Morgunblaðið - 22.11.1964, Síða 8

Morgunblaðið - 22.11.1964, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunrmdagur 22. nóv. 1964 Sjötugur á morgun: Sinfóníutónleikar Guðbjörn Guimundsson prentari EINN traustasti starfgmaíur Morgurublaðsins um áratugi G-uð bjöm Guðmundsson, prentari, er sjötugur á morgun. Guðbjórn er fæddur 23. nóvember, 18i>4, í Vatnskoti í Þingvallaisveit, son- ur Guðmundar Þórðarsonar og konu harus Guðfinnu Einars- dóttur. Gunbjörn !hóf prentnám í ísa- ijoldarprentsmiðju 1. maí 1912 en var síðain um langt árabil forstjóri prentsmiðjunnar Acta, sem hann stofnaði ásaant fleiri prenturuim. Guðbjörn prentaði fyrsta tölublað Morgun.blaðsins fyrir rúmri hálfri öd og hefur nú starfað hjá Morgunblaðinu samfley tt í hartnær 30 ár. Guðbjörn Guðmumdsson hefur um 'liangt skeið látið mikið að sér kveða í iðnaðarsamitökunuim og í Hinu íslenzka prentarafélagi var m.a. ritairi Sj úkrasam lags prentara og formaður Byggingar samvinnufélags prentara frá því það var stofnað 1944. Eins og kunnugt er, hefur Byggingar samvinnufélagið byggt fjblda íbúða eða um 200, og það reisti fyrsta háhýsið í Reykjavík 1958. Bygigingarsamvinnufélagið heíur innt af hendi mikið og heilla- drjúgt starf og leyst húsnæðis- vandræði fjöldia prentara og snn arra sem hafa komið sér upp hús næði á þess vegum. Hetfur Guð- bjöm ávalót haft forustu uim þau mál fyrir hönd félags síns bg má óhikað fulllyrða, að hann ihafi í senn verið farsæll í þegs- um störfum sínum og raunsær. Hann er heiðursfélagi Hins is- lenzka prentarafélaigs Guðbjöm Guðmundsson hefur ávallt unnið að prentun Morg- unblaðsins af miklum dugnaði, enda er hann kappsamur maður í eðli sínu og starfsþrek hans óbugandi. í afmælisigrein um Guðbjöm sextuigan, seim birtist hér í Morgunblaðinu, segir Sig- fús Jónsson, framkvæmdastjóri, m.a. að hann sé „ætíð boðinn og búinn til að leggja sig alian fram við að leysa af hendi að- kallamdi verk, þótt hann jafnvel þurfi að leggja nótt við dag“. Eins og öllum er kunnugt, cem fylgzt hafa með þróun íslenzkrar blaðamennsku, voru starfsskil- yrði ekki ávaJlt jafngóð og nú tíðkast. Þurfti þá hver og emn að leggja ihart að sér til að vel taekist. Guðbjörn var þá eins og ætíð vakinn og sofinn í starfi sínu við Morgunbiaðið og hefur hamn í samtaúi skýrt frá því að hann hafi lengst staðið 45 klukikustundir samfleytt við prentun blaðsins. -Mundi það þykja all-sæmilega að venð nú á döguim. En Guðbjörn Guð- mundsson lærði ungur að leysa af höndum erfið verketfmi án kvíða og umkvörtunar. Hamn var alinm upp í þeim gamla, góða skóla sem kenndi ungum mömrauim að láta sér ekki verk- efnim vaxa í auiguim. Þeim skóla hefur hann ávallt síðan verið trúr og hetfur Morgimblaðið rot- ið góðs af því í ríkum mæli. Kona Guðbjörns Guðmunds- sonar er Júlía Magnúsdóttir frá Syðri-Sýrlæk í Flóa og eiga þau tvö uppkomin !löm. Um leið og Morgunblaðið og samstarfsmenn Guðbjörns á biað inu óiska hbmum og fjölskyldu hans innilega tiil haimingju með afmælið, minnast þeir margra skemmtilegra stunda með traust um vini og góðum félaga. Guð- bjöm gengur enn ótrauður að störfum sínum, starfsgleði hans er óbilandi og er það ósk okkar og von að þrek hans og hieilsa endist sem leragst. Þess má að lokum geta, að Guðbjörn Guðmundsson verður fjarverandi á afmælisdiaginn. Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 12, 3. hæð. Símar 15939 og 34290 FYRRI hluti efnisskrárinnar á sinfóníutónleikum sl. fimmtu- dagskvöld var helgaður Mozart og Beethoven. Forleikur að óper- unni Don Giovanni eftir Mozart var skilmerkilega leikinn, þótt nokkuð skorti á að ýtrustu kröf- um um nákvæmni og stíl væri fullnægt. En það finnst mér að gerist nú æ sjaldnar, þegar Moz- art á í hlut, bæði hér og annars staðar, hvort sem því veldur hrakandi Mozart-túlkun yfirleitt eða harðnandi kröfur af hendi CAdirritaðs. Fiðlukonsert Beethovens var það, sem hæst bar á tónleikun- um. Björn Ólafsson konsert- meistari fór með einleikshlut- verkið af næmum skilningi og ást á verkefninu. Þótt eitthvað kunni mega finna að bogatækni hans og tónmyndun í einstökum tilfellum, er það lítils vert móti hinu, hvernig hann setti fram og kom til skila flestu eða öllu því, sem mestu máli skiptir í þessu verki. Leikur hans nú ein- kennist af meiri ró og mýkri en þó fastari tökum en oft var áð- ur, og má taka það til marks um, að Björn er enn vaxandi lista- maður. Samkomulag hans og stjórnandans, Igors Buketoffs, var misfellulítið, og þrátt fyrir margumrædda galla á hljóm- burði í samkomuhúsi Háskólans heyrðist hver tónn úr hljóðfæri einleikarans, a.m.k. framan til í salnum. Viðleitni Sinfóníuhljómsveitar- innar til þess að kynna íslenzka tónlist er mjög lofsverð. Að þessu sinni var frumflutt Rapsódía fyr- ir hljómsveit eftir Hallgrím Helgason, samin, að því er höf- undur sjálfur segir, „sem veg- sömun rímnalagsins" og að veru- legu leyti byggð á tveimur kvæðalögum. Ég býst ekki við, að margir mundu telja rapsódí- una innblásið verk, en um hitt verður ekki deilt, að hún ber atorku tónskáldsins fagurt vitni, svo og að mörgu leyti lærdómi hans og útsjónarsemi. Höfuðókostur verksins er hins vegar sá, að það er mjög „of- hlaðið“ sem kallað er, það er of oft verið að reyna að gera of margt í einu, „satsinn“ verður þykkur og óþjáll, og aðálatriðin drukkna í aukaatriðum. í vönd- — Krúsjeff Framh. af bls. 32 um að hann hefði komið á per sónudýrkun. Þá kvörtuðu þeir einnig um að landbúnaðar- pólitík hans hefði ekki verið skynsamleg — en þó verður að segjast eins og er, að árið í ár hefur gefið einhverja þá beztu uppskeru sem þar þekk- ist. Ég hef heyrt, að þeir hafi fengið 12 milljónir tonna af hveiti af nýrækt, sem Krús- jeff beitti sér fyrir að sá í. Aftur á móti er augljóst, að kjötframleiðsla landsins er minni en gert var ráð fyrir, en fækkunin á búpeningi staf- ar af fóðurskorti vegna lé- legrar uppskeru í fyrra. Þá er það einnig álit manna í Moskvu að Kína-deilan hafi haft veruleg áhrif, en ekki eru þó allir á einu máli um hve mikil. Fullyrða má, að Chou En-lai hefði ekki komið til Moskvu, ef Krúsjeff hefði ver ið þar við völd. Hvað þeim hefur orðið ágengt á sátta- fundunum þori ég ekkert að segja um. — Er hægt að tala um Kína- hatur í Sovtéríkjunum meðan Krúsjeff var þar við völd? — Ekki vil ég segja það. En blöðin birtu margar árás- argreinar á Kínverja og voru þær yfirleitt svar við svæsn- um árásargreinum á Sovétrik- in í Kína. Held ég mér sé óhætt að fullyrða, að árás- irnar hafi alltaf átt upptök sín í Peking. — En ’fólkið? — Það vildi ekki tala mik- ið um þessar deilur við Kín- verja, þótti þær leiðinlegar. Spurði jafnan: „Eigum við ekki að tala um eitthvað skemmtilegra? “ — Þér hittuð Chou En-lai? — Já. ég hitti hann á fiug- vellinum þegar hann kom og fór og í veizlu í Kreml 7. nóv. Honum virtist líða vel innan um Rússana, enda báru þeir hann á höndum sér. Þeir menn sem nú stjórna Sovtéríkjun- um eru engar fuglahræður. Brezhnev var forseti Sovét- ríkjanna og tók við af Voro- shilov. Hann var forseti, þegar ég afhenti trúnaðarbréf mitt. Hann er mjög hlýr maður og aðlaðandi og verður að telj- ast glæsimenni. í samtali við mig hefur hann farið mjög vinsamlegum orðum um sam- skipti íslands og Sovétríkj- anna, og allir eru þeir mjög ánægðir með viðskipti land- anna og hafa látið í ljós ósk um að þau haldist. Sannleik- urinn er sá, að miðað við fólksfjölda eru viðskipti, ís- lands við Sovétríkin meiri en nokkurs annars vestræns lands. Við erum með mælan- legan hluta í hagskýrslum um utanríkisverzlun við Sovét- ríkin og eru á hlaði með okk- ur margfalt fjölmennari lönd. Ég hef séð Brezhnev og Krúsjeff saman og vissi ekki betur en þeir væru perluvin- ir. En þá minnist ég orða Chamberlains, þegar einn flokksbræðra hans hafði flutt ræðu gegn honum í brezka þinginu 1940. Chamberlain sagði: „Ég hélt að þetta væri vinur minn.“ — Hafið þér kynnzt fjöl- skyldu Brezhnevs? — Nei, ég hef aldrei séð konu hans, svo ég hafi þekkt hana og sama segja starfs- bræður mínir í Moskvu. En ég hef lesið, bæði í Morgun- blaðinu og annars staðar, að hann eigi forkunnarfallega dóttur. — En Kozygin? — Hann er myndarmaður og mikið reikningshöfuð. Ég hef margoft hitt hann. Hann var nánasti samstarfsmaður Krúsjeffs og jafnvel enn nán- ari en Brezhnev, og að allra dómi nr. 1 í röðinni sem eftir- maður Krúsjeffs. Hann er verkfræðingur frá Leningrad. Hann er nokkuð alvarlegur í framkomu, en ísinn bráðnar í viðkynningu. Hann vekur traust. Persónulega finnst mér gilda um hann það sama og Goethe segir: „Es wáchst der Mensch mit seinen gröss- eren Zwecken.'* — Maðurinn stækkar með viðfangsefnun- um. f fyrra, þegar Kozygin varð sextugur, hitti ég hann í Kreml og óskaði honum til hamingju. Hann var hlýr og brosandi. Ég á bágt með að trúa að slíkur maður vinni hermdarverk — en það segi ég auðvitað ekki sem diplo- mat, heldur er það persónuleg skoðun mín. Ég ber ekki sam- an, hvað þessi nýja kynslóð sovézkra valdamanna er miklu geðfelldari en gömlu Stalin- istarnir. Þegar Malinovsky flutti ræðu sína í veizlunni í Kreml kvöldið 7. nóvember (hann hafði flutt aðra fyrr um daginn á Rauða torginu), var hann mjög harðorður í garð Bandaríkjamanna. Að ræðunni lokinni gekk Kozygin til bandaríska sendiherrans, Kohlers, og talaði vinsamlega við hann um stund. Var það 1 álit allra, að hann hefði gert i þetta til að draga úr áhrifum ræðunnar. Og óhætt er að fullyrða, að samband Rússa við bandaríska sendiráðið í Moskvu er að minnsta kosti ekki lakara en við önnur sendiráð. / Að lokum spurðum við dr. Kristin: — Hvernig líkar yður að vera sendiherra í Sovét- ríkjunum? — Yfirleitt vel, svaraði hann. — En maður sér kost og löst á hlutunum þar ekki síð- ur en hér heima. uðum flutningi hefði mátt draga mjög úr þessum ágöllum, með því að hefja fram aðalatriðin era halda helzt til orðmörgum auka- röddum í skefjum. En hér virtust litlir tilburðir hafðir til slíks, og má því vera, að ekki sé allsendis réttlátt að leggja dóm á verkið eftir þessum flutningi einum. Alger andstæða við verk Hall- gríms Helgasonar er „E1 Salón México" eftir ameríska tónskáld- ið Aaron Copland. Þetta er létt- væg tónsmíð í ætt við Capriccio espagnol eftir Rimsky-Korsakov og Capriccio italien eftir Tschai- kowsky, en hefir til að bera, eina og þessi verk, vissan „elegansa‘% einkum að því er varðar rithátt fyrir hljómsveitina. Þessir kostir nutu sín ekki í þessum flutningi, og sannaðist hér enn það, sem öllum tónlistarmönnum ætti að vera fullkunnugt, að svo kölluð „létt“ músík er einatt vanda- samari í flutningi en „þung“. ^ Jón Þórarinsson. — Yðar harmur Framh. af bls. 12 jafndjúpan söknuð, sraorfið menn eins og þegar fregnin barst um íandið að kvöldi hiras 22. nóvem ber 1963. Menn voru sem hógg- dofa — vildu ekki trúa helfregra inni. En hiver getur skýrt með ein ihverju skynsamlegu móti, h'"að olli því, að ÍSlendingar, þessi kaldlynda, en þó viðkvæmia þjóð, sem á hverju ári sér mai ga beztu syni síraa hníga í vota gröf Ægis, urðu svo snortnir af iáti Bandaríkjaforseta? Er til nokk- urt viðhlítaradi svar — eða er svarið svo margsluragið, að ill— kileift sé að segja það í fáum og fátæklegum orðurn? Hvers vegraa fór geiguir um íslendinga, Norðimeran, Rússa eða IndóneSa? Slikir atburðir höfðu áður, gerzt, án þess að heimur- iran kipptist við og sár stun,a liði upp frá brjóstum milljóraa um heim aillara. Var skýringarinnar að ieiba í því, að raú vax fallinn fyrir morðiragjahendi valdamesti mað ur stórveldis, sem ráðið gæti stríði eða friði, tortímingu eða lífi, miað'urinn, sem líklegastur var tád að geta komið í veg fyr ir svo ólýsanlegar hömruungar? Var skýrimgarinraar eiranig að leita í skaphafin og fari hins látna marans, eitthvert afl, eira- hver góðvild, eittihvað saonmann legt, sem tengdi haran okkur öllum? Við skynjum óljósit, hvert áfall það var fyrir land hans og hieimiran, fyrir heimsfriðiran, þeg ar skotin í Dajllas bergmaluðu um alla heimibyggðina. Hvers vegna þótti okkur vænit um Jlohra F. Kenraedy, 35. for- seta Bandaríkj anna? Hví voru tilfinningar okkar ofiar ödluim stjórmáiladeilium og þrasi þennan dag? Og hvers vegraa var það, sem þögull inanragTÚinn í araddyri hiras erlenda sendiráðs vildi segja við hinn einmaraa henmianra mieð granitaradlitið: Yðar harm- ur er barmur vor. Landsleikirnir við Spén SALA aðgöngumiða að lands- leikjunum í handknattleik við Spánverja, sem fram fara í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli n.k. þriðjudags- og mið- vikudagskvöld hefst í dag. Verða miðarnir seldir í dag við Útvegs- bankann í Reykjavík. Á morgun (mánudag), þriðju- dag og miðvikudag vecða miðar seldir í Bókaverzlunum Lárusar Blöndal í Vesturveri og við Skóla vörðustíg, í verzluninni Hjólinu í Hafnarfirði og verzL Fons í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.