Morgunblaðið - 02.12.1964, Qupperneq 24
24
MORCU N BLAÐIÐ
Miðviku'dagur 2. des. 1964
r
JENNIFER AMES:
Hættuleg forvitni
v.
J
Kalavitch gerði heldur ekki
vart við sig daginn eftir og þá
bað Mildred Gail um að síma
til hans og segja honum hvað
gerzt hafði.
—. Hann hefur líklega ekki
hugmynd um þetta, sagði hún.
— Annars mundi hann vafa-
laust hafa komið og heimsótt
mig.
Gail símaði strax. Jú, hann
hafði frétt þetta og vottaði inni-
lega samú,ð sína. En hann lagði
mikla áherzlu á, að Mildred og
hennar málefni væri sér alger-
lega óviðkomandi. Tónninn var
kluldalegur, fast að því önúgur.
Gail hafði aldrei getizt vel að
manninum, og þó aldrei eins illa
og nú. Þennan sama dag kom
húsráðaiidinn til hennar og sagði
henni, nú hefði hann tvö eins
manns herbergi laus, ef ungrúrn
ar vildu það heldur. Og þær
tóku báðar tilboðinu feginsam-
lega.
— Þér getið ekki gert yður
í hugarlund hve vænt mér þykir
að geta flutt úr þessu andstyggi-
lega herbergi, sagði Mildred.
Gail þótti líka vænt um breyt-
inguna. Það yrði mikill léttir að
fá að vera út af fyrir sig. Því
að það hefði alls ekki verið gam
an að vera í sambýli við Mild-
red. Síðdegis fór hún út til að
heimsækja njósnarann Ling.
Henni var forvitni á að vita
hve mikið grennsluninni hefði
miðað áfram. Hún spurði hann
berum orðum hvort hann hefði
grennslazt nokkuð um Manning
og fyrri viðskipti hans við föður
hennar.
Kínverjinn var ofur aumingja
legur, og svaraði að Manning
væri háttsettur maður í borg-
inni. Það mundi verða erfitt að
grennslast um hann, og undir
öllum kringumstæðum yrði það
dýrt. Ef maður hefði eitthvert
vopn g hann, mundi verða auð-
veidara að láta hann segja það
sem hann vissi um föður hennar.
En því var ekki að heilsa.
— Yður hefur þá alls ekiki
orðið _ neitt ágengt, sagði Gail.
— í Macao er kaupsýslu-
maður, sem heitir John Tamm,
sagði Kínverjinn. — Það er hugs
anlegt að hann viti eitthvað um
föður yðar og geti hjálpað yður.
En Tamm vill ekki tala við aðra
en yður sjálfa.
— Hvernig ætti ég að geta
farið alla leið til Macao?
— Þetta er ekki langt og
reglulegar skipagöngur þangað.
Þér ættuð að geta skroppið
þangað, ungfrú Stewart.
Hún gat ekki séð hvernig
hægt væri að koma því í kring,
en þó rættist úr því. Brett hafði
verið í Japan í tíu daga kaup-
sýsluferð og heimsótti Gail
kvöldið sam hann kom heim.
— Ég hef frétt að sambýlis-
stúlkan þín hafi orðið fyrir slysi,
sagði Brett. — Er það satt?
Gail hefði vitanlega getað
sagt honum alla söguna, en ein-
hverra hluta vegna sagði hún
honum aðeins hálfan sannleik-
ann. Hún var á verði gagnvart
einhverju, sem hún vissi ekki
hvað var, og sagði honum því
aðeins, að einhver þorpari — iik
lega innbrotsþjófur — hefði
brotizt inn í herbergið þeirra
og ráðist á Mildred. En svo hefði
hún vaknað áður en hann gat
unnið henni alvarlegt mein.
— Hugsum okkur að það hefði
verið þú, sagði hann.
— En það var nú ekki ég,
sváraði hún. — Og það er
ástæðulaust að æðrast út af
þessu.
— Ég er nú hræddur við það
samt, sagði hann og strauk hend
inni um hárið. — Ég er viss um
að þessi hnífstunga hefur verið
ætluð þér. Þú hefur vonandi
ekki haldið grúskinu þínu
áfram? Ég bað þig_ svo innilega
um að hætta því- Ég hef aðvar-
að þig og hann fóstri minn hefur
skýrt greinilega fyrir þér hve
hættulegt það sé fyrir þig að
flækja þér í þetta. Ég get ekki
hugsað til þess að þú sért í
lísfhættu. Viltu ekki lofa mér
því, að þú hættir við þetta,
Gail?
— Ég lofa því, að ég skal
reyna að fara varlega, sagði hún
hlæjandi. — Mig langar eklkert
til að deyja.
Nei, hvern langar til að deyja
á fallegu tunglskinskvöldi, þegar
náttúran var í sínum fegursta
skrúða og blómin ilmuðu. Lífið
átti sínar björtu hliðar, þrátt
fyrir allar áhyggjur. Þau óku
saman á veitingastað, átu góðan
miðdegisverð og voru í beztu
skapi. Allt í einu datt honum
nokkuð í hug.
35
— Heyrðu, Gail, sagði hann.
— Hann fóstri minn ætlar að
senda mig til Macao í sérstök-
um erindagerðum á laugardag
og sunnudag. Ég ætla að fara
með sendingu, sem hann trúir
ekki neinum öðrum fyrir. Ég
á að búa hjá vinafólki hans,
Chisolmshjónunum, sem eru
einstaklega skemmtileg og gest-
risin. Þau mundu hafa gaman af
ef þú kæmir með mér. Geturðu
ekki gert það, góða mín?
Gail hélt niðri í sér anlanum
af eftirvæntingu. Átti hún að
þora að taka boðinu? Hana hafði
oft langað til að kioma til Macao,
og Ling hafði vísað henni á þenn
an John Tamm, sem að sögn gat
frætt hana á ýmsu. En hvað var
í þessari sendingu,sem Manning
þorði ekki að trúa neinum fyrir
nema Brett? Hugsum okkur að
henni tækist að sanna, að Mann-
ing hefði eitthvað óleyfilegt
fyrir stafni! Þá gæti hún náð
í vopn, sem hún gæti notað á
hann. Og hvað sem öðru liði
gæti þetta orðið skemmtileg
ferð.
— Það gæti verið ákaflega
gaman, sagði hún. — Mig hefur
lengi langað að koma til
Macao.
— Ágætt! sagði hann. — Ég
kveið fyrir þessari ferð, því að
mér fannst sárt að eiga að fara
frá þér aftur. En ef þú kemur
líka þá verður þetta hrein og
bein skemmtiferð!
Grant gerði enga tilraun til
að aftra henni frá ferðalaginu.
Þetta voru frídagar hennar, svo
að hann gat hvorki bannað né
BBaðburðafólk
óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Laugavegur frá 1—32
Fálkagata
Lindargata
Laufásvegur frá 58—79
Grettisgata frá 2—35
jOdratmfvfð^U^
Sími 22-4-80
ráðið henni frá að fara. En hann
virtist svo kuldalegur að hún
hálfmóðgaðist og sagði: — Þú
þarft ekki að óttast að ég komi
ekki í tæka tíð á mánudagsmorg
uninn. Þú getur treyst því að
ég 'komi!
Gail og Brett lögðu af stað
til Macao á laugardagsmorgun-
inn. Þetta var þriggja tíma,
skemmtileg sjóferð. í Macao
var sama þröngin á götunum og
í Hong Kong og sami mikli mun-
urinn á fátækum og ríkum.
Margir ríku kaupmennirnir frá
Kína höfðu flúið þangað þegar
rauða stjórnin tók við völdum,
en kúlíarnir áttu heima í aum-
um hreysum og sveltu.
Brett og Gail náðu sér í leigu-
bíl heim til Chisolms, og Gail
varð starsýnt á stóru töskuna,
sem hann hafði meðferðis. Hvað
skyldi vera í henni?
Clarie Chisolm var vingjarn-
leg kona um fertugt og bauð
þau innilega velkomin. Hún af-
sakaði að maðurinn hennar
væri ekki kominn heim ennþá,
en hann mundi koma innan
skamms, sagði hún. Þeim var
vísað R1 herbergjanna sinna, og
svo átti að borða hádegisverð
undireins og húsbóndinn kæmi
heim. Þau höfðu hvorugt komið
til Macao fyrr, svo að líklega
mundu þau vilja nota seinnipart
dagsins til þess að skoða borg-
ina, sagði frúin. Herbergin voru
prýðileg og lágu hlið við hlið,
en sameiginlegar svalir við þau
bæði. Gail og Brett fóru saman
út á svalirnar og horfðu yfir
garðinn. — Þetta var undur-
fallegt, sagði hann. — Hugsum
okkur að við hefðum verið
hérna saman í brúðkaupsferð!
Hann tók um höndina á henni
og þrýsti að. En Gail hafði vaðið
fyrir neðan sig.
— Skelfing er taskan þín
þung, sagði hún til þess að tala
um eitthvað annað. •— Hvað
heldurðu að sé í henni?
— Ég hef enga hugmynd um
það, sagði hann og yppti öxlum.
— Líklega einhver kaupsýslu-
skjöl. Það kemur maður hingað
á morgun og sækir þau.
Nú var drepið á dyr og kín-
verskur þjónn kcm inn og
hneigði sig og sagði að herra
Chisolm væri kominn heim og
biði þeirra með saupamat niðri
í salnum . Þau fóru niður og
snæddu síðan ágætan hádegis-
verð.
Og svo fóru Gail og Brett að
skoða borgina. Þau gengu aftur
og fram um göturnar, skoðuðu í
búðarglugga og önduðu að sér
einkennilegu loftinu, sem þarna
var. Þau voru bæði orðin þreytt
þegar þau komu heim til Chis-
olms aftur til að hvíla sig fyrir
miðdegisverðinn.
Klukkan var orðin margt og
Gail hafði ekki fengið neitt ráð-
rúm til að hitta John Tamm.
Hún hafði heimilisfangið hana
og var staðráðin í að ná fundi
hans með einhverju móti, en til
þessa hafði Brett ekki vikið frá
henni eitt augnablik, og nú var
orðið of áliðið til að komast til
Tamms fyrir miðdegisverðinn,
ef hún ætti að geta hvílt sig
og haft fataskipti.
Hún hvíldist ekkert þessa
stuttu stund sem hún fékk næði.
Hún var jafn þreytt þegar hún
stóð á fætur eins og hún hafði
verið þegar hún lagðist fyrir,
en hresstist þó við að fara I
steypibað. Þau fengu aftur glaa
inni í skrautlega salnum, sem
var með kínverskum húsgögn-
um og dýr kínversk teppi á
gólfinu. Svo fóru þau öll 1
Havana Hotel, stórt nýtízku
gistihús, til að borða. Þau fengu
Ódýrasla og falleg*
asta jóla- og nýárs*
kveðjan «11 vina og
Kunningja erlendls
lceland
Review
Glæsilegt rit ó ensku um íslond
og íslendinga. Kostar oðeins 50
krónur. Faest í bókaverzlunum.
KALLI KUREKI
-K“
- -K—
Teiknari: J. MORA
1
fOfí , PUfF
I'M PLUM8 TUCKEEEP OUTt
IM TH'OL'MTS , X COULDOUTgUM ’
A' ANTELCTe f 700 BAD/ THEM TWO ý
JOKERS’H£ADS WOULDA LOOKÍ.O RIÖ-HT
PUSTT, MOUMTED CVER MT FlREPLACE^
T
^ 1. Eg er alveg uppgefinn. I gamla
daga gat ég hlaupið uppi antilópu.
Þessi tvö fírl hefðu nú getað litið
reglulega vel út ef höfuðleðrin a£
þeirn hefðu getað hangið yfir arnm-
um mínum-
IM
2. Bates, ég ætla að taka af þér
þennan rýting til þess að halda fnð.
Og þú Kalli, þú ferð heim. Ef þú hefð
ir ekki orðið reiður út af gamninu
í strákunum, hefðu engin vandræúi
orðió.
3. Allt í lagi, Newt. Þeim heppn-
aðist sannarlega að gera það, sem
þeir ætluðu að gera, að koma af stað
einhverju spennandi. Þetta er be'<ti
dagur áxsins fyrir mig.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfj
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
Iandi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allaii Eyjafjörð
og víðar.