Morgunblaðið - 22.11.1964, Síða 12

Morgunblaðið - 22.11.1964, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. nóv. 1964 Yðar harrnur er harmur vor Kennedy fagnar sigri í forsetakjörinu 1960. Eiginkona hans er aS vonum stolt og glöð yfir sigrinum. FYRIR réttu ári, 22. nóv- cmblr 1963, barst sú harma- fregn að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hefði fallið fyrir morðingjahendi Mbl. minnizt í dag þessa hörmulega atburðar með því að birta hér upphafið að bók um John F. Kennedy, eftir Thorolf Smith, sem er að koma út. Einnig birtum við upphafið á kafla úr bókinni. þar sem segir frá Vínarfundi þeirra Kennedys og Krús- jeffs, nokkuð styttan. Bók- in hefst á kafla með yfir- skriftinni: Yðar harmur er harmur vor. Og fer hann hér á eftir: Sumnudagurinn 24. nóvember 1963 er óafmáanlega greyptur í hug þess, sem festir þessar linur & taiað. X>að er ekki norrænn, heiður himinn, sem hveiflst brosandi yfir höfuðtorg hins unga, íslenzka lýðveldis, heldur blýgrár nóvemberhiminn, þung- búinn og ógnandi, sem grúfir yfir byggðinni. Dulinn geigur, eir>- hver vá gagntekur mann og smýgur nístandi um hjartaræt- urnar, — óvissa, harmur og skelf ing, — allt þetta býr inni fyrir. Austan strekkingur er á, eng- in sviflétt ský líða um himin- hvolfið, heldur dökkgráir skýja- bólstrar, sem ber ótt vestur yfir flóann. Menn bretta kragann upp eða binda trefilinn þéttar um háisinn — en kuldinn býr hið innra. Úti fyrir þrílyftu steinhúsi við Lauifásveg í Reykjavík stendur mannþyrping þennan nóvember dag. Yfir . dyrum hússins er skjaldiarmerki Bandaríkjanna, ,og stjörnufáninn blaktir í hálfa stöng. Mannþröngin er skipuleg. Þetta er biðröð, sem þokast hægt og hægt inn í anddyri hússins sendiráð Bandarikjanna. Ekki er þama fyrirfólk á teið í síðdegisboð, ekki prúðbúið fólk, sem af vanabundinni, átaka- lausri fyrirmennsku klingir glös um í viðhafmarveizlum. Þarna er á ferð íslenzkur almenningur, karlar og konur á öllum a dri, sem aldrei hafa komið á þennan stað fyrr. Á íslandi er erfitt að ráða stétt manna af klæðaburði. Hér er _þó sýnilegia fólk úr öllum stéttum og að því er virðist ókunnugt hvert öðru. Aðeins eitt virðist það eiga sammerkt, þar sem það þokast fram í biðröð- inni; barm og .cOrg, sem lýsir sér í hverjum svip. En hvert er erindi þessa fólks í anddyri er- lends sendiráðs þennan sunnu- dag? Hvers vegna situr pað ekki heima og nýtur hvíldardags ins eftir langa og erfiða vinr.u- viku? Hvers vegna stendur það þarna í nepjunni? Sagt er, að íslendingar beri sjaftdian tilfinningar sínar utan á sér. Það er ekki siður í þessu landi. Þó stendur þetta íslanzka fólk þama til þess að votta' er- lendum manni látnum virðingu sína með því að rita nafn sitt í minningabók um hann. Biðröðin þumlumgast inn í anddyrið Þarna stendur her- maður, klæddur viðhafnarbún- ingi lamdgönguliða flotans, tein- réttur og vopnlaus, eins og höggvinn í stein. Hann lítur hvorki til hægri né vinstri. En sorgin hefur einnig tekið sér ból festu í augum þessa ókunna manns. Fyrir miðjum vegg í anJdyr- inu er lítið borð og á því marg ar arkir af vöoaduðum pappír. A borðinu eru skriffæri og s'óll fyrir framan það. Uppi við vegg- inn stendur fánastöng skáhallt við gaflinn og á henni þjóðf'ani hins erlenda ríkis í hálfa stöng og við hún umdin svört sorgar- slæða. Sendiráðsstarfsmaður stendur við borðið og skiptir 'im arkir, eftir því sem þær fyllast, arkir í minnimgabók um John Fitzgerald Kennedy, 35. forseta Banidarikj anna, Menn ganga hljóðum skrefum að borðinu, hver af öðrum, setj- ast í stólinn og rita nöfn sin og heimilisfang — ekkert annað. Einstaka xnaður þrýstir hönd sendiráðsmanmsins og segir eitt hvað lágum hljóðum. Þarna eru konur, sem bregða klút að aug um sér, en það blikar einnig tár í augum stæðilegs karlmanns með hreggbarið andlit og sigg- grónar hendur, um leið og nann kiptar nafn sitt stirðri hendi. Tveir drengir, á að gizka 11 eða 12 ára, koma að borðimu. Þeir hafa komið saman sömu erinda og fullorðna fólkið. Þeir halla undir flatt, meðan þeir sknfa nöfn sín. Þögnin er mælsk. Ekkert hljóð heyrist utan skrifhljóðið. Þetta er eins og dularfull helgiathöfn, ógleymanjeg í einfaldleik sínum, óafmáanleg í minningunni. Það er eins og þessi ókunnu íslenzku andlit vilji segja á þess ari stundu: „Yðar harmur er harmur vor“. Það er ekki aðeins stórþjóð í fjarlæigu landi, sem hefur misst glæstan leiðtoga sinn, forsebamn og drengskap'armanninn Kenne- dy, heldur skynjar hver maður, að harmurinn vegna láts hans býr ekki aðeins í stóru, hvítu húsi vestur í Washington við Potomacfljót, heldur einnig á íslandi. Sárastur harmur býr þó í hjarta hinnar ungu ekkju og bamanna litlu tvéggja, harmur inn nær langt út yfir Iönd og höf, einnig norður til þessa ey- lands. Aðeins tveir sólarihringar voru liðnir frá því að John F. Kenne- dy hlaut ólífisundina suður 1 Texas. Fregnin hafði borizt um víða veröld í einni svipan. Hinn ungi og glæsilegi stjórnmála- skörungur, hinn festulegi dreng- skaparmaður, með bros í augum, hafði gengið um hinar dimmu dyr, — hann hafði borizt í báin- um ókennilega að hinni ókunnu strönd, sem Abraham Lincoln hafði séð í draumi, skömmu fyr ir skapadægur sitt nær hundraS árum áður. Sjaldan eða aldrei heífur and- látsfregn utan úr heimi vakið Framhald á bls. 8 Hann varö mér enn hugstæðari eftir 2—3 mánaða upplýsingasöfnun MORGUNBLAÐH) hefur snú- ið sér til Thorolfs Smith, höf- undar bókarinnar um John F. Kennedy og lagt fyrir hann nokkrar spumingar um til- drög þess að bókin varð til og viðbrögð hans gagnvart við fangsefninu. — Það mun hafa verið milli jóla og nýjárs árið 1963 að Setberg fór þess á leit við mig að ég setti saman bók um John F. Kennedy, ugglaust af því að forlagið hafði áður gef ið út bók eftir mig um annan ástsælan Bandaríkjaforseta, Abraham Lincoln, sem út kom 1959, sagði Thorolf, sem svar við fyrstu spurningu okkar. Og hann hélt áfram: — Þó mér óaði við þessu verkefni, þar sem um var að ræða sam tíma sögu manns, sem sagan hefur að sjálfsögðu ekki fellt neinn dóm um, þá skal því ekki neitað að mig langaði til að vinna þetta verk. Einhvern veginn fannst mér sómi að því að vera beðinn um það, því mér býður í gnm að þótt valdaferill Kennedys hafi ekki orðið nema 3 ár, þá muni sagan samt skipa honum á bekk með mikilhæfustu for- setum Bandaríkjanna og raun ar alls heimsins, í hóp með þeim Washington, Jefferson, Thorolf Smith. Lincoln og Franklin D. Roose- velt. Það gaf auga leið, að mér var miklu meiri vandi á höndum, er ég skyldi rita bók um John F. Kennedy en um Lincoln á sínum tíma, því sá síðarnefndi hefur ekki aðeins verið áhugamál mitt og hugð arefni í nær 25 ár, heldur bein línis árátta. Ég hafði lesið all ar bækur og skjöl, sem hönd á festi um Abraham Lincoln, ef vera mætti að ég gæti gefið sjálfum mér viðhlýtandi skýr- ingu á því hvers vegna Lin- coln væri svo dáður og virtur, ekki aðeins í Bandarkjunum heldur líka um heim allan, svo að stytta af honum stendur t.d. í Frognegarðinum í Osló og önnur í verksmiðjuborginni Manchester. Vel má vera að mér hafi ekki tekizt að svara þessari spurningu, sem ég lagði fyrir sjálfan mig, í bók- inni um Lincoln. En ætli svar ið sé ekki einfaldlega hin mannlega afstaða hans til meðbræðra sinna og góðvild í garð allra. Þó að þeir John F. Kennedy og Abraham Lincoln hafi um flest verið ólíkir, bæði að uppruna og menntun, sprottnir úr gjörólík um jarðvegi, þá get ég ekki varizt þeirri hugsun að þeir hafi átt ótrúlega margt sam- eiginlegt umfram það að báð ir voru þeir Bandaríkjaforset ar og báðir féllu fyrir morð- ingjahendi. Og þegar ég las innsetningarræðu Kennedys, er hann tók við forsetaem- bættinu 21. janúar 1961, þá var mér þetta enn ljósara, því í henni þóttist ég merkja anda Abrahams Lincolns, eins og hann kemur fram 100 árum áður. En í fyrrnefndri ræðu sinni sagði Kennedy m.a.: „Viti það allar þjóðir, hvort sem þær óska oss góðs eða ills, að vér munum leggja allt í sölurnar, bera hvaða byrði sem er, þola hvers konar raun, styðja hvern vin eða veita hverjum óvini viðnám til að tryggja framhald og við- gang frelsisins. Allt þetta rúmar heit vort — og enn meira“. — Og loks kom það til, hélt Thorolf áfram skýringu sinni á því að það freistaði hans að takast á hendur að skrifa bók ina um John F. Kennedy, — að það átti fyrir þeim Kenne dy og Lyndon B. Johnson að liggja að kóróna hið göfuga lífsverk Abrahams Lincolns, að lögfesta og gera að veru- leika frelsi hinna þeidökku samlanda sinna, sem Lincoln boðaði með frelsisyfirlýsingu sinni 1863. — Og eftir að þú hafðir fall izt á að skrifa ævisögu Kennedys? — Þá varð ég að sjálfsögðu að viða að mér á sem skemmst um tíma öllum þeim bókum, sem mér voru tiltækar um líf og starf Johns F. Kenne- dy, bæði þeim sem hann hafði sjálfur ritað og aðrir ritað um hann, og eins að lesa allar ræður sem hann hafði flutt við opinber tækifærL Ég gerðiur ekki annað í 2—3 mánuði en að lesa mér til um þetta. Það var með vissum hætti eins og að lesa undir próf. — Breyttist Kennedy sem persóna við þessi kynni frá því sem hann hafði verið þér meðan þú fylgdist einungis með honum við daglegan fréttaflutning? — Hann varð mér enn hug- stæðari. Og þó ég vissi að þar væri mikilmenni á ferð, dreng skaparmaður og glæsimenni, þá áttaði ég mig enn betur á því sem mestu máli skiptir, að Kennedy var ljós hin ægi- lega ábyrgð sem á honum hvíldi, að hafa í bókstafleg- um skilningi fjöregg mann- kynsins í hendi sér. — Nú er það alþjóð kunn- ugt að þú hefur mjog mikla þekkingu á þessu efni sem þú hefur fjallað um í fyrrnefnd- um bókum þínum. Er langt síðan hugur þinn tók að bein- ast í þessa átt? — Ég hefi allt frá barn'æsku haft gaman af sögu, og sá áhugí hefur magnast með ár- unum. Á síðari árum hefur áhugi minn mest beinzt að stjórnmálasögu Bandaríkj- anna og þá fyrst og fremst að Lincoln og nú Kennedy. Hitt er svo annað mál hvort mér hefur tekizt með bókum mínum um þá tvo Bandaríkja forseta sem mér eru hjartfólgn astir, að gera þessu efni því skil sem skyldi, enda rétt að hafa í huga að ég er áhuga- maður á þessu sviði, en hvorki ritihöifundur né sagnfræðing-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.