Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 2
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 6. des. 1964
Aukin veiðisvæði lífsnauð-
syn fyrir togara
AB UNDANFÖRNIT hafa
orðið nokkrar umræður um
þann vanda, sem nú steðjar
að islenzkri togaraútgerð.
Ýmsar tillögur hafa verið um
úrbætur, og með;n' annars hef
ur verið rætt utr., að hleypa
þyrfti togurunum inn í land-
helginsC og einnig, að heppi-
iegt kynni að reynaist að gera
togarana út á síldveiðar. Við
höfum þvi snúið okkur til Þor
steins Arnalds, en hann hefur
verið starfsmaður Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, frá því
að starfsemi fyrirtækisins
hófst, og framikvæmdastjóri
hennar síðan 1961. Bæjarút-
gerðin gerir sem kunnugt er út
átta togara og rekur auk þess
uinfangsmiklar fiskvinnslu-
stöðvar. Af viðtalinu við Þor-
stein kemur fram, að fjárhag-
ur togaraútgerðar á landinu
er mjög bágur. Við spyrjum
Þorstein, hverjar séu helztu
orsakir þess.
Minnkandi afli.
— Ástæðurnar eru martg-
víslegar, en aflaleysi togar-
anna á undanförnum árum
ræður hér mestu um. Út-
færsla fiskveiðilögsögunnar
1952 úr 3 i 4 mílur með breytt-
um grunnlínupunktum og út-
færslan í 12 mílur 1956 hefur
svipt togarana 60—80%
þeirra veiðisvæði, sem þeir
áður höfðu. í því samibandi
vil ég ben-da á, að stækkun
fiskiveiðilöigsögunnar var ein-
göngu til þess ætluð að bægja
útlendum fiskiskipum frá mið-
unum, þannig að íslendingar
nytu þeirra sjálfir, en ekki
til að koma í veg fyrir not-
kun einstakra veiðarfæra, svo
sem botnvörpu. Botnvörpu-
veiðar eru að áliti fiskifræð-
inga og annarra sérfróðra
manna talin ein heppilegasta
veiðiaðferð, sem nú er þekkt.
— Þagar togaramir höfðu
þannig verið sviptir beztu
fiskimiðum sínum hér við
land, urðu þeir að leita til
fjarlægra miða, sem sum
hver eru í annarri heimsálifu,
í allt að 1300 mílna fjarlægð.
Gefur að skiljað að útgerðar-
kostnaðurinn jókst mjög við
hinar löngu siglingar, um leið
og tími til sjálfra veiðanna
minnkaði að mun. Hin fjar-
lægu mið gáfu góða raun
fyrst í stað. Nú er hins vegar
svo komið, að afli á þessum
slóðum hefur rýrnað mjög,
enda hafa erlendir fiskimenn
leitað á þessi mið meira en
nokkru sinni áður vegna tak-
markananna á fiskisvæðun-
um við ísland. Geta íslenzkir
togarar nú ekki stundað veið-
ar á neinum þeim fiskimiðum,
sem geta gefið vonir um halla-
lausan rekstur.
— Hins vetgar er það trú
togarafiskimanna, að afla-
horfur to@arannia munidiu gjör
breytast til batnaðar, ef þeim
yrði heimilað að fiska á
ákveðnum timum á vissum
stöðum innan fiskveiðitak-
markanna, þar sem ekki eru
uppeidis- eða hrygningar-
stöSvar. Víðs vegar við iand-
ið eru viss fiskimið á ákveðn-
um tímum látin algjörlega
ónýtt, þar sem þau eru innan
við núverandi takmarkalínu,
og hafla þvi toganamir ekki
getað fiskað á miðum þessum,
en bátaflotinn á hinn bóginn
bundinn við síldveiðar.
—Ég vil sérsbaklegia vekja
athygli á þeirri gjörbreytingu,
sem orðið hefur á fiskveiðum
bátaflotans á síðustu árum.
Fyrir nokkrum árum stund-
uðu bátamir yfirleitt að mestu
fiskveiðar allt árið, nema þá
mánuði, sem sumarsíldveiðar
stóðu yfir. Nú er hins vegar
orðin sú breytinig, að veruleg
ur hluti bátaflotans er við
síldveiðar meginhluta ársins
að undanskilinni vetrarvertíð.
Það er því algerlega út í
hött að vernda fiskistofnana
fyrir veiðum togaranna með
hagsmuni bátaflotans fyrir
augum, þegar bátarnir stunda
þessar veiðar aðeins lítinn
hluta ársins.
—Ég vii einnig láta þeas get
ið, að hvert kíló af fiski, sem
togararnir afla, er mun verð-
mætara en hvert kíló af báta-
fiski. Stafar það af því, að á
togurunum er gert að fiskin-
um, um leið og hann kemur
úr sjó og hann geymdur í ís
í lestum, sem oftast eru kæld-
ar niður með kælitækjum.
Hins vegar er ekki gert að
bátafiskinum, fyrr en bátur-
inn kemur að landi, otg þegar
veitt er í net, er oft talsvert
af fiskinum dautt, þegar hann
er innbyrtur. Er ekki óal-
gengt, að fiskurinn liggi dauð-
ur í netunum í allt að þrjá
sólarhringa. Gefur það auga
leið, hvor veiðiaðferðin er
heppilegri með tilliti til nýt-
inigar aflans.
— Aflaleysi togaranna hef-
ur einnig haft mjög alvarleg-
ar afleiðingar varðandi ráðn-
ingu skipebaiftia. Ka.upgjaiLd til
skipverja er að allverulegu
Ieyti greitt í aflahlut. Hefur
því hinn minnkandi afli rýrt
jafnt afkomu toigarasjómanna
sem útgerðarinnar og orðið til
þess, að góðir sjómenn sækj-
ast eftir skipsrúmi á bátunum,
þar sem tekjuvonin er meiri.
— Útfærsla fiskveiðitak-
markananna hafði fleiri
ókosti í för með sér fyrir tog-
araútgerðina en stórminnkuð
aflabrögð. Ein alvarlegasta
afleiðing hennar var löndunar-
bannið í Bretlandi, sem að
langmestu leyti bitnaði á toig-
araeigendum einum.
Vökulögum þarf a» breyta.
Það hefur komið fram að
undanfömu, að margir telja
vökulögin svokölluðu standa
í vegi fyrir því, að togararnir
geti borið sig, og leitum við
álits Þorsteins í þeim efnum.
— í samningum sínum við
sjómenn hefur togaraútgerð-
in algera sérstöðu. Hver ein-
asta atvinnugrein þjóðarinn-
ar hefur frjálsar hendur til
að semja um kaup og kjör við
starfsmenn sína. Hins vegar
hefur togaraútgerðin verið
Þorsteinn Arnalds.
svipt þessum rétti að nokkru
leyti með lögigjöf Alþingis
um vinnutíma sjómanna á
togurum o. fl. Allar aðstæður
til vinnu um borð í íslenzkum
togurum hafa gjörbreytzt, frá
því að lög þessi voru sett. Nú
stunda togararnir svo að segja
eingöngu ísfiskveiðar og sigla
með aflann til útlanda. Afla-
magnið er sennilega einn
þriðji eða einn fjórði hluti
þess, sem áður var, og kemur
því miklu minni vinna í hlut
hvers einstaks manns. Nú
mjög nýlega hefur aðferðin
við að taka trollið breytzt
mjög og krefst minni mann-
afla. Auk þess var áður fyrr
almennt krafizt miklu meiri
vinnu af hálfu skipverja við
skip ag veiðarfæri en nú er
gert, þar sem þessi vinna er
nú framkvæmd af fóLki í
landi.
— Ég tel ástæðulaust, að á
íslenzkum togurum verði að
starfa 30—31 maður á sama
tíma og Bretar komast af með
20—21 mann og Þjóðverjar
23—24. f septetmiber 1963 var
togarinn Freyr seldur til Bret-
lands. Þegar togarinn var
igerður út frá íslandi, var
áhöfn hans 30—31 maður.
Þegar togarinn kom í eigu
"brezks útgerðarfélags var hins
vegar óþarft, að á skipinu
væri nema 21 maður, og stund
aði togiarinn þó veiðar með
jafnigóðum árangri og áður.
Ef skipverjum yrði fækkað,
leiddi það til nokkurs sparn-
aðar fyrir útgerðina, samtímis
því, sem grundvöllur fengist
til kjarabóta fyrir sjómennina
sjálfa. Af því leiddi svo, að
búast mætí* við, að betri menn
sæktu eftir skipsrúmi.
Aukin veiðisvæði nauðsyn.
Hvaða ráð, eru þá helzt til
að tryggja rekstrangrundvöll
togaraútgerðarinnar?
— í fyrsta lagi tel ég nauð-
synlegt, að nýting íslenzkrar
fiskveiðlandhelgi verði endur-
skoðuð af fiskifræðinigum og
öðrum kunnáttumönnum, og
fái þá togaraflotinn fullkom-
in veiðréttindi á móts við
önnur íslenzk fiskiskip. Ef
togararinr fá hins vegar ekki
jafnrétti til veiða á við aðra,
tel ég að grundvellinum hafi
verið kippt undan áframhald-
andi togaraútgerð á íslandi.
í öðru laigi tel ég nauðsyn-
legt, að numin verði úr gildi
lagaákvæði um vinnutíma á
togurunum, og útgerðarmönn-
um og sjómönnum verði heim-
ilað að semja um kjör sín
óbundnir af lagaákvæðum,
Framh. á bls. 18
í
Pétur Ólafsson,
„Kellingarnar" á bókamarkaö-
inum og bókaútgáfa Isafoldar
Samtal við forstjóra ísafoldar
„GRÚSK“, bók Árna Óla um
ýmis sagnfræðileg og náttúru-
fræðileg efni kom út hjá fsa-
fold í gær. „Við höfum gefið
út nýja bók hvern útgáfubær-
an dag frá því snemma í októ-
ber“, sagði forstjóri ísafoldar,
Pétur Ólafsson, í viðtali við
blaðið í gær.
— Mér er alls ekki sama
hvaða dag vikunnar bækurnar
koma út, sagði Pétur. Við höf-
um löngum helzt valið til þess
þriðjudaga og föstudaga, en
einnig fimmtudaga og laugar-
daga.
Margar skáldsögur
— Við erum að þessu sinni,
eins og stundum áður, svo
heppnir að hafa á forlagi okk-
ar bæði nokkrar sögur eftir
„kellingarnar", sem Sigurður
A. Magnússon var að amast
við í sunnudagsrabbi sínu og
svo Sigurð A. sjálfan. Síðast
vorum við með „Við elda Ind-
lands“ eftir Sigurð, en sú bók
seldist að mestu upp, og nú
erum við með skáldsögu, sem
Sigurður hefur þýtt úr grisku,
„Sól dauðans", eftir gríska nú-
tímaskáldið og verðlaunahöf-
undinn Pervalakis, skemmti-
lega og hrífandi skáldsögu. En
íslenzku „kellingarnar“ standa
líka fyrir sínu. Nú þegar et
ljóst, að „Taminn til kosta“,
bók borgfirzku skáldkonunnar
Guðrúnar A. Jónsdóttur, ætlar
að verða vinsæl, einnig „Sig-
ný“, sem er sannsöguleg skáld
saga eftir Þorbjörgu Árna-
dóttur. Og enginn fær því á
móti mælt, að skáldkonan
Ragnheiður Jónsdóttir er meir
lesin í íslenzkum bókasöfnum
en flestir aðrir íslenzkir höf-
undar. Við erum jafnvel með
norska „kellingu", Anitru, en
hún er ákaflega vinsæl í heima
landi sínu, hún skrifar
skemmtilegar sögur í léttum
stíl. Síðasta bók hennar á ís-
lenzku heitir „Gúro“.
— Guðmundur Daníelsson
hefur nú um nokkurra ára
skeið verið, ef svo má segja,
„stjarnan“ í skáldsagnaútgáfu
ísafoidar. Við hófum í fyrra að
gefa út ritsafn Guðmundar og
eru komin út tvö bindi, „Bræð
urnir í Grashaga" og „Ilmur
daganna". Nú fyrir jólin erum
við einnig með smásagnasafn
eftir Guðmund, „Drengur á
Fjalli“, góða bók. Enn ein ís-
lenzk skáldsaga er á forlagi
okkar í ár, „Myllusteinninn“
eftir Jakob Jónasson, en þetta
er fjórða skáldsaga Jakobs.
— Vissulega er ekki hægt
að ætlast til að ég geti sagt
hvaða bók ísafoldar verður
talin þyngst á metunum í ár,
það fer að sjálfsögðu eftir mis
jöfnum smekk manna. Allar
áðurnefndar bækur verða
þungar á metunum hjá mörg-
um, en einnig er ljóst, að bæk-
ur Árna Óla, „Horft á Reykja-
vík“ og „Grúsk“, verða vel
metnar af þorra manna. Við
Árni höfum báðir viljað vekja
á því alveg sérstaka athygli,
að í bókinni „Horft á Reykja-
vík“ er nafnaskrá yfir allar
fjórar Reykjavíkurbækur
Árna. En úr því að við minn-
umst á Árna, langar mig til að
vekja athygli á bók hans,
„Erill og ferill blaðamanns".
Ég trúi því ekki, að gefin verði
út skemmtilegri og fróðlegri
bók um alla helztu atburði,
sem gerzt hafa hér á Iandi á
undanfarinni hálfri öld heldur
en þessi bók Árna. Þessa bók
ætti unga fólkið að lesa.
— Menn eru að spyrja mig,
hvenær nýja Læknatalið komi
út, segir Pétur. Nokkur hluti
þess er fullsettur í prentsmiðj-
unni, og má telja fullvíst, að
það komi allt út í tveimur
bindum á næsta ári. Lögfræð-
ingatalið (669 lögfræðingar,
736 bls.) eftir Agnar Kl. Jóns-
son, ráðuneytisstjóra, kom út
fyrr á þessu árL Þess má geta,
að prentsmiðjan hefur nýlega
fengið handrit af íslenzk-
danskri orðabók eftir dr. Ole
Widding, prófessor, og Harald
Magnússon, yfirkennara. Kem
ur sú bók væntanlega á næsta
ári. Verður það allstór bók og
hefur verið unnið að henni í
mörg ár.
— „Oft er gott, það er gaml-
ir kveða", og er ekki að efa,
að margir munu hafa ánægju
af greinum Snæbjarnar Jóns-
Framh. á bls. 18