Morgunblaðið - 06.12.1964, Side 14

Morgunblaðið - 06.12.1964, Side 14
14 MO RGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 6. des! 1964 Steingrímur Gautur Kristjánsson st.jur. mennfaskólanám Um þessar mundir er unnoið að endurskoðun á menntaskóla- náminu, og nokkrar umræður og biaðaskrif hafa orðið um málið. Samskonar endurskoðun á sér nú stað í flestum háþróuðum löndum heims. - Mér virðist, ,áð umræður um þetta mikilvæga mál hljóti að hefjast á því, að við gerum okkur Ijóst, hver sé tilgangur mennta- skólanáms, með sérstöku tilliti til þjóðfélags nútímans og eink- um tii framtíðarinnar. I. Markmið menntaskólanáms Höfuðmarkmið menntaskóla- námsins felst í sjálfu heiti skól- anna, en það hefur frá fornu fari verið að ala upp menntaða ein- staklinga. Skilningur manna á hugtakinu menntun hefur vafalaust tekið mjög miklum breytingum á síð- ustu öldum. f>að gefur til kynna breytt við- horf manna til markmiðs mennta skólanáms, að áður voru mennta skólar nefndir lærðir skólar. Þessi nafngift minnir á þann tíma, þegar drjúgur hluti þekk- ingar mannkynsins gat rúmast í höfði eins lærdómsmanns. Á miðöldum verðUr gu'ðfræði höfuðverkefni lærðra manna, og greinar eins og lögfræði og nátt- úrufræði aukaviðfangsefni guð- fræðinga. Það verður upphaf nýs tíma- bils, er lærðir menn mi'ðalda taka að kynna sér og tileinka menningu Forn-Grykkja og Róm verja, sem stóð þeirra eigin menn ingu langtum framar. Á þessu tírhabili verður það aðall hins menntaða manns að vera sem gjörkunnugastur menningu forn- aldar. Endurreisnartímabilið verður gullöld fjölfræðinnar, þeg ar einn afburðamáður gat unnið til ódauðlegrar frægðar á öllum sviðum vísinda og lista. Nú er þetta tímabil löngu lið- ið, og þekking vor er orðin svo mikil að vöxtum og margbrotin, að óhugsandi er, að einn maður geti tileinkað sér nema brot af henni. Þess vegna hlýtur almenn menntun að takmarkast við yfir- litsþekkingu. í heimi framtíðarinnar, þar sem hverjum manni er markað sífellt þrengra starfssvið, er mikil hætta fólgin í því, að fjöldi manna verði líkur tannhjóli í stórri vél, en ófær um að gera sér grein fyrir hlubverki sínu eða eðli þeirrar vélar, sem hann er hluti af. En með aukinni tækni stytt- ist síféllt sá tími, sem menn þurfa að eyða í brauðstrit. Meginhluta tíma síns eyðir því einstaklingur framtíðarinnar ekki sem fram- leiðslutæki, heldur sem maður. Það er því ekki nægilegt, að menntastofnauir búi nemendur undir væntanleg störf í þágu þjóðfélagsins. Hið mikilvægasta verður, að þeir séu búnir undir að vera menn. Þetta verður höf- uðverkefni menntaskólanna. Menntun er andstæða þröng- sýni, fordóma, skilningsleysis og fyrirlitningar á ar.»'.Vgum verð- mætum. Menntun -.g viðsýni eru hugtök, sem standa í órofa inn- byrðis tengslum. Menntaður mað um þekkir sjálfan sig og gerir sér grein fyrir stöðu sinni í þjóð félagi og samfélagi mannanna. Hann ber í brjósti heilbrigða eettjarðarást, en miklást ekki af þjó'ðerni sínu, heldur gerir sér ljóst ágæti þjóðar sinnar og þjóð félags með óihlutdraegum saman burði við aðrar þjóðir. Menntað- ur rhaður sér samtíma sinn í ljósi liðínna atbur’ða. Hann gerir *ér grein fyrir, að ekkert regin- djúp er staðfest milii manna og dýra. Hann gerir sér Ijóst, að hnötturinn, sem við byggjum er «kki annað en örlítið korn í ó- endanlegum heimi. Menntaður maður gerir sér ljóst, að vísindin ei'u ekki almáttug, heldur fyrst og fremst áðferð til að leita skipu lags og reglu i heimi, sem í fljótu bragði virðist óskapnaður. Hann veit, að eingin regla í vísindum er óhrekjanlega sönnuð, heldur aðeins studd mismunandi sterk- um líkum. Hann notar ekki hug tök í hugsunarleysi, en endur- metur sífellt öll verðmæti, og er ekki næmur fyrir slagorðum eða áróðri, sem höl'ðar til tilfinninga, en ekki skynsemi. Menntun og auðmýkt eru samofin hugtök. Menntaður maður miklast ekki, en segir líkt og Sókrates forðum: Ég veit það eitt, að ég veit ekki neitt. Þróun vísinda hefur verið mjög ör undanfarna áratugi, og lík- legt er, að svo haldi fram enn um skeið, Nú tekur nám í flestum vísindagreinum æ lengri tíma, og þörf fyrir sérmenntaða menn eykst hröðum skrefum. Þess vegna er nauðsynlegt, að ungir menn geti sem fyrst hafið sér- nám. Annað meginhlutverk menntaskólanna er og verður að búa menn undir æðra nám. Við ókvörðun um námsefni og náms- til'högun í menntaskólum ver'ð- ur því að gæta tveggja megin- sjónarmiða, þarfa atvinnulífsins og menntunarinnar. II. Gagnrýni í ríkjandi skipan. Til að lengja ekki mál mitt óhæfilega, neyðist ég til að tak- marka þennan kafla við nokkrar athugasemdir. f samræmi við menntunarhug- tak það, sem gerð heíur verið grein fyrir hér a'ð framan, bein- ist gagnrýnin fyrst og fremst að vali námsefnisins. Samkvæmt skoðunum verjanda menntaskóla í núverandi mynd, er höfuðatrið- ið, að nemendumir vinni meðan þeir eru í skóla, aukaatriði, að ’hverju er unnið. Ég tel á hinn bóginn mikilvægt að kenna vinnubrögð, vekja menntúnar- áhuga og venja menn á að afla sér fróðleiks, sem er ómaksins verður. í þessu sambandi skiptir námsgreinaval miklu. Málfræði 6 tungumála, setninga fræði, réttritun og greinar- merkjasetning virðast ekki beín- ustu leiðirnar til að ná takmarki menntunarinnar. Bókmenntir eru til þess fallnar, en ekki þegar þeim er misþyrmt með orðflokka greiningu og orðskýringum. Latína er ekki lengur mál mennt- aðra manna og þjálfar ekki hug- ann til annars en latínuináms. Að loknu stúdentsprófi getur enginn stautað sig fram úr franskri bók fáir lesið þýzku. Latínan gleymist strax að loknu prófi. Einfölldustu reikningsaðferðir er nauðsyn að kunna, og æðri stærðfræði er óhjákvæmileg mörgum vísindagreinum og tækni, en sem þáttur í æðri menntun virðist hún hafa tak- markað gildi. Öðru máli gegnir um náttúrufræði, eðlis- og efna- fræði, sem leggja grundvöil að heimsmynd núbímans. Sagnfræði er ein af undirstöðugreinum al- mennrár menntunar, en sagn- fræði er annað og meira en upp- talning á stjórnmálaviðburðum í timaröð. Deildaskiptingin virðist illa miðuð við væntanlegt há- skóíanám. Kennsluaðferðir hafa ekki breytzt um langan aldur. (Vert- ionir Sveinbjarnar Egilssonar eru enn notáðar við latínunám.) Að- alaðferðin er að kanna með yfir- heyrslum, hvort nemendur kunna það, sem kennarinn á að kenna þeim. (Með nútímaaðferð um má læra tungumál á nokkr- um mánuðum.) Menntaskóla- nemendur læra fyrir prófin, en ekki fyrir lífið. Að stúdentsprófi loknu eru haldnar bókabrennur. í heild virðist mér námsefrd menntaskólanna veita raunaiega litla möguleika til menntunar. Þar er hvergi ger’ð grein fyrir hinu mikilvægasta, sjálfri mannssálinni, né véitt innsýn í það sem vitrustu menn hafa hugsað háleitast, hvergi vikið að grundvallarvandamálum manns ins sem féiagsveru, né fyrir marg breytileik mannanna eftir lands- svæðum þeim, er þeir byggja. Námið virðist mér ekki vel fallið til að gera menn sjálfbjarga við öflun frekari menntunar, jafnvel stundum ganga af slík- um áhuga dauðum. Þjálfun í að setja fram hugs- anir á skipulegan hátt er engin í ræðu og mjög ófullnægjandi í riti. Steingrímur Gautur Kristjánsson. Góður tungumálakennari, eink um móðurmálskennari kann að glæða skilning og nautn góðra bókmennta, þótt skipulagið sé fremur fallið til hins gagnstæða. Um aðrar listgreinar er alls ekki fjallað. (Tilsögn er þó veitt í söng). Þetta virðist harla dapurlegt, er það er virt í ljósi þess, að geysimikill áhugi er jafnan með- al menntaskólanemenda á sál- fræði, þjóðfélagsfræði, (einkum stjórnmálum), heimspeki (jafn- vel dulfræði), ljóðagerð, smá- sagnagerð, rökræðum og listum. Þess ber að geta, að margir kennarar og skóiastjórar hafa þroskandi og menntandi áhrif á nemendur. með fordæmi sínu, persónuleika og ræðum. En það, hversu mikla menntun menn öðl ast í skólunum, á ekki að vera komið undir því, að menn á borð við Sigurð Guðmundsson og Þórarin Björnsson veiti þeim for stöðu. III. Tillögur til úrbóta. í þeim tillögum, sem ég mun gera grein fyrir hér á eftir, mun ég einkum hafa í huga eftirtal- in atriði: Þörf aukinnar mennt- unar, þróun atvinnuhátta til auk innar sér’hæfni og örrar þróunar vísinda, þess, að núgildandi skip an tryggir ekki almenna mennt- un, en miðar að því að ala upp annarsvegar menntunarsnauðan lýð og hinsvegar yfirstétt svo- nefndra menntamanna. Ég mun, sökum skorts á sérkunnáttu, að mestu leiða hjá mér kennslufræði lega hlið málsins, sem þó er mjög mikilvæg. Ég tel þó einsýnt, að niðurstöður þeirrar fræðigrein- ar verði hagnýttar við endur- sko’ðun námstilhögunar. Mér virðist ljóst, að leggja verði nið- ur þekkingarítroðslu og yfir- heyrslur, en taka upp aðferðir, sem míða að því að glæða skiln- ing og áhuga og kenna mönnum að taka viðfangsefnin réttum tökum. Ég hygg, áð umræðu- fundur og leshringar undir leíð- sögn kennara muni gefa góða raun, og sú hugmynd, að leggja beri níður próf, virðist mér mjög athyglisverð. Kennsla í námskeið um virðist mér fljótt á litið muni verða heppilegri en sú skipan, sem nú tíðkast, að kenna allax greinar samtímis. Ég tel mjög mikilvægt, að sú krafa verði gerð til menntaskólakennara, að þeir, auk kennslugreina sinna, leggi stund á almenna kennslufræði. í samræmi við þau sjónarmið, sem látin hafa verið í Ijós hér að framan, tel ég, að kjaminn í menntaskólanáminu eigi að vera eftirtaldar fræðigreinar: Sálfræði heimspeki, félagsfræði, sagnfræði landafræði, bókmenntafræði og listfræði. Fremur verði lögð á- herzla á skilning og hæfni til sjálfsmenntunar en mikið þekk- ingarmagn. Sérstaklega verði lögð rækt við, að kenna mönnum að tjá sig á skipulegan hátt. Tilgangur sálfræðikennslunnar verður sá að glæða skilning nem enda á sjálfu manneðlinu, en sjálfsþekking ætti, að mínum dómi, að vera frumþáttur allrar menntunar. Heimspekinámið ætti fyrst og fremst að miða að því að kanna .mönnum að hugsa sjálfstætt, í stað þess að láta aðra tilreiða fyrir sig sköðanir, og veita mönn um hlutdeild í því, sem spa-kleg- ast hefur verið hugsað Ennfrem- ur ætti heimspekin að vera nem- endum að liði í viðleitni þeirra til að gera sér heillega og raun- sæislega heimsmynd. Ég tel, að forðast beri að kenna heimspeki eins og sagnfræði, svo sem tíðk- azt mun á Norðurlöndum. Si’ð- fræði mætti gjarna vera liður í heimspekinámi. Félagsfræðinámið ætti að gegna því hlutverki, að gera nem endum ljóst eðli þess’ mannlega samfélags, sem þeir eru sjálfir þátttakendur í. Mikilvægi félags fræðinnar verður augljóst í ljósi þess, að maðurinn lifir í sam- félagi við a’ðra menn alla æfi sína, og ekkert hefur dýpri áhrif á skapgerð hans. Jafnframt ætti félagsfræðin að gera menn félags lega sjálffæra. Félagsfræðinám- inu mætti og haga svo, að það fullnæigði áihuga nemenda á stjórnmálum með víðsýnni, ó- hlutdrægri kennslu í stjórnfræði. Sagnfræðináminu ætti að hegða þannig, að nemandinn væri fær um að sjá samtíma sinn í eðlilegu samhengi' við for- tíðina. Ég tel mikilvægast, að sögð sé menningarsaga mann- kynsins, en svo ætti að binda um hnútana, að nemendum væru megindrættir þróunar menningar innar Ijósir. Síðan ættu menn sjálfir á langri æfi að geta fyllt upp í þessa heildarmynd með sjálfsnámi. Á eingu sviði kemur menntun- arskortur íslenzkrar mennta- manna jafn átakanlega í Ijós eins og í mati þeirra á ö'ðrum þjóðum. Þar sitja fordómar og rangar hugmyndir í hásæti. Við verðum oft sárir, þegar við verð um varir við fáfræði og rangar ■hugmyndir um Ísland. En hver sá, sem nokkuð hefur dvalizt með framandi þjóðum veit, að hug- myndir okkar um aðrar þjóðir eru oft á tíðum í engu meiri samræði við veruleikann. Landa fræðikennsla er mjög bág’borin í barna- og gagnfræðaskóium. Kennslubækur eru að stofni til gamlar, jafnvel síðan fyrir síðari heimsstyrjöld. Ekki er t.d. annað að skilja en, að mikill hluti heims ins lúti Englendingum á einn eða annan hátt. Ummæli um menn- ingarstig og atvinnuhætti ein- stakra þjóða eiga í mörgum til- vikum ekki lengur við, einkum a'ð því er snertir þau iðnaðar- lönd, þar sem örastar breytingar hafa orðið síðustu áratugi. Ég tel mjög mikilvægt, að róttæk breyt ing verði hér á, til að við getum betur gert okkur grein fyrir raun verulegri stöðu okkar meðal þjóð anna og öðlast raunsærra og víð sínna viðhorf til anhara þjó'ða. Á þessu sviði hafa dagblöðin og algjörlega brugðizt fræðsluhlut verki sínu, en útbreiða óhróð- ur um þær þjóðir, sem aðhyllast annað stjórnskipulag en viðkom andi dagfblöð sjálf, og bera of- lof á þær þjóðir, sem þeim eru mest áð skapi . Ég tel æskilegt, að landafræði kennsla verði í því horfi, að minnst áherzla verði lögð á lest ur kennslubóka, en þeim mun meiri á að fá til kennslunnar vel menntaða menn, sem fylgjast með þeirri öru þróun, sem á sér stað á sviði þessarar fræðigrein- ar, og geta örfað nemendur til sjálfsnáms. Nú er svo ástátt, áð kennarar verða að kenna nemendum það, sem í kennslubókunum stendur, hvort sem það er rétt eða rangt, annars eiga nemendur á hættu að falla á prófum. Ég tel, að meiri áhezlu beri að leggja á greinargerð um lífskjör þjóða, . atvinnuhætti og menningu en landfræði. Bókmenntir og listir eru með- al gildustu þáttanna í menningu hverrar þjóðar, og er því ekkert áhorfsmál, áð um þær sé fjallað í menntaskólum, enda er það löngu viðurkennt, að því er varð ar bókmenntir. Bókmenntanám- ið ætti fyrst og fremst að fara fram innan ramma íslenzku- kennslunnar og vera ásamt rit- gerð meginþátturinn í henni, Heppilegt væri, að einnig væru kynntar erlendar bókmenntir, og yrði það sjálfsagt bezt gert í tengslum við tungumálanám, svo sem nú er. Listfræði yrði vafa- laust áð kenna sem sjálfstætt fag. HöfuSáherzlu tel ég að beri að leggja á að opna augu nemenda fyrir því, sem gefur listum og bókmenntum gildi og kenna mönnum að njóta þeirra. Hinsveg ar tel ég ekki, að það sé hlut- verk menntaskólanna að kenna mönnum að tjá sig á listrænan hátt. Auk þess sem ég tel, að hlut- verk menntaskóla sé, að kenna mönnum að afla sér þekkingar og vinna úr henni með vitrænu hugarstarfi, tel ég, a'ð megin- áherzlu beri að leggja á, að gera menn færa um að gera öðrum grein fyrir árangri hugarstarfs síns. Þetta verður fýrst og fremst gert með kennslu í ritgerð, en einnig með því að kenna mönn- um að draga höfuðatriðin út úr löngu máli (résumé) og tjá huga sinn í mæltu máli. Auk þeirra helztu námsgreina, sem hér hefur verið drepi'ð á, er mikilvægt, að menn kunni nokk- ur skil á nátturufræði, eðlis- og efnafræði, en grundvöll þeirrar þekkingar mætti leggja á fyrri stig um skólakerfisins. Eins og áður er drepið á, auk- ast stöðugt kröfur til sérhæf- ingar, eftir því sem störf verða margbreytilegri og flókngri. þess vegna er mikilvægt, að menn eigi þess kost að hefja undirbún- ing lífsstarfs síns sem fyrst. Þessu markmiði verður ná’ð með því að auka deildarskiptingu menntaskólanna. Þannig mætti greina milli stærðfræði- og tækni deildar, náttúrufræðideildar, fé- lagsfræðideildar og verzlunardeil ar, málvísindadeildar (og jafn- vel fornmenntadeildar) og kenn aradeildar. Deildaskiptinguna mætti síðan auka eftir þörfum. I hverri deild yrði auk þess mennt- unarkjarna, sem gerð hefur ver- ið grein fyrir, lagður grundvöll- ur að æ'ðra námi á því sviði, sem hver deild fjallar um. Deildaskiptingin ætti þó ekki að vera einskodðuð um of heldur fremur áætlun eða tillaga um námstilhögun. Um val auka- greina ættu nemendur að hafa nokkuð frjálst val, og auðvelt ætti að vera að flytjast milli deilda á hvaða stigi námsins sem er, þegar hugurinn hneigðist til nýrra átta með auknum þroska og menntun. Skipulag skólanna þarf a'ð vera miklu sveigjanlegra en nú er með tilliti til þess, hversu fram- farir eru örar. Höfuðaherzlu verð ur jafnan að leggja á almenna þáttinn, m.a. vegna þess, að út- lit er fyrir, að þjóðfélags'breyting ar verði enn um sinn svo örar, að menn, sem tiefja störf á á- kveðnu sviði, verði að taka upp störf í nýjum starfsgreinum sfó- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.