Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 2
MORCUN BLAÐIÐ Sunnudagur 22. nóv. 1964 Sigurður Sigurjónsson SIGURÐUR Sigurjónsson er fulltrui fyrir vélstjórafélag Vestmannaeyja á þingi A.S.t. Sigurður hefur starfað sem vélstjóri síðan 1929, og undan farin þrjú ár hefur hann ver- ið vélstjóri á hafnsögubátn- um I.óðsinum. Sigurður sagði, að atvinnu mál væru í góðu lagi í Vest- mannaeyjum og næg verk- efni fyrir hendi. — Afkoma fólksins byggist að öllu leyti á útgerð og afla- brögðum, sagði hann. Við reynum að fylgjast með þró- uninni og fáum til okkar skip. Til þess að nýta aflann eru hinar fullkomnustu fisk- vinnslustöðvar, en það er bara galli hjá okkur íslend- ingum, að við vinnum hrá- efnið ekki nægilega mikið. >að er mannfæðin sem veld- ur því, að við getum ekki nýtt hráefnið sem skyldi. — Við höfum þurft að fá fólk til Vestmannaeyja í stór um stíl á veturna, og það hefur gengið fremur erfiðlega á seinni árum að fá mann- skap á smærri bátana. A sumrin léttir skólafólkið undir og ekki má heldur gleyma húsmæðrunum, sem þá grípa inn í. — Eru lundaveiðarnar ekki drjúg tekjulind hjá ykkur eyjaskeggjum? — Þær eru aðeins stundað- ar sem sport. Fuglinn fær nú að gegna sínu hlutverki óhindrað og eiga sína unga. — Hvað er að segja um hin félagslegu málefni — >að er vissulega nauð- synlegt fyrir hvern bæ að hglda uppi menningarstarf- semi, sem dreifir hugan- um frá hinu daglega striti. En önn dagsins hefur valdið því, að féiagsiðkanir eru ekki með þeim blóma sem skyldi. >annig er það liklega á flestum stöðum. Við getum þó nefnt leikfélagið okkar, sem á hverju ári hefur reynt að halda uppi leiksýningu. — Og unga fólkið? — Já, það er eins og hjá fleirum: vandamálið er skapa því aðstöðu, sem það getur unað við. Við höfum tóm- stundaheimili fyrir ungling- ana til þess að reyna að leysa þann vanda — og mér finnst að slík heimili ættu að vera í hverju byggðarlagi til þess að koma í veg fyrir flóttann í sjoppurnar. Við biðjum Sigurð að segja okkur af hafnarmálum í Vestmannaeyjum. — >að fer ekki á milli mála, að Vestmannaeyjahöfn er ein bezta höfn við suður- ströndina. Samt kallar hún á meiri framkvæmdir, því að á næsta leyti eru auðug síld- armið á ákveðnum tíma árs. Síldarflotinn leitar því eðli- lega til afgreiðslu í Vest- mannaeyjum — og einnig oft til þess að liggja af sér vond veður. Einnig koma til aukn- ar þorskveiðar með hringnót, sem á liðnum vetri voru aðal- lega stundaðar við Vest- mannaeyjar. Fyrir rúmu ári dvaldist Sig urður í Bandaríkjunum á veg um Bandaríkjastjórnar, sem býður á ári hverju verkalýðs leiðtogum og fagmönnum til tveggja mánaða dvalar þar í landi. >eir fóru þrír saman íslendingarnir og að auki fararstjóri, sem var Albert Goodman, vestur-íslendingur, starfsmaður í bandaríska sendiráðinu hér. Sigurður sagði, að för þessi hefði verið ákaflega gagnleg og vel heppnúð og kvað hann farar- stjórann ekki hafa átt hvað minnstan þátt í því. — Ég kynntist aðallega verkalýðsstarfsemi vestra, sagði Sigurður. Að öllum öðrum ólöstuðum voru það sjómannasamtökin, sem bezt tóku á móti okkur. í San Fransisco sýndu sjómanna- samtökin þar okkur dvalar- heimili fyrir aldraða sjó- menn, en þetta heimili var alveg fyrirmynd í alla staði. >að er staðsett í fallegum dal hann má greiða það á einu ári, þann að það er aðeins tólfti partur af launum hans. Gjöld hans til sambandsins eru siðan 10 dalir á mánuði. >egar hann hefur starfað í samtökunum í 20 ár, getur hann farið í land og hefur 290 dali í eftirlaun á mánuði, en meðan hann er starfandi hefur hann 3. hvern mánuð frían. Komi það fyrir, að vélstjóri hafi ekki atvinnu allt árið, hefur hann 290 dala styrk frá samtökunum þann tíma, sem hann verður að vera í landi. >egar við getum búið þannig að okkar mönnum, er þeir eftir langan vinnudag í þágu þjóðfélagsins verða að hætta störfum, þá tel ég okk ar málum hafa verið vel til lykta leitt, sagði Sigurður Sigurjónsson að lokum. Guðrún Norberg FULLTRÚI Flugfreyjufélags íslands á þingi ASÍ er Guðrún Norberg, flugfreyja hjá Loft- leiðum. Guðrún hefur starfað sem flugfreyja í tvö og hálft ár og lætur mjög vel af starf- inu, þótt hún viðurkenni Sigurður Sigurjónssou 70 mílur frá borginni. Sjó- mannasamtökin eiga landið þarna og hafa byggt þetta heimili, sem eru einna hæða tvíbýlishús. >arna geta líka dvalið hjón, ef vill. í sambandi við dvalarheim ilið er starfræktur matsveina skóli, þar sem verðandi mat sveinum er kennd öll vinna, sem viðkemur starfi þeirra á skipi. >essi matsveinaskóli sér vistheimilinu fyrir mat, og er þetta fyrirkomulag mjög athyglisvert. >arna hittum við menn frá öllum Norðurlöndunum nema íslandi, og luku þeir allir upp einum munni um það, að þetta væri hrein paradís. Sá sjómaður, sem verið hafði í samtökunum í 30 ár, gat hætt og farið á eftirlaun hjá þeim. >á fékk hann greidd í eftir- laun 280 dali á mánuði, en dvöl hans á heimilinu kostaði 90 dali á mánuði. Ég tel mál íslenzkira sjó- manna ekki í fullu lagi, fyrr en þeim hafa verið búán svip uð kjör. í lok ferðarinnar höfðum við samband við vélstjórasam band New York borgar og var okkur þar mjög vel tek- ið. Samtök vélstjóra á aust- urströndinni eru mjög öflug. Svo skýrt sá frá kjörum starfs bræúra okkar í Bandaríkjun- um í samanburði við kjörin hér, má geta þess, að lægst launaði vélstjóri á flutninga skipi hefur eitt þúsund dali á mánuði, en yfirvélstjóri hef ur 14 hundruð dali. Til þess að öðlast inngöngu í sam- bandið þarf vélstjóri að greiða eitt þúsund dali, en að fá pilta í þessa starfs- grein? — Alveg ljómandi. >að get- ur til dæmis komið sér vel að hafa þá til taks, ef eitthvað þarf að gera, sem þeir ráða betur við en við stúlkurnar. Annars erum við auðvitað all- ar stæltar og duglegar. — Er flugfreyjustarfið allt- af jafn eftirsótt, Guðrún? — Ég held, að stúlkur séu farnar að skilja það núna, að þetta er ekki eintóm sæla. Dýrðarljóminn stafar eflaust af því, að í þessu starfi er góð aðstaða til að skoða sig um og verzla. En starfið er erfitt meðan á því stendur, því að flugfreyjur verða að leggja sig allar fram til þess að gera farþegunum ferðina sem þægi legasta. — Fáið þið gott tækifæri til þess að skoða ykkur um í stór- borgununi? — Nú í vetur höfum við alltaf viðdvöl ytra yfir nótt. Við dveljum þá á hótelum og fáum dagpeninga. — Og getið þá væntanlega rannsakað næturlífið í stór- borgunum? — Ja, þær sem kæra sig um, en annars er ég ekkert fyrir slíkt gefin. — >urfið þið ekki að kunna sitthvað fyrir ykkur, ef eitt- hvað skyldi bera út af á flug- inu? — Jú, við lærum ýmislegt þar að lútandi á byrjunarnám- skeiði, en björgunarnám- eru einu sinni á ári. Síðast fór fram björgunaræfing í Naut- hólsvík. >á vorum við í björg unarbátum í gallabuxum og stígvélum. >að var mikið æv- intýri og eftirminnilegt. —Hvað eruð þið margar flugfreyjurnar í hverri flug- vél? — f DC6B vélunum erum við þrjár en í nýju vélunum erum við fimm eða sex, — Guðrún Norberg. reyndar, að stundum hvarfli að henni, að það væri gaman að taka upp reglubundið starf frá kl. 9 til 5 á daginn — en starfstími flugfreyja er mjög óreglulegur. — >að sem ræður þó úr- slitum, segir Guðrún, er að starfið er mjög við mitt hæfi. Ég kann bezt við mig, þegar ég er innan um fólk. — Hvað eruð þig margar í Flugfreyjufélaginu? — Við erum 113 stúlkur. — Er enginn flugþjónn —■ eða fiugfreyr — starfandi hjá flugfélögunum? — Jú, einn. Hann heitir Birgir Karlsson. — Fær hann inngöngu í fé- lagið ykkar? — >að er mikið vafamál. Eins og nafn félagsins bendir til, er gert ráð fyrir, að með- limirnir séu af kvenkyni. Auk þess hefur hann aldrei mætt á fundi hjá okkur. — Hvernig kunnið þið því Einar Magnússon. fimm, þegar flogið er til Bandaríkjanna, en sex, þegar flogið er til Luxemborgar. — Eru farþegar stundum flugveikir? — Ekki nú orðið. Flugvél- arnar eru það góðar, að þetta er eins og að sitja i góðuna stól heima hjá sér. — Hefur flugtíminn ekkl stytzt mikið með tilkomu nýju Loftleiðavélanna? — >ær eru fjórum til fimm tímum skemur á leiðinni milli íslands og Bandaríkjanna en þær gömlu. Nú er líka flogið beint, en áður var höfð við- dvöl á Gander og í Goosa Bay. — Hvernig mundi þér lítast á að starfa hjá stóru flugfé- lögunum, t.d. PAN-AM, en þar starfa nú nokkrar íslenzk- ar stúlkur. — >að mundi aldrei hvarfla að mér. Ég er alltof heimakær til þess að geta dvalizt lang- dvölum ytra. Ég hlakka líka alltaf til að koma heim. Einar Magnússon FULLTRÚI Verkalýðsfélags Akraness á þingi ASÍ er Ein- ar Magnússon, en hann er formaður verkamannadeildar félagsins. Þetta er í fyrsta sina sem Einar situr þing ASÍ. Einar sagði, að innan vé- banda verkalýðsfélagsina væru um 500 manns, en félag- ið skiptist í þrjár deildir. verkamannadeild sjómanna- deild og kvennadeild, sem kjósa sameiginlega stjórn fé- lagsins. — Samstarf í félaginu er mjög gott, sagði Einar og hjá okkur er ekki kosið eftir póli- tískum leiðum, eins og víða annars staðar. >eim, sem fylgzt hafa meS hinum öra vexti Akraness und anfarin ár, dylst ekki, að þar er mikil gróska í öllum fram- kvæmdum. — Akranes hefur verið upp- gangsbær í mörg ár, sagði Einar, einkum eftir stjórnar- skiptin þar. Bærinn er orðinn hinn fegursti, ný og glæsileg hús skjóta upp kollinum og gatnagerð hefur miðað vel áfram að undanförnu, — að- algötur hafa verið styrktar. Mikil gróska hefur verið i byggingarframkvæmdum und anfarin 12 til 13 ár. — Hefur komið mikið af aðkomufólki í seinni tíð? — Síðastliðið ár hefur orð- ið nokkur stöðnun hvað það snertir. Ef til vill er orsök- in sú, að vinna er að mestu leyti erfiðisvinna — vinna, sem skapast gegnum fram- leiðslustörfin. >að sem hér vantar er iðnaður — eða vinna fyrir fólk, sem ekki getur unnið að framleiðslustörfum. Sokkaverksmiðjan EVA hefur að vísu leyst þennan vanda að nokkru leyti, en betur má ef duga skal. — Hvað um hafnarmál? — Já, höfnin hefur verið talsvert vandamál, síðan bát- arnir stækkuðu, en frá Akra- nesi hafa verið gerðir út 18 til 20 bátar, smærri og stærri, Sýnt er, að hafnargerð verður ærið fjárfrek, en það er ein- mitt fjárhagurinn, sem stend- ur öllum meiri háttar fram- kvæmdum fyrir þrifum. Ég tel mikils um vert í þessu sam bandi, að skipulagsmál bæj- arins verði gerð að því gagni, að þau geti orðið til frambúð- ar. Við spyrjum Einar um fé- lagsleg málefni Akurnesinga. — Eins og víða annars stað- ar er ekki hægt að sinna fé- lagsmálum sem skyldi, vegna mikillar vinnu. Hinn langi A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.