Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 28
MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 22. nðv. 1964 «8 r--------------- JENNIFER AMES Hættuleg forvitni L_______________j 1 — En mig langar ekki til að giftast neinum eins og stendur, og mér er óskiljanlegt að ég geti verið í hættu, eins og þú sért að hræða mig til að giftast þér, en það skalt hvorki þú né aðrir geta. Hann sleppti henni. — Hvers vegna viltu ekki trúa mér, góða? Hér eystra er svo margt undar- legt sem maður skilur ekki nema maður hafi átt heima hérna alla æfi. Hér eru viðsjálsgripir, jafn vel í hópi þeirra, sem eru komn- ir á efsta þrep mannvirðing- anna,.og þeir víla ekki fyrir sér að bíta frá sér, ef þeir telja hags muni sína í hættu. Ég held jafn vel að þeir mundu eláki hika við að fremja morð! Þú þarft mann sem getur verndað þig, elskan mín. Fóstri minn hefur gert mér skiljanlégt, að þú verður að njóta stuðnings. Hann mundi aldrei segja ósatt, það veit ég fyrir víst,- og hann veit allt sem gerist hér. Elsku Gail, viltu nú ekki láta undan? En Gail hafði bein í nefinu og hún hristi bara höfuðið. — Nei, ég ætla aS vinna þessi tvö ár hérna, og ef þú vilt bíða þann tíma, getum við talað um málið að nýju. Kannske þú viljir nú aka mér heim, mér fer að verða kalt og ég er þreytt líka. Þau töluðu fátt á heimleið- inni. Gail var svo þreytt að hún var ekki upplögð í viðræður, og Brett einbeitti sér að stýrinu. Þau buðu hvort öðru góða nótt, fremur styttingslega. Gail þótti miður ef hún hefði sært hann, en hún var of þreytt til að taka sér það nærri. Bón- orð hans hafði ekki vakið neinn enduróm í henni, og án þess að hún skildi það eða vildi játa það, var orðin breyting á henni. Hvað hafði valdið því hugsaði hún með sér og læddist hljóð- lega upp í herbergið. Þar var hljótt. Annaðhvort var Mildred sofnuð, eða lét sem hún svæfi, og Gail þótti vænt um það. Hún Ödýrasta og falleg- asta Jóla- og nýárs- kveOjan til vina og kunningja erlendis <BJxíj<OD> lceland Review Glæsilegt rit ó ensku um ísland og íslendinga. Kostar aðeins 50 krónur. Fæst í bókaverzlunum. vildi helzt ekki þurfa að tala við Mildred í kvöld; hún var sárreið henni fyrir að hafa bor- ið slúður í Grant um eyjaferð- ina. Hún háttaði án þess að kveikja ljós, skreið upp í og sofn aði samstundis. Grant vár ekki í rannsókna- stofunni morguninn eftir, og Bobby sagði henni að hann hefði farið í eitt sjúkrahúsið. Bobby og Gail fóru að vinna. Þeim mið aði vel áfram og í ákafanum gleymdi Gail alveg sundurþykkj- unni, sem var með henni og Grant. Hún hlakkaði til að segja honum frá árangrinum af því, 27 sem hún var að/fást við. Hún fór inn í vinnustofuna hans rétt fyr- ir hádegið. Stanzaði snögglega og sperrti upp augun. Grant sat við skrifborðið, en hann var ekki einn. Hjá honum sat gest- ur — Brett! Báðir stóðu upp þegar hún kom inn og hún lét augun hvarfla milli þeirra á víxl. Það var Grant sem rauf þögnina. — Gerðu svo vel að fá þér sæti, systir. Hér hefur borið nýrra við — að maður ekki segi: spaugilegt. Þessi ungi maður sem mér skils vera mjög góður vinur þinn, er kominn hingað til að biðja þín — alveg eins og ég væri ráðríkur faðir þinn! Grant hló, en hún fann að sá hlátur var til þess ætlaður að fela það, sem honum var innst í hug. — Ég hef reynt að gera hon- um skiljanlegt, að þú, sért í þín- um fulla rétti, þó þú giftist hon- um eða hverjum öðrum sem vera skal, hvenær sem þú vilt. — En ég hef lofað að vinna hérna að minnsta kosti í tvö ár, og ég hugsa ekki til hjóna- bands fyrr en sá tími er liðinn. Ég gaf loforð um það áður en ég fór hingað. . . . Hann bandaði hendinni. — Ef það er bráðnauðsynlegt að þið giftist, vil ég vitanlega ekki vera því tíl fyrirstöðu. Þú ert frjáls að því. — Þarna heyrirðu, elskan mín! sagði Brett. — Það er ekki annað en fyrirsláttur, að vera að tala um þetta loforð, í tíma og ótíma. Engum er leyfilegt að herma þesskonar loforð upp á Þig. — Ég hef sagt að ég leysi ung frú Stewart undan loforðinu, sagði Grant þurrlega, og Brett stóð upp og rétti fram höndina. — Hjartans þakkir Raeburn læknir. Mér finnst þetta samtal hafa hreinsað loftið. Ég vissi allt af að þetta hlaut að vera fyrir- sláttur, en Gail hafði tekið það í sig, að loforðið væri bindandi. En nú líður mér betur, og^ ég skal ekki tefja yður lengur. Ég er bú- inn að tefja'yður óhæfilega lengi. Brett sneri sér að Gail og sagði: — Ég kem og sæki þig annað kvöld, elskan mín. Ég bíð á sama stað og í gærkvöldi. Þau kvöddust í snatri og hann fór út, en Gail sat eftir. Grant reyndi að sýnast rólegur, og hann reyndi að brosa, en ekkert bros varð úr því. —Lofðu mér að óska til ham- ingju, sagði hann. — Dyson hef- ur sagt mér ýmislegt um sjálfan sig, án þess að ég spyrði hann — vitanlega. Ég skipti mér aldrei af því, sem mér kemur ékiki við. En það er svo að sjá, sem hann hafi hreiðrað býsna vel um sig hérifa, svo að ég hef fulla ástæðu til að óska til ham ingju. — Hversvegna hefur þér snú- izt hugur? spurði hún hvasst. — Það er ekki langt síðan þú minnt ir mig á loforðið. — Veit ég það, en ég sé núna, að ég hefði aldrei átt að krefj- ast svona loforðs. Það var ekki rétt af mér. Þú varst ólm í nð komast hingað, og hefðir líklega gengið að öllu, sem mér hefði getað dottið í hug að krefjast. Ég er hræddur um að ég hafi hugs- að minna um þið en um sam- vinnuna. Þá var hún fyrir öllu frá mínu sjónarmiði, en ég gat varla sagt að ég þekkti þig sjálfa. — Er það eina ástæðan til þess að þér snerist hugur: — að þú þekkir mig persónulega núna spurði hún eftir nokkra þögn. — Nei, ekki er það svo, sagði hann. — Það sem mestu réð var dálítið sem Dyson sagði mér. Hann sagði að þú værir í hættu stödd vegna þess að þú værir að reyna að komast að hver hefði valdið handtöku-foreldra þinna. Og ef svo er, að þú sért í hættu hérna, þá er það ekki á mínu valdi að veita þér vernd. Ég þekki lítið þessa stórborg, og fólkið hérna enn minna. En hér er margt á huldu, og mér finnst hugsanlegt að ólíklegustu hlutir geti gerst hér. Dyson tókst að gera mig verulega skelkaðan, og það er ekki fjarri mér að halda, að þú værir öruggari undir hans umsjá. Ef það er rétt sem hann sagði mér, þá ert þú jafn áköf í að giftast og hann er. En ef þú af einhverjum ástæðum vilt ekki giftast honum, þá held ég að vissast væri að þú færir sem fyrst til Englands. — Er þér alvara? Hún virtist forviða og óróleg, og hann kinkaði kolli. — Já, mér er full alvara, Gail. Hún horfði lengi á hann og lolas sneri hann sér undan, augna blik. Hún sá að honum leið illa, en var að reyna ð dylja það. — Mig langar ekkert til að giftast Brett, sagði hún loks. Að minnsta kosti ekki eins og sakir standa. Og ég veit ekki hvort ég muni nokkurntxma kæra mig um að giftast honum. En mig langar ekki heldur að fara til Englands. — Hversvegna ekki. Ef þú — Pabbi segir að ég verði að reikna dæmin mín sjáiíur. Með öðrum orðum, þá getur hann ekki reiknað þau. ert í hættu hérna, er langrétt- ast að^ þú farir heim. — Ég vil ekiki fara, sagði hún aftur. — Góði, þú mátt ekki neyða mig til að fara! — En þú hefur ekki sagt mér neina ástæðu til þess að þú vilt vera hérna áfram, sagði hann lágt. — Ef það er svo, að þú ert ekki viss um tilfinningar þínar til þessa unga manns, er hyggi- legast að þú farir heim. Hún endurtók í þriðja sinn að hún vildi ekki fara, og hún furð- aði sig sjálf á,'hve mikilsvert henni fannst að verða í Hong Kong áfram. Hversvegna var þetta svona nauðsynlegt? En allt í einu var eins og hula væri dreg in frá augunum á henni og hún sá allt skýrt. Það var ekki vegna Bretts, sem hún vildi ekki fara frá Hong Kong. Og ekki heldur vegna starfsins í stofnuninni eða samkivæmislífsins. Hún vildi vera hjá Grant, og gat ekki hugs að til þess að skilja við hanri. Hann var orðinn henni miklu meira virði en starfið — meira virði en Brett. Tilfinningar henn ar til Grants áttu sér dýpri ræt- ur en nokkuð annað. Hún hafði ekki skilið það fyrr, en nú vissi hún, að þetta var sú eina, sanna ást. En hún gat ekki vænzt neinn- ar hamingju af þessari uppgötv un. Því að Grant lifði aðeins fyr- ir starf sitt, eða að minnsta kosti að mestu leyti. Hún vissi að hon um var hlýtt til hennar og að hann vildi vera vinur hennar — þangað til hann heyrði slúður- söguna um ferðalag hennar og Bretts ú.t í eyjuna. Hann hafði meira að segja beðið hana um að hjálpa sér til að taka sér hvíld- arstund. En svo var það varla meira. Honum hafði fallið vel að eiga hana sem kunningja, en hann mundi aldrei líta hana öðr um augum. Gail muldraði einhver afsök- unarorð og fór út úr skrifstof- unni. Hún þurfti að vera ein og rannsaka hugsanir sínar og til- finningar. En til hvers var að vera að brjóta heilann um það, sem ekki var hægt að breyta? Henni varð enn ljósara að það hafði álltaf verið Grant sem hún elskaði, þó að hún hefði sjálf- rátt og ósjálfrátt reynt að vísa því á bug. Og svo hafði Brett komið til sögunnar, með sína glaðlegu tilbeiðslu. Hann hafði lagt hana í læðing. Ást hans og kossar höfðu vakið í henni ástar þrána, og hjá honum hafði hún leitað uppbótar fyrir allt það, sem lífið hafði áður neitað henni um. En hún hafði alltaf fundið að þetta var ekki sú sanna ást, sem hægt er að byggja æfilanga líf hamingju á. Henni fannst undarlegt að vera undir sama þaki og Grant, núna er hún hafði öðlast þessa nýju vissu. Þau unnu við sama borðið og stundum varð ekki hjá því komist að þau snertu hvort annað. Hvenær sem hönd han» straukst við hana, fannst henm hún fá kipp, eins og undan raf- magnsstraumi. Þetta var allt annað en þegar Brett var að faðma hana að sér! Hún var í huganum eitt með Grant, en það mátti enginn fá að vita, síst hann. Hvað mundi hana segja, ef hann vissi sann- leikann? Hún reyndi að gera sér í hugarlund hve óþægilegt hon- um mundi finnast það, en vafa- laust mundi hann gera sitt bezta til þess að vera vingjarnlegur.og sýna henni lundargeð, eigi að síður. Það yrði hræðilegt. Áður hafði hún þráð að hann sýndi henni vinsemd — nú óskaði hún þess síst af öllu. Hún óskaði að framkoma hans yrði lík þvi, sem hún var fyrstu dagana eftir að hún kiom til Hong Kong. Hvað hafði eiginlega gerzt síðan þá? Mildred hafði sagt honum að hún væri að dingla með Brett, og nú hafði Brett játað henni ást sína í viðurvist Grants og beðið hana um að giftast sér. Það var ekkert undarlegt þð Grant væri ekki samur maður eftir þetta. Nú gat hann varla heitið vinur hennar lengur, held ur aðeins húsbóndi hennar, sem aðeins hafði áhuga á vinn- unni sem hún leysti af hendi. Hann kærði sig ekki einu sinni um að hjálpa henni. Hann hafði aðeins tvær uppástungur á tak- teinum: annaðhvort giftist hún Brett eða færi til Englands. KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA 1. Þetta var ljótur grikkur. Æ, ég held að bakið á mér sé brot 5. 2. Heyrðu Kalli, ég hefði ekki truað því, en rétt áður en Frikki kveikti í sjálfum sér, var hann eitthvað að fikta við hestinn þinn. Hann setti eitthvað undir hnakkinn. 3. Þú... þú mundir gera mér svona grikk. Hvað grikk? Ég fór aldrei nálaegt hestinum þínum. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um alian Ey jaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.