Morgunblaðið - 29.11.1964, Page 23

Morgunblaðið - 29.11.1964, Page 23
Sunnudagur 29. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Biarni Sigurðsson Ólafsvík — Minniug í DAG, hinn 29. nóvember á einn þekktasti borigari Ólafsvíkur 70 ára afmæli, og sá maður er iBjarni Sigurðsson vélsmiðameist- «ri. Bjarni Sigurðsson er fæddur í !Neðri-Lág í Eyrarsveit hinn 29. tióv. 1894. Foreldrar hans voru Ihjónin Sigurður Sigurðsson bóndi og formaður í Eyrarsveit, ©g kona hans Guðrún Bjarna- dóttir. Yoru þau hjón bæði ann- áluð fyrir dugnað og atorku, eins ©g ættmenn þeirra í ættir fram. Fyr á tímum höfðu sóknarprest- »r þann sið, að skrifa í mann- talsbók, eða sálnaregistur um- eögn um fólkið. Sóknarprestur, sem var á Setbergi í Eyrarsveit ekrifaði um langafa hans þessa umsögn: „Duglegur sæmdármað- ur‘‘. Afkomendur þessa manns, sem eru fjölmargir á Snæfells- nesi hafa erft þetta, þeir hafa verið duglegir sæmdarmenn. Gg engin umsögn á betur við um Bjarna Sigurðsson en einmitt þessi. Og sama er að segja um móður og móðurætt hans. Móð- urbróðir hans Brandur Bjarna- son hreppstjóri á Hallbjarnar- eyri var talinn einn af dugleg- ustu mönnum sveitar sinnar. IMóðurættin var bæði af Snæ- fellsnesi og úr Skagafirði. Mjög ungur missti Bjarni Sigurðsson föður sinn. Hann drukknaði í fiskiróðri skammt frá heimili eínu. Stóð ekkjan þá uppi með 7 börn ung í ómegð. Þá kom í Ijós hinn framúrskarandi dugn- «ður hennar. Öllum sínum börn- um kom hún vel til manns. Bjarni var næstyngstur syst- kina sinna. Það sem einkenndi mest Bjarna og bræður hans var hin framúrskarandi hagleikur. Þrír bræður urðu þekktir smið- ir, Ólafur trésmiður, en Bjarni ©g Guðjón vélsmiðir. Heyrt hefi ég mæta menn segja, að bræðr- um Bjarna væri ekki gert rangt — Karl príns Framhald af bls. 8 þeir verðskulda, verða allir fullorðnir landsmenn að hafa möguleika og frjálsræði til að kjósa þá, sem þeir álíta beztu fulltrúa sína og líklega til að ná sem flestum þeirra mark- miða, sem þeir (kjósendur) óska eftir. Því miður hafa margir kjósendur nú til dags ■— hvort sem um er að ræða álmennar kosningar eða auka- kosningár — tilhneigingu til að kjósa ákveðinn flokk frem- ur en ákveðinn frambjóðanda, vegna þess, að þeir fylgja GARUÚLPUR OC3 Y T RABYROI MARTMIMl Somkomur Kristileg samkoma verður í kvöld kl. 8 í sam- komusalnum Mjóuhlíð 16. — Allir eru hjartanlega vel- komnir. Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins í dag (sunnudag) að Aust- urgötu 6, Hafnarfirði, kl. 10 f.h. — að Hörgshiíð 12 Rvík, ki. 8 e.h. til, þó að Bjarni væri talinn þeirra mestur og lagtækastur smiður. Strax í æsku kom í ljós hin einstaka smíðanáttúra, og þá strax smíðaði hann gripi, sem annálásverðir þóttu. Ungur að árum hóf hann smíðanám hjá Ólafi bróður sínum trésmiða- meistara í Stykkishólmi. En hann hafði meira yndi af járn- smíði, og fór hann því árið 1919 til Þingeyrar við Dýrafjörð, og hóf járnsmíðanám, hjá Guð- mundi J. Sigurðssyni, sem þá þótti einna mestur smiður á Vest- urlandi, og vélsmiðja hans jafn- vel víðfræg um land allt. í vélsmiðju Guðm. J. Sigurðs- sonar stundaði hann smíðar fram til ársins 1943. Mörg voru þau vandaverkin, sem húsbóndi hans fól honum að vinna í þau 24 ár er hann átti heima á Þingeyri. Margir Vestfirðingar sáu eftir Bjarna er hann fluttist til Snæ- hinni p,ólitísku stefnu flokks- ins. T.d. gæti frambjóðandi V rkamannaflokksins í ein- hverju ákveðnu ensku kjör- dæmi verið ágætur maður, en frambjóðandi íhaldsflokksins 'óviðfeldnasti maður, sem hægt væri að hugsa sér. Eigi að síð- ur gefur kjósandinn, ef til vill, íhaldsmanninum atkvæði sitt, vegna þess, að honum finnst t.d. óæskilegt, að menntaskól- arnir verði lagðir niður ög iðnaðurinn verði þjóðnýttur. Yfir höfuð getur maður sagt, að sú staðhæfing sé rétt, að lýðræðisland fái þá ríkisstjórn sem það verðskuldar — og þó getur ríkisstjórn eins verið eitur í beinum annars“. Karl prins og stéttar- meðvitundin „Stjórnarkerfi eins og það enska, þar sem yfistéttirnar annast oft kosningarnar (Hér skrifaði kennarinn á spásíuna: „Þetta er vitleysa!“) hefur a.m.k. þann kost að verja land ið fyrir illviljuðum ævintýra- mönnum sem vinna kannske eingöngu í eigin þágu, en hafa engan áhuga á velferð lands- ins, né vilja fórna nokkru fyrir það.... „Þegar yfirstéttunum eru að miklu leyti falin stjórnsýslu- störfin þá er landið a.m.k. var- ið fyrir þeirri hættu, sem gæti stafað af spillingu í hinum lægri þjóðfélagsstéttum. Enda þótt yfirstéttina kunni einnig að skorta dómgreind — hún hefur verið staðin að stétta- hlepidómum og gert sig seka um mikla spillingu í sambandi við pólitískar embættisveiting ar — þá mun virðing hennar og stéttarmeðvitund halda henni frá dýpri spillingu, og fulltrúar hennar bera eigin- lega ávallt umhyggju fyrir velferð lands síns“. (Þýtt úr ,,Stern“) fellsness aftur. En þá gerðist hann meðeigandi vélsmiðjunnar Sindra í Ólafsvík, ásamt Guðjóni bróður sínum, en hann hafði í mörg ár áður rekið litla járn- oig vélsmiðju í Ólafsvík. Er bátaútvegurinn óx eftir að hraðfrystihús voru stofnuð í Ólafsvík, var mjög mikil þörf fyrir gott vélaverkstæði. Marga vélaviðgerðina er Bjarni búinn að leysa af hendi og handbragð- ið og útlitið á viðgerðum og verkum hans bar alltaf meist- aranum vitni. Hjálpfýsi og hjálp- sem hans var viðbrugðið. Þreytt- ur eftir langt og strangt dags- verk, lagði hann oft á sig að vaka heilar nætur, til að gera við vél, sem bilað hafði svo bátur gæti róið næsta dag. O- eins ef gera þurfi við vélar fiskvinnslu- stöðvanna, var aldrei um það spurt hve langur vinnutíminn var. Hann vissi að það þurfti að hjálpa og það þurfti að bjarga verðmætum. Og aldrei hugsaði hann um það, að alheimta dag- laun að kvöldi. Mörgum voru vinnulaunin lánuð langtímum saman. Bjarni hefur því verið vitur og dáður af öllum, sem honum hafa kynnzt. Hinn 22. okt. 1922 gekk hann að eiga heitmey sína, Vigdísi L. Sigurgeirsdóttur frá Ólafs- vík. Þau giftust í Ólafsvík, en hann hélt strax með hina ungu brúði sína til Þingeyrar og þar var heimili stofnað. Frú Viigdís er annáluð dugnaðarkona engu síður en hann. Hefur hún stjórn- að heimili þeirra bæði á Þingeyri og í Ólafsvík með rausn og skör- ungsskap. Þau hjón hafa eignazt 5 börn, og eru-fjögur þeirra á lífi. Þrjú búsett í Ólafsvík, en eitt í Reykja- vík. Þau eru: 1. Hrefna húsfrú í Ólafsvík og verkstjóri, igift Ólafi Kristjánssyni verkstjóra. 2. Gunnar, forstjóri Hrað- frystihúss Ólafsvíkur, giftur Herdísi Ólafsdóttur. 3. Sigurgeir, rennismiður í Ólafsvík, giftur Sigurdísi Egils- dóttur, og 4. Guðrún, húsfrú í Reykja- vífc, gift Herði Guðmundssyni, vélstjóra. Á sjötíu ára afmælinu, er fjöldi barnabarna, sem fagur sveigur í kringum ástsælan afa. Vinahópurinn er stór, sem sendir Bjarna hlýja kveðju á þessu merkisafmæli. Félagar í Sjálfstæðisfélagi Ólafsvíkur og sjálfstæðismenn á Snæfellsnesi heiðra og hylla traustan og einlægan sjálfstæðis- mann í dag. Magnús Guðmundsson. Jón Halldórsson útg.m. — Minning HVER hefði að óreyndu trúað því á gamla jungherrann frá Ólafsfirði, að hann væri orðinn sjötugur að aldri? >En staðreynd er; fæddur 29. dag nóvember- mánaðar árið 1894, frammi í Vémundarstöðufn. Þeir, sem bezt þekkja til lífsfjörs hans og létt- lyndis, myndu vafalítið gizka á drjúgum lægri aldur. Síðan Jón fluttist að norðan, um fimmtugsaldur, hefir hann að mestu haldið sig á þurru landi, en á yngri árum og allt fram að því, sté hann þar varla, nema stund og stund. Þá var hann víðkunnur sjóhundur og aflakló, ötull og athugull glanni! Farsæld fylgdi honum á fundi alla við Ægi konung, því aldrei hlekktist honum á langa skip- stjórnartíð frá rúmlega tvítugs- aldri fram yfir fimmtugt. Þar fyrir utan þótti mönnum gott með Jóni að vera sökum glað- værðar hans og gáska, sem þó alltaf var í fullum tengslum við meðfædda góðvild hans og græskuleysi. Jón hefir allajafna verið svo miklu meiri drengur en strákur. Hann er einn af þeim, sem lyftir umhverfi sínu í léttara andrúmsloft til ánægju og gleði. Verður slíkum eðlilega oft gott til vina, jafnvel þó sá framgangsmáti verði stundum nokkuð á kostnað beinustu syllna og sperra! Eftir að Jón kom hingað suð- ur, lagði hann fljótlega stund á útgerð og fiskverkun, unz hann nú síðustu árin hefir eingöngu sinnt fiskverzlun. Gekk á ýmsu um afkomu útgerðarinnar hjá honum sem fleirum, en fisk- verzlunin á hinn bóginn hefir reynzt Jóni tryggari til góðrar afkomu. Jóni er það eiginlegt að lifa og hrærast í starfi sínu seint og snemma, nætur jafnt sem daga — frár á fæti og léttur í lund. Verða svo gerðir verka- menn að teljast verðugir laun- anna, hvar í sveit, sem standa. Þeir eru smurningurinn á þjóð- félagsmaskínunni. Hefir Jón sem aðrir dugnaðarmenn oft verið búinn að „auka degi í ævi- hátt, aðrir þegar risu á fætur“ svo stuðst sé við víðfræg orð Stephans G. Þótt við Jón um allmörg ár værum búnir að vera nokkrir nágrannar nyrðra, var það ekki fyrr en hann var orðinn roskinn maður hér syðra, að fundum okkar bar saman. Síðan hefi ég átt við hann ýms samskipti, bæði í alvöru og gamni, og líkað hvort tveggja vel. Þótt stöku sinnum hafi sletzt upp á vin- skapinn í bili, hefi ég ávallt fundið, hve grunnt var á því mannlega, einlæga og góða hjá þessum hjartahlýja og undir- hyggjulausa manni. Það brást ekki jafnvel, þegar hann á einn og annan hátt og af ýmsum ástæðum átti hvað bágast með að „ná saman endum“ til efnda öllum loforðum. Þessi gamli, ver aldarvani víkingur — og dálitli hrekkjalómur, að sumra dómi — gat verið allt að því barns- lega einfaldur í saklausustu merkingu orðsins, þannig að manni féllust allt í einu hendur, þó mann gripi tilhneiging til að berja hann! Slíkum hughvörf- um held ég að valdi ekki nema raunverulega góðir menn. Því er mér Jón Halldórsson minnisstæð ur. Það var raunar mjög vonum seinna, að vinur minn Jón fyrir- hitti loksins þá konu á lífsleið sinni, sem hann dæmdi þá einu réttu til eignar, er hann gekk að eiga ekkjuna Ástu Hannesdóttur, greinda konu og góða, sem búið hefir manni sínum hið glæsileg- asta heimili. BörnUm hennar og fleira ættfólki hefir Jón reynzt traust hjálparhella í marghátt- uðum erfiðleikum. Kom þar fram enn sem fyrr, hve mikill vinur vina sinna hann er. Barn- góður er Jón með afbrigðum og má ekkert aumt sjá. Nú á þessum tímamótum í ævi Jóns Halldórssonar, þakka ég honum vinsemd, tryggð og marga fyrirgefningu! Og af sama tilefni óska ég þeim hjón- um á Framnesvegi 27 ánægju- legrar siglingar —/bæði nú um borð í Gullfossi og að öðru leyti framvegis, hvar sem verður á sjálfum lífsins ólgusjó! Baldvin Þ. Kristjánsson. - Churchill Framhald af. bls. 10 um herbúðimar. Voru þeir sýnilega ailir í sólskinsskapu Þatna voru flugmenn frá Bretlandi í meirihluta, en að rir frá nýlendunum víðs </eg- ar að úr heiminium, frá Carta da til Nýja Sjálands Og þaina voru m.a. Hollendingar. Nokktxr bið var á því, að forsætisráðherrann kæmi. fóru nokkrir bilar um vegmifi í millitíð, bæði íslenzkir og brezkir, og fengu sinar kveðj ur írá hinum glaðværu ungu möonum. En mest voru fagn aðarlætin, er svo bar við, að' eftir veginum fóru ístenzk brúðhjón, brúðurinn með Siæðu sína og brúðarskart. Nú kom Mr. Churcnili Hann gekk meðtfraim röðum flugmannanna og heilsaði þeim, með þeim hlýleik og innileik, sem einikeranir við- mót hans. Að endingu sreri hann sér til þeirra aillra í eou er hann hafði farið fram með röoum þeirra, og sagði: „Guð blessi ykkur aíLla“. Að Reykjum. Þá fór hann að Reykjum í Mosfellssveit. Þar hatfði hann æðilanga viðdvöil. Staðnæmd ist hann stundarkorn vió fyrstu hveralækina, til þess eins og að fullvissa sig um hve hiti er þarna mikill. Hann brá hendi niður að himu sjóð heita vatni hvað etftir annað og iitaðist síðan um, til að fa yfirlit yfir, hve mikið kynni að vera af þessum jarðar- auð. Hann hatfði orð á því, hve mikils mætti vænta í frumtíðinni af þessuim si- stroymandi hita ...“. „Þessa stund, meðam Mr. Churchili gekk um þarna á Reykjum, kom það greim- lega í ljós, hve alþýðiegur maður hann er í framgöngu Þegar ungar stúlkur komu o>g béðu hamn að rita nafn sict í eiginhandarbækur þeirra, var það sjálfsagður hlutur. Og þegar verbamaður, sem var að verða of seinn, ktom með myndavél sína, sneri Mr. Churchill sér við, svo verka maðurinn fengi mynd sína“. Churchill kvaddur. Scðar sama daginn kvaddi mikill mannfjöldi Churchili við Gróf arbryggj u. Laust fó;k upp miklum fagnaðar hrópum, þegar sást til bif- reiðar hans, og síðan var fagnaðarlátunum ekki linnt, en Ghurehill veifaði húfu sinm og brosti til hægri og vinstri. „Þegar skip Churchills lét úr höfn, hófu skip á höfninni blásvur í pípum sinuim,, og loftskeytailærðir memci greuidu, að skipin flautuðu stafinn V með morse-merkja máli, en það þjýðir sigur (Victory). Það síðasta, sem Mr. Churc hill sa,gði, áður en hanm sté á skipofjö!, var: „Hamingjan fylgi ykkur. Guð blessi ykkur öll“. V-merkiff víðfræga. Þeiss má geta hér að lokum til gamans og fróðleiks, að þegar Churchill . gekk upp Grófarbryggj u við i(omu sína til Reykjavíkur, notaði bann hið þekkta sigurnnerki sitt (V merkið, sem táknaði victory eða sigur) á nýjan hátt í fyrsta sinn, þ.e. á e.k. fingra- miáli. Brá hann vísifingri ðg löngutöng hægri handar glenr.tum á loft, svo að fing- urnn mynduðu bóksbafinn V. Þótti frétt um þetta merk i Bretlandi, enda fór svo, að Churchill átti eftir að nota þetta fingramál mjög mikið. Sagði hann víst aldrei „Vee. vee for viotory“ eftir þettia, án þess að spretta fingruinum þannig upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.