Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 32
bílaleiga magnúsap skipholt 21 Simar: 21190-21105 C 0 o 0 0 0 z z z I u ia n C C C | r r r I o 0 o I oool XXX 265. tbl. — Sunnudagur 22. nóvember 1964 Mikill bruni í nýju niðursuðu- verksmiðjunni í Hafnarfirði Tjónið er talið nema 3-4 mill- jónum króna - fyrirsjáanlegar tafir á að rekstur hefjist EL.DXJK kom upp um kl. 11 ár- degis í gærmorgun í nýbyxgingu uiðursuðuverksmiðjunnar Norð- nrstjörnunnar h.f. við Vestur- götu í Hafna firði. IVIikið tjón hlauzt af brui. aum og er talið nema 3-4 mili„ aum króna. Að auki verður fyrirtækið fyrir til- finnanlegum skaða, Jiar sem rekst ur verksmiðjunnar átti að hefj- ast upp úr næstu mánaðamótum. Að því er Gísli Jónsson, slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði, skýrði Morgunblaðinu frá í gær, kom brunaútkallið klukkan 11 árdegis. Hafði eldurinn komið fylgir blaðinu í dag. Bls.: Efni: 1. Hvað vilja Kínverjar nú? Eftir Jóhann Hannesson, prófessor. 2. Svipmynd: Feisal. 3. Segðu söguna um Davíð, smá- saga eftir Per E. Lagerquist. — Resumé, Ijóð eftir Dorothy Parker í þýðingu Guðmundar Frímanns. 4. Skipulegra tímabil, eftir Geoff rey Vincent. 5. Jean-Paul Sartre, eftir Bryn- dísi Schram. — Rabb, eftir SAM. 7. Lesbók Æskunnar: Skólablað- ið. 8. Efra-Sog. Var Úlfljótur lög- sögumaður heygður í Torfnesi við Kaldárhöfða? eftir Svein Benediktsson. 10. Fjaðrafok. n. — — 15. Ása-I»ór, teikningar eftir Har- ald Guðbergsson. — Ferdinand. 16. Krossgáta. — Bridge. upp í frystiklefa niðursuðuverk smiðjunnar, þar sem verið var að vinna að logsuðu við uppsetn- ingu tækja. Mun hafa orðið nokk urs konar sprenging 1 gasi, sem safnazt hafði saman í klefanum. Breiddist eldurinn óðfluga um loft og veggi frystiklefans, sem er einangraður með plasti, venju legu, hvítu einangrunarplasti Bráðnaði plastið og lak niður. Eldurinn breiddist út um meg- inhluta þaks verksmiðjuhússins, sem einnig er einangrað með plasti. Eitthvað af sperrum í þaki eru taldar svo brunnar, að þær þurfi að endurnýja. Slökkviliðsstjóri sagði, að allt slökkvilið bæjarins hafi verið kvatt út, um 40 manns. Það hafi háð slökkvistarfinu nokkuð, að ekki var hægt að nota sjó sök- um þess hve lágsjávað var, svo taka varð vatn úr vatnsveitukerfi bæjarins. Kristófer Magnússon, verk- smiðjustjóri, sagði blaðinu, að 3 eða 4 menn hefðu verið að vinnu í frystiklefanum og hefði þeim tekizt að forða sér, þótt eldurinn hafi breiðzt ótrúlega fljótt út. Munu tveir þeirra hafa orðið að henda sér út um glugga á götu- hæð til að bjarga sér undan eld- inum. Kristófer sagði, að véiar í frystiklefa hefðu skemmzt og væri tjónið varla minna en hálf milljón og að auki væri tjónið á húsinu sjálfu ekki ótrúlega um 2-3 milljónir, eða alls 3-4 millj- ónir. Sagði verksmiðjustjórinn, að heppnin hafi verið með þeim að því leyti, að flestar vélar í verk- smiðjuna hefðu átt að koma í næstu viku og því sloppið. En hins vegar hefði verið ráðgert að hefja rekstur verksmiðjunnar upp úr næstu mánaðamótum og fyrirsjáanlegt væri, að tafir yrðu á því vegna brunans. Biði fyrir- tækið verulegt tjón af þeim sök- um og ógerlegt að áætla það enn sem komið væri. Verksmiðjuhúsið er vátryggt hjá Brunabótafélagi íslands, en vélar hjá Vátrygginigafélaginu h.f. Eigendur fyrirtækisins eru: Árni Kristjónsson, ræðismaður, Ólafur Finnsen, forstjóri, Lýsi h.f., Pétur Pétursson, forstjóri, Tryggvi Ólafsson, forstjóri, Ólaf- ur Ó. Johnson, forstjóri, Einar Benediktsson, sendiráðunautur, Christian Bjelland, forstjóri og O. Johnson & Kaaber h.f. Frá brunanum í niðursuðuverksmiðjunni í gær. — Ljósm. Sv. Þ. Framsókn og kommúnistar komu í veg fyrir alla einingu Hannibal áfram forseti A.8.I. ALÞYÐXJS AMBANDSÞIN GI lauk á sjöunda tímanum í fyrri nótt. Á næturfundi þingsins var gengið til atkvæða um tillögur til lagabreytinga og kosin næsta stjórn ASÍ. Allar tillögur U>mm Fall Krúsjeffs kom okkur öllum á óvart Samtal við dr. Kristin Guðmundsson sendihr. DR. KRISTINN Guðmunds- son, sendiherra íslands í Sovét ríkjunum, er staddur hér á landi í stuttri heimsókn. — Fréttamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli í fyrradag og átti við hann stutt samtal um síðustu atburði í Sovét- ríkjunum. — Grunaði ykkur, diplómat- ana í Moskvu, fall Krúsjeffs? spurði fréttamaður. — Nei, ég held mér sé óhætt að segja, að okkur hafi ekki rennt grun í, að hverju stefndi. Aftur á móti fréttum við eftir á, að miðstjómin hefði verið á mörgum og löng- um fundum og þá voru ýmsir farnir að halda að eitthvað væri í aðsigi. Samt kom frétt- in um falLKrúsjeffs flatt upp á menn. Eg heyrði fyrst um fall Krúsjeffs, þegar ég var á leið á konsert kvöldið 15. okt. En það kom í ljós, þegar við töluðum hingað heim, að hér vissu menn mun meira um at- burðina en við í Moskvu þó ekki væri sú vitneskja öll stað góð. — Hvað munduð þér segja um Krúsjeff? — Við útlendingarnir í Moskvu söknum hans. Okkur þykir sjónarsviptir að hon- um. Hann var alltaf skemmti- legur og hressilegur í viðmóti. Hann kom á óvart. — Núverandi valdhafar í Sovétríkjunum segja að Krús- jeff hafi gert sig sekan um að hygla fjölskyldu sinni og þá einkum Adsjubei, tengdasyni sínum. Lét hann mikið að sér kveða í Moskvu? — Ekki fannst mér það sér- staklega, en hann fór í mörg ferðalög og skrifaði mikið, enda var það starf hans. Hann mætti oft í opinberum veizl- um og var þá alla jafna í fylgd með blaðamönnum. Ég man aldrei eftir að hafa séð hann með tengdaföður sínum við slík tækifæri. Adsjubei er myndarlegur maður, ljós yfirlitum og glaðvær. Hann talar mörg tungumál og fas hans var frjálsmannlegt. — Hvað haldið þið dipló- matarnir að hafi ráðið falli Krúsjeffs? — Hann þótti orðið helzt til ráðríkur og í Pravdagrein- inni þar sem sveigt var að honum án þess hann væri nefndur með nafni, var talað Framhald á bls. 8 únisiia og Framsóknarmanna um breytingar á lögum voru felldar, en hins vegar var sam- þykkt tillaga lýðræðissinna um nokkra hækkun á rekstrarfé sambandsins. Framsóknarmönn- um og Moskvukommúnistum á þinginu tókst að koma í veg fyrir allt samkomulag um stjórn arkjör og neyddu þeir Hannibai Valdimarsson til að falia frá öllum fyrri yfirlýsingum um hlutfallskosningu til stjórnar ASÍ. Enda þótt ek! K rt þeirra atriða, sem hann gerði að frá- fararatriði sem forseti ASÍ, næði fram að gánga, var hann engu að síður kosinn forseti aftur. Hef ur honum því tekizt að snúast marga hringi um öll helztu mál- efni samtakanna á þessu þingi, og kom það engum mjög á óvart. Utlar breytingar urðu á stjórn ASÍ, en lýðræðissinnar á þinginu tóku ekki þátt í stjórnarkjöri. BJÖRGVIN SIGHVATSSON gcrði þá grein fyrir afstöðu þeirra, að þar sem kommúnistar og Framsóknarmenn hefðu tekið þá afstöðu að hafna allri sam- vinnu við lýðræðissinna á þing- inu um myndun sterkrar eining- arstjórnar á faglegum grund- velii, vildu þeir engan þátt eiga í stjórnarkjöri. Rétt fyrir miðnætti samþykkti þingið þá fjárhagsáætlun, sem kommúnistar og Framsókmar- menn lögðu fram. Forsenda fyrir því, að fjárhagsáætlunin hefði eitthvert raunverulegt gildi, var sú^ að lögum sambandsins yrði breytt í samræmi við hana. Til lagabreytinga þarf hins vegar samþykki % hluta atkvæða, og tókst kommúnistum og Fram- sóknarmönnum ekki að knýja þá samþykkt fram síðar á fundin- um. Snorri Jónsson hafði fram- sögu fyrir áliti meiri hluta skipu lags- og laganefndar. Lagði meiri hlutinn til, að haldið yrði stjórnlagaþing Alþýðusambands ins innan skamms til að gera til- lögur um framtíðarskipulag þess. Einnig lögðu meirihluta- menn til, að breytingar yrðu gerðar á lögum í samræmi við þá fjárhagsáætlun, sem þingið hafði þá samþykkt og fól í sér nær tvöföldun skatts sambands- félaga til ASÍ. Óskar Hallgrímsson talaði fyr« ir hönd þeirra lýðræðissinna, sem skipuðu minni hluta nefnd- arinnar. Lagði hann til að sú breyting yrði gerð á skatti til ASÍ, að í stað þess að hann væri ákveðinn ’s hluti af dagkaupi verkamanns í Reykjavík, skyldi hann vera hluti þess, Lagðist Óskar gegn þeirri hugmynd, að sérstakt stjórnlagaþing fjallaði um breytingar á skipulagi ASÍ. Hannibal Valdimarsson mælti fyrir tillögu þess efnis, að úr- lögum ASÍ væri fellt ákvæði þess efnis, að menn í miðstjórn skuli búsettir í Reykjavík eða næsta nágrenni hennar. Miklar umræður urðu um þessi mál og stóðu þær fram til kl. 4 um nóttina. Fulltrúar lýð- ræðissinna, þeir Óskar Hall- grímsson, Pétur Sigurðsson, Guð mundur H. Garðarsson, Eggert Framhald á bls. 3, Landsliðið vann 32:20 ÍSL. landsliðið vann Dan- merkurmeistara Ajax í gær með 32 gegn 20. Danimir fara því heim í dag án sigurs í 4 leikjum við íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.