Morgunblaðið - 29.11.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID Sunnudagur 29. n<Sv. 1964 Játnmgar BRETXNN Smith ók einsamall í gegnum nóvemberþokuna brezku. Eina sýnilega ljós- glætan var framtíð hans. — Hann var í þann veginn að ganga frá hagstæðustu við- skiptum, sem hann hafði nokkru sinni gert. Svo áleit hann. Það var um 10,000 sterlingspund að tefla, eða um 110,000 þýzk mörk. í hanzkahólfinu í bifreið hans lágu nokkur skjöl, og innihald þeirra var einungis fáum mönnum kunnugt. En fyrir Smith jafngiltu þau auð- æfum, því að hann ætlaði að kunngera heiminum innihald þeirra. Og auðvitað ekki nema gegn borgun. Á skjölin voru skráðar hugs anir verðandi konungs. Um lýðræðið, þjóðina, dagblöðin, útvarpið, sjónvarpið, svo og um einmanalega eyju. Þetta voru hugsanir Hans konunglegu hátignar, enska ríkisarfans Karls. Þær voru skráðar á konunglegar brezk- ar stílabækur: skólastílar, heimaritgerðir, skrifaðar með eigin hendi ríkisarfans og penna og bleki Hennar konung legu brezku hátignar. Síðan 1 september hafði Smith haft stílabækur ríkis- arfans í fórum sínum. Frá þeim tíma hafði hann boðið þær til sölu víða um heim. Því að heimurinn hlýtur að hafa áhuga á, hvað tilvonandi konungur hugsar, taldi Smith. Blek Karls ríkisarfa mundi gera Smith ríkan. Svo vonaði hann í öllu falli. Terence Smith, sem var 30 ára að aldri, og forstöðumað- ur blaðaumboðsins „Merkur“ í bænum St. Helen’s, Lancas- hire, sendi því skeyti til blað- anna „Life“ í New York, „Stern" í Hamborg og „Paris Match“ í París. Skeytin voru svohljóðandi: „Býð stílabækur Karls ríkisarfa á 10,000 pund“. „Hljómar fallega“, svo hugs uðu ritstjórar hinna þriggja nefndu blaða. Öll þrjú blöðin höfðu að vísu áhuga á málinu, en umfram allt voru þau tor- tryggin. Því að hver gat full- yrt, að þessar stílabækur væru ósviknar? — Englendingurinn Smith sagði það jú. Hann sór og sárt við lagði á ensku, frönsku og þýzku. Og jafn- framt skýrði hann frá því, hvernig hann hefði komizt yfir þessar heimsathyglis- verðu stílæfingar ríkisarfans, Samkvæmt frásögn hans gerð ist það þannig: Karl ríkisarfi, sém er 16 ára, er nemandi skozka heimavist- arskólans Gordonstoun, þar sem hann lærir allt, sem hann þarf að læra fyrir skólagjald, sem nemur næstum 6000 þýzk um mörkum á ári. í endaðan ágúst var prinsinn í peninga- hallæri, vasapeningar hans voru þrotnir. Þá minntist hann þess, að margir safnarar greiða háar upphæðir fyrir ýmis frumrit. Hann hugsaði sem svo, að ef frumútgáfa eft- ir Shakéspeare, bréf eftir Goethe eða spássíuáskrift eft- ir Vietoríu drottningu væru einhvers virði, þá hlyti að vera hægt að fá eitthvað fyrir stílabók brezka ríkisarfans. Seldi hann nú bekkjarfélaga sínum ritgerðirnar fyrir 30 shillinga (um 180 kr. ísl. Þýð.) Þessi bekkjarbróðir Karls sýndi á nýjan leik, að hann var honum snjallari kaupmað- ur. Hann hitti tilvonandi liðs- foringja, fyrrverandi nemanda í Gordonstoun og seldi honum stílana fyrir 7 sterlingspund (840 kr. Þýð.) Liðsforingjaefnið seldi síð- an stílana skozka blaðamann- inum Mc Hale fyrir 100 sterl- ingspund. Varla hafði Mc Hale greitt þessa upphæð fyrr en hann tók að óttast, að hann hefði verið gabbaður. Hann spurði vin sinn, ljós- myndara O’ Connor að nafni, hvort Karl prins mundi virki- lega hafa getað skrifað slíkar ritgerðir. Ljósmyndarinn vissi það ekki heldur. En hann vís- aði á blaðaumboðið „Merkur'*. Og Terence Smith, forstöðu- maður umboðsins, lofaði að kippa hlutunum í lag. Hann sendi hin áminnstu símskeyti og mætti tortryggni, sem getið var. Þrjár myndir af Karli Bretaprins. inguna: „Já, þetta eru raun- verulega stílabækur hans kon- unglegu hátignar“. Smith andaði léttar. Því smátt og smátt hafði sezt að honum sjálfum efi um það, hvort hann væri með ekta vöru áboðstólum. Léttari í og skegg yfir því að hann skyldi gleyma að láta ljós- mynda stílabókablöðin. Hann spurði skólabróður hans há- tignar, hann spurði liðsfor- ingjaefnið, hann spurði skozka blaðamanninn, alla, sem ein- hverntíma höfðu haft bæk- urnar undir höndum, hvort Karls prins Tveir mánuðir liðu. Smith heppnaðist ekki að færa fram sönnun fyrir því, að stílabæk- ur ríkisarfans væru ófalsaðar. Þá hringdu til hans ítalir tveir. Þeir sögðust vilja greiða þessi 10,000 pund, sem hann færi fram á. Smith spurði fyrir hvern þeir gerðu kaupin. Fyrir „Figaro“, var svarað á bjagaðri ensku. Smith þekkti að vísu hið mikla franska bragði bað hann um 10,000 pundin. Mennirnir fóru í vasa sína og sýndu einkennismerki sín. Annar sagði: „Afsakið, ég heiti Gold og er leynilögreglufor- ingi í Scotland Yard. Við leggjum hér með hald á bæk- urnar“! Smith vissi nú að vísu ó- yggjandi í fyrsta sinn, að hann hafði haft ósviknar ríkis arfastílabækur í fórum sínum. Opna úr stilabókinni. tímarit: „Le Figaro", en furð- aði sig á því, hvers vegna ítal- ir kæmu til kaupanna. En jafnhliða hugsaði hann með sér, að slíkt skipti alls engu máli. ítalarnir létu í ljós ósk um að mega líta í stílabækurnar, áður en kaup færu fram. „Sjálfsagt“, svaraði Smith. Þeir komu sér því saman um að hittast á afviknum stað ut- an við London, svo að kaupin gætu farið fram með sem mestri leynd. Og það var þess vegna, sem herra Smith ók í gegnum nóvemberþokuna. Á hinum tiltekna stað komu tveir menn, ítalalegir ásýnd- um, út úr myrkrinu og stigu inn í vagn hans. Smith spurði hvort þeir hefðu 10,000 pund- in og þeir spurðu, hvort þeir gætu fengið að sjá stílabæk- urnar. Báðir aðilar kinkuðu kolli. Smith dró fjársjóð sinn fram úr bifreiðarhólfinu. Mennirnir litu lauslega á bæk- urnar, kinkuðu síðan aftur kolli og í fyrsta sinn síðan í september heyrði Smilh setn- Hins vegar gat hann ekki selt þær framar. Hann bölvaði yfir óláni sinu. En í stað þess að þegja um málið hældist Srotland Yard um yfir afreki leynilögreglunn ar. Scotland Yard tilkynnti með stolti: „Eftir mikla erfið- leka höfum við fundið og lagt hald á stílabækur brezka ríkis arfans“. Tilkynning þessi barst um allan heim. Um allan heim höfðu menn nú fullvissu um, að stílabæk- urnar, sem boðnar höfðu ver- ið til sölu síðan í september, voru ósviknar. — Tímaritin „Life“ í New York, „Stern“ í Hamborg og „Paris Match“ í París sendu hraðskeyti til Smith: „Gjörið svo vel og sendið ritgerðir ríkisarfans þegar í stað. Við borgum“! Smith varð hamslaus. Hann krafðist skaðabóta af Scotland Yard, þar sem hann hefði feng ið stílana með heiðarlegum hætti og þess vegna haft rétt til að verzla með þá. Scotland Yard bæri raunar skylda til að skila þeim aftur. En Scot- land Yard vildi ekkert fyrir hann gera. Smith reif hár sitt þeir hefðu gert afrit eða látið ljósmynda stílana. En það hafði enginn gert. . . . Nema ljósmyndarinn O’- Connor. Til öryggis. „Maður vissi aldrei“, sagði hann. Og Smith æpti af gleði. „Stern“ hefur því þann heiður að geta gefið lesendum sínum sýnishorn úr hugar- heimi Hans konunglegu há- tignar, brezka ríkisarfans Karls. Hans konunglega tign var aðeins 15 ára þegar hann skrifaði þessar hugsanir sínar niður. Vér leyfum oss þó að benda á, að í millitíðinni hef- ur hann náð 16 ára aldri. Karl prins og afskekkta eyjan (Efnið, sem nemendur áttu að skrifa um var þetta: Skyndi legt neyðarástand skellur á. Þið þurfið að flytja yfir út- hafið og setjast að á afskekkt- um eyjaklasa. Þið hafið að- eins 10 mínútur til að undir- búa brottför ykkar og megið ekki taka með ykkur nema fjóra hluti). Karl skrifar: „Ef slíkt neyðarástand skylli yfir mundu allir, að mér meðtöldum, verða gripnir felmtri. Helzt mundi maður taka með sér svo marga hlúti sem mögulegt væri, og það væri erfitt að velja nákvæm- lega fjóra hluti. Tjald væri mjög mikilvægt, ef maður yrði fluttur á afskekktan eyja klasa. Hvort sem þar væri heitt eða kalt, mundi þó í öllu falli vera svalt um nætur. Og væri mjög heitt að degi til, þá væri tjaldið skuggagjafi. Auk þess mundi ég taka með mér stóran hníf með mörgum blöð- um, tappatogara, skærum o. fl. Hnífurinn væri nauðsynlegur til að safna viði í eldinn (ef slíkur viður fyrirfyndist) og til ýmissa annarra hluta á eyjunni. Auk þess mundi ég taka með mér ferðaútvarp, til þess að hafa eitthvert sam- band við umheiminn og fá nýjustu fréttir af neyðar- ástandinu svo og til að halda mér í góðu skapi, þannig að ég missti ekki kjarkinn og gæfi upp alla von. Enn frem- ur mundi ég taka með mér stóran snærishnykil og segl- garn. Það mundi ég nota til að veiða fisk og binda saman hluti. Þannig gæti ég líka fest tjaldið mitt og vafið snærið um trén (ef um tré verður að ræða) og byggt þannig kofa með því að leggja trjáblöð og gras yfir. Einnig gæti ég þá reynt að útbúa fleka eða eins konar bát“. Karl prins og almenningsálitið „Það er oftast rangt, þegar því er haldið fram, að hvorki dagblöð né útvarp þjóni hags- munum almennings. Blöðin valda, ef til vill, ýmsu fólki erfiðleikum og tjóni með gagn rýni sinni. En að fráskildu því miður skemmtilega hátterni þeirra, eru þau þó gagnleg al- menningi og landinu í heild. Dagblöð, útvarp og sjónvarp vernda fólkið á margan hátt gegn ríkisstjórninni með því að kunngera hvað hún að- hefst, jafnvel stundum í laumi. Ef ríkisstjórnin tæki dag- blöðin og útvarpið á sitt vald, eins og Hitler gerði fyrir síð- ari heimsstyrjöldina, þá mundi enginn vita, hvað raunveru- lega væri um að vera, þar sem blöðin hefðu ekki frjálsræði til að skýra það út fyrir al- menningi, en flyttu aðeins á- róður frá stjórninni. Ef t.d. forsætisráðherrann hrifsaði stjórnartaumana skyndilega í sínar eigin hendur og gerðist einræðisherra, eins og Hitler, þá væru frjáls dagblöð og út- varp einu tækin, sem gætu gefið fólkinu til kynna, hvað um væri að vera. Þjóðin gæti að vísu ekkert gert, en blöðin og útvarpið gætu haldið uppi gagnrýni og sett forsætisráðherrann og fylgismenn hans í aíar erfiða aðstöðu og jafnframt eggjað þjóðina gegn harðstjórninni, svo að einræðisherrann, ef hann væri ekki óvenjulega sterkur maður, yrði að lokum að láta undan. í mörgu tilliti eru blöðin 6- þægileg og blygðunarlaus, en fyrir fjölda fólks eru þau eina leiðin til að fá upplýsingar um ýmis málefni. Auk þess bjóða blöðin öllum stéttum og þjóð- félagshópum auðskilið lestrar- efni. Útvarpið veitir öldnum og ungum innihaldsríka fræðslu. Sjónvarpið getur verið ungu fólki auðug uppspretta frétta og hugmynda, þótt dagskrá þess sé hins vegar stundum slæm og hafi ekki æskileg á- hrif á fólk. Útvarp og sjón- varp gefa daglega yfirlit yfir fréttir og raunverulega rás at- burða og veita þar með al- menningi mikilvæga þjón- ustu, þar sem hann fær þar með aðstöðu til að gera sér grein fyrir því, hvað er að gerast. Auk þess er útvarpað kennslu og guðsþjónustum. Þessar sendingar útvarps og sjónvarps svo og not þau, sem menn geta haft af blöðunum, allt gagnar þetta á sinn hátt landi og þjóð“. Karl prins og lýðræðið „Það er ekki fyrr en allir fullorðnir menn hafa kosninga rétt að hægt er að tala um fullkomið lýðræði í landi. Til þess að fá þá ríkisstjórn, sem Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.