Morgunblaðið - 02.12.1964, Qupperneq 12
12
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. des. 1964
UM BÆKUR
Þœftir um íslenzkt mál
Þættir um ÍSLENZKT MÁL
eftir nokkra íslenzka mál-
fræðinga. Ritstjórn annaðist
HALLDÓR HALLDÓRSSON.
Almenna bókafélagið. Reykja-
vík 1964. 202 bls.
Á ÚTMÁNUÐUM 1963 voru flutt
í Ríkisútvarpinu nokkur sunnu-
dagserindi um íslenzkt mál,
skipulögð af dr. Jakob Bene-
diktssyni. Nú hefur Almenna
bókafélagið gefið þessi erindi út
á bók undir umsjá prófessors
Halldórs Halldórssonar.
Þessum sunnudagsfyrirlestrum
var útvarpað á þeim dagstím-
um, að líkur eru til, að flestir,
sem áhuga hafa á íslenzku máli,
hafi átt þess kost að hlýða á þá.
Þó skammur tími sé nú liðinn
frá flutningi erindanna, er út-
gáfa þeirra þó fyllilega réttmæt
og timabær. Efnið er þess eðlis,
að mörgum mun reynast erfitt
að festa það í minni eftir að hafa
heyrt það flutt aðeins einu sinni.
Auk þess bætast óðum í hópinn
nýir áhugamenn, um leið og ung
og upprennandi kynslóð vex úr
grasi.
Flestir þessara fyrirlestra eru
að meira eða minna leyti máls-
sögulegs eðlis. Höfundar eru eft-
irtaldir menn: Prófessor Hreinn
Benediktsson ritar um upptök
íslenzks máls og íslenzkt mál
að fornu og nýju, Jón Aðalsteinn
Jónsson um íslenzkar mállýzkur,
Jakob Benediktsson Þætti úr
sögu íslenzks orðaforða. Prófess-
or Halldór Halldórsson ritar
þættina Nýgervingar í fornmáli
og Nýgervingar frá síðari öld-
um, Ásgeir Blöndal Magnússon
Um geymd íslenzkra orða og
Árni Böðvarsson um viðhorf ís-
lendinga til móðurmálsins fyrr
og síðar.
Ritstjóri útgáfunnar segir í
formála, að bókin sé „hugsuð sem
alþýðlegt fræðslurit.“ Og sama
formála endar hann með þess-
um orðum: „Ég vænti þéss, að
fróðleiksfúsri alþýðu þyki nokk-
ur fengur að bók þessari.“
Þar sem svo margar skilgrein-
ingar koma fyrir í bókinni, datt
mér í hug, að álitamál væri,
hvernig hér bæri að skilja orð-
in „alþýða" og „alþýðlegur“, því
merking þeirra orða hefur
sannarlega verið á reiki á seinni
árum.
Áður en útvarpið kom til sög-
unnar, bar stundum við, að
lærðir menn héldu svokallaða
alþýðufyrirlestra. Mér virðist,
eftir gömlum blöðum að dæma,
að alþýða hafi þá merkt nálega
sama og óskólagengið fólk, það
er að segja gagnstætt lærðum
mönnum.
Þá fyrirlestra, sem hér um
ræðir, mundi ég telja fremur
óaðgengilega fyrir lítt skólageng-
ið fólk, og undanskil ég þá vita-
skuld sjálfmenntað fólk, sem
kallað er. Til dæmis koma þarna
fyrir hugtök úr málfræði, setn-
ingafræði og hljóðfræði, sem
sjaldan eða aldrei ber á góma
í daglegu tali manna. Þess vegna
hyllist ég til að skilja orð rit-
stjórans í formálanum svo, að
„alþýðlegur" sé þar haft gagn-
stætt hugtökunum vísindalegur
eða sérfræðilegur. Örðið alþýð-
legur stendur þá í sinni uppruna
legu merkingu sem almennur og
tekur jafnt til lærðra sem leikra.
Má það vera nokkurt tímanna
tákn, því óskólagengnu fólki fer
nú hraðfækkandi á íslandi og
mun væntanlega teljast til for-
tíðarinnar, áður en langt um
liður.
Það er óþarft að taka fram,
að vel er til þessara fyrirlestra
vandað. Hvað sem segja má um
núverandi gengi íslenzkrar
menningar, verður því ekki
neitað, að við eigum málfræð-
inga marga og snjalla. Er mér
ekki grunlaust um, að íslenzku-
menn telji málfræðina vísinda-
legri eða sérfræðilegri grein en
til dæmis bókmenntir og sagn-
fræði, þar sem þeir eru óáreitt-
ari á þeim vettvangi heldur en
á sviði hinna tveggja, því þar
láta alþýðlegir fræðimenn
meira til sín taka.
Málfræðin er gamalgróin og
virðuleg fræðigrein, og málfræð-
ingar eru að jafnaði alvarlegir
menn. Stundum hefur mér dott-
ið í hug, að engum fræðimönn-
um væri eins annt um vísinda-
heiður sinn og íslenzkum mál-
fræðingum. Ef fyrir kemur, að
þeir uppgötva smáyfirsjónir í eig
in verkum, verða þeir ekki síð-
ur uppnæmir en Thiers sá, sem
um getur í Heljarslóðarorustu.
Hann varð „ófrýnilegur í
bragði," af því hann hafði fund-
ið prentvillu í bók sinni, „le
fyrir de.“
Mér virðist áberandi í sum-
um þessara fyrirlestra um ís-
lenzkt mál, hve höfundarnir
leggja mikla áherzlu á skilgrein-
ingar og fyrirvara, hve þeim er
ofarlega í huga að segja ekki
neitt, sem þeir geti ekki staðið
við. Sumir varnaglarnir eru
sjálfsagt nauðsynlegir með hlið-
sjón af vísindalegum sjónarmið-
um. Annars staðar gengur var-
færnin of langt. Til dæmis segir
Jón Aðalsteinn Jónsson í þætt-
inum íslenzkar mállýzkur, eftir
að hafa minnzt á mállýzkur í
grannlöndum okkar:
„Þegar þessi mikli munur í j
máli er hafður í huga, er ekki
undarlegt, þótt margur álíti, að
íslenzkan sé laus við þetta fyrir-
bæri, sem nefnt er mállýzkur
(dialekter), þar eð hver skilur
annan án nokkurra verulegra
vandkvæða.“
Hvað á Jón Aðalsteinn Jóns-
son hér við með orðunum — „án
nokkurra verulegra vand-
kvæða“? Hvernig mundi ófróður
maður, til dæmis útlendingur,
skilja þau ummæli? Mundi hann
ekki skilja þau svo, að íslend-
ingar ættu í smávægilegum
vandkvæðum að skilja hverjir
aðra, að vísu ekki verulegum,
og þó dálitlum? Ef ég læsi þessi
ummæli um eitthvert erlent
tungumál, sem mér væri annars
ókunnugt, skildi ég þau að
minnsta kosti á þann hátt.
Hins vegar tel ég þau full-
komlega vafasöm varðandi ís-
lenzkt mál, enda sé ég ekki, að
höfundur færi fyrir þeim við-
hlítandi rök.
Ég hef komið í allar sýslur
landsins, að einni undanskilinni,
og talað við fólk af ólíkustu
starfsgreinum. Þrátt fyrir óveru-
legan mismun á framburði og
misjafna notkun stöku orða hef
ég aldrei átt í minnstu vand-
kvæðum að skilja fólk eða gera
mig skiljanlegan vegna mismun-
andi mállýzkna. Gæti ég trúað,
að Jón Aðalsteinn Jónsson hefði
sömu sögu að segja, þó hann
gefi raunar annað í skyn með
áðurgreindum orðum sínum.
Fyrir daga útvarps, dagblaða
og hraðfara samgangna, gat að
vísu eitt og eitt orð valdið smá-
▼ægilegum misskilningi, þegar
hittust menn úr fjarlægum lands-
fjórðungum. Jón Aðalsteinn Jóns-
son segir líka sögu af einum
þess konar misskilningi.
Nú á dögum, þegar blöðum
er daglega dreift til flestra
landsmanna og útvarp er búið að
hljóma út yfir allar byggðir
landsins í hálfan fjórða áratug,
er möguleikinn á slíkum mis-
skilningi hins vegar orðinn svo
lítill, að hann er alls ekki telj-
andi.
En hér hefur verið staðnæmzt
við aukaatriði, sem skiptir engu
höfuðmáli. Fyrirlestrarnir eru
sem heild hver öðrum fróðlegri
og hafa á sér yfirbragð traust-
leika og lærdóms.
Vitanlega saknar maður margs
við lesturinn, enda er sjálft við-
fangsefnið óendanlegt.
Moskvu, 30. nóv. (NTB)
ANTONIN Novotny, forseti
Tékkóslóvakíu, kom til
Moskvu í dag í fimm daga
opinbera heimsókn. Auk hans
komu margir aðrir helztu leið
togar tékkneskra kommún-
ista til Moskvu.
Novotny er bæði forseti Tékkó-
slóvakíu og aðalritari kommún-
istaflokks landsins. Hann var sá
eini af leiðtogum kommúnista-
ríkjanna, þegar frá er talin
Albanía, sem ekki kom til
Moskvu í tilefni byltingaraf-
mælisins 7. nóv. sl.
Eftir fall Krúsjeffs, lýsti
13 látast í spreng-
inp;u í Grikklandi
Lamia, Grikklandi 30. nóv. AP
ÞRETTÁN létust og fjöru-
tíu særðust, er sprenging
varð meðan fram fór vígsla
brúar nálægt Lamia í Mið-Grikk
landi í gær.
Ekki er vitað hvað sprenging-
unni olli.
Skemmtileg eru erindi pró-
fessors Halldórs Halldórssonar
um nýgervinga. Hann kemur
meðal annars inn á málvöndun-
arstefnuna, sem hæst bar á
nítjándu öld með Sveinbirni
Egilssyni, Fjölnismönnum og
fleirum. Árni Böðvarsson drep-
ur á sama efni í sínum fyrir-
lestri. Fróðlegt hefði verið að
fá sérstakt erindi um þau efni,
því fátt hefur haft gagngerðari
áhrif á nútíðarmálið. Þeir, sem
ákafastir voru í málvöndun,
stældu fornmálið og reyndu að
berja stælingar sínar inn í skóla-
nemendur og alþýðu. Margur
hefði hlustað grannt, ef sú við-
leitni hefði verið gerð að um-
ræðuefni út af fyrir sig.
Þá hefði verið forvitnilegt áð
heyra eitthvað um fráhvarf ís-
lenzkra rithöfunda frá málvönd-
unarstefnunni á þriðja tug þess-
arar aldar.
Einnig hefði margan fýst að
fræðast dálítið um sögu íslenzkr-
ar stafsetningar. Og þannig mætti
lengi telja.
En ekki verður á allt kosið.
Og víst eru það meðmæli með
bók, að manni þyki, að lestri
loknum, fleira ólesið en oflesið.
Útvarpið hefur um margra ára
skeið haldið uppi reglubundnum
þáttum um íslenzkt mál. Ég man
kommúnistaflokkur Tékkósló-
vakíu, áhyggjum yfir valdhafa-
skiptunum, og fréttamenn í
Bændafundur í
Víðihlíð
Staðarbakka, 30. nóv.
SÍÐASTLHÐIÐ laugardagskvöld
var haldinn bændafundur í Víði-
hlíð á vegum Búnaðarsambands
Vestur-Húnavatnssýslu. Formað-
ur sambandsins, Sigurður Líndal
á Lækjarmóti stýrði fundinum
og sagði frá ferðalagi bænda til
Skotlands á síðastliðnu vori.
Sýndu þeir ferðafélagar mikið af
skuggamyndum úr þvi ferðalagi.
Á fundinum flutti Stefán Aaðal-
steinsson, búfjárfræðingur eftir-
tektarvert erindi um auðæfi ís-
lands og framtíðarmöguleika
sauðfjárræktar. Var erindið laust
við þann armæðu og vonleysis-
tón, sem virðist einkenna mál-
flutning margra þeirra, er telja
sig vera málsvara bænda. Á eftir
urðu fjörugar umræður. Fundar-
menn munu hafa verið á annað
hundrað.
— Benedikt.
ekki glöggt, hvenær þeir hófust.
En ég minnist þess, að þeir vöktu
undir eins mikla athygli og al-
mennan áhuga. Ég er þess enn-
fremur viss, að þeir hafa stuðlað
að almennri málvöndun og virð-
ingu fyrir móðurmálinu. Þessir
þættir hafa að því leyti verið
sérstæðir, að þar hafa hlustend-
ur verið þátttakendur með flytj-
endum. Og það er til marks um
móðurmálsáhuga almennings, að
hlustendur virðast ekki verða
leiðir á þessum þáttum, þó þeir
haldist með svipuðu sniði frá
ári til árs.
f erindi þau, sem hér hafa ver-
ið gerð að umtalsefni, hefur
meira verið borið en hina reglu-
bundnu þætti, því heilum við-
fangsefnum eru þar skil gerð á
breiðum grundvelli.
Ég telj að þessir þættir um ís-
lenzkt mál eigi erindi til allra,
sem unna móðurmálinu og meta
að verðleikum gildi þess fyrir ís-
lenzkt þjóðlíf. Og áhugasamt
skólafólk hefði gott af að lesa
þessa bók. Þá kæmist það að
raun um, að málið er drjúgum
meira en sú beygingarfræði, sem
það glímir daglega við í skól-
unum.
Moskvu segja, að Novotny koml
þangað nú til að ræða sambúð
Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna
við hina nýju leiðtoga. Strax
eftir komuna ræddi hann nokkra
stund við Leonid Breznev, aðal-
ritara kommúnistaflokksins, og
Alexei Kosygin, forsætisráð-
herra.
Kvenfélag Stokks-
eyrar 60 ára
S.L. LAU GARDAGSKV ÖLD
minntist Kvenfélag Stokkseýrar
60 ára afmælis síns með veglegri
samkomu. Frú Anna Hjartardótt-
ir form. félagsins stýrði hófinu
og flutti aðalræðuna. Einnig töl-
uðu sr. Magnús Guðjónsson oig
Helgi Sigurðsson, sem flutti
kveðju frá verkalýðsfélagi stað-
arins. Kveðjur og árnaðaróskir
bárust víða að.
Skemmtiatriði voru fjölbreytt
m.a. söng Karlakór Stokkseyrar
undir stjórn Pálmars Þ. Eyjólfs-
so-nar. Friðbj örn Gunnlaugsson
las kvæði og sýndur var leik-
þáttur. Síðan var dansað.
Kvenfélag Stokkseyrar hefur
allan sinn starfsaldur starfað
ötulleiga að menningar- og líknar-
málum. Fyrsti form. félagsins var
Vilborg Hannesdóttir, en stjórn
þess nú skipa: Anna Hjartardótt-
ir formaður, Ingibjörg Sigur-
grímsdóttir og Jóna Þórarins-
dóttir.
Erlendur Jónsson.
Hin nýja hljómplata Savanna-tríósins, þar sem piltarnir syngja eingöngu íslenzk þjóðlög, hef-
ur vakið athygli. Mynd þessi var tekin er Savanna-tríóið færði menntamálaráðherra, dr. Gylfa
Þ. Gíslasyni að gjöf fyrsta eintakið af plötunni.
Novotny ræ&ir v/ð
Sovétleidtoga