Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 3
r Sunnu.dagur 22. nóv. 1964 MORCUHBLADÍD <3 " ta \ vinnutími gerir það að verk- um, að lítill tími verður af- gangs fyrir félagsstörf. Þó hefur Leikfélag Akraness haldið uppi einni leiksýningu á vetri hverjum. — En hvernig er aðstaða til félagsiðkana fyrir unga fólkið? | —. Pólitísku félögin hafa að vísu nokkra starfsemi á sín- um snærum, en það sem okk- ur hefur tilfinnanlega vantað er hús til þess að gefa ungu fólki kost á að starfa að sín- um hugðarefnum. Ríkharður Jónsson gerði góða tilraun til úrbótar, eins og kunnugt er, en það blessaðist því miður ekki. Það er góður hugur í Akurnesingum að bæta úr í þessum efnum, en að sjálf- sögðu er ekki hægt að gera allt í ört vaxandi bæ. — Hvað viltu svo að lokum segja um þingsetuna, Einar? — Mér er nú sagt, að þetta sé eitt rólegasta þing í mörg herrans ár. Að minni hyggju eru skipulagsmál sambands- ins mál málanna. Þau þarf að leiða til lykta þannig að til frambúðar verði. Það velt- ur á miklu, að skipulagsmálin séu í góðu lagi. Cuðmundur H. Cuðmundsson r Guðmundur H. Guðmunds- son er einn fulltrúa Sjómanna sambands íslands á þingi Al- þýðusambandsins. Hann hef- ur stundað sjómennsku undan farin 65 ár og gerir það enn, þótt kominn sé há)tt á áttræðis aldur. Lengst af hefur Guð- mundur verið á togurum, og þess' vegna er ekki úr vegi að heyra álit hans á þeim vanda málum, sem íslenzk togaraút- gerð á nú við að stríða. Vandamál togaranna í dag er að mestu fjárhagslegs eðlis. Afli' þeirra hefur farið ört minnkandi á undanförnum ár- um, og er nú svo komið, að engan afla er að fá á þeim etöðum, sem áður var nægur afli. Fyrst ep ég hóf störf á togurum var t.d. karfi alis ekki hirtur, en nú er hann • ®ð verða einn þýðingarmesti fiskstofninn fyrir togarana. Það er ekert launungarmól, flð þorskstofninn við landið hefur gengið svo saman, að við ordeyðu liggur. Einnig / hefur útfærsla landhelginnar komið hart niður á togurun- um. Tel ég það ekki af miklu hyggjuviti gert, að leyfa vei'ð- ar innan landhelgi með veiðar færum, sem eru miklu skað- legri en botnvarpan á sama tíma og togurum er það bann- að. Ég tel nauðsynlegt, að tog urunum verði leyft að veiða innan 12 mílna landhelgi á ákveðnum svæðum einhvern hluta árs. Nau’ðsynlegt er þó að fara með fullri gát í að veita slikar undanþágur með tEliti til þess, að útlendir tog- arar gætu reynt að knýja fram svipaðar imdaniþágur sér til handa. Finnst þér ekki mikil breyt ing orðin á allri aðstöðu tog- arasjómanna nú frá því, sem var, þegar þú byrjaðir þessi störf? víkur í verkföllunum í des- ember í fyrra, þar sem nokkrir bankar höfðu sett upp útibú í Keflavík og við vildum ekki spilla fyrir spari sjóðnum með því að hann einn peningastofnana á staðn um yrði að loka. —»• Hvað viltu segja okkur um kjaramál yk*kar? Ég tel, að það samkomulag, sem við gerðum við atvinnu- rekendur í fyrra þarfnist endurskoðunar hið allra fyrsta með tilliti til hinna miklu verðhækkana, sem orðið hafa síðan. Að vísu finnst mér við hafa náð n-*l;k uð góðum samtökum á þeim tíma, en við hefðum áreið- anlega ekki náð eins langt þá og raun varð á, ef við hefð- um hlítt forsjá stjórnar Al- þýðusambandsins. — Jú, breytingin er mikil og flest til batnaðar. Einkum hafa öll vinnubrögð batna'ð mjög mikið, enda voru menn áður fyrr oft sljóir af þreytu eftir margra sólarhringa vök- ur við erfið störf. Af þessu stafaði oft mikil slysahætta, og tel ég Vökulögin hafa mark að mikil tímamót í sögu tog- aranna á Islandi, sjómönnum og útgexðarmönnum til mikilla hagsbóta. | 'Árni Ragnar Árnason Það einkenndi fulltrúa verzlunarmanna á Alþýðu- sambandsþingi, hversu marg- ir ungir menn voru í þeirra hópi. Einn þessara ungu for- ystumanna verzlunarmanna er ÁRNI RAGNAR ÁRNA- SON frá Skrifstofu- og verzl- unarmannafélagi Suðurnesja. Árni er fæddur og upp aiinn á'ísafirði, en hann hefur nú um nokkurt skeið verið bú- settur í Keflavík og vinnur hann hjá Sparisjóði Kefla- víkur. Keflavík er einn af elztu útgerðarbæjum landsins, og því spyrjum við Árna að því, hvernig útgerðin hafi gengið þar að undanförnu. — Keflavíkurbátum gekk yfirleitt jafnar á síldveiðun- um s.l. sumar en verið hefur. Einnig var s.l. vetrarvertíð mjög góð hjá okkur. Um út- Eru starfsmenn sparisjóða yfirleitt í samtökum verzlun- armanna? — Alls staðar utan Reykja víkur og Hafnarfjarðar er starfsfólk: sparisjóðanna í okk ar samtökum. Höfum við til dæmis fullan verkfallsrétt, sem bankastarfsmenn hafa ekki. Að vísu gerðum við und anþágu fyrir Sparisjóð Kefla m ■ „1$, 1 \ .V Árni R. Árnason. gerðina f Keflavík má yfir- leitt segja, að hún stendur nokkuð traustum fótum. Magnús L. Sveinsson Magnús L. Sveinsson hefur verið skrifstofustjóri Verzlun armannafélags Reykjavíkur í tæp fimm ár og átt drjúgan þát.t í því að byggja upp sam- tök verzlunarfólks í landinu. Ég tel það merk, söguleg tímamót fyrir okkur verzlun- armenn að eiga nú að lokum fulla og óskerta aðild að heild arsamtökum launiþega? Þar sem innganga Lands- sambands íslenzkra verzlunar manna í ASÍ var á sínum tíma mjög mikið deilumál, biðjum við Magnús að segja okkur í fáum orðum frá að- draganda þess. — Allt fram til 1965 var V.R. „blanda'ð“ félag, þ.e. í því voru bæði launþegar og vinnuveitendur. Eftir að félag ið var hreint launþegafélag markaði formaður þess, Guð- mundur H, Garðarsson, þá stefnu í 1. maí — ávarpi, að verzlunarmenn skyldu gerast aðilar að Alþý'ðusambandinu. Síðan var LÍV stofnað og á- fram haldið á sömu braut með Guðmundur H. G uóni undsson. þeim árangri, sem nú er orð- inn. Á þessum merku tíma- mótum vil ég einkum geta tveggja forystumanna verzl- unarfólks, sem öðrum fremur hafa haft forgöngu fyrir fram- gangi þessa máls, og á ég þar við Guðmund H. Garðarsson, formann V.R. og Sverri Her- mannsson formann LÍV. Vil ég fyrir hönd okkar verzlun- armanna þakka þeim störf þeirra í þágu stéttar okkar í þessum málum. Magnús L. Sveinsson. Hvern ávinning telur þú ykkur þá að því að vera nú loksins komnir í Alþý'ðusam- bandið? — Aðild okkar hefur að mínum dómi m.ikla þýðingu fyrir okkur og hlýtur ávallt að vera okkur mikill styrkur í hagsmunabaráttu okkar. Einnig tel ég, að vera okkar heildarsamtökum launþega hljóti að vera þeim samtökum mjög þýðingarmikil. Hvað viltu segja okkur um það þing ASÍ, sem nú stend- ur yfir? Ég vil aðeins láta í ljós þá von, að verkalýðshreyfing- in beri gæfu til áð sameina krafta sína til að vinna á raun hæfum grundvelli að hags- munamiállum sínum, sér og þjóðinni í heild til gæfu. - ASÍ Framhald af bls. 32 G. Þorsteinsson, Jón Sigurðsson, Jón H. Guðmundsson og fleiri lögðust allir gegn því, að gerðar væru veigamiklar breytingar á lögum og f jármálum ASÍ án þess að um það væri gert samkomu- lag á breiðum grundvélli. Aðeins ein tillaga náði sam- þykki tilskilins fjölda þingfull- trúa, og var það tillaga lýðræð- issinna um hækkun á skatti til Skákmótið Á SKÁKMÓTINU í Tel Aviv vann Island Iran í gær með 3 Vz gegn Vz. ísland er í 4. sæti í C- riðli. í keppninni í gær tapaði fyrr- verandi heimsmeistari Botvinik fyrstu skák snni á mótinu. Hann gafst upp fyrir Gligoric eftir 10 stunda viðureign, sem hófst á miðvikudaginn og fór tvívegis í bið. Þetta afrek Gligorics jafn- aði stöðu Júgóslava og Rússa 2-2, og þeir skipa nú annað sætið í A- eru í 3. sætL ASÍ, sem samþykkt var sam- hljóða. Tillaga kommúnista og Framsóknarmanna uim bráða- birgðaákvaéði um stjórnlagaþing hlaut við nafnakall 210 atkvæði gegn 154. Um tillögu Hannibals um kjörgengi til miðstjórnar var viðhöfð skrifleg allsherjarat- kvæðagreiðla. Með tillögunni greiddu atkvæði 202 fulltrúar með 18.310 atkvœði að baki sér og á móti 151 fulltrúi með 13.706 atkv. Einnig var viðhöfð allsherj aratkvæðagreiðsla um tillögu Framsóknarmanna og kommúíi- ista um að numið væri úr lögum ASÍ ákvæði um upphæð skatts til ASÍ. Með tillögunni voru 207 fulltrúar með 18.801 atkv. en á móti 156 fulltrúar með 14.150 langt gengin í sex, þegar gengið síðastnefndu þriggja tillagna nægilegan stuðning til að öðlast samþykká. Þessar atkvæðagreiðslur tóku langan tíma, og var klukkan langt gengin í sex, þegar gengið var til stjórnarkjörs. Eins og áður segir, lýstu lýðræðissinnar því yfir, að þeir vildu engan hlut eiga að kosningu stjórnar, þar eð ekki hafði tekizt samkomulag um myndun sterkrar einingar- stjórnar Alþýðusambandsins. Varð því stjórnin sjálfkjörin og skipa hana nú að mestu sömu menn og óður. Er því sambandsstjórn Al- þýðusambands íslands skipuð þessum mönnum: Miðstjórn: Forseti: Hannibal Valdimarsson. Varaforseti: Eðvarð Sigurðsson. Ritari: Jón Snorri Þorleifsson. Meðstjórnendur: Einar Ög- mundsson, Snorri Jónsson, Mar- grét Auðunsdóttir, Óðinn Rögn- valdsson, Helgi S. Guðmundsson og Sveinn Gamalíelsson. Til vara: Benedikt Davíðsson, Hulda Ottesen, Markús Stefáns- son og Pétur Kristjónsson. í sambandsstjórn: Fyrir Vest- firði: Karvel Pálmason og Bjami H. Finnbogason, til vara Pétur Pétursson og Jón Magnús- son. Fyrir Norðurland: Björn Jónsson og Valdimar Sigtryggs- son; til vara Gunnar Jóhannsson og Sigurður Jóhannesson. Fyrir Austurland: Sigfinnur Karlsson og Guðmundur Björasson, til vara Davíð Vigfússon og Hrafn Sveinbjarnarson. Fyrir Suður- land: Sigurður Stefánsson og Herdís Ólafsdóttir, til vara Björg vin Sigurðsson og Óskar Jóns- son. Endurskoðendur voru kjörnir Guðjón Jónsson og Hilmar Jóns- son, en til vara Jón D. Guð- mundsson. Lýsti Hilmar því yfir, að hann mundi ekki gegna starfi endurskoðanda. Þessu næst tók til máls Hanni- bal Valdimarsson. Þakkaði hann þingfulltrúum fyrir það traust, sem þeir hefðu sýnt sér með því að kjósa sig enn einu sinni sem forseta Alþýðusambandsins. Kvaðst hann hafa komið til þings ráðinn í að gefa ekki kost á sér til endurkjörs, en hefði þó látið til leiðast vegna eindreg- inna óska samstarfsmanna sinna að gegna starfi forseta enn um sinn. Sverrir Ilermannsson óskaði hinni nýiqjörnu stjórn heilla í starfi og skoraði á þingfulltrúa að standa vel saman í baráttu sinni fyrir hagsmunamálum launþega á næstu árum. Var síð- an þinginu slitið kl. rúmlega 6. í Tel Aviv A.-Þýzkaland hefur forystu I riðli á eftir Rússum en Tékkar B-riðli en Danir og Svíar skipa 2. og 3. sætið. í C-riðli vann Tyrkland írland í dag með 3-1, Columbía vann Grikkland 2V2-I %, Frakkland vann Monaco 214-1 %, Finnland vann Mexico 3V4-V4, Sviss vann Venezuela 3-1 og Indland og Puerto Rico skildu jöfn 2-2. Eftir þessa umferð er staðan 1 C-riðli: Sviss 26V4, Columbía 25 V4, Finnland 25 V4, ísland 24, Frakkland 21 og Venezuela ÍS. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.