Morgunblaðið - 21.11.1964, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.11.1964, Qupperneq 27
Laugardagur 21. nóv. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 27 — ASÍ-þing Frh. af bls. 28 Guð'murwiur H. Guðmundsson frá Ileykjavík vakti athygli á því, að enn gerðist það, að fiski skip væru þannig hlaðin, að þau væru t)óm í botninn þannig að sjóhæfni þeirra væri stór.skert. Benti hann á, hversu háskalegt þetta væri öryggi sjómanna. Lagði Guðmundur sérstaka á- heralu á nauðsyn þess, að strangt eftirlit væri haft með því, að slíkt gæti ekki gerzt Einnig tók Guðmundur undir þau orð Jóns Sigurðssonar, ae ekki væri hyggilegt að ráðast i að byggja nýjar sí’.Narbræðslur að svo stöddu. Ekki væri unnt að byggja sífellt nýjar verksmiðj- ur eftir því, hvert síldin færði sig til við landið. Miklu skyn- samlegra væri að leggja út í nokkurn 1 / ;tnað við síldarflutn inga heldur en að festa mörg hundruð milljón krónur í nýiuim verksmiðj um. i’ryggvi Helgason frá Akur- eyri ræddi til.'lögur nefndarinnar um aukinn skattfrádrátt handa sjómönnum. Taldi hann hér vera mikið réttlætismái á ferðum, þar eð sjómenn væru neyddir til að standa straum af miklum liostnaði, sem starf þeirra hefur ohjákvæmilega í för með sér svo sem fæðiskostnaði á skipum og kaupum á vinnufatnaði. Sinar Hafberg frá Flateyri talaði næstur. Lagði hann til, að inn í samþykkt þingsins um út- færslu landhelginnar væri tek- in tillaga um, að landhelgisgæzl an verði aukin að mikl um mun, með tilliti til hinna tíðu land- Ihelgisbrota að undanförnu. Pétur Sigurðsson tók aftur til máls cig var sammála Einari Haf (berg um nauðsyn þess, að land- helgisgæzlan væri efld til muna frá því, sem nú er. í»á gagniýndi hann það, að í áliti sjómanna- nefndarinnar væri hvergi vikið að hagsmunamáluim fairmanna. Einnig skýrði Pétur frá starfi nefndar um sjóslysamálin, en sú nefnd hefur senn lokið störr’um og eru niðurstöður rannsókna hennar senn væntanlegar. Hannibal Valdiimansson lagði til, að gerðar væru nokkrar breytingar á orðalagi tillagn- anna. Einnig ræddi hann um verðákvörðun fisks, sem nú er í höndum verðl'agsráðs sjávarút- vegsins. Dró hann mjög í efa, að löglegt væri, að oddamaður i ráðinu úrskurðaði einn um fisk- verð gegn rökstuddum tillógum allra annarra í ráðin.u. Taldi for eeti ASÍ, að sjómenn ættu að fá eftur rétt til að semja um fisk- verð í stað þess að einn embætt- ismaður ríkisins gæti róðið þar ö.lu um. Nefndartillögur sjómanna voru síðan samiþykktar ásamt þeim breytingartiilögum, sem fram komu. Ekki v0ru fleiri mál tilbúin ti'l umræðu, og var því gert hlé á þingfu.ndum frá Kl. 5 tU 9. Fyrsta mál á kvöldfundi þings- ins var fjármál samtakanna. Fjár hagsnefnd þingsins var klofin í málinu, og hafði Einar Ögmunds- son framsögu fyrir áliti meiri hluta hennar. Lagði hann til, að f járhagsáætlun sú, sem stjóm ASÍ lagði fram í þingbyrjun, yrði samþykkt óbreytt. Sagði hann fjárveitingar síðustu þinga hafa verið allt of naumar og nægðu tekjursambandsins hvergi til að standa straum af kostnaði við nauðsynlegustu störf þess. Einar taldi, að fjölmörg félög innan ASÍ yrðu að endurskoða ársgjöld sín, ef tillögur þæV til hækkunar, sem stjórn ASÍ beitir sér fyrir, ná fram að ganga. Kvað hann hér vera um algera lág- markshækkun að ræða, sem á engan hátt nægði til frambúðar. Ekki væri nægilegt að sam- jþykkja aðeins hækkunina heldur þyrfti einnig að gera nauðsyn- legar lagabreytingar, e? sam- þykkt fjárhagsáætlunarinnar ætti að hafa einhverja raunverulega þýðingu. Óskar Hallgrimsson talaði fyrir áliti minni hluta nefndarinnar. Sagði hann að eðlilegra hefði verið að afgreiða fyrst lagabreyt- ingar og ganga síðan frá sam- Færeyskir fá ekki að landa í Bretlandi Einkaskeyti til Mbl. Þórshöfn 20. nóv. TVÖ færeysk fiskiskip hafa legið í Aberdeen síðan í fyrradag án þess að fá að landa öllum afla sínum. Ástasðan er sú, að brezkir togaraeigendur vilja ekki leyfa frekari fisklandanir í nóvember í samræmi við kvóta þann, sem í gildi gekk fyrr á árinu. Kvóti þessi var settur tii höfuðs Fær- eyingum, og var mótleikur vegna útfærslu færeyskrar landhelgi í 12 mílur í vor. Færeysku bátarnir sigla heim í kvöld með það sem eftir er af aflanum. Frá 1. desember geta færeysk skip landað ísfiski í V- Þýzkalandi í samræmi vió sam- komulag það, sem undirritað var í Hamborg á þriðjudag. Um 30 skip stunda nú ísfiskveiðar við Færeyjar. — Arge. þykkt fjárhagsáætlunar f sam- ræmi við það. Kvaðst hann sam- mála Einari um nauðsyn þess, að skattur félaganna til ASÍ hækk- aði allverulega, en lagði hins veg ar til, að sú hækkun yrði nokkru minni, en farið var fram á. Minnihluti fjárhagsnefndar lagði til, að lögum ASÍ yrði breytt þannig, að félögin greiði Alþýðusambandinu í skatt Vi af dagkaupi verkamanns í Reykjavík í stað Vs, eins og nú er gert. Skýrði Óskar frá því, að fulltrúar lýðræðissinna í fjár- hagsnefnd þingisins hefðu gert ítrekaðar tilraunir til samkomu- lags um fjármál ASÍ, en allar til- raunir í þá átt hefðu farið út um þúfur. Ekki væri unnt að hækka einhliða skatt til sambandsins án þess að kannað væri í leiðinni, hvernig fjármálum verkalýðs- samtakanna í heild væri komið. >á benti hann einnig á, að hin mörgu sérgreinasambönd, sem stofnuð hafa verið á síðustu ór- um, hafi að verulegu leyti tekið að sér mörg þeirra verkefna, sem Alþýðusambandið sá um áður. Með því að hækka framlögin til Aliþýðusambandsins um nær helming á einu ári, mundu mörg verkalýðsfélög, þar sem ársgjöld eru lág, komast í mikil fjórhags- vandræði og gætu ekki sinnt skyldum sínum við félagsmenn sína á fullnægjandi hátt. Sigfinnur Karlsson frá Nes- kaupstað mælti eindregið með því, að tillögur meirihluta nefnd- arinnar næðu fram að ganga. Hermann Guðmundsson frá Hafnarfirði taldi óskynsamlegt að fjárhagsáætlun væri sam- þykkt áður em gengið væri frá lagabreytingum um fjármálin. Taldi hann of stórt stökk að hækka skattinn í 95 krónur á einu ári og lagði til, að gjaldið yrði 75 krónur fyrir árið 1965 en 95 krónur árið 1966. Pétur Sigurðsson átaldi, að í fjárhagsáætlun þeirri, sem komm únistar og Framsóknarmenn beita sér fyrir á þinginu. skuli gert ráð fyrir fækkun innan AI- þýðusambandsins, en allar líkur væru til hins gagnstæða. Einnig benti hann á, að enda þótt til- lögur lýðræðissinna geri aðeins ráð fyrir um 68 króna gjaldi til samtakanna, muni sú tala að öll- um líkindum hækka, þar sem hún er háð kaupi verkamanns, sem varla verður óbreytt næstu tvö ár. Var þá eftir að afgreiða fjármál og lagabreytingar. Umræður stóðu enn yfir,' er blaðið fór í prentun og kjósa nýja stjórn ASÍ. Var búizt við að þinginu lyki síðar um nóttina. — „Hér geta allir ___________44 Framhald af bls. 26 markið sem við byrjuðum' að leika í. Peter Nielsen, einn mark- hæsti maður liðsins og hinn öruggi vítakastmaður (hefur skorað í öllum vítaköstum liðsins hér), ræddi leikaðferð- ir íslenzkra liða. — Mér finnst Fram byggja mest ísl. liðanna á samstillt- um leik allra liðsmanna, þó hver um sig sé fljótur að nota fyrsta tækifæri er hann fær. Gunnlaugur Hjálmarsson er að mínum dómi óviðráðanleg- ur þegar hann er „í stuði“, eins og í leiknum gegn okk- ur. En ég gæti trúað að þegar hann er ekki í góðu skapi, þá sé hann öðruvísi. En eins og hann var móti okkur var hann óviðráðanlegur. Hann gat far- ið kringum tvo varnarmenn og skotið óverjandi. En leikaðfferð Fram held ég að sé vel hægt að brjóta niður. Öðru máli gegnir með FH. Þar er krafturinn svo óskap- legur og vonlaust að reyna að „einangra" einn eða tvo. Þá koma bara aðrir — og það er útilokað að reikna nokkuð út hvernig þeir spila. Það er svona í þessu upphlaupi og á allt annan veg í öðru. — Hvað haldið þið um möguleika Fram gegn Ret- bergslid? — Þeir voru allir á einu máli og sögðu: — Næsta litlir. Sví- arnir eru svo reyndir, syo stór ir og kunna svo vel til síns fags að taktiklið á litlar sigur- vonir. FH hefði miklu meiri möguleika, sagði Nielsen. Við spurðum þá félaga síðast um fréttina í BT. Þeir vildu fátt láta eftir sér hafa en töldu hana ekki hafa við rök að styðjast og báðu loks um að það kæmi fram, að þeim fyndist islenskir áhorfendur skemmtilegir. Þeir væru méð í leiknum svo um munaði, en þeir væru ekki blindir, svo alltaf kæmi klapp þegar mót- herjarnir gerðu eitthvað fal- legt. Þeir félagar létu allir vel yfir kynnum sínum af íslenzk- um handknattleik, töldu hann á hraðri framfarabraut og margt frábærra leikmanna og annarra efnilegra. Þeir munu áreiðanlega betur eftir kom- una en fyrir, fylgjast með af- rekum íslendinga á þessu sviði og þeir létu í ljós undrun yfir getunni í þessari grein hjá jafn fámennri handknattleiks- hreyfingu og sú ísl. er. — A. St. f gær hófst hinn árlegi lands fundur kaupfélagsstjóra, þar sem rædd eru ýmis mál kaup félaganna og Sambandsins. Fundinum lýkut í dag, en hann sitja 50 til 60 kaupfélags stjórar, auk forstjóra hinna ýmsu deilda S.f.S. Á efri myndinni sést yfir fundarsalinn í Sambands- húsinu. Á hinni neðri er Helgi Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri innflutningsdeildarinn- ar, í ræðustóli. Næst til hægri situr forstjóri S.Í.S. Erlendur Einarsson, þá fundarstjórinn Jakob Frímannsson, stjórnar formaður S.Í.S. og kaupfélags stjóri K.E.A. og loks ritari fundarins, Hermann Þorsteins son, forstöðumaður Lífeyris- sjóðs S.Í.S. — 2 landsleikir Framhald af bls. 26 í Osló og heldur héðan til Belgíu og leikur landsleik þar. í förinni eru 14 leikmenn og 4 fararstjórar. ísland og Spánn hafa einu sinni áður leikið landsleik í hand- knattleik. Sá var í Bilbao í feb. í fyrra og þá unnu Spánverjar með 20 gegn 17. Á þessu ári hafa Spánverjar aðeins leikið einn landsleik við Frakka í París og unnu Frakkar með 16-8. í fyrra unnu Spánverjar Frakka í Madrid með 16-13 svo að á ýmsu hefur gengið. Nánar verður rætt um þessa landsleiki síðar en geta má þess að forsala miða hefst við Út- vegsbankann á sunnudag og á mánudaig í bókaverzlunum Lár- usar í Reykjavík, Hjólinu í Hafnarfirði og hjá Fons í Kefla- vík. — Kjarnorkuflotinn Framhald af bls. 1 málefni Bandaríkjahers, vék sér- staklega að orðum franska þing- mahnsins og Gaullistans Pierre Billotte, sem hélt því fram á fundinum í gær, að hinn sam- eiginlegi floti mundi verða vísir að nýlendustefnu Bandarikjanna í Evrópu. „Ég get ekki fallizt á yfirlýs- ingar um að Bandaríkin séu að reyna að taka sér drottinvald í kjarnorkuvopnamálum gagnvart einum eða neinum", sagði Rivers. „Og ég get heldur ekki tekið gild ar ásakanir um nýlendustefnu". Rivers lagði áherzlu á, að þátt- taka í kjarnorkuflotanum mundi ekki kosta nema ca. 1% af hern- aðarútgjöldum þátttökuþjóðanna, og því geti flotinn ekki á nokk- urn hátt hindrað uppbyggingu annarra herja. Hugmyndirnar um sameigin- legan kjarnorkuflota byggjast fyrst og fremst á því, segir í með- mælatillögu þingmannafundar- ins, að samstarf takist á full- komnum jafnréttisgrundvelli með Bandaríkjunum og Evrópuríkjun um. Tillagan var samþykkt með 27 atkvæðum gegn engu, en eins og fyrr greinir sátu Norðurlönd og Belgía hjá. Talið er, að þingmennirnir hafi viljað bíða átekta, og sjá hversu lyktar viðræðum Johnsons for- seta, og Wilsons, forsætisráðherra Breta, í næsta mánuði. Guðmundur Pálsson og Helgi Skúlason i Sögu úr dýra- garðinum. Saga úr dýra- garðinum I KVÖLD sýnir Leikfélag Revkja vÍKur einþáitungana tvo, Krunna Kolskóga, eftir Einar Pálsson, og Sögu úr dýragarðinum, eftir Edward Albee. Saga úr dýra- garðinum er fyrsta leikrit Aibees og var frumsýnt á listahátíðinni í Berlín árið 1959 og aflaði höf- undi mikillar frægðar á ör- skömmum tíma. Annað leikrit Albees, „Hver er hræddur við Virginíu Woolf,“ verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í vetur. Bæði leikritin hafa verið sýnd víða um heim við mjög miklar vin- sældir og lof gagnrýnenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.