Morgunblaðið - 22.11.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 22.11.1964, Síða 6
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. nóv. 1964 Sr. Eirikur J. Eiriksson 'Ég heyröi Jesú himneskt orð 26. sunnudagur eftir trinitatis Guðspjallið. Matth. 11, 25—30. BYRÐI starfsins var þung. Menn voru í ákvæðisvinnu og flokkur- inn varð að herða sig. Minnsti bógurinn var látinn fara heim í tjöld hálfri klukkustund fyrir matmálstíma til þess að elda. >að var gert í einu tjaldinu, og voru eldunartækin „prímusar". Farizt hafði fyrir að gera við bilun iþeirra, þá, að allir fæturnir und- ir þeim voru lausir. Borð var þarna ekkert. Undirstaðan var þúfur tjaldstæðisins. Stórir pott- ar sýndust albúnir að steypast yfir matsveininn. Menn voru að leggja veg upp Biskupstungur. Bóndi einn úr ná- grenninu kemur að tjaldinu, þar sem verið er við eldamennskuna. Hann stígur af baki og ýtir tjald- skörinni til hliðar með svipunni. „Hvað er að sjá þetta, drengur. Láta þeir viðgangast, að þú búir við slíkt. Þér gæti verið bani bú- inn. Auk þess svo erfiðið. Komdu heim til mín í kvöld. Blessaður, góði". Hann farinn og verkfall í vinnu flokknum. Bóndi ræðir væntan- legar kosningar við vegagjörðar- mennina. Kosningabaráttan snerti víst lít ið aðbúnað drengsins þarna, en um kvöldið greiddi bóndinn á Felli hagsmunum hans atkvæði með virkum hætti. Byrðin varð léttari og ok daganna. Einn mesti guðfræðingur nú- tímans, Paul Tillich, segist hafa valið sér orð úr guðspjalli dags- ins, er hann var fermdur: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítil- látur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld, því að mitt ok er indælt og byrði min létt.“ Fólki fannst þetta val einkenni legt. Þarna átti drengur í hlut frá velmegandi heimili og sólar- megin. En Tillich segist hafa dáð þessi orð, er hann var barn, og séu þau enn óviðjafnanleg í sín- um huga. Nú viðurkenna allir, að Tillich viti, hvað byrði er og ok. Hann var herprestur í fyrri heimsstyrj- öldinni. Fyrir valdaránið mikla árið 1933 í Þýzkalandi var hann einn helzti forsvarsmaður lýð- ræðisins í kristnum anda. Eftir að hafa barizt hetjulega í ræðu og riti, varð hann að flýja land sitt og hefur verið í útlegð síðan, en mótað í ríkum mæli trúar- skoðanir kristins heims. „Allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir.“ Rétt mun vera, sem lærðir menn benda á, að hér mun átt við byrði lög- málsþjónustunnar, er skriftlærð- ir og Farísear lögðu á fólk með bókstafsfastheldni sinni. Læri- meistararnir töluðu einmitt um „ok lögmálsins“, er lærisveinar þeirra skyldu gangast undir. Ekki er þó ástæða til þess að einskorða þungann, sem rætt er um í guðspj allinu, og má heim færa hann til vandans að vera maður yfirleitt. Raunar munu margir segja, að Frelsara sé ekki þörf til þess að leysa þann vanda né bera þá byrði. Aðrir aðilar sjái um það, að gera lífið auðveldara. Benda menn á undur tækni. læknislist- ar, efnahagsráðstafana og marg- þættrar kjarabaráttu með öllum þeint samtökum, faglegum og stjórnmálalegum, sem henni fylgja. Byrðin er fyrir hendi. f Eng- landi eru sjálfsmorð og tilraunir til þeirra um 40.000 á ári. Þó fara ytri kjör manna batnandi og sýna skýrslur, að þetta er ekki böl fátæklinganna fyrst og fremst. Þvert á móti leggja einkum hend ur á sjálfa sig, menn, sem eru ofarlega í mannfélagsstiganum: lögfræðingar, ýfirmenn í hernum og læknar. Eru tölur yfir dauðs- föll lækna af þessum sökum ískyggilega háar, að dómi sér- fræðinga. Sjáum við af þessu, að styrjöld er háð tvísýn, er hinir ágætustu liðsmenn lífsins og fómfúsustu láta bugast undir byrði þess til jafns við aðra eða jafnvel frem- ur. Lögmálsskólinn lífsbaráttunn- ar er vissulega strangur og ekki einhlítur. Spyrjum við þá: Hvert er það lögmál, sem er indælt ok og létt byrði? Svarið er ákveðið: Það er lögmál Jesú Krists. Kristin- dómsboðun Páls er rétt: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists (Gal. 6,2)“. „Skuldum ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver ann- an, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið (Rómv. 13,8>“. „Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein, þess vegna er kærleikurinn fyll- ing lögmálsins (Rómv. 13,10)“. Lögmál hins gamla sáttmála segir: Þú skalt ekki. Þörf er já- kvæðrar frjálsrar þjónustu við Guð af innri hvöt. íklæðumst Kristi að kærleikur hans létti okk ur byrðar lífsins og ok þess. — Hjörtu okkar, visin jörð og þurr, verða þá lindar aðnjótandi, sem hríslast um þau og laugar, svo að gróður verður og hvers kyns blessun. Minnzt var á sálameyð og upp gjöf undir byrði lífsins. Mann- vinir gefa upp símanúmer, sem men» í angist mega leita til. Slík samtök kenna sig sum við Samverjann miskunnsama. Leit- umst við að lyfta byrðum með- bræðranna. Verður þá einnig eig ið ok indælt og byrðin létt. Hversdagslegs atviks var getið. Birta Guðs kærleika er ávallt í huga mér um hjálparmanninn. Ég hygg, að greiði hans hafi skap að honum sjálfum ofurlitla hvíld hjartans og gert erfiði dagsins ljúfara. Smámunir. „Skuldum.........“ segir postulinn. Aldrei getum við til fullnustu greitt skuld kær- leikans. Minnumst þess, að Guð af náð sinni gefur okkur áð greiða í æ ríkari mæli þá skuld. Látum Guðslögmál kærleikans gera okkur byrði og ok lífsins að blessunaruppsprettu, eilíf- legri: - Amen. England MÍMIR leiðbeinir foreldrum við vai skóla í Englandi daglega kl. 1—7. Beztu skólar eru oft full- skipaðir ári fyrirfram svo að foreldrum er ráðlagt að leita upplýsinga snemma. Verið er nú að senda unglinga á skóla sem hef jast í janúar. MÍMIR, Hafnarstræti 15. Sími 2-16-55. HÉR sést Lárus Salómonsson, lögregluþjónn, með álftarunga frá því í vor, sem tekinn var af Tjörninni fyrir nokkru. Er Lárus sótti álftarungann gat hann ekki gengið á isnum, sökum meiðsla á fæti. Lárus fór með hann á Lögreglustöð- ina, þar sem honura var gefið vínarbrauð, meðan beðið var eftir Ásgeiri Ó. Einarssyni, héraðsdýralækni, sem sagði fótinn óbrotinn, en marinn og auman eftir eitthvert óhapp. Hefði þrota sett í meiðslin við kuldann. Að þessum upp- lýsingum fengnum, ákvað dr. Finnur Guðmundsson að láta ungann lifa og var hann flutt- ur á Þorfinnstjörn, sem haldið er auðri með affallsvatni. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Sjónvarp — eða ekki Mér hefur borizt þvílíkur fjöldi af bréfum að undan- förnu, að ég held áfram að birta bréf — og hér kemur eitt frá sjónvarpsnotanda, sem kallar sig P.Á. Fyrir stuttu var auglýst staða skrifstofustjóra sjónvarps, svo nú virðist vera ráðið að koma hér upp innlendu sjónvarpi, hvort sem skilyrði fyrir starf- rækslu innlends sjónvarps eru fyrir hendi eða ekki, og sem flestum mun sýnas t nokkuð hæpið. Eitt er víst að uppsetn- ing og starfræksla sjónvarps mun kosta svimaháar upphæð- ir, sem full þörf virðist fyrir til annarra nytsamari hluta. Þessi kostnaður mun leggjast á skattgreiðendur, sem þykjast sennilega hafa nógu háa skatta að greiða, ef marka má Rama- kvein það sem rekið var upp yfir sköttum s.l. sumar. Er nú ekki þetta sjónvarps- brölt næsta óþarft? Nú er þeg- ar fyrir hendi sjónvarpsstöð sem nær til flestallra byggða á Faxaflóasvæðinu, og allir sem móttökusvæði hafa getað haft not af, án annars kostn- aðar en kaupa á tækjunum. ,L.. Ég hef einhversstaðar séð, að stöð sem næði yfir Faxaflóa svæðið muni kosta yfir 30 milljónir kr. Þetta sýnist víst fleirum en mér vera álitleg upphæð, sem nota mætti til einhverra framkvæmda sem meir eru aðkallandi en sjón- varp, t. d. byggingar hjúkr- unarkvennaskóla og spítala, svo eitthvað sé nefnt sem meira er aðkallandi. En — eru hér annars nokkur skilyrði til að koma upp sæmilegri sjónvarps- dagskrá? Ég held tæplega. Að vísu er hér til leiklistarstarf- semi sem mætti nota til að sjón varpa leiksýningum frá og reyndar fleiri sklammtikraftar sem komið gætu til mála. En ég hygg að hér sé um svo tak- markaða krafta að ræða að erfitt yrði að halda uppi dag- skrá, þó ekki sé gert ráð fyrir meiru en 3—4 tímum daglega. Ég hef átt þess kost að horfa á Keflavíkurstöðina alloft og tel það gott. Hef a.m.k. ekki komið auga á neitt sem talizt gæti spillandi, en meirihlutann tel ég ágætt, bæði fræðslu- og skemmtiefni. Það virðist ekki vera þörf fyrir fámenna þjóð í strjál- býlu landi að ráðast í fram- kvæmdir, sem lítil líkindi eru til að hafi annað en útgjöld í för með sér, en myndi seint ná tilgangi sínum, einkum sé þess gætt, að innan skemms munu koma á loft sjónvarpshnettir, sem gera munu fært að fylgj- ast með sjónvarpi frá þvínær hverju landi á jörðinni. Þetta segir P.Á. — En er ekki einmitt kominn tími til i-ð við förum að koma okkur upp sjónvarpsstöð sjálfir — úr því að við erum búin að fá nasa- hjón af sjónvarpi? Það er dýrt fyrir þessa fámennu þjóð að byggja þetta stóra land — og erum við ekki alltaf að remb- ast við að fylgjast með þró- uninni á sem flestum sviðum? Fjarðstýrð umferðarljós Vegna áreksturs sjúkrabif- reiðarinnar á dögunum segir einn bréfritari, að í erlendum borgum sé hægt að stjórna öll- um umferðarljósum frá slökkvi stöðvunum. Þar af leiðandi komi slökíkvilið og sjúkrabílar aldrei að rauðu ljósi, engar taf ir verði af þeim sökum — og minni árekstrahætta. Slökkvi- og sjúkrabílar kalla stöðina upp, þegar þeir nálgast umferð arljós, biðja um „grænt" — og fá það. Bréfritari leggur til að reynt verði að koma upp slíku fjar- skiptakerfi hér í Reykjavík — til öryggis og flýtisauka fyrii sjúkra- og slökkvilið. Vefengdur „gæðastimpill“ Og hér kemur loks bréf, sem „Háskólamaður“ skrifar. „Hr. Velvakandi: Nýlega birtist í blöðum frétt um að háskólamenntaðir kenn arar hefðu stofnað félag. Var látið í það skína, að aðrir kennarar væru á móti mennt- un. Þetta er með öllu rangt og ósatt, en hins vegar geta aðrir vel menntaðir kennarar, þar á meðal háskólamenntaðir, alls ekki fallizt á, að uppeldis- fræði sú, sem nú er kennd við Háskólann, sé einhver óvefengj anlegur gæðastimplil á kenn- ara. Það er hlálegt, að háskóla- menntaðir menn eins og verk- fræðingar,, prestar, hagfræðing ar og viðskiptafræðingar, sem stunda kennslu, eru hér eftir ekki taldir tækir í hið nýstofn- aða félag. í þessu kemur fram hroki, sem er til skammar menntuðum mönnum. íslenzkir skólar hafa ekki efni á að hafna þeirri sanngjörnu kröfu að viðurkenna hámenntaða menn, sem kenna árum sam- an við góðan orðstír.“ KMEl-KMIPFÍLÖG Nú er rétti tíminn til að panta ----«./*$ rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3. - Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.