Morgunblaðið - 02.12.1964, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.12.1964, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐI0 Miðvikudagur 2. des. 1964 Fjórir af beztu badminton- mönnum heims hingai Sýna hér og keppa innbyrðis á föstudag og laugardag Á FIMMTUDAG koma hingað til lands á vcgum Tennis- og bad- mintonsfélags Reykjavíkur, fjór- ir úr hópi beztu badmintonmanna Dana, en Danir eru beztu bad- mintonleikarar Evrópu, og eiga að margra dómi jafnfram beztu badmintonleikara heims, Jiótt Indónesar og aðrar Malajaþjóðir standi þeim nokkurn veginn á sporði. Danimir munu hafa hér hadmintonsýnirigu og inn- byrðis keppni á föstudags- kvöld kl. 8,30 og kl. 3 síðdegis á laugardag í íþróttahúsi Vals. Gefst öllum badminton- unnendum þá kostur á að sjá badminton Ieikið eins og það gerist bezt í heiminum. Þeir sem koma hingað í heim- sókn eru Erland Kops, Henning Borch, Svend Andersen og Tor- ben Kobs (bróðir Erlands). Erland Kops hefur verið talinn bezti einliðaleikari í heiminum undanfarin ár, enda hefur hann 5 sinnum unnið „All Enigland" keppnina í einliðaleik, en sú keppni er eins konar óopinber heimsmeistarakepipni í einliða- leik. Henning Borch kom hingað til lands fyrir nokkrum árum með félaga sínum Jörgen Hammer- gaard-Hansen. Þeir sýndu og kepptu hér á vegum TBR svo sem mörgum mun í fersku minni. Borch var þá kornungur og tal- inn efnilegasti ungi badminton- leikari Dana. Síðan hefur hann verið í fremstu röð badminton- leikara, verið óslitið í landsliði Dana og unnið marga keppnina, m.a. sigraði hann í einliða- og tvíliðaleik á opnu hollenzku leikj unum á þessu ári, og voru þó meðal þátttakenda margir góðir danskir og malajiskir leikmenn. Svend Andersen er upprenn- andi stjarna. Hann vann einliða og tvíliðaleik á dönsku ungliniga- ieikjunum í jánúar. Leikir hans og Elo Hansen vöittu gífurlega athygli. Á móti í Höfn í okt. s.l. vann hann Borch og komst í úrslit í einliðaleik móti Erland Kops, en tapaði þeim (10:15, 18:14, 5:15). Torben Kops er ungur og mjög efnilegur leikmaður eins og Svend Andersen og hefir hann staðið sig mjög vel á mótum. Á föstudag og laugardag gefst badmintonunnendum því ágætt tækifæri til að sjá þessa fögru íþrótt leikna af frábærum snill- inigum í íþróttinni. Garpurinn með lög- regtuskot í maganum ÞAÐ er ekki ein báran stök með hnefaleikakappa heims- ins. Á laugardagskvöld særðist illa Bandaríkjamaðurinn Cleveland Williams sem er einn þeirra fjögurra sem Heimssamband hnefaleika- manna tilnefndi til að berjast um heimstitilinn sem sam- bandið hefur svipt Cassius Clay. Cleveland Williams særðist illa af skoti lögreglumanns. Var hnefaleikagarpurinn grunaður um að aka bifreið undir áhrifum víns og upp- hófst eltingaleikur. Lögreglan segir að skotið hafi verið á hann eftir að hann sló einn lögreglumanna rothöggi. Williams var þegar skorinn og segja læknar að hann geti barizt á ný eftir hálft ár. Segja þeir að einstakt sé að Williams hafi haldið lífi því kúlan fór gegnum magann, skar æðar og sinar sundur. En lífsorka Williams sé næsta fágæt. Cleveland Williams átti samkv. ákvörðun Heimssam- bandsins að berjast við Ernie Terrell og sigurvegari þess leiks að berjast um heims- titil við siigurvegara úr leik Pattersons og Kanadamanns- ins Chuvalo sem ákveðinn er 2*9. jan. n.k. Það verður því bið á að Heimssambandið fái heimsmeistara í stað Clays sem það setti af fyrir að gera samning um annan leik við Liston. Haustmót sund- fólksins í kvöid f KVÖLD fer fram i Sundhöll- inni „Haustmót“ Sundráðsins. Verður þá keppt í 7 sundgrein- um karla og kvenna og auk þess fer fram úrslitaleikur í sund- knattleiksmóti sem staðið hefur síðustu daga. Keppa þar til úr- slita lið KR og Ármanns og má vænta þess að úrslitin verði jafn- ari en á mótum undanfarið. Sundgreinarnar sem í er keppt eru þessar greinar karla: 100 m. skriðsund, 200 m. bringusund, 100 m. baksund og 4x50 m. skrið- súnd. Konur keppa svo í 100 m. bringusundi, 50 m. skriðsundi og 3x50 m. þrísundi. Meðal keppenda i mótinu er allt okkar bezta sundfólk, m.a. þau Guðmundur Gíslason og Hrafnhildur Guðmundsdóttir sem þátt tóku í Olympíuleikunum í Tokió. Sundknattleikurinn ætti að geta orðið skemmtileg viðureign. Armenningar hafa um langt ára- bil verið ókrýndir konungar þessarar erfiðu keppnisgreinar. KR liðið hefur hins vegar sýnt miklar framfarir á síðustu árum og vann t. d. KR lið Ægis nú á dögunum með 11—2 en þrjú lið tóku þátt í mótinu sem lýkur í I Grikkir unnu 1 ( Dani 4:2 | GRIKKIR sigruðu Danii | l landsleik í knattspyrnu ái 1 sunnudaig með 4 mörkum gegn! § 2. Leikurinn fór fram í Aþenu| | og var liður í heimsmeistara-i |keppninni. í hálfleik vari = staðan 1—0 fyrir Grikki. Á = | fyrstu sek. síðari hálfleiks: | skoruðu Grikkir aftur. Siðan: | jöfnuðu Mogens Berg og Oleí | Madsen fyrir Dani, en tvö síð-i | ustu mörkin skoraði Papaini i annou fyrir Grikki. kvöld. Hvort KR-ingum tekst nú að stöðva sigurgöngu Ármenn- inga, skal engu um spáð, en við- ureignin gæti orðið mjcg jöfn. Ársþing KSÍ vill greiða landsliðsmönnum vinnutap og somþykkt var allt að 10 daga keppoisbann á leikmann er vísað er af velli Á ÁRSÞINGI KSÍ um síðustu helgi urðu nokkrar umræður um fjölgun liða í I. deild og ýms atriði varðandi framkvæmd I. deildar keppninnar. Kom í ljós að varðandi fjölgun liðanna voru menn ekki allir.á eitt sáttir og einnig kom fram óánæ.gja með þann tvístring og óreglu sem er á leikjum I. deildar liðanna. Ár Fjölgun í I. deild Stjórn KSÍ hafði lagt tillögu fyrir þingið um að sérstakri milli þinganefnd yrði falin athugun á fjölgun liða í I. deild. Sú tillaga var samþykkt. Þessari milli- þinganefnd, sem sfjórn KSÍ á að skipa var einnig falið að fjalla um tillögu frá Hafsteini Guð- mundssyni um að fjölgað yrði í 1. deild úr 6 liðum í 8 og að leik- ir færu fram í I. deild ákveðna daga í viku hverri. í umræðum um þessi mál komu fram skiptar skoðanir. Sumir töldu að með fjölgun í I. deild væri stoðum kippt undan 2. deild og slíkt mætti ekki. Gagnrýnt var hversu óreglulegir og með löngum millibilum leikir I. deildarinnar geta verið o.fl. En milliþinganefndin fékk öll þessi mál til lausnár. Aukið vald dómara Þriðja tillagan sem markar veruleg tímamót var um dómara- mál. Hún var á þá leið að ef leikmanni er vísað út af velli 1 kappleik verður hann óhlutgeng- ur til keppni frá leikdegi þar tii dómur hefur fallið í máli hans. Falli dómur ekki innan 10 daga öðlast hann keppnisréttindi aftur, þar til dómur hefur fallið sem kveður á um annað. Þessi tillaga var samþykkt með þorra atkvæða og umræðu- laust. En þvi mætti spá að til- lagan ætti eftir að valda meiri deilum en hún gerði á þessu ársþintgi KSÍ. Með tiilögunni eru dómarar á íslandi valdameiri en dómarar annars staðar. Brott- vísun af velli þýðir 10 daga leikbann. Á Breyttar áhugamannareglur. Þá kom fram tillaga varð- andi áhugamannareglur ÍSÍ. Bar stjórnin hana fram á bá leið að stjórn KSÍ fái heimild til að greiða vinnulaun til þeirra knatt- spyrnumanna, sem samkv. yfir- lýsingu vinnuveitanda, raun- verulega tapa launum vegna landsleikja. í meðförum þinigsins bættist klausa aftan við þessa tillögu sjórnarinnar þannig: ......... og undirbúningi við þá, enda sam- þykkti KSÍ reglur um skyldur leikmanna við það“. Svona breytt var tillagan sam- þykkt samhljóða og enginn mælti mót og predikaði áframhaldandi algera áhuigamennsku. Aðrar tillögur sem þingað af- greiddi voru þessa efnis: . . . athuga möguleika á að koma upp í náinni framtíð æf- ingabúðum fyrir knattspyrnu- menn. . . . áskorun til íþróttafulltrúa og fræðslumáJastjórnar að tryggja að jafnan sé í kennara- liði íþróttakennaraskóla íslands hæfur kennari til að annast full- komna kennslu knattspyrnuþjálf- ara, svo öruiggt sé að íþrótta- kennarar, sem útskrifast frá skól- anum, hafi öðlast nægjanlega kunnáttu til að geta starfað sem fullgildir knattspyrnuþjálfarar. . . . áskorun til aðila innan KSÍ að notfæra sér í ríkara mæli aðsöðu þá, sem skapaðist með samningi KSÍ og íþróttakennara- skólans um námskeið fyrir knatt- Stjóm KSÍ sem endurkjörin var á sunnudaginn. Fremri röð f.v.: Sveinn Zoega, Björg- vin Schram, form., Guðmund- ur Sveinbjörnsson. Aftari röð f.v.: Ingvar N. Pálsson. Jón Magnússon, Axel Einarsson og Ragnar Lárusson. spyrnuþjálfara, og sæki um að fá námskeið haldin, hver í sínu héraði sem oftast. . . . að stofna Fulltrúaráð KSÍ sem skal skipað einum manni úr hverju kjördæmi og skal hann valinn af sambandsaðilum í kjör- dæmunum. Fulltrúaráðið skal koma saman einu sinni á ári. . . . að þakka ÍSÍ fyrir það mikla átak og frábæra árangur, sem stjórn ÍSÍ hefur náð í stór- aukinni tekjuöflun til íþrótta- hreyfingarinnar sem KSÍ og hlið- stæðir aðilar innan ÍSÍ hafa þeg- ar notið góðs af í ríkum mæli. . . . að hagnaður er varð af þátttöku ísl. í knattspyrnukeppni OL-leikjanna 19*59 og er í vörzlu Olympíunefndar íslands, verði varið til eflingar knattspyrnu i landinu í samráði við stjórn KSÍ, Mikið var rætt um tillögu um breytingu á reglum er gilda um þátttöku 2. flokks manna f meistaraflokki. Kom til harðrar atkvæðagreiðslu sem að lokum varð að vera skrifleg og með henni var framkominni tillögu til breytingar á gildandi reglum vísað frá. Fjárhagur KSÍ stendur með miklum blóma samkv. skýrslu gjaldkera Ragnars Lárussonar. Varð um 270 þús. kr. hagnaður af heimsókn Bermudamanna og 124 þús. kr. hagnaður af lands- leik við Skota. Á knattspyrnu- sambandið nú nær hálfa millj. kr. í sjóði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.