voru. —
Flestir fengu atvinnu „suður með
sjó“, eins og komizt 'er að orði.
— Birti eitt dagblað á síðastl.
vetri viðtal við Skagstrendinga,
sem voru langflestir í Grinda-
vík. — Er viðtalið að mörgu
leyti lærdómsríkt, þar sem til-
svörum er óneitanlega stillt í hóf,
en lýsa þó háði blandinni
gremju og vonsvikum, sem bein-
ist til ráðandi manna, rikisins og
iþingmanna, en einmitt þá stóð
yfir háttvirt Alþingi. Þangað
hafa vonir okkar í Höfðakaup-
stað beinzt um fyrirgreiðslu sem
hefðu atvinnubætur í för með
sér.
Við íbúar Höfðakaupstaðar
munum vel nýsköpunartímabil-
ið. Þá mátti segja að kaupstað-
urinn væri „óskabarn“ valdhaf-
anna. Þá skildi skipuleggja ný.
tízku bæ, landi og þjóð til fyrir.
myndar. Meira að segja var
gengið svo langt í hugmynd þá
ráðandi manna að gerður var
uppdráttur af kaupstaðnum,
eins og hann skyldi verða, með
um þrjú þúsund íbúa, og að sögn
sýndur erlendis. En svo datt
botninn úr hugsmíðinni og nú
síðustu árin má með sanni segja,
að Höfðakaupstaður sé ekki
óskabarn valdhafanna lengur,
heldur „olnbogabarn" — því að
í útvarpi, ræðum og ritum hef.
ur verið reynt að vekja Allþingi
til fyrirgreiðslu og lýsa atvinnu
ástandi með sem gleggstum
myndum og ábendingum, fyrir
þingmenn að starfa eftir, en ekki
komið að neinu gagni.
Hvað eftir annað hafa kviknað
vonir hjá íbúum staðarins, að
Alþingi mundi láta til skarar
skríða með framkvæmdir til at.
vinnubóta, t.d. myndi frumvarp
Framh. á bls. 19